Dagur - 14.12.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 14.12.1987, Blaðsíða 5
14. desember 1987 - DAGUR - 5 Verkmenntaskólinn á Akureyri: í Húsmæðraskólanun á Akur- eyri voru starfrækt matsveina- námskeið allt frá 1972 þar sem fólk gat lært fyrstu tvo hluta af matsveinanámi fyrir matsveina á fiski- og flutningaskipum. Hins vegar hefur ekki verið hægt að klára þetta nám hér á Akureyri fyrr en nú því ráðgert er að eftir áramót verði fólki boðið upp á öldungadeildar- kennslu þar sem það getur lok- ið þessu námi. Þá getur fólk með húsmæðraskólanám einnig farið inn á þennan lokaáfanga og lokið matsveinanáminu. í þessu námi verður allur verk- legi þátturinn auk fagbóklegs náms. Kennsla þessi mun fara fram síðari hluta dags og á kvöld- in en mikill fjöldi fólks hefur lok- ið tveimur fyrri áföngunum. Kennsla þessi kemur til með að heyra undir öldungadeild Verk- menntaskólans á Akureyri. Margrét Kristinsdóttir, forstöðu- maður hússtjórnarsviðs skólans sagði í samtali við Dag að með þessu væri vonast til að hægt verði að ná til sem flestra þeirra sem lokið hafa fyrri hlutum þessa náms og áhuga hafa á að ljúka náminu. - En hvaða réttindi öðlast fólk með þessu prófi? Sjókikkanemi í prófi á dögunum. Nemandi í sjókokkanámi. „Áður hét þetta matsveinapróf fyrir fiski- og flutningaskip en í dag heitir þetta sjókokkapróf. Þetta próf veitir réttindi til að vera matsveinn á fiski- og flutn- ingaskipum af ákveðinni stærð og svo er einnig hægt að nota prófið til styttingar á námi í Hótel- og veitingaskólanum. í kokkanámi gæti þetta próf stytt námið allt að ári og þjónanámið um 3 mánuði. Svo er líka hægt að hugsa sér að fólk sem hefur fyrri tvo hlutana bæti við sig einu og hálfu ári og 34 vinnuvikum í faginu og þá hef- ur það öðlast matartæknapróf. Þannig er áætlað að fólki geti nýst þau námskeið sem það er búið að taka ef það hefur áhuga á að taka upp þráðinn að nýju,“ segir Margrét Kristinsdóttir. Kennsla þessi er á vegum öld- ungadeildar Verkmenntaskólans og mun hún fara fram að mestu í gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti. Kenndar verða 13-14 kennslustundir á viku, bæði verkleg og bókleg kennsla. JÓH Námskeið verslunarstjóra á Bifröst Námskeið fyrir verslunarstjóra, 1. hluti, var nýlega haldið í Samvinnuskólanum á Bifröst. A myndinni sjást frá vinstri: Guðleifur Svanbergsson KEA á Siglufirði, Margrét Sveinbjörnsdóttir KÞ á Húsavík, Kristín Snorradóttir KS á Hofsósi, Gunnar Steinbergsson KS á Sauðárkróki og Gunnar Haraldsson KS á Sauðárkróki, en bak við stend- ur umsjónarmaður námskeiðsins, Ólafur Gunnarsson viðskiptafræðingur á Bifröst. Odýr og bentug bama- og unghgáúsgöga Skrifborð með yfirhillu. Hvít eða fura. B. 150 cm, D. 48 cm, H. 140 cm. Verð kr. 5.780. Svefnbekkur með dýnu og 3 púðum kr. 8.450. Yfirhilla kr. 5.450. Kommóður, 8 skúffu kr. 5.380, 6 skúffu kr. 4.550, og 4 skúffu kr. 3.490. Bókahillur háar kr. 3.590. Fást í mörgum litum. Öll þessi húsgögn fást í hvítu og furulituðu. Vandaðir skrifborðsstólar margar gerðir. Þetta er aðeins hluti af mvati okkar af unglingahúsgögnum. Einnig höfum við margar breiddir af einstaklingsrú mum. TRYGGVABRAUT 24 PÓSTHÓLF 266 602 AKUREYRI SfMI (96)21410

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.