Dagur - 14.12.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 14.12.1987, Blaðsíða 4
c4 - DAGUR - 14. desember 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavlk vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (Iþróttir), PÁLL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Bruðlað með almannafé Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar fór kostnað- ur við byggingu flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Keflavík um það bil 871 milljón króna fram úr kostn- aðaráætlun. Framkvæmdakostnaður við flugstöð- ina eins og hún er nú nemur sem sagt 2 milljörðum og 992 milljónum króna þegar hann hefur verið framreiknaður til verðlags í september 1987. Upp- hafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á tvo millj- arða, 121 milljón króna, framreiknuð á sama hátt. Við þá tölu bætast síðan 109 milljónir í fjármagns- kostnað, 55 milljónir í kostnað vegna listaverka, 10 milljónir vegna eftirlits Bandaríkjamanna og byggingarnefndarlaun að upphæð 4 milljónir króna. Flugstöðin hefur því kostað þjóðina 3170 milljónir króna og þó er framkvæmdum ekki að fullu lokið. E.t.v. kann einhverjum að þykja umframkeyrslan eðlileg en víst er að almenningi í landinu þykir meira en nóg um. Margt væri hægt að gera fyrir mismuninn á upp- haflegri og endanlegri kostnaðaráætlun. Til dæmis mætti gera jarðgöng í Ólafsfjarðarmúla fyrir tæp 60% þessarar upphæðar; byggja 30 2ja herbergja íbúðir einhvers staðar á landinu; tvöfalda - og ríf- lega það — fjárveitingar til safna, lista og allrar ann- arrar menningarstarfsemi í landinu, eða auka niður- greiðslur á landbúnaðarvörur verulega. Einnig mætti lækka fyrirhugaðan söluskatt á matvörur á næsta ári um tæplega fjögur prósentustig, úr 25% í u.þ.b. 21,2% svo dæmi séu nefnd. Þannig væri endalaust hægt að beita samanburði en niðurstað- an er ávallt sú sama: Framúrkeyrslan við byggingu flugstöðvarinnar er hrikaleg og þeim peningum hefði verið betur varið til annarra hluta. Hið dýrkeypta flugstöðvarævintýri leiðir hugann að ábyrgð þeirra, sem ráðstafa almannafé. í skýrslu ríkisendurskoðunar er m.a. fullyrt að yfirstjórn flug- stöðvarbyggingarinnar hafi „skort bæði fjárhags- lega og framkvæmdalega yfirsýn yfir verkið" og einnig hafi „ hönnunargögnum verið verulega áfátt". Með öðrum orðum stóð byggingarnefnd sig ekki sem skyldi. Samt malda byggingarnefndar- menn í móinn og fullyrða meira að segja að fyllstu hagkvæmni hafi verið gætt! Þeir segja að þunga- miðja málsins sé sú, að byggð hafi verið glæsileg flugstöð með öllum nauðsynlegum kerfum og bún- aði. Það hafi verið meginmarkmið nefndarinnar og því hafi hún náð með „frambærilegum hætti". Með öðrum orðum: Skítt með kostnaðinn! Einhvers staðar hefði framúrkeyrslu sem þessari ekki verið tekið þegjandi og hljóðalaust. En á ís- landi er þetta víst í lagi. Hins vegar’ ér'vandséð að Flugstöð Leifs Eiríks- sonar - þessi dýrasta bygging íslandssögunnar - verði fil að auka virðingu almennings á stjórnvisku ráðamanna. BB. y viðtol dagsins \ Sl. þriðjudag birtist í Degi bréf sem sent var Fjárveitinganefnd Alþingis, bréfið er frá 30 starfsmönnum við Heilsu- gæslustöðina og Sjúkrahúsið á Húsavík. í bréfinu lýsa þeir yfir sárum vonbrigðum með óskiljanlegan seinagang við byggingu heilsugæslustöðvar á Húsavík og skora á þingmenn að sjá til þess að heilsugæslu- stöðin rísi á næsta ári. Dagur óskaði eftir viðtali við Gísla G. Auðunsson heilsugæslulækni vegna þessa máls. Haustið 1966 hófu Gísli og Ingimar Hjálmarsson yfirlæknir heilsu- gæslustöðvarinnar, störf á Húsavík og voru þeir braut- ryðjendur að stofnun heilsu- gæslustöðvar hér, þeirrar fyrstu á landinu. „Við byrjuðum með vísi að læknamiðstöð, eins og við gjarn- an kölluðum það. Hún var stað- sett að Ketilsbraut 20 sem þá var héraðslæknisbústaður. f>ar vor- um við báðir með móttöku og læknaritari var ráðinn, því eitt af Gísli G. Auðunsson heilsugæslulæknir, Gísli G. Auðunsson heilsugæslulæknir á Húsavík: „Okkur hefur alltaf verið ýtt til hliðar“ aðalatriðunum var að koma á nákvæmum vélrituðum sjúkra- skrám. Oft finnst okkur að þetta sé vendipunkturinn og segja má að upphaf heilsugæslustöðvar á Húsavík sé þarna um áramótin 1966-67. Því er ekki að neita að þetta var miklu takmarkaðri starfsemi en varð í apríl 1970 þegar Húsa- víkurkaupstaður stofnaði til Heilbrigðismiðstöðvarinnar á Húsavík. Þá var starfsemin flutt á fyrstu hæð nýbyggingar sjúkra- hússins. Þar með fannst okkur að við svöruðum eiginlega öllum kröfum um nútíma heilsugæslu. Þarna fengum við röntgendeild og rannsóknastofur við hliðina á okkur og hjúkrunarfræðingar sjúkrahússins veittu okkur aðstoð þar til heilsugæsluhjúkrunar- fræðingur var ráðinn. Ungbarna- eftirlit og mæðravernd var þarna, sem sagt allir meginþættir þess sem nú tíðkast við heilsugæslu- starf." - Um það bil 10 ár eru síðan farið var að undirbúa byggingu heilsugæslustöðvarinnar en fram- kvæmdum miðar hægt. Nú held- ur starfsfólk fund og skrifar fjár- veitinganefnd og þingmönnum, var þolinmæði ykkar að þrjóta? „Já, þolinmæðina var að þrjóta. Það var heilmikið verk- efni á sínum tíma að fara í gegn-1 um alla þætti varðandi húsnæðis- kröfur og hvað marga starfsþætti ætti að vera með í heilsugæslu- stöðinni. Fullnaðarhönnun var lokið í ágúst 1983 og teikningar voru samþykktar af heilbrigðis- yfirvöldum og stjórninni hér. Þá héldu allir að málið væri unnið, settust niður og biðu eftir að fá peninga til að byrja. Nú eru fjög- ur og hálft ár síðan og nánast ekkert hefur gerst. Reyndar var þó byggður bílskúr yfir sjúkra- bíla í sumar. Við urðum öll vongóð þegar Guðmundur Bjarnason varð heil- brigðisráðherra vegna þess að hann er fulltrúi kjördæmisins og Húsvíkingur. Menn þekkja alltaf betur til á sinni heimaslóð og Húsvíkingar höfðu virkilega ver- ið settir hjá. Málið var ekki að Guðmundur væri að hygla sínu héraði heldur hitt, að hér var um nauðsynja- og réttlætismáli að ræða, sem varð að drífa áfram, hér eins og annars staðar. Við voru býsna vongóð um að nú loksins fengi málið framgang, en eftir því sem leið á haustið virtist málið einhvern veginn þyngjast meir og meir. Það er þessi eilífi tónn um geysileg fjárhagsvand- ræði. Ég dreg það ekki í efa að ríkið okkar reynir að gera miklu meira fyrir þegnana en það hefur bolmagn til. En það verður að vera eitthvert samræmi í hvernig fé og framkvæmdum er skipt milli þegnanna. Þegar við fengum í hendur greinargerð frá nefndinni um framtíðarskiptingu verkefna milli ríkis og sveitarfé- laga, þá var okkur brugðið. Þar kemur fram að heilsugæslan á að fara alfarið yfir á sveitarfélögin. Þingeyingar byggðu hér á sín- um tíma glæsilegt sjúkrahús, greiddu 40% af þeirri byggingu rétt áður en núverandi lög gengu í gildi en þau kveða svo á að sveitarfélög greiði 15% af bygg- ingarkostnaði sjúkrahúsa. Vegna þess að rúmt var á sjúkrahúsinu var hægt að troða þar inn heilsu- gæslustarfinu og einhverra hluta vegna hefur okkur alltaf verið ýtt til hliðar meðan byggðar hafa verið heilsugæslustöðvar hring- inn í kringum landið. Loksins þegar á svo að koma að okkur, síðustum allra, þá er ríkið bara hætt og heimamenn eiga að standa að því sem eftir er. Ég held að hver einasti maður sjái að það er ótækt að mismuna þegn- unum með þessum hætti og þetta brýndi fólkið til að halda fundinn og láta vita að það þyldi ekki svona ranglæti. Það var mikil ein- drægni hjá starfsfólkinu á bak við áskorunina." - Gerir þú þér góðar vonir um jákvæð viðbrögð ráðamanna við bréfinu? „Ég er varkár í eðli mínu og mun bíða eftir leikslokum. En ég geri mér góðar vonir vegna þess að ég held að alþingismönnum sem margir eru nýliðar hafi ekki verið Ijóst hvernig þessum mál- um var komið hérna. Þingeyingar höfðu verið skildir nánast einir eftir af öllum dreifbýlishéruðum landsins. Ég held að þingmenn séu yfirleitt sanngjarnt fólk og þeim hljóti að hafa brugðið að þetta væri svona í rauninni. Mér finnst það vega afar þungt að ekki er hægt að mismuna byggð- arlögum með þessum hætti og býst þess vegna við að málið nái fram að ganga." - Hver er brýnasta þörfin fyrir húsnæðið? „Við heilsugæslulæknarnir erum allir inni á sjúkrahúsinu og höfum þar viðunandi starfs- aðstöðu, þannig að við þurfum í sjálfu sér ekki að kvarta. Heilsu- gæsluhjúkrunarfræðingarnir hafa enga aðstöðu, þeir hafa ekki skrifstofu og ekki einu sinni skrifborð. Þeir eru með ung- barnaeftirlit í kjallara hússins við hliðina á vörumóttöku og við- gerðarverkstæði. Þetta er smá- kytra og ekki er huggulegt að bíða þarna á ganginum með ung börn, oft í kulda og trekki. Ljósmæður hafa sömu aðstöðu við mæðraskoðun. Félagsráðgjaf- inn er á gamla sjúkrahúsinu. Hreyfihamlað og aldrað fólk þarf oft að leita ráðgjafar en til að komast á skrifstofuna þarf að fara upp nánast illvígar tröppur. Þarna er einnig aðstaða fyrir sérfræðinga sem til okkar koma. Augnlæknir kemur t.d. fjórum sinnum á ári og er hér viku í senn. Hans skjólstæðingar eru að stórum hluta gamalt fólk, hreyfi- hamlað og jafnvel hálfblint. Það hafa margoft komið kvartanir vegna aðstöðunnar og oft þarf að bera fólkið upp tröppurnar til augnlæknisins. Heilbrigðisfulltrúinn er með skrifstofu úti í bæ en samkvæmt lögum á að veita honum aðstöðu á heilsugæslustöð. Tannlækna- þjónustan er í leiguhúsnæði en henni er ætlað húnæði í nýju heilsugæslustöðinni. Margar þjónustudeildir sjúkra- hússins eru mjög aðþrengdar vegna þess að heilsugæsluþjón- ustunni var þrengt inn í þeirra húsnæði. Þar má nefna röntgen- deild, rannsóknadeild og slysa- móttöku. Enginn fundarsalur er í húsinu. Báðir yfirlæknar sjúkra- hússins verða að deila einni og sömu stofunni og einnig er mjög brýnt að koma upp sérstakri skurðstofu til rannsóknaað- gerða." Við þökkum Gísla fyrir spjall- ið og nú er að bíða og sjá hvort fjárveiting fæst til að steypa upp heilsugæslustöðina á Húsavík næsta sumar. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.