Dagur - 15.12.1987, Side 1

Dagur - 15.12.1987, Side 1
Stefnumótun í dagvistun: Kemur til kasta bæjarstiómar í dag A fundi bæjarráðs 8. desember sl. voru teknar fyrir tillögur félagsmálaráðs um stefnumót- un í dagvistarmálum. Jón Björnsson félagsmálastjóri kom á fundinn og kynnti tillög- urnar fyrir bæjarráði. Meiri- hluti bæjarráðs leggur til að bæjarstjórn samþykki að félagsmálaráð vinni að þeim markmiðum sem fram koma í tillögum. Sigríður Stefánsdóttir bæjar- ráðsmaður, sem einnig á sæti í félagsmálaráði, gerði athuga- semdir við tillögurnar og var hún beðin að gera nánari grein fyrir þeim. Hún sagðist vera sammála stefnumótunartillögunum í aðal- atriðum, hefði sjálf unnið að þeim og væri mjög fegin að tillög- urnar væru komnar á þennan rekspöl. „Aftur á móti lögðum við í Alþýðubandalaginu, ég og vara- fulitrúinn, fram nokkrar breyt- ingartillögur og einhverjar af þeim náðu í gegn en þær voru því dagar til jóla miður smávægilegar sem við náð- um í gegn. Pó fengum við þarna inn að námsmenn hefðu forgang að dagvistum, sem þeir hafa ekki áður haft hér,“ sagði Sigríður. Af breytingartillögum sem ekki voru samþykktar nefndi Sig- ríður að hún vildi að í uppbygg- ingu dagvista verði lögð aðal- áhersla á dagvistarþörf 2-6 ára barna, en samtímis verði byrjað á því að leysa brýnustu þörf vegna barna á aldrinum 6 mánaða til 2ja ára. Einnig að unnið verði að stofnun skóladagheimilis utan Glerár. Meirihluti félagsmála- ráðs vill hins vegar að áður en byrjað verði að sinna uppbygginu fyrir börn yngri en 2ja ára og eldri en 6 ára verði dagvistarþörf 2-6 ára barna fullnægt til hlítar. „Þá finnst mér fáránlegt að hafa inni í stefnumótun að börn eigi að hætta á dagvist um næstu mánaðamót eftir að þau verða 6 ára. Flestir eru sammála um að þetta sé mjög óheppilegt. Við komum með þá tillögu að börn sem verða 6 ára á fyrri hluta árs hætti á dagvist í lok maí, en börn fædd seinni hluta árs um sumar- leyfi,“ sagði Sigríður, en stefnu- mótunartillögurnar verða teknar fyrir á bæjarstjórnarfundi í dag. SS Dansstúdíó Alice hélt árlega nemendasýningu um helgina. Þar komu fram á 3ja hundrað börn og sýndu listir sínar. Þessi voru þar á meðal og vöktu óskipta hrifningu viðstaddra. Mynd: tlv Siglufjörður: Milljónum ekið í burtu eða sturtað í höfnina ur hjá Þormóöi ramma og öðrum Bskvinnslufyrirtækjum á staönum er að mestu leyti ekiö til úrvinnslu annars staðar en rækjuúrgangur frá Sigló hf. fer beint í höfnina. Hvort tveggja telur nefndin vera mjög bagalegt og skorar hún á bæjarstjórn að ganga til við- ræðna við SR um vinnslu á þessum úrgangi í Siglufírði. Hjá Sigló hf. falla á þessu ári til yfir 2000 tonn af rækjuskel. Ekki er aðeins að í höfninni sé af þessu hinn mesti sóðaskapur og óþefur heldur hefur það komiö fyrir að skelin stífli vatnsinntak við vélar skipa. Að mati hafnar- nefndar er þarna á ferðinni stórt vandamál. Síldarverksmiðjur ríkisins sem meðal annars reka verksmiðju á Siglufirði kaupa allan fiskúrgang af fiskverkendum í bænum. A þessu ári er um að ræða hátt í 3500 tonn og þar af hafa um 2400 verið flutt til annarra verksmiðja sem vinna úr þessu mjöl. Mest er flutt til Skagastrandar þar sem SR reka sérstaka fiskimjölsverk- smiðju til að vinna úr beinum. Beinamjölið er selt bændum sem skepnufóður og fá færri en vilja. Að mati Þórhalls Jónassonar verksmiðjustjóra SR á Siglufirði er verðmæti mjöls úr þessu magni á bilinu 10-15 milljónir. Verð- mæti mjöls úr rækjuskelinni gæti verið allt að 10 milljónir. Þessar tölur réttlæta, að hans mati, upp- setningu mjölverksmiðju. „Við erum ekkert hreyknir af því að flytja þetta hráefni frá Siglufirði en loðnuverksmiöjan okkar hentar mjög illa fyrir svona vinnslu. Það er hins vegar bara tímaspursmál hvenær keypt verð- ur lítil verksmiðja hér og vinnsla mjölsins hafin,“ sagði Þórhallur. ET Áskrifendagetraun Dags: Draumaferð til Thailands Á blaðsíöu 6 cr birtur getrauna- seðill desembermánaðar. Vinn- ingur er draumaferð fyrir tvo til Thailands. í dag verður dregið um hljómtækjasamstæðuna. Við greinum frá nafni þess heppna á morgun. Mcðferð fískúrgangs á Siglu- I mjög ábótavant. Beinum og fírði er að mati hafnarnefndar I öðrum fískúrgangi sem til fell- Hrópað á gengisfellingu: „ Fastg e ng i sstefna n að sliga útflutninginn ' - segir Sigurður Markússon hjá Sjávarafurðadeild SÍS „Já, fastgengisstefnan er að sliga útflutninginn. Það er ekki hægt að orða það öðruvísi. Tölurnar tala sínu máli og það sem skiptir máli er hvernig gengið þróast, hvernig kostn- aðurinn innanlands þróast og verðið á mörkuðunum,“ sagði Sigurður Markússon fram- kvæmdastjóri Sjávarafurða- deildar SIS og benti á nokkur dæmi máli sínu til stuðnings. Hann sagði að frá 1980-85 hefði gengið hækkað um 473% en lánskjaravísitalan um 613%. Frá '85-'86 hækkaði gengið um 15% en lánskjaravísitalan um 24,6. Frá desember ’85 til des- ember ’86 hækkaði gengi erlendra gjaldmiðla um 6,3% en lánskjaravísitalan um 15,3% og frá september ’86 til september ’87 hækkaði gengið um 2,7% en lánskjaravísitalan um 19,7. „Ef maður gerir tölurnar mjög einfaldar þá getum við sagt að á fyrsta tímabilinu fást 1,3 skammtar af verðbólgu á móti 1 skammti af gengisbreytingu, en á síðasta tímabilinu fást 7,3 skammtar af verðbólgu á móti 1 af gengisbreytingu. Þróunin leyn- ir sér ekki og ástandið er óskap- lega erfitt hjá fyrirtækjunum,“ sagði Sigurður. Nú er talið að frystingin sé rek- in með 7-9% tapi og Sigurður sagði að engum dytti til hugar að hægt væri hækka fiskverðið frek- ar til að vega upp á móti hækkun dollarans. „Það er búið að keyra verðið svo mikið upp á síðustu mánuðum og vonandi tekst okk- ur að halda þessu verði, en verð- hækkanir hygg ég að verði ekki margar í okkar bókum á næstu mánuðum," sagði Sigurður. SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.