Dagur - 14.12.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 14.12.1987, Blaðsíða 9
14. desember 1987 - DAGUR - 9 Hafsteinn Jakobssnn lék frábærlega vel með KA gegn Þrótti á laugardag og það gerðu reyndar aðrir félagar hans í liðinu líka. Mynd: EHB Blak 1. deild karla: r "1 Nýtt vísatímabil Hjá okkur er byrjað nýtt vísatímabil + 10% afsláttur ★ Eyfjörð HtaNeynrgötu 4 ■ líai 22275 vtsa Auglýsing til innflytjenda og farmflytjenda Frá og meö 1. janúar 1988 veröa allar vörusendingar skráöar meö sérstöku sendingarnúmeri sem farmflytjend- ur skulu gefa þeim. Viö innflutning ber innflytjendum aö til- greina sendingarnúmer í aöflutningsskýrslu og vörureikn- ingi sem þeir leggja fram við tollafgreiðslu vöru. Fjármálaráðuneytið, 9. desember 1987. LYFTARAR Eigum til afgreiðslu nú þegar mikiö úrval notaðra rafmagns- og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliöarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft- ara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboössölu. LYFTARASALAN HF. Símar 82770 og 826 KA sigraði Þrótt í stórgóðum leik - Það þurfti oddahrinu til að knýja fram úrslit „Það var gaman að vinna þennan leik. Fg vissi að við gætum þetta,“ sagði Hafsteinn Jakobsson leikmaður KA í blaki eftir að lið hans hafði lagt íslandsmeistara Þróttar að velli 3:2 í 1. deildinni á laugar- dag. Leikurinn sem fram fór í íþróttahúsi Glerárskóla var stórskemmtilegur á að horfa enda hnífjafn allan tímann. „Yið lékum vel í þessum leik en ég var þó ekki ánægður með sjálfan mig framan af en það lagaðist þegar á leikinn leið,“ sagði Hafsteinn enn- fremur. Þróttarar byrjuðu leikinn vel og unnu fyrstu hrinuna 15:12. Jafnt var í byrjun en síðan sigu Þróttarar fram úr og breyttu stöðunni í 14:5. KA-menn börð- ust vel og náðu að minnka mun- inn í 12:14 en nær komust þeir ekki og Þróttarar nældu sér í 15. stigið. í annarri hrinu var einnig jafnt í byrjun en síðan sigu KA-menn fram úr og sigruðu mjög örugg- lega 15:7. Mótlætið fór mjög í skapið á Þrótturum og fengu þeir Leifur Harðarson og Samúel Örn Erlingsson að sjá gula spjaldið fyrir nöldur við dómara. KA-menn byrjuðu vel í þriðju hrinunni og höfðu yfir 5:1. Þrótt- arar jöfnuðu 5:5 og breyttu svo stöðunni í 12:6. KA minnkaði muninn í 10:12 en Þróttarar áttu síðasta orðið og sigruðu 15:10. í fjórðu hrinunni var jafnt upp í 7:7 en þá tóku Þróttarar góðan kipp og komust í 11:7 og síðan 13:9. KA-menn sýndu gífurlega hörku í lokin, jöfnuðu 13:13 og sigruðu 15:13. Það þurfti því oddahrinu til að fá fram úrslit í leiknum. Þróttarar höfðu yfirhöndina framan af 5. hrinunni en jafnt var 11:11. Þróttarar skoruðu næstu tvö stig og breyttu stöðunni 13:11 en KA- menn jöfnuðu 14:14 og komust yfir 15:14. Þróttarar jöfnuðu 15:15 en síðustu tvö stigin voru eign KA-manna sem sigruðu 17:15 og í leiknum því 3:2 við gíf- urlegan fögnuð. Sem fyrr sagði var þetta stórskemmtilegur leikur en hann stóð í tvær og hálfa klukkustund. KA-menn léku virkilega vel í þessum leik og unnu sanngjarnan sigur á liði sem hefur 6 landsliðs- menn innanborðs. Það léku engir þó eins vel og þeir Stefán Magn- ússon og Hafsteinn Jakobsson. Hafsteinn býr á Selfossi í vetur og æfir ekki blak. Hann hefur leikið tvo leiki með KA í vetur og sýnt það í þeim að hann hefur engu gleymt. Hann sagðist spila með eitthvað í viðbót með liðinu ef þeir vildu nota sig. Hjá Þrótti var Samúel Örn Erlingsson best- ur en einnig sýndi Leifur Harðar- son skemmtilega takta. Blak: Staðan 1. deild karla Úrslit leikja í 1. deild karla í blaki um og fyrir helgina urðu þessi: Yíkingur-ÍS 2:3 HSK-Fram 2:3 Þróttur N-Víkingur 0:3 KA-Þróttur R 3:2 Staðan í deildinni er þessi: ÍS 8 8-0 24:7 16 Þróttur R 9 7-2 24:13 14 HK 9 6-3 21:11 12 KA 8 6-2 18:13 12 Víkingur 9 3-6 17:18 6 Fram 9 3-6 16:21 6 HSK 7 1-6 5:18 2 Þróttur N 9 0-9 4:24 0 1. deild kvenna Úrslit leikja í 1. deild kvenna í biaki um og fyrir helgina urðu þessi: Víkingur-ÍS 2:3 Þróttur N-UBK 0:3 KA-Þróttur 0:3 Staðan í deildinni er þessi: UBK Víkingur Þróttur R ÍS HK KA Þróttur N 7 7-0 21:1 14 7 5-2 17:7 10 8 5-3 17:10 10 7 4-3 13:11 8 8 3-5 9:18 4 7 1-6 6:20 2 8 1-7 8:23 2 AEG ALVEG EINSTÖK GÆÐI Þvottavélar Það borgar sig fyrir tollahækkun ★ Þvottekta gæði ★

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.