Dagur - 14.12.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 14.12.1987, Blaðsíða 11
14. desember 1987 - DAGUR - 11 Friðjón Guðmundsson: Orðsending til alþingismanna Hann leikstýrir verkinu en Margrét Ákadóttir fer með eina hlutverkið í leiknum. Milli jóla og nýárs ætlar 19.19. að rifja upp árið í bókmenntum, listum, atvinnulífi og stjórnmál- um. Á gamlársdag verður ávarp forsætisráðherra sýnt samtímis á sjónvarpsstöðvunum og síðan kemur íslenski listinn þar sem rennt verður yfir vinsælustu er-' lendu lög ársins. Þá kemur loka- þáttur Heilsubælisins í Gerva- hverfi, en bælinu verður víst lok- að af heilbrigðisástæðum og skyldi engan undra. Á miðnætti verður flutt ára- mótakveðja frá starfsfólki Stöðv- ar 2 og Hanastél fylgir í kjölfariö. „Það er léttrugluð blanda af gysi og gamanmálum frá liðnu ári, klippt saman úr hinu og þessu. Við eigum ennþá klukkutíma af gríni sem Gysbræður bjuggu til fyrir kosningasjónvarpið og fáir hafa séð þannig að við hristum upp í ýmsu grínefni sem við eig- unt í fórum okkar," sagði Björn Björnsson, forstöðumaður dag- skrárgerðarsviðs. Á nýársdag er sjónvarpsmað- urinn kunni, Magnús Magnús- son, í Nærmynd og 2. janúar verður innlendur annáll á íslenska listanum. 3. janúar verð- ur Bryndís Schram með þátt sent hún kallar Fólk á tímamótum og ræðir hún þar við fólk sem stend- ur á ákveðnum tímamótum í líf- inu, er að skipta um atvinnu o.þ.h. Á þrettándanum verður sýnd mynd um Þingvelli sem nefnist: Nú er hún Snorrabúð stekkur. Hilmar Oddsson og Pétur Gunnarsson fjalla þar um framtíðarskipulag og afdrif Ping- valla. SS Þau ótíðindi hafa nú borist frá ríkisstjórninni að hún áformi að leggja 25% söluskatt á búvörur um næstu áramót. Ein aðförin enn að landbúnaðinum og var ekki á bætandi. Ríkisstjórnin segist ætla að auka niðurgreiðslur á búvörum í stað söluskattsins. í því felst auð- vitað engin trygging. Það yrði bara gert fyrst í stað til þess að friða fólk og réttlæta rangar ákvarðanir. Það sjá allir hversu tilgangslaust það er fyrir ríkissjóð að innheimta skatta og greiða þá svo aftur til baka. Svo má ekki gleyma því að það á ekki að greiða niður nautakjöt og kartöflur. Slík mismunun myndi auðvitað koma mjög hart niður á þeim búgreinum og jafnvel eyðileggja nteð öllu rekstrargrundvöll þeirra. Þessi skattur. ef til kemur, myndi því augljóslega skaða stór- lega innanlandsmarkað fyrir búvörur, auka verðbólgu og þyngja hlut láglaunafólksins. Þetta yrði reiðarslag fyrir land- búnaðinn og byggðarkjarnana sem honum tengjast. Auk þess býður það annarri hættu heim, mjög alvarlegri: Kröfum frjáls- hyggjuaflanna á Reykjavíkur- svæðinu um frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum, sem myndi. ef af yrði, leggja landbúnað á ís- landi í rúst. Ég trúi því ekki að óreyndu að Alþingi samþykki þessa þarf- lausu og hættulegu skattheimtu. Sérstaklega er mér með öllu óskiljanlegt ef þingmenn lands- byggðarkjördæmanna geta sætt sig við að ganga þannig á móti hagsmununt untbjóðenda sinna. Ég skora því á ykkur, góðir alþingismenn, að afstýra þessum ósóma. Efþiðgerið það ekki, þið sem eigið að gæta hagsmuna dreifbýlisins, verðið þið dæmdir hart. 7. desember 1987, Friðjón Guðmundsson, Sandi, Aðaldal. Hvítvínmeðkjöti?Því ekki það. Bókin um létt vín segir þér allt sem máli skiptir um framleiðslu, innkaup, geymslu og meðferð léttra vína. Nú þarf ekki lengur að velkjast í vafa um hvaða vín fer best með hvaða mat og tilefni. Bókin er mjög fróðleg um allt sem lýtur að vínum og skemmtileg og aðgengileg að auki, prýdd fjölda mynda. Þýðandi er dr. örn Ólafsson en aðstoð og umsjón með verkinu höfðu Elín Káradóttir og Hilmar B. Jónsson ritstjórar Gestgjafans. Jþ Bókin er í bókaflokknum Heim- 1J ur þekkingar og er greinargott yfirlit um leit mannsins að lögmál- um þeim er efnið og orkan lúta. Efni og orka rekur vísinda- uppgötvanir allt frá því menn tóku að hagnýta sér eldinn til örtölvubylt- ingar nútímans. Grundvallarlögmál efnis og orku eru skýrð þannig að lesandinn fær góða innsýn í meginþætti eðlis-. og efnafræði. A Mfir Elín ósk Óskarsdóttir ■ifé: sópransöngkona K sendir hér frá sér w sína fyrstu hljómplötu. H Hún syngur 10 vel gff þekkt íslensk einsöngslög, m ásamt nokkrum lögum úr W\- ítölskum óperum. Fágaður Wf flutningur Elínar Óskar og V^meðleikara hennar Ólafs Vignis . .' Á:Albertssonar gerir hljómplötu 'ÉÍtnar að eigulegri hljómlistarperlu. „Hvar í andskotanum er Einar Benediktsson? Er hann ekki að selja nýjan jarðskjálfta?“, spyr séra Matthías í bréfi til Guðmundar Finnbogasonar árið 1912. Já það er ýmislegt sem skáldin skrifa Guð- mundi. Bréf skáldanna til Guð- mundar Finnbogasonar hefur að geyma bréf 22 íslenskra skálda frá árunum 1897-1943. Finnbogi Guðmundsson bjó til prentunar og skrifar formála fyrir bréfum hvers einstaks skálds og birtir þar oftast einhver ummæli Guðmundar um skáldið, ritdóm, ræðu eða ritgerðar- kafla. Bókin varpar ljósi á hugarheim fjölmargra andans manna er mest kvað að á dögum Guðmundar Finnbogasonar og er ómetanleg heimild um fjörlegar hræringar á sviði mennta og menningar á fyrra helmingi þessarar aldar, auk þess að vera bráðskemmtileg aflestrar. fp i ■ ' Þjóðháttabækur Árna Bjöms- sonar eru löngu landskunnar. Honum er einkar lagið að draga upp skýra og lifandi mynd af viðfangs- efni sínu, sem í þessari bók eru þeir helgidagar kirkjuársins sem beinlín- is tengjast páskahaldi. öll þekkjum við bolludag, sprengidag og öskudag en færri vita hvaðan þessar hefðir em upprunnar. Hræranlegar hátíðir er bók sem gefur daglegum hlutum í lífí okkar aukið gilHi úfc öskubuska, Gullbrá og bangsarnir þrír, Eldfærin og Sætabrauðsdrengurinn em nefnd hér af handahófí af fjölmörgum ævintýrum í bókinni Bangsasögur. Henni er skipt í 365 litla leskafla, einn fyrir hvern dag ársins. Þessi fallega og vandaða barnabók er prýdd fjölda skemmtilegra mynda. Sögurnar hafa allar þánn kost góðra sagna að þær þola lestur aftur og aftur. Bók sem bæði börn og fullorðnir njóta að heyra og lesa.A Rökkursögur fyrir alla daga ársins SÖkkufsöguf {yfjr allan ársltis hrtng ORN OG ORLYGUR SÍÐUMÚLA 11,108 REYKJAVÍK, SÍMI91-84866

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.