Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 9
V8RT iðdm989b f I- - PUOAQ - 8 11. desember 1987 - DAGUR - 9 Msamband l/ne i Nederland Æ Við höfum opnað eígin skrífstofu í Rotterdam sem mun sjá um alla okkar þjónustu í Hollandi. Illillll Pottþéttur vinur - eftir Eðvarð Ingólfsson Æskan hefur gefiö út nýja ungl- ingabók eftir Eðvarö Ingólfsson. Hún heitir Pottþéttur vinur. Þetta er níunda bók Eðvarðs. Pottþéttur vinur fjallar um þrjár ólíkar aðalsöguhetjur. Pét- ur er ein [reirra. Hann hefur nýlega lokið 9. bekk, er vinafár og hefur minnimáttarkennd. Á einu sumri verður mikil breyting í lífi hans þegar hann kynnist bekkjarsystrum sínum, Þóreyju og Stínu, vel. Þær eiga mikinn þátt í að rífa hann út úr búri sínu. Pétur verður hrifinn af Þóreyju en á ýmsu gengur milli þeirra. Hún er opinská og hreinskilin en það á hann ekki alltaf auðvell með að þola. Tína, vinkona Þóreyjar, kem- ur líka nokkuð við sögu. Hún er á föstu með Danna, einum eftir- sóttasta strák skólans. Þau eru í haltu mér - slepptu mér sam- bandi, annað hvort saman eða skilin að skiptum. Það er grunnt á afbrýðiseminni hjá Tínu. Eðvarð Ingólfsson er höfundur metsölubókanna Fimmtán ára á föstu og Sextán ára í sambúd. í fyrra sendi hann frá sér unglinga- bókina Ástarbréf til Ara. Hún var rneðal söluhæstu bóka þá. Sonur Siguröar — ný íslensk unglingabók Sonur Sigurðar heitir ný íslensk unglingabók eftir Guðlaugu Richter sem bókaforlag Máls og menningar hefur gefið út. Bókin fjallar um líf unglinga á þjóð- veldisöld og hefur saga af þessu tagi ekki verið samin áður hér á landi. Söguhetjur bókarinnar eru tveir strákar, höfðingjasonurinn Þor- steinn og ambáttarsonurinn Grjótgarður. Þótt þeir alist upp á sama bæ er óravegur á milli þeirra. Þorsteinn er fullur af hetjudraumum sem að lokum leiða hann í ógöngur, hann verð- ur sekur maður en Grjótgarður fylgir honum í útlegð. Og þá verður tvísýnt hvor þeirra er meiri hetja. Guðlaug Richter hefur áður sent frá sér bókina Þetta er nú einum of. . . Sögur og ævintýri Mál og menning hefur gefið út bókina Sögur og ævintýri sem er stórbók með verkum Astrid Lindgren. Bókin er gefin út í tilefni áttræðisafmælis höfundar- ins en er jafnframt ein af afmælis- bókum Máls og menningar á fimmtíu ára afmæli bókmennta- félagsins. í þessari stórbók eru bæði nýj- ar þýðingar og endurprentaðar úrvalsþýðingar. Hér birtast í heild sögurnar Pegar ída litla ætl- aði að gera skammarstrik, Tu tu tu. Bróðir minn Ljónshjarta. Emil í Kattholti og Madditt og leikþátturinn Aðalatriðið er að vera hress. Einnig eru kaflar úr Á Saltkráku. Leynilögreglumaður- inn Karl Blómkvist, Elsku Míó minn og Ronja ræningjadóttir. Bókin er þannig upp byggð að hún byrjar á efni handa yngstu börnunum en smáþyngist þegar á líður. Þetta er því bók sem fylgir börnunum - eldist með þeim - alveg l'ram á fullorðinsár. pj Rotterdam Heímílisfangíð er: ^SAMBAND UNE Nederland Van Weerden Poelmanweg 21 P.O. Box 7065 3000 HP, Rotterdam. Símar: 010-429 4670 010-429 9488 Telex: 28116 Telefax:010-428 0809 i Hafðu samband SKIPADEILD SAMBANDS/NS LINDARGÖTU 9A • 101 REYKJAVÍK SÍMI 698100 TAKN TRAUSTRA FLUTNINGA Ný skáldsaga: Blindflug - eftir Ómar Þ. Halldórson Ómar Þ. Halldórsson hefur nú sent frá sér þriðju skáldsögu sína og kemur hún út hjá Alntenna bókafélaginu. Bók Ómars heitir Blindflug og segir frá ungri konu sem fer í flugvél heim til foreldra sinna austur á land. Það er ókyrrð í lofti og einnig í lífi kon- unnar. Hún rifjar upp samband sitt við karlmenn sent tengst hafa lífi hennar, fyrrverandi eigin- mann, strák af hælinu þar sem hún hefur unnið, tónlistar- kennara og leðurjakkagæja. Á meðan ókyrrðin eykst og ástand- ið verður ískyggilegra skýrist myndin af lífi konunnar og verð- ur heilleg og eftirminnileg. Bryddað hefur verið upp á þeirri nýbreytni í sambandi við útkomu Blindflugs hjá Almenna bókafélaginu að Ómar Þ. Hall- dórsson les bókina inn á bönd fyrir Blindrabókasafn íslands. Verður bókin því aðgengileg blindunt um leið og sjáandi. Vill Almenna bókafélagið og höfund- ur þannig vekja athygli á hljóð- bókum og sýna þann vilja í verki að íslensk skáldrit verið til á hljóðsnældum er þau koma út á bók.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.