Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 7
11. desember 1987 - DAGUR - 7 Reynir Valdiinarsson læknir: „Ég bið þess iðulega að æsku landsins verði forðað frá ógæfu áfengis og iikniefna". sótti í læknisnáminu fannst mér námið styrkja trúargrundvöllinn mikið, því ég sá hversu fákunn- andi maðurinn í raun og veru var um sköpunarverkið í heild. Ég var þess fullviss að ég ætti að ljúka sem fyrst öllu því sem ég þyrfti að ljúka varðandi námið á Islandi og fara síðan til annars lands til að hefja nám í ákveðinni sérgrein. Þetta þýddi, að tvö ár fóru í að afla þeirra réttinda, sem tilskilin eru til að fá fullt lækninga- leyfi hér á landi. Árið 1962 tók- um við, konan mín og börn, okk- ur upp og fórum til Danmerkur þar sem ég var staðráðinn í að hefja sérnám í húð- og kynsjúk- dómum. Þegar ég lít til baka sé ég handleiðslu Drottins á mörg- um sviðum, t.d. í því að þora að fara til Kaupmannahafnar með fimm manna fjölskyldu og vita ekkert um hvað tæki við.“ - Nú eru ekki margir sem velja þessa sérgrein læknis- fræðinnar. Af hverju valdir þú hana? „Ég geri mér ekki fulla grein fyrir því hvað olli valinu nema að í kennslustundum hjá kennara mínum í húðsjúkdómum, próf- essor Hannesi Guðmundssyni, fékk ég á einhvern hátt brenn- andi áhuga fyrir greininni. Skóla- félagar mínir fúlsuðu við þessari grein og kviðu e.t.v. einna mest fyrir því að koma upp til prófs í henni, en ég logaði allur af innri þrá eftir að vita meira. Hannes Guðmundsson er mér alltaf mjög minnisstæður en hann var orðinn sjúkur maður þegar þetta var og átti skammt eftir ólifað. Hann tók námsefnið réttum tökum og var góður kennari.“ vað dvaldirðu lengi í Danmörku? „Ég ílentist í tólf ár í Danmörku en sá tími fór þó að sjálfsögðu ekki allur í nám. Þá var málum svo háttað og er e.t.v. ennþá að afskaplega erfitt var fyrir lækna að fá þær stöður sem þurfti til að ná fullum réttindum í þessari sérgrein læknisfræðinnar. Þetta þýddi að dvölin í Dan- mörku var mun lengri en ég hafði upphaflega áætlað. Raunveru- lega má segja sem svo að þegar þessum tólf árum lauk var ég sestur að í Danmörku og ætlaði ekki aftur til íslands. Ég var sjö ár í Kaupmanna- höfn og fimm ár í Óðinsvéum. Á árunum í Kaupmannahöfn var ég ekki einungis í starfi á húð- og kynsjúkdómadeildum heldur var ég allmikið á geislalækningadeild- um, þar sem meðferð á illkynja sjúkdómum fór fram. Á tímabili var ég jafnvel að hugsa um að fara í nám í geislalækningum sem sérgrein. Sem betur fór sá ég mig þó um hönd í því efni í tíma. Eiginlega líkaði mér aldrei reglulega vel í Kaupmannahöfn því mér fannst borgin fráhrind- andi að einstaka stöðum undan- skildum. Aftur á móti vorum við afar ánægð í Óðinsvéum og telj- um þá borg eina af hinum feg- urstu sem við höfum búið í um dagana. Áf þeim sjúkrahúsum, sem ég vann við í Kaupmannahöfn, lík- aði mér einna best við Ríkisspít- alann, enda starfaði ég töluvert lengi á húð- og kynsjúkdómadeild- þess sjúkrahúss. Þar tel ég mig hafa lært einna mest í þeirri grein. Á Danmerkurárunum starfaði ég aldrei með KFUM, enda kom það fljótt í ljós, að þeir störfuðu á öðrum grundvelli en ég var van- ur að heiman. Ég tel að innan hins danska KFUM hafi kristin- dómur farið hrörnandi, að rnínu mati. / g hafði komið mér og fjölskyldu minni ágæt- lega fyrir í Rönne, en það er stærsti bærinn á Borgund- arhólmi, með það fyrir augum að stunda almennar lækningar auk sérgreinar minnar við sjúkrahús- ið þar. Þá fer hugurinn allt í einu og heldur óvænt að leita aftur til Akureyrar. Þetta kom til af því að ég hafði gefið Drottni það heit, að eftir að námi mínu væri lokið skyldi ég snúa aftur til Akureyrar og reyna að vinna fyr- ir æskulýð bæjarins að kristilegu starfi. Þetta liafði gleymst um hríð en Drottinn vakti upp gaml- ar minningar. Ég hvarf því fljótlega frá Borg- undarhólmi og það var eins og engin bönd héldu mér eftir að ég hafði verið kallaður til þessa starfs. Þannig var þá í pottinn búið að ég var alveg peningalaus á þessum tíma og erfitt eða úti- lokað að safna neinu fé í Dan- mörku vegna skattakerfisins. Fjölskyldan taldi sex meðlimi og ég velti þeirri spurningu fyrir mér hvernig ég ætti að geta hafið störf á Akureyri svo félítill. Ég hafði þó ekki neinar áhyggjur heldur bað til Guðs á þá leið að sjá vel fyrir öllu, því ég hefði verið kall- aður til þess starfs sem mér var ætlað fyrir æsku Akureyrar. Ég sá auglýsingu um lausa stöðu við sjúkrahúsið í Godthaab, sem nú heitir Nuuk, á Græn- landi. Ég ákvað að prófa þessa leið til að afla fjár. Seinna, þegar ég hafði fengið stöðuna, frétti ég að nítján aðrir umsækjendur höfðu verið um hana, ég var sá tuttugasti. Þarna var fingur Drottins greinilega með í spilinu, því fyrirfram þótti mjög ósenni- legt, að ég fengi stöðuna því ég var eini útlendingurinn sem sótti um hana. Danirnir urðu að víkja að þessu sinni og þetta þótti mörgum furðulegt á sínum tíma. Við fluttum til Grænlands árið 1974 og það voru okkur öllum geysileg viðbrigði. Ég átti þó von á allt öðrum hlutum en ég fékk að lokum að sjá. Þessi tími var ágætur en einnig erfiður, svo erf- iður, að þegar ég horfi til baka finnst mér þetta vera erfiðasti tími sem ég hefi lifað. Við vorum þarna í tæplega tvö og hálft ár.“ Að hvaða leyti var svo erfitt að starfa þarna, var vinnuálagið svo inikið? „Vissulega var vinnuálagið mikið en ég var vanur því að vinna mikið, hafði t.d. verið á nær stöðugum vöktum á dönsk- um sjúkrahúsum í tólf ár. Mesta álagið var þó sálræns eðlis. Þarna voru þeir hlutir og atburðir sem segja má að hafi valdið mér tals- verðu áfalli strax í upphafi dvalar minnar. Mikið böl blasti hvarvetna við vegna áfengisneyslu og öllu því sem henni fylgir. Vínandinn hef- ur farið mjög illa með Grænlend- inga og svo eru sumir íslendingar nú að berjast fyrir því að lögleiða það böl, sem óhjákvæmilega hlýtur að koma í kjölfarið á almennri neyslu áfengs öls. Mér finnst þetta fáránlegt. Mikið var um geðræn vanda- mál meðal þeirra íbúa sem ég umgekkst. Kynsjúkdómavanda- málið var gífurlega stórt og alvar- legt og varð ég mjög undrandi á þessu enda þótt ég væri fyrirfram búinn að gera mér grein fyrir því að illa stæði til í þeim efnum. Ég hefði ekki getað hugsað mér að vera miklu iengur en þetta á Grænlandi og mælirinn var líka fullur í öðrum skilningi. Mér hafði áskotnast töluvert fé meðan ég starfaði þarna og það sem ég hafði farið á mis við í þeim efnum meðan ég dvaldi í Danmörku var mér ríkulega bætt upp þennan tiltölulega stutta tíma á Grænlandi. Góð laun voru greidd fyrir vinnuna þar og í við- bót fengu starfsmennirnir auka- þóknun fyrir það eitt að vilja starfa á Grænlandi. í viðbót við þetta vorum við að heita má skattlaus. Ég leitaði fyrir mér um starf á Akureyri og var í bréfa- sambandi við stjórn sjúkrasam- lagsins. Við fluttum til bæjarins eftir að ég var búinn að fá stöðu og eftir það leið ekki langur tími þar til ég var kominn inn í starfið hjá KFUM. Ég tel því, að ég hafi uppfyllt það heit mitt að starfa að kristilegum málefnum fyrir æsku þessa bæjar.“ - Hvert stefnir þetta æskulýðs- starf nú á dögum? „Ég held að unglingar séu vel með á nótunum í trúarlegum efnum. Þeir eru jákvæðari nú á dögum ef eitthvað er gagnvart trúnni en var á menntaskólaárum mínum. Það hefur því margt gott sprottið upp af þeim akri sem Björgvin Jörgensson og aðrir trúaðir hafa sáð til hér í bænum. Um þetta efast ég ekki.“ Hver er afstaða þín til trúfélaga utan þjóð- kirkjunnar? „Það er rekin kröftug boðun fyrir þessum söfnuðum, þó e.t.v. ekki meiri nú en áður. Við getum greint ákveðnar línur milli Hvíta- sunnukirkjunnar, Sjónarhæðar- starfsins, Hjálpræðishersins, þjóð- kirkjunnar og KFUM og K. Mér hefur þótt afskaplega ánægjulegt að sjá hversu mikið bilið milli þessara greina kristinnar trúar hefur minnkað hér í bæ því hér áður, fyrir 40 árum, mátti því miður oft finna djúpstæðan ágreining, kannski úlfúð og sund- urþykkju, af hálfu þessara nefndu trúargreina. Þó hefur komið til sögunnar ný trúarstefna, sem ég felli mig ekki við, en það eru Vottar Jehóva. Mér er illa við að sjá þá skjóta rótum á Akureyri. Mér finnst Vottarnir vera ákaf- lega ósanngjarnir, svo ekki sé meira sagt, þar sem þeir halda því fram að kenningar þeirra séu byggðar á kristnum grundvelli. Það er mjög hægur vandi að hrekja þá fullyrðingu þeirra en þó er ekki víst að allir séu í stakk búnir til þess. Mér er afar illa við að sjá fólk taka þessum kenning- um vel. jóðkirkjan á marga vand- aða og góða presta sem standa á kristnum grund- velli. Kirkjan hefur að mínum dómi staðið sig vel að flestu leyti og fylgst vel með tímanum, án þess að jákvæð boðun hafi skaðast. Boðskapur kirkjunnar manna fyrir 40 árum bar oft á tíð- um allt of mikinn keim af spírit- isma, guðspeki eða frjálshyggju nýguðfræðinnar." - Hvert er, að þínum dómi, mesta böl íslensku þjóðarinnar? „Ætli það sé ekki efnishyggjan og sú tilhneiging að reiða sig á peningaleg verðmæti. Varanlega lífsfyllingu er ekki að fá í nútíma- lífsgæðum efnisheimsins, - Krist- ur einn er þess megnugur að veita slíkt. Við höfum gert miklar kröfur til lífsgæða og ef útlit er fyrir að þeim verði ekki fullnægt virðist allt ætla að fara úr skorð- um í þjóðfélaginu. Þá er vissu- lega áhyggjuefni að áfengi og fíkniefni virðast flæða yfir landið og ég bið þess iðulega að æsku landsins verði forðað frá þessari ógæfu. Þó eigum við, sem betur fer, langt í land með að nálgast sama ástand og ríkir í Dan- mörku.“ - Hvernig tekst þér að sameina lækninn og trúmanninn? „Það er einfalt og þægilegt. Tækifærin til að vinna sem kristni- boði korna til mín í starfi mínu hvern einasta dag og ég er þakk- látur fyrir það. Ég hef aldrei ver- ið í vandræðum með að sameina þetta tvennt, t.d. þegar læknirinn kemst ekki lengra þrátt fyrir tækni og mikla þekkingu og segir pass þá kemur trúin og spilar hálfslemm í grandi. Oft hef ég séð Drottin vinna kraftaverk fyrir trú ég bið fyrir sjúklingum mínum á hverjum degi. Undir- búningurinn að starfi mínu hefst milli kl. fimm og sex á morgnana, en ég er snemma á fótum hvern dag.“ - Hvernig er starfi þínu háttað í dag? „Eg vinn, hvort tveggja, að almennri heilsugæslu sem heilsu- gæslulæknir nteð allstórt „sjúkra- samlag“, og við lækningar á sviði sérgreinar minnar. Varðandi kynsjúkdóma er, sem betur fer, ómögulegt að tala um vandamál hér í bæ. Ég á að heita rágefandi læknir í sérgrein minni við Fjórðungs- sjúkrahúsið, dvalarheimilin og Kristnesspítala. Að auki hef ég alfarið með göngudeild psoriasis- og exemsjúklinga að gera, en þessi deild starfar við endurhæf- ingarstöðina á Bjargi. Er ekki erfitt fyrir þig þótt læknir sért að horfa upp á allar þær þjáningar sem læknirinn þarf að umgangast í starfi sínu? „Jú, það er rétt en sá þáttur í lífi rnínu er mikið til genginn yfir. Þetta var algengara meðan ég starfaði innan veggja sjúkrahúsa. Þó koma fyrir vandamál í viðtöl- um mínum við sjúklinga sem ómögulegt virðist vera að leysa nema á grundvelli trúarinnar. Margoft hef ég séð fram á hörmulega atburði í uppsi^lingu sem ekki hefði verið hægt aðTást við nema á grundvelli trúar. Sem sálusorgari tek ég læknissiárfið ákaflega alvarlega og ekki að ástæðulausu. Drottinn hefur lagt mér orð í munn til að ráðleggja þeim sem hafa átt erfiðast og komið til mín á stofuna.“ EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.