Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 3
11. desember 1987 - DAGUR - 3 Lágheiði fólksbílafær Lágheiði milli Ólafsfjarðar og Fljóta hefur verið fær í allt haust ef undan er skilið hretið í október. Á mánudag var hún hreinsuð með veghefli, þó hún væri þá vel jeppafær og er þessa dagana fær öllum fólks- bflum. „Ég man ekki eftir að Lág- heiðin hafi verið fær á þessum tíma síðan mokstur hófst um 1960. Það er dálítil hálka á henni Ólafsfjarðarmegin, sérstaklega í Fossbrekkunum, en annars kemstu yfir hana á fólksbíl. Ég segi ekki á sumardekkjum en örugglega á negldum vetrar- dekkjum,“ sagði Gísli Gunnars- son verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki í samtali við Dag. -þá Hegranesið landaði í gáma syðra Hegranes landaði á þriðju- dagsmorgun í Reykjavík lið- lega eitt hundrað tonnum af fiski, mestmegnis karfa. Var megnið af aflanum sett í gáma og selt til Þýskalands og Frakklands. Afgangurinn tæp 10 tonn af ýsu voru síðan seld fyrir mjög gott verð á Faxamarkaði á mið- vikudagsmorgun. Að sögn Marteins Friðriksson- ar framkæmdastjóra Fiskiðjunn- ar var hætt við að láta Hegra- nesið sigla sökum þess að þorsk- fiskiríið hefur algjörlega brugð- ist undanfarið. Stefnt er að því að skipið landi á Króknum í næstu viku. Fiskiðjan keypti bátafisk á Fiskmarkaði Norðurlands á þriðjudag og náði með því 2ja daga vinnslu. -þá Útvarpsstöðvar: Stjarnan og Ljósvakinn koma norður - þó ekki á næstunni „Það var tekin um það ákvörð- un hér að fara norður en okkur hefur ekki orðið eins mikið úr verki og við ætluðum þannig að ég get ekki svarað því á þessari stundu hvenær Stjarn- an byrjar að hljóma fyrir norðan,“ sagði Þorgeir Ástvaldsson á Stjörnunni, vinsælli útvarpsstöð sunnan heiða. Norðlendingar sjá fram á auk- ið framboð útvarpsefnis. Stjarn- an er væntanleg og fyrir eru Ríkisútvarpið, Svæðisútvarpið, Rás 2, Hljóðbylgjan og Bylgjan. Pá er gert ráð fyrir því að Ljós- vakinn, ný útvarpsstöð þeirra Bylgjumanna (íslenska útvarps- félagsins), muni einnig hljóma fyrir norðan í framtíðinni. Að sögn Einars Sigurðssonar útvarpsstjóra Bylgjunnar er meiningin að vinna Ljósvakanum fylgi í Reykjavík áður en stöðin fer út á land og því mega Norð- lendingar ekki búast við að fá að hlusta á rólega og klassíska tón- list Ljósvakans alveg á næstunni. Hann sagðist hafa fengið margar fyrirspumir frá Norðlendingum og greinilegt að þeir væru spenntir fyrir þessari nýju útvarpsstöð. SS AKURVÖOS • 12 bolla kafflvél, eilíföar filter. Mæliskeið, vatnsmælir og hitaplata. • Elnita 140 saumavélin. Einföld, sterkog ótrúlega fjölhæf. Saumaröll nauösynlegu sporin. Saumavélin fyrir þá sem bæta og laga en eyða ekki öllum fritima i saumaskap. Verðið er eftir því. • Gufustraujárn. Létt og handhægt. Breiður sjálfhreinsandi álsóli með 35 gufuventlum. Nákvæmur hitastillir. Vatnsmælir. 1800cl vatnsgeymir. Philips Maxim eldhúsvélin þarf litla utanaökomandi hjálp. öflug hrærivél, grænmetiskvöm, hakkavél og blandari. Fjölhæfni Philips Maxim ern lítil takmörk sett. Innifalið í verði: Stórskál • þeytari • hnoöari lítil skál • grænmetiskvöm • hakkavél • blandari • spaöi. • Kraftmikil ryksuga. Mikill sogkraftur en hljóð- látur mótor. Fóthnappur. Tveir auka hausar. Þessi er góð í jólahreingeminguna. AKURVIK ÍS HF. - GLERÁRGÖTU 20 - AKUREYRI - SÍMI 22233 Mýjar vörur - vandaðar vörur Kaupmannafélag Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.