Dagur - 14.12.1987, Blaðsíða 10

Dagur - 14.12.1987, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 14. desember 1987 Stöð 2: Jólastemmnmgín hefst 18. des. s - Islenskt efni stöðvarinnar í sviðsljósinu Jólastemmningin á Stöð 2 hefst 18. desember með beinni útsendingu úr Langholtskirkju þar sem kór Langholtskirkju syngur jólalög og einnig koma fram ýmsir einsöngvarar og hljóðfæraleikarar. Næsta hálfa mánuðinn verða um 190 klukkustundir af efni á Stöð 2 þannig að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ef við lítum á íslenskt efni kemur margt forvitnilegt í ljós. A jóladag er sérstaklega saminn og leikinn jólabarnatími um afa og ömmu sem fara að leita að jólun- um eins og þau voru í gamla daga. Um kvöldið ræðir Jón Óttar við listmálarann Erró í Nærmynd. Á 2. í jólum verður jólaþáttur íslenska listans og þar munu íslenskir listamenn koma í heim- sókn og flytja jólalög. Sunnudag- inn 27. verður síðan frumsýndur nýr íslenskur leikþáttur, sá fyrsti sem gerður er sérstaklega fyrir Stöð 2. Hann nefnist „Sá yðar sem syndlaus er“ og er eftir ung- an leikara, Valgeir Skagfjörð. Verður Heilsubælinu lokað af heilbrigðisástæðum? Góðar bækurtilað LESA AFTUR OG AFT Páíl Líndal Sögustaóur vió Sund V V S:Í« :•:• r1 »• í máli og myndum .%% •%%%% »%%%%■ Þrautgóðirá raunastund, 18. bindi björgunar-og sjó slysasögu íslands eftir j. Lúðvíksson ritstjóra. Þetta bindi fjallar um árin 1969, 1970 og 1971. Meðal þeirra atburða sem rifjaðir eru nefna strand við Meðallandssand, eldsvoðann í Hallveigu Fróðadóttur, björgun breska togarans Caesars við Arnarnes og björgun 11 manna af Amfirðingi öðrum. Bók sem ekki má vanta í safnið. Alþýðlegt fræðirit um sögu og sérkeoni höíuðborgarinnar Reykjavík Páls Ltndals er Reykjavík okkar allra. Bókin er hafsjór fróðleiks um sögu höfuðborgarinnar og þróun. Efninu er raðað í stafrófsröð, þannig að hver gata, hvert sögufreegt hús og hvert ömefni er uppsláttarorð. Nú er komið út annað bindið í þessari uppsláttarritröð um Reykja- vík, sem ráðgert er að verði fjögur. Ritstjóri er Einar S. Arnalds og myndaritstjóri Örlygur Hálfdanar- son. Mjög er vandað til verksins og í bindunum fjórum verða hátt á þriðja þúsund gamalla og nýrra mynda, málverka, teikninga og uppdrátta. Ritið verður í heild sinni ein ýtarlegasta og glæsilegasta heimild um höfuðborgina, sem til er. Ómissandi jafnt fróðleiksþyrst- um sem fagurkerum. Dýrmæt og falleg eign. Einum hefur hún forðað frá örkumlum, öðrum hefur hún gefið^ þrótt til þess að sigrast á erfiðum sjúkdómum sem taldir eru ólækn- andi. Saga Ástu grasalæknis er saga konu sem varið hefur öllum sínum tíma og kröftum öðrum til heilla. Hún býr yfir þekkingu til lækninga sem varðveist hefur í ætt hennar í aldaraðir og gengið mann fram af manni. Atli Magnússon skráir hér sögu Ástu og þrettán einstaklingar svara því hvers vegna kunnátta af þessu tagi fær þrifist nú á dögum hátækni og vísindahyggju.^,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.