Dagur - 14.12.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 14.12.1987, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 14. desember 1987 Handbolti 2. deild kvenna: Þor tapaði sínum öðmm leik í vetur - í Keflavík á laugardaginn Þórsstelpunum tókst ekki að fylgja eftir góðum sigri á Breiðabiiki í 2. deildinni í handbolta á föstudagskvöld, er þær héldu suður með sjó á laugardag og léku gegn ÍBK í Keflavík. Heimamenn sigruðu með 17 mörkum gegn 16 eftir að staðan hafði verið 8:8 í hálf- leik. 1 > * ________________________________i Steinunn Geirsdóttir átti ágætan leik með Þór gegn IBK. Þórsstelpur náðu sér aldrei á strik í þessum leik, voru mjög daprar og gerðu sig sekar um mikið af mistökum. IBK skoraði fyrstu tvö mörkin en munurinn varð aldrei meiri en tvö mörk í fyrri hálfleik. Þór skoraði fyrsta markið í síð- ari háifeik og komst yfir 9:8 en síðan var jafnt upp í 10:10. Þá tóku ÍBK-stelpurnar góðan kipp og komust yfir 16:13. Sá munur var of mikill fyrir Þórsstelpurnar sem urðu að láta í minni pokann í annað sinn í vetur. ÍBK skoraði 17 mörk á móti 16 mörkum Þórs- stelpnanna. Það var mjög slæmt fyrir Þór að tapa þessuni leik en liðið berst fyrir því vinna sér sæti í 1. deild að ári. Inga Huld Pálsdóttir var klippt mjög vel út úr sóknarleikn- um hjá Þór og náði sér aldrei á strik, frekar en aðrar úr liðinu. Það var helst Steinunn Geirsdótt- ir sem eitthvað sýndi. Mörk Þórs: Þórunn Sigurðar- dóttir 4, Valdís Hallgrímsdóttir 4/2, Sólveig Birgisdóttir 3, Inga Huld Pálsdóttir 2, Steinunn Geirsdóttir 2, Bergrós Guð- mundsdóttir 1 og Inga Vala Birg- isdóttir 1. Atkvæðamest ÍBK-stelpna var Una Steinsdóttir með 7 mörk. Skarphéðinn ívarsson lék vel með Völsungi gegn ÍS á laugardag en það dugði ekki til og liðið tapaði sínum 5. leik í 3. deildinni. Mynd: kk Inga Huld Pálsdóttir lék mjög vel með Þór gegn Breiðabliki og skoraði 10 mörk. Mynd: kk Handbolti 2. deild kvenna: Þór vann öruggan sigur á Breiðabliki „Þettta var góður sigur,“ sagði Birgir Björnsson þjálfari kvennaliðs Þórs eftir að stúlk- urnar hans höfðu lagt Breiða- blik að velli 24:17 á föstudag- inn í Kópavoginum. „Þær spil- uðu þennan leik vel, en voru klaufar með marktækifærin í fyrri hálfleik. í seinni hálfleik gekk þetta allt upp og er ég Handbolti 3. deild: „Mínir menn fóm hreinlega á taugum“ - sagði Arnar Guðlaugsson „Það sem skeði í þessum leik var það að Stúdentar léku með einn mann nokkuð framarlega í vörninni og það setti mína menn út af laginu. Mínir reynslumestu menn fóru hrein- lega á taugum strax í upphafl og náðu sér aldrei á strik,“ sagði Arnar Guðlaugsson þjálfari 3. deildarliðs Völsungs í handbolta. Völsungar fengu ÍS í heimsókn á laugardag og fóru Stúdentar með sigur af hóliúi 19:17. Völsungar byrjuðu leikinn ágætlega og komust í 2:0 en Stúd- entar jöfnuðu 2:2. Síðan var jafnt upp í 5:5 en þá skoruðu Völsung- ar fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 9:5. Stúdentar skor- uðu hins vegar þrjú síðustu mörk hálfleiksins og í leikhléi var stað- an 9:8 fyrir Völsung. í síðari hálfleik var jafnt á öll- um tölum upp í 15:15 en þá komu tvö mörk frá Stúdentum og stað- an breyttist í 17:15. Völsungar minnkuðu muninn í 18:17 þegar um hálf mínúta var til leiksloka. Þeir léku síðan maður á mann síðustu sekúndur leiksins en það dugði ekki til, einn leikmanna ÍS slapp í gegn og innsiglaði sigur liðsins með 19. markinu. Völsungar áttu ekki góðan dag að þessu sinni og náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri fyrir sunnan um síðustu helgi. Það var aðeins Skarphéðinn ívarsson sem stóð fyrir sínu. Mörk Völsungs: Skarphéðinn ívarsson 6, Helgi Helgason 6, Pálmi Pálmason 3 og Haraldur Haraldsson 2. Flest mörk Stúd- enta skoruðu þeir Atli Þór Þor- valdsson 5, Einar Björnsson 4 og Björn Rúnar Indriðason 4. SI/KK ánægður með þessi úrslit.“ Eins og Birgir sagði þá gekk ekki of vel í sóknarleiknum hjá Þórsstelpunum í fyrri hálfleik. Mörg góð marktækifæri fóru þar forgörðum, en varnarleikurinn var þó í góðu lagi. Auður Brynj- arsdóttir varði vel í markinu og aðeins tvær Blikastúlkur náðu að skora hjá henni í fyrri hálfleik. Þórsliðið var mun sterkara í fyrri hálfleik, en voru einungis með tveggja marka forskot 9:7 í hálf- leik. Þórstelpurnar mættu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og greini- legt að Birgir hafði lesið yfir hausamótunum á þeim. Blikarnir vissu ekki hvaðan stóð af sig veðrið og Þórsararnir skoruðu hvert markið á fætur öðru. Mun- urinn jókst því jafnt og þétt og undir lokin munaði 7 mörkum, 24:17. Þórsliðið var nokkuð jafnt í þessum leik, en að öllum ólöstuð- um stóð Inga Huld Pálsdóttir sig best. Hún skoraði 10 mörk og dreif áfram félaga sína í vörninni. Þórunn Sigurðardóttir fékk ekki mikinn tíma til að athafna sig í fyrri hálfleik, en skoraði þrjú góð mörk í seinni hálfleik. Auður stóð sig vel í markinu, eins og áður sagði, og Valdís Hallgríms- dóttir var drjúg í sókninni. Best í liði Breiðabliks var Þjóðhildur Þórðardóttir og áttu Þórsararnir í erfiðleikum með að stöðva hana í sókninni. Einnig átti Sara Haraldsdóttir ágætan leik. Þær voru lang- markahæstar Blikanna, Þjóðhild- ur með 8 mörk og Sara með 7. Mörk Þórs: Inga Huld Páls- dóttir 10, Valdís Hallgrímsdóttir 6, Þórunn Sigurðardóttir 3, Sól- veig Birgisdóttir 2, Sigurlaug Jónsdóttir 2 og Inga Vala Birgis- dóttir 1 AP

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.