Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 16

Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 16
í‘ tr 16 RUÐAQ - DAGUR - YOer -ðdnosab I V 11. desember 1987 hefur mótor með yfir 2000 tíma endingu á kolum = um 20 ára meðalheimilisnotkun. Þetta er einsdæmi og annað er eftir því. Nilfisk er tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk, fljótt og vel, ár eftir ár, með lágmarks truflunum og tilkostnaði. Reynslan sannar rekstraröryggi og einstaka endingu. NILFISKengin fáRafland hf. \/Qnilllon n/l/CI in2 xlh., Rafeindaverkstæði - Raftækjaverslun VV.I IJUItU lyiXjLiyCl Sunnuhlið 12 • Postholf 516 Akureyn Simi 96-25010 Vélsleðasýníng Vélsleðamarkaður n.k. laugardag og sunnudag frá kl. 13-18 í sal Bflasalans við Hvannavelli. Sjáið allar 1988 árgerðirnar frá Skii-Doo, Polaris, Yamaha og Arctic Cat -4r TÍr lír Komið og ræðið við umboðsmenn og sölumenn - fáið verð og bæklinga. Úrval af notuðum sleöum og hjólum til sýnis og sölu. ★ ★ ★★ Komið með gamla sleðann á markaðinn strax á föstudag og reynið að skipta á nýrri! Sölumenn Höldurs aðstoða. Aftanísleðar, vélsleðakerrur, kuldafatnaður, kuldaskór, hjálmar og allskonar aukabúnaður til sýnis og sölu. ★ ★ ★★ Bílsímar, lórantæki, varahlutir og olíur. spurning vikunnar Hvernig líst þér á að staðgreiða skattana þína? Skapti Hallgrimsson blaðamaður: „Mér líst í sjálfu sér ágætlega á þetta nýja fyrirkomulag. Það á eftir að koma sér vel fyrir marga, en á sama tíma eiga þetta eftir að verða viðbrigði fyrir marga. Hvað mér sjálfum viðkemur þá mun þetta ekki breyta miklu til eða frá. Ég vinn mikið og býst ekki við að það breytist neitt á næsta ári.“ Guðlaug Haraldsdóttir afgreiðslumaður: „Mér líst vel á staðgreiðslukerf- ið. Ég gæti trúað að þetta yrði þægilegra, því nú getur maður séð nákvæmlega hve mikinn pening maður hefur milli hand- anna.“ Þórir Bergsson íþróttakennari: „Þetta er góð breyting. Ég gæti trúað því að maður hefði betri stjórn á þeim peningum sem til manns koma. Annars held ég að þetta eigi ekki eftir að breyta miklu fyrir mig persónulega því vinnumunstrið mun verða þaö sama og áður.“ Þorkeli Þorkelsson Ijósmyndari: „Ég er mjög sáttur við þessa breytingu. Nú fer maður ekkert að eyða þessum peningum, því þeir koma aldrei í hendurnar á manni. Nú verða þetta bara tölur á blaði og það er ekki hægt að eyða þeim!“ Guðmundur Skúli Stefánsson kennari: „Fyrir okkur ríkisstarfsmenn þá mun þetta ekki breyta svo miklu því það er alltaf tekið af launun- um okkar hvort sem er. Hins vegar finnst mér þetta skynsamleg breyting og á eftir að sanna gildi sitt á komandi árum.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.