Dagur - 14.12.1987, Blaðsíða 20

Dagur - 14.12.1987, Blaðsíða 20
Akureyri, mánudagur 14. desember 1987 Jolatré og Styrkið skógræktarstarfíð. Sala í Göngugötu kl. 13-18, í Kjarnaskógi kl. 9-18. Opið á sunnudögum frá kl. 13-18 í Kjarna. Skógræktarfélag Eyfírðinga. „Breytingar á söluskattskerfinu og tollalögunum em nauðsynlegar" - segir Guðmundur Bjarnason ráðherra Áskrifendagetraun Dags: Dregið á morgur Á morgun verður dregið áskrifendagetraun Dags Hér er um að ræða fyrstí vinninginn af se\. Fulitrú frá bæjarfógeta verður við staddur. I blaðinu á morgui verður einnig birtur get raunaseðill desembermán aðar. í blaðinu á miðvikudaj trarAni* 11, ♦ fXI.I Ríkisstjórnin hefur boðað miklar breytingar á skattakerf- inu. Þessi mál eru nú til umræðu á Alþingi þessa dag- ana. Dagur ræddi við Guð- mund Bjarnason ráðherra um breytingarnar á söluskattskerf- inu og tollalögunum. „Aðalástæðan fyrir söluskatts- breytingunni er að gera kerfið einfaldara og skilvirkara," sagði Guðmundur Bjarnason. „Undan- þáguin frá söluskatti verður fækkað mikið, en þessar breyt- ingar eru forsenda þess að hægt sé að taka upp virðisaukaskatt að ári. Við gerum okkur grein fyrir því að nokkrar neysluvörur munu hækka, en til þess að verja lífskjör þeirra lægst launuðu hef- ur ríkisstjórnin ákveðið að stór- auka niðurgreiðslur á algengustu vörum t.d. mjólk, mjólkurvörum og dilkakjöti. Þetta gerir það að verkum að þessar vörur munu ekki hækka í verði. Þar að auki munu barna- og tryggingabætur hækka um 600 miljónir, þannig að þeir sem þyngst framfæri hafa munu fá meira í sinn hlut. íbúðir aldraðra: 46 umsóknir bámst um 30 íbúðir - rætt um að flýta byggingu seinna hússins Runninn er nú út umsóknar- frestur um íbúðir aldraðra, sem rísa eiga við Víðilund. Þegar hafa borist 46 umsóknir um íbúðirnar 30 í fyrsta áfanga sem er meira en raunsæustu menn bjuggust við. Auk þessara umsókna hefur Akureyrarbær í hyggju að kaupa 6 íbúðir, svo í raun eru aðeins eftir átta íbúðir af þeim 60 sem eiga að koma. Dagur hafði samband við Cecil Haraldsson og spurði hann hvort þetta þýddi að farið yrði út í byggingu seinna hússins fyrr en áætlað var. „Við eru með þetta mál til umræðu nú en þær viðræður eru á byrjunarstigi. Ein hugmynd er sú, að ráðast í bygginu seinna hússins í beinu framhaldi af hinu og þá yrði það ca. 6 mánuðum á eftir því fyrra. Ég er mjög ánægð- ur með þessa útkomu. Ef allir umsækjendur eru tilbúnir til að gera samning, verða kannaðir möguleikar á að fá verkið unnið.“ Stefnt er að því að bjóða út byggingu fyrra hússins í janúar þegar verkteikningar verða til- búnar. VG Inni í þessum pakka hjá ríkis- stjórninni eru líka þessar breyt- ingar á tollalögunum. Það er í sjálfur sér ekki nýtt mál, því lengi hefur verið unnið að því að ein- falda tollalögin. Núverandi ríkis- stjórn mun því einungis leggja lokahönd á þessa breytingu. Þetta er mjög þörf breyting, því kerfið var orðið gersamlega úrelt og ekki að furða þótt menn töl- Safnahúsið Hvoll á Dalvík var opnað á laugardaginn að við- stöddum mörgum gestum. Árið 1985 keypti Dalvíkurbær húsið Hvol af Jóni E. Stefáns- syni í þeim tilgangi að húsið yrði notað sem safnahús. Síðan hefur verið unnið að uppsetn- ingu safna í húsinu en í húsinu eru 5 söfn auk muna úr búi Jóhanns „Svarfdælings“ Pét- urssonar. í Safnahúsinu Hvoli er nátt- úrugripasafn, unnið af Steingrími Þorsteinssyni, steinasafn frá Frí- manni Sigurðssyni og Árnýju Þorleifsdóttur, eggjasafn frá Össuri Kristinssyni og grasasafn Aðalbjargar Jóhannsdóttur. Auk þessa er í Safnahúsinu Hvoli eitt herbergi með munum úr búi Jóhanns „Svarfdælings" Péturs- uðu um „tollafrumskóg“. - Nú hefur þetta verið gagn- rýnt og m.a. bent á að fiskur og brauð hækka en varalitur lækkar? „Það er mjög auðvelt, þegar svona miklar breytingar standa yfir, að pikka út nokkur atriði og gagnrýna þau. Málið er bara ekki svona einfalt, því það er verið að sonar. Safnahúsinu Hvoli hafa borist margar góðar gjafir. Má nefna 350 þúsund króna fjárframlag frá Menningarsjóði Svarfdæla sem notað var til innréttinga í húsinu. Systkini Jóhanns „Svarfdælings" hafa fært safnahúsinu 100 þúsund krónur að gjöf og á laugardaginn afhentu hjónin Kristján Ólafsson og Valgerður Guðmundsdóttir safnahúsinu gripasafn sitt með munum sem þau hafa safnað á síðustu 20 árum. Frá Svarfdæl- ingafélaginu í Reykjavík barst einnig peningagjöf, 100 þúsund krónur. Kristján Ólafsson þakk- aði öllum þeim sem hafa stutt safnahúsið með fégjöfum og á annan hátt. Byggðasafnsnefnd hefur unnið umbylta heilu kerfi og laga það nútímaaðstæðum. Lagfæring á tollum og söluskattskerfi var orð- ið mikið nauðsynjamál og auðvit- að er ekki hægt að gera Öllum til geðs. Það verður hins vegar að líta á heildaráhrif þessara breyt- inga, en ekki bara benda á lítil einangruð dæmi vegna þessara aðgerða ríkisstjórnarinnar.“ AP Áskrifendagetraun Dags: Dregið á morgun Á morgun verður dregið í áskrifendagetraun Dags. Hér er um að ræða fyrsta vinninginn af sex. Fulltrúi frá bæjarfógeta verður við- staddur. I blaðinu á morgun verður einnig birtur get- raunaseðill desembermán- aðar. í blaðinu á miðvikudag verður greint frá hver fékk hljómtækjasamstæðu að verð- mæti kr. 98.000.00. Áskrif- endur eru hvattir til að taka þátt í getrauninni. Verkalýðsfélagið Eining: Orlofsíbúð í Reykjavík Verkalýðsfélagið Eining festi kaup á orlofsíbúð að Ljós- heimum 14A í Reykjavík sl. haust og er hún nú tilbúin til notkunar og útleigu. Sam- þykkt var á aðalfundi að hún yrði eign sjúkrasjóðs og orlofs- sjóðs félagsins og koma 50% í hlut hvors aðila um sig. Að sögn Sævars Frímannsson- ar formanns Einingar er mark- miðið með þessari íbúð að gefa félagsmönnum kost á að leigja hana til orlofsdvalar eða til dval- ar fyrir fólk sem þarf að leita sér lækninga í Reykjavík. „Þessi íbúð er að mörgu leyti mun fullkomnari en orlofshúsin okkar á landsbyggðinni. Hún er fjögurra herbergja og ríkulega útbúin öllu því sem til þarf á heimilum. Leigan verður því örlítið hærri en á orlofshúsunum almennt,“ sagði Sævar. Hann sagði að mikið hefði ver- ið spurst fyrir um íbúðina og ljóst að félagsmenn sýndu henni mik- inn áhuga. Byrjað verður að taka á móti umsóknum miðvikudag- inn 16. desember og verður íbúð- in leigð viku í senn, frá miðviku- degi til miðvikudags. Fyrst um sinn verður íbúðin leigð til maíloka 1988 en síðan verður leigutímabilið ákveðið í samræmi við aðrar orlofsíbúðir félagsins, þannig að allir sitji við sama borð. SS Jólabörn á fæðingardeild FSA. Frá vinstri: Axel Þór, Katrín Björns og Baldur. Mynd: TLV Dalvík: Safnahúsið Hvoll opnað « Kristján Ólafsson í herberginu sem tileinkað er Jóhanni „Svarfdælingi“ Pét- urssyni. Mynd: EHB öturlega að uppsetningu safn- anna í Safnahúsinu Hvoli allt frá því ákveðið var að koma upp náttúrugripasafni á Dalvík. Byggðasafnsnefnd er skipuð Kristjáni Ólafssyni, Júlíusi Krist- jánssyni og Gylfa Björnssyni. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.