Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR -11. desember 1987 Almanak Þroska- hjálpar 1988 komið út Út er komið listaverkaalmanak Landssamtaka Þroskahjálpar fyr- ir árið 1988. Almanakið er unnið í samvinnu við félaga í íslenskri grafík, eins og þrjú undanfarin ár, og prýða það þrettán grafík- myndir eftir íslenska listamenn, ein fyrir hvern mánuð, auk for- síðumyndar. Allar eru þær lit- prentaðar, nema ein sem er svarthvít. Listamennirnir eru: Baltasar Samper, Ingiberg Magn- ússon, Halldóra Gísladóttir. Daði Guðbjörnsson, Björg Þor- steinsdóttir, Rut Rebekka, Þórö- ur Hall, Sigrún Eldjárn, Elín Perla Kolka, Jenný E. Guð- mundsdóttir, Ásdís Sigurþórs- dóttir, Eyþór Stefánsson og Jón Reykdal. Eins og nafnið bendir til er almanakiö jafnframt happ- drættismiði sem er í gildi allt árið og eru vinningar dregnir út mán- aðarlega. í vinning eru að þessu sinni þrír bílar af geröinni Toyota Corolla 1300 XL Liftback og níu 20" Sony-sjón\arpstæki. samtals að verðmæti um 2 milljónir kr. Proskahjálp hefur þann hátt- inn á að gefa ekki út íleiri alman- ök en ætla má að seljist. Sl. þrjú ár hefur upplagið nær selst upp og er ekki annars að vænta en að svo verði einnig nu. Því eru sára- litlar líkur á að vinningar komi á óseld almanök. Landssamtökin Þroskahjálp hafa nú starfað í 11 ár, en þau voru stofnuð 1976 í því skyni að sameina í eina heild þau félög sem vinna að málefnum fatlaðra sem ekki geta barist fyrir liags- munum sínum sjálf. Eru nú í samtökunum 26 aðildarfélög um land allt. bæði foreldra- og styrktarfélög og fagfélög þeirra sem hafa sérhæft sig í kennslu og þjálfun fatlaðra. Þroskahjálp er í senn baráttu- aðili fyrir rétti fatlaðra og sam- starfsaðili við ríkisvaldið um málefni þeirra. Eiga samtökin ótvíræðan þátt í þeirri ánægju- legu uppbyggingu sem orðið hef- ur í þjónustu við fatlaða undan- farin ár. Auk þess sinnir Þroskahjálp fræðslu- og útgáfustarfi. stendur m.a. að fræðslunámskeiðum fyrir aðstandendur fatlaðra barna og ungmenna. starfrækir hópstarf þroskaheftra og gefur út tímarit- iö Þroskahjálp. Þá reka samtökin gistiheimili í Kópavogi fyrir for- eldra utan af landi sem þurfa að sækja til höfuöborgarinnar meö fötluð börn sín til athugunar eða meðhöndlunar. Almanakshappdrættið er meg- infjáröflunarleið Þroskahjálpar og vænta samtökin þess að fólk taki vel á móti sölumönnum þeirra sem ganga munu í hús um land allt næstu vikunnar. Landssamtökin Þroskahjálp. Fávitinn - eftir Fjodor Dostojevskí Bókaforlag Máls og menningar hefur gefið út síðara bindi Fávit- ans eftir Fjodor Dostojevskí í þýðingu Ingibjargar Haraldsdótt- ur. Fávitinn er saga Myshkins tursta. hins algóöa manns. I aug- um hans eru allir jafnir og hann vill vera öllum jafn góður. En gæska hans setur líf heldra fólks- ins í Pétursborg úr skorðum og hefur hörmulegar afleiðingar bæði fyrir hann sjálfan og aðra. Fávitinn kom fyrst út í Péturs- borg árið 1868 og er að verðleik- um ein frægasta skáldsaga bók- menntasögunnar. Hún opnar sýn inn í heillandi heim ástríðna. manngæsku. spillingar og glæpa. Frásögnin er margslungin og leið- ir lesandann gegnum tlókna atburðarás allt til dramatískra endalokanna. Fyrra bindi þessa stórvirkis Dostójevskís kom út í fyrra og er útgáfan styrkt af Þýð- ingarsjóði. Öndvegisskiljur AB: Gróður jarðar, Ægisgata, Sjóarinn sem hafið hafnaði Um þessar mundir er að hefja göngu sína hjá Almenna bókafé- laginu nýr bókaflokkur sem nefndur er Öndvegiskiljur AB. Þrjár fyrstu kiljur flokksins Ægis- gata, Gróður jarðar og Sjóarinn sem hafið hafnaði eiga það allar sameiginlegt aö hafa selst í stór- um upplögum í harðspjaldaútgáf- um. Öndvegiskiljur AB eru einn- ig á mjög hagstæðu veröi. Ægisgata eftir John Steinbech er ein af bestu sögum hans. Hún lýsir mannlífi í borg í Suöur-Kali- forníu - æskustöðvum höfundar. Gróður jarðar eftir Knut Hamsun scgir frá óskrifandi og lítt lesnum cinyrkja, ísaki í Landbroti, lurknum sem trúir á gróðurmoldina, trúir á vinnuna, einfeldnina og manndyggöina. Sjóarinn scm hafið hafnaði opnar lesandanum ógnvekjandi sýn inn í hugarheim nokkurra japanskra pilta á gclgjuskeiði. Bókin var mjög umdeild er hún kom í fyrsta sinn út hjá Bóka- klúbbi Almenna bókafélagsins og seldist upp á skömmum tíma. Ferð Eiríks til Ásgarðs Mál og menning hefur gefiö út nýja unglingabók eftir Lars Henrik Olsen, sem nefnist Ferð Eiríks til Ásgarðs. Þetta er fyrri hluti danskrar verðlaunasögu um ævintýri í norrænum goðaheimi. í þessari bók segir frá feró Eiríks þangað og tildrögum hennar: Það er þrumuveöur í borginni og Eiríkur er einn heima. En það cr ekkert venjulegt þrumuveður og allt í einu stendur sjálfur þrumuguðinn Þór viö dyrnar, kominn til aö sækja Eirík. í Ásgarði, heimkynnum goðanna, er allt á heljarþröm og æsir þurfa á mannsbarni að halda. En til hvers er ætlast af nútímadrengn- um Eiríki? Hann kynnist lífinu í Ásgarði og heyrir margar sögur al’ ásum og ásynjum, dvergum, jötnum og forynjum um leiö og hann býr sig undir verkefnið sem honum er ætlað að vinna ásamt Þrúði. dóttur Þórs. í aðalhlutverki - Inga Laxness Bókaforlag Máls og menningar hefur gefið út bókina / aðalhlut- verki Inga Laxness. Ingibjörg Einarsdóttir, öðru nafni Inga Laxness, er uppalin á miklu menningarheimili í Reykjavík á fyrstu áratugum aldarinnar. Hún er dóttir Einars Arnórssonar, síðasta íslandsráð- herrans, sem var einn áhrifamesti stjórnmálamaður á sinni tíð. 16 ára gömul kynnist hún Halldóri Laxness og segir hér skemmtilega frá kynnum þeirra og hjónabandi sem stóð í 10 ár. Þau skrifuðust mikið á, einkum meðan Halldór dvaldist í Ameríku. Þegar Lárus Pálsson stofnaði leiklistarskóla sinn árið 1940 varð Inga fyrsti nemandi hans. Hún stundaði einnig leiklistarnám í Bretlandi og Bandaríkjunum og lék bæði þar og hér heima, á sviði og í útvarpi, um 20 ára skeið. Silfur- stóllinn Hjá Almenna bókafélaginu er komin út bókin Silfurstóllinn eft- ir C.S. Lewis. Er þetta fjórða ævintýrabókin eftir C.S. Lewis scm kemur út á íslandi. Hafa bækurnar eignast marga aðdá- endur hér ekki síður en annars staðar í heiminum. í Silfurstólnum er Kaspían kon- ungur í Narníu oröinn gamall. Einkasyni hans Rilían hefur ver- iö rænt, en nú er mikil þörf fyrir hann til aö taka við konungdómi svo aö ríkiö lendi ekki í höndum óvinanna. Tveir breskir skólakrakkar, Elfráöur Skúli og Júlía, eru cftir töfraleiöum komin til Naríu. Þaö kcmur í þeirra hlut aö lcita kóngssonar, cn þau hefðu ckki komist langt á hinum hættulegu lciðum sem þau vcröa aö fara ef fenjavingullinn Dýjadámur hcfði ekki slegist í för ineð þeim. Hin íslenska þýöing Kristínar R. Thorlacius er frábærlega góð, enda hefur hún verið vcrðlaunuð af Skólamálaráði Rcykjavíkur. Bókin er 252 bls. að stærö. Sctningu, prcntun og bókband annaðist Prentvcrk Akraness hf. Ný Ijóðabók: Kvæði 87 - eftir Kristján Karlsson Kristján Karlsson skáld og bók- menntafræðingur, hefur sent frá sér sína fimmtu Ijóðabók Kvæði '87. Kristján er eins og kunnugt cr eitt af okkar sérstæðustu skáldum. Flest Ijóða hans krefj- ast vandlegs lestrar, en hljóti þau hann, launa þau lesandanum, því hér er á ferð mikill skáldskapur. Stíll Kristjáns er afar pcrsónu- legur. en höfundurinn er eigi að síður nýr í hverri bók. Síðasta bók markaði þáttaskil í skáld- skap hans, og þá mun Kvæði ’87 ekki síður gera það. Kvæði '87 er 50 bls. að stærð, kvæðin eru alls 28, sum nokkuð löng. Útgefandi er Almenna bókafélagið og kemur bókin út bæði fyrir almennan markað og sérútgáfa fyrir Ljóðaklúbb AB. Á toppinn - eftir Giliian Cross Hjá bókaforlagi Máls og menningar er komin út unglinga- sagan Á toppinn eftir Gillian Cross. Þetta er átakamikil saga uin krakka í rokkhljómsveit sem slá í gegn. Auövitað dreymir allar hljóm- sveitir um að slá í gegn, það vit- um við - en hvað kostar frægðin? Það var algjör tilviljun að Janis kynntist strákunum í hljómsveit- inni Kelp. Svo buðu þeir henni að vera með og hún sló til. Hún hafði engu að tapa - henni var uppsigað við kennarana og heima var allt í upplausn. En hana gat ekki grunað livað myndi fylgja á eftir - að vera í hljómsveit er ekki bara að syngja. Það er heil ímynd. Gangandi íkorni - eftir Gyrði Elíasson Skáldsagan Gangandi íkorni eftir Gyrði Elíasson er komin út hjá bókaforlagi Máls og menningar. Þetta er fyrsta skáldsaga Gyrðis en hann hefur áður sent frá sér fimm ljóðabækur sem allar hafa vakið mikla athygli. Sviö og persónur þessarar sögu sýnast í fyrstu hefðbundin. Ung- ur drengur í afskekktri sveit hjá öldruöum hjónum. Drengurinn viröist lifa fábreyttu lífi, en hann á sér sinn eigin heim. Dag einn sest hann við vaxdúklagt borðiö og tekur að festa sýnir á brúnan maskínupappír: „Fyrst teikna ég flugvél og hákarl lónandi i grugg- ugu hafi undir. Síðan færi ég mig til á blaöinu. Ég leggst þungt á trébýantinn og vanda mig. Allt í cinu er orðinn til strákofi með garðskækli viö, lítil lognvær tjörn, og íkorni." Og frásögnin bersl inn í myndina, fyrr en varir er lcsandinn horfinn meö íkorn- anum inn í borgarævintýri þar sem allt cr mcð öörum brag en í svcitinni. Hugbúnaðar- kynníng Kynníng á hugbúnaði fyrir IBM S/ 36 verður að Hótel KEA mánudag- inn 14. desember. KI. 9-12. Hugbúnaður fyrir sjávarútveg: RT-AFLI (Aflabókhald) RT-SJÓMANNALAUN RT-FRAMFISK (Framleiöslu- & birgðabókhald) Kl. 13-16. Almennur hugbúnaður: RT-LAUN (meö staðgreiðslukerfi skatta og kennitölum) RT-KLUKKA (splunkunýtt stimpilklukkukerfi) ALVÍS (bókhalds- og lagerkerfi) Einnig verða kynnt einstök viidarkjör á IBM S/36 PC Hagritun Gránufélagsgötu 4 • 600 Akureyri • sími 27322. Illl FRAMSÓKNARFÉLAG ||l| AKUREYRAR . Opið hús $ í Hafnarstræti 90, laugard. 12. desember f ki. 17.00-19.00. Jólaglögg og smákökur. ★ Allir velkomnir ★ Stjórnin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.