Dagur - 15.12.1987, Blaðsíða 10

Dagur - 15.12.1987, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 15. desember 1987 15. desember 1987 - DAGUR - 11 Passíukórim á Akureyri 15 ára „Hvernig fara Akur eyringar eigin- lega að því að framkvæma þessa \Ml Stiklað á stóru í sögu kórsins í haust voru 15 ár liðin frá því Passíukórinn á Akureyri tók til starfa. Kórinn hefur verið injög áberandi í tónlistarlífí bæjarins og landsins alls alla tíð síðan og staðið fyrir glæsi- legum tónleikum. Ekki aðeins á Akureyri því einnig hafa ver- ið farnar vel heppnaðar tón- leikaferðir í höfuðstað landsins. Eftir eina slíka tón- leika í Háskólabíói árið 1979, þar sein flutt var verkið Árstíð- irnar eftir Joseph Haydn, sagði fyrirsögn í einu dagblaðanna að Passíukórinn réttlætti það að kalla Akureyri höfuðstað Norðurlands. Stór orð það en líklega réttmæt. Annað kvöld verða haldnir í Akureyrarkirkju árlegir að\ entu- tónleikar kórsins. Tónleikarnir verða óvenju glæsilegir að þessu sinni enda um að ræða afr ælis- tónleikana sjálfa. Á efnisskránni verða tvö verk. Jólaóratoría eftir Camille Saint-Saens og A Cere- mony of Carols eftir Benjamin Britten. Stofnandi og stjórnandi Aðal hvatamaður að stofnun Passíukórsins á Akureyri var Norðmaðurinn Roar Kvam og hann hefur alla tíð síðan stjórnað kórnum og unnið þar mikið starf. Roar réðist haustið 1971 sem kennari að Tónlistarskólanum á Akureyri og gekkst þá þegar fyrir stofnun 16 manna söngsveitar sem kölluð var Kirkjutónlistar- sveitin. Sveitin kom fyrst fram á jólatónleikum 1971 og síðan aft- ur um vorið 1972. Tónleikar kirkjutónlistars\eitarinnar vöktu mikla athygli og aðdáun þeirra sem á hlýddu og þar með fékk starfsemin byr undir báða vængi. Upp úr þessari sveit \ arð síðan til Passíukórinn á Akureyri um haustið og árið eftir. þann 23. mars 1973. voru fvrstu eiginlegu kórtónleikarnir haldnir. Þar var flutt Jóhannesarpassían eftir Scarlatti. Á hverju ári síðan hafa vortón- leikar auk jólatónleika verið fast- ur punktur í starfsemi kórsins og oft hefur hann færst mikið í fang. Megin viðfangsefni hans hafa jafnan verið stærri kirkjutón- verk. bæði fyrir kór. hljómsveit og einsöngvara, þ.e.a.s. kantötur og óratoríur. en einnig hafa veriö flutt veraldleg verk. Minnt á landsbyggðina Eftir að hafa haldið tónleika með Kammerhljómsveit Tónlistar- skólans í apríl 1976, á þremur stöðum norðuranlands, hélt kór- inn suður um heiðar í júní og söng með Sinfóníuhljómsveit íslands á lokatónleikum Nor- rænna músíkdaga sem haldnir voru í Háskólabíói. Petta var í fyrsta skipti sem kórinn söng með Sinfóníuhljómsveitinni og raunar í fyrsta skipti sem kór utan af Iandi gerði það. Þetta var hins vegar ekki það síðasta í samstarfi þessara tveggja aðila. Umsögn um tónleikana í einu dagblaðanna lýkur á þesum orðum: „Mér finnst eiginlega athyglisverðastur sá þáttur sem áhugafólk hefur átt í flutningi tónlistar yfir þessa daga. Kórinn frá Akureyri sýnir okkur, að það ætti að gefa því gaum sem er að gerast úti á landi. á Listahátíð og Norrænum músíkdögum hefur sannast að það er meira en við höldum." Kórinn minnti sem sé á Akureyri og landsbyggðina, á korti listalífs landsins. 80 manna þrekvirki Á aðventutónleikum árið 1976 voru haldnir jólatónleikar eins og önnur ár en síðar þann vetur réð- ist kórinn í eitt mesta þrekvirki á ferlinum. flutning Messíasar eftir Handel. í viðtali fyrir tónleikana sagði Roar meðal annars að hann hefði valið þetta verk þar sem hann þekkti það vel og einnig af því að hann treysti kórnum vel til að flytja það. kannski ekki á heims- mælikvarða, en þokkalega. Tæknilega réði kórinn mjög vel við verkið en það krefðist hins vegar mikils úthalds. Vegna umfangs tónleikanna revndist nauðsynlegt að halda þá í Iþróttaskemmunni á Akureyri en til þessa hafði kórinn jafnan sungið í Akureyrarkirkju á tón- leikum st'num f bænum. Félagar í kórnum voru þá rúmlega 50 tals- ins en flytjendur voru alls um 80 talsins. Petta var langstærsta tón- verk sem flutt hafði verið á Akur- eyri og fyrsta heildar uppfærsla á Messíasi utan Reykjavíkur. Ætlunin var að flutningur á Messíasi yrði liður í vorvöku sem átti að halda en af henni varð ekki. Þess í stað vaknaði hug- myndin að mestu menningar- hátíð sem haldin hafði verið norðanlands, Tónlistardögum í maí. á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Kom sá og sigraði I umsögn „Norðurlands“ eftir tónlistardagana sagði höfundur að efasemdir sem hann hafði fyrir flutning Messíasar hefðu ekki reynst réttmætar því flutningur- inn hafi verið með miklum glæsi- brag. Fyrirsögn í „Degi“ sagði „Passíukórinn kom, sá - og sigr- aði" og í umfjöllun Ingimars Eydal sagði meðal annars „kór- inn er ótrúlega góður og hefur hvorki verið sparaður tími né fyrirhöfn til þess að útkoman yrði með þeim glæsibrag sem raun bar vitni um.“ „Þingeyingur" skrifaði hins vegar lesendabréf í eitt dagblað- anna og var ekki hrifinn. Taldi hann kórinn hafa kunnað hlut- verk sitt vel en mikið hefði vant- að á raddgæði. „Nú er eftir að sjá hvort tónlistarfélagsmenn reyn- ast óhlutdrægir og leyfa fleiri kór- um að sýna hvað þeir geta, eða hvort þeir taka þennan eina kór upp á arma sína, næst þegar kem- ur að tónlistardögum.“ Yfirleitt voru undirtektir hins vegar góðar og mikil hvatning fyrir starfsemi kórsins og tónlist- arfélagsins sem síðan hafa starfað mikið saman. Áhorfendur að tónleikum kórsins liafa aldrei verið fleiri en þeir voru 900. Að- eins Kristján Jóhannsson og Ivan Rebroff hafa fengið fleira fólk á tónleika á Akureyri. „Þessi dæmalaust frísklegi kór Á tónlistardögum 1978 flutti kór- inn kantötu eftir Bach og Sálu- messu Mózarts og: „Ég hef eigin- lega ekki lengi orðið jafn snort- inn á tónleikum,“ sagði Leifur Þórarinsson í umsögn sinni og spurði: „Hvernig fara Akureyr- ingar eiginlega að því að fram- kvæma þessa hluti?“ Árið 1979 sungu um 60 manns með Passíukórnum og hafa þeir aldrei verið fleiri. Á Tónlistar- dögum á Akureyri það ár flutti kórinn óratoríuna Árstíðirnar eftir Haydn og var þar ekki um auðveldara viðfangsefni að ræða en Messías tveimur árum fyrr. Með kórnum léku 36 félagar úr Sinfóníuhljómsveitinni og flutn- ingurinn tókst með miklum ágæt- um, ekki aðeins á Akureyri held- ur einnig þegar verkið var flutt í Háteigskirkju skömmu síðar. í Eyrnalyst sinni eftir tónleikana skrifaði Árni Björnsson m.a.: „Þetta var með ánægjulegri klukkustundum sem ég hef lengi átt í tónleikasal. Fór þar auðvitað saman hin ofur aðgengilega og aðlaðandi músík og svo þessi dæmalaust frísklegi kór sem söng með næstum ungæðislegum til- þrifum og tók mann með trompi, til dæmis í Uppskeruhátíðinni." Grein sinni lauk Árni með þess- um orðum: „Það var Reykvíking- um til minnkunar að þeir skyldu ekki fylla Háskólabíó- þrátt fyrir góðviðrið. En það var verst fyrir þá sjálfa.“ „Roar Kvam stjórnandi hans og stofnandi, getur verið stoltur af afrakstri sex ára kórstarfs,“ sagði Ríkarður Pálsson í Þjóð- viljanum „en kórinn þarf að brosa meira,“ sagði hann einnig. Að fólk skuli ekki flykkjast Af umfjöllun um tónleika kórsins hér fyrir norðan er ljóst að á þessum tíma voru sunnanblöðin farin að senda menn norður „til þess eins“ að fjalla um tónleik- ana. Þetta sýnir betur en margt annað hversu mikils metinn kór- inn var þarna orðinn. Eins og fram kemur í viðtali við formann kórsins Elínborgu Loftsdóttur hér á síðunni fækk- aði mjög í kórnum árið 1979 og í umfjöllun um vortónleika 1981 segir Soffía Guðmundsdóttir: „Mig undrar það, að söngfólk skuli ekki beinlínis flykkjast í svona hóp, og mig undrar það líka hverju Passíukórinn svona fáliðaður, getur komið til leiðar.“ í júní þetta sama ár flutti kór- inn verkið Carmina Burana, ver- aldlegir söngvar, eftir Carl Orff. í umsögn um tónleikana sagði Soffía Guðmundsdóttir m.a. að sem fyrr hefðu kvenraddirnar verið góðar en að þessu sinni hefðu karlarnir komið á óvart. „Það væri reyndar gaman að heyra aðra sönghópa leika það „Þetta fólk leggur gífurlega mikið á sig til að ná árangri.“ A æfingu í Tónlistarskólanum. eftir, sem karlaraddir Passíukórs- ins sýndu af sér þessa kvöldstund, þótt fáar væru.“ Rafmögnuð Afríkutónlist Árið 1982 flutti Passíukórinn öðru sinni Messías eftir Handel. Að þessu sinni var verkið flutt talsvert stytt, eins og vfðast tíðk- ast í seinni tíð. í júní 1983 fór Passsíukórinn á ótroðnar slóðir í tónleikahaldi sínu þegar hann flutti verkið African Sanctus eftir David Fans- hawe í íþróttaskemmunni. Þarna var á ferðinni „afskap- lega sérkennilegt messutónverk“ eins og einn kórfélaga sagði í við- tali fyrir tónleikana. Verkið samdi Fanshawe eftir að hafa flakkað um Nv.-Afríku og í verk- ið notar hann hljóðritanir sínar á Afríkutónlist sem grunn og prjónar við þær kórkafla sem byggist á klassísku latnesku messuformi. Til þess að tengja þetta allt nútímanum notar höfundur rafmagnaða rokk- hljómsveit og kynstrin öll af slag- verki. Tónleikunum var vel tekið á Akureyri og í grein sem Bolli Gústavsson ritaði til að „vekja athygli höfuðborgarbúa og ann- arra gesta Listahátíðar ’82 á því tækifæri sem þeim gefst“ sagði hann m.a. að hafi menn talið Roar Kvam vera að fara út á við- sjálar brautir með kórinn þá hafi sá ótti horfið. í umsögnum um flutninginn á Listahátíð ber mönnum saman um að kórinn hafi þar skilað ágætu verki, hvað sem segja megi um verkið. Hljómsveitin til skammar Næsta stórverkefni kórsins var flutningur Örlagagátunnar eftir Björgvin Guðmundsson við texta Stephans G. Stephanssonar. Verkið var flutt við undirleik 40 manna hljómsveitar á Tónlistar- dögum 1984 og seinna á Lista- hátíð í Reykjavík við undirleik Sinfóníuhljómsveitarinnar. Aðsókn að tónleikunum í Reykjavík var mjög léleg en frammistaða kórsins var lofuð. Ekki er hægt að segja hið sama um hljómsveitina. Eyjólfur Mel- steð sagði í DV: „Kórinn átti sér algjöra andstæðu í hljómsveit- inni. í annað sinn á skömmum tíma varð hún sér til skammar." Þó að hér verði látið staðar numið í umfjöllun um tónleika kórsins ber alls ekki að skilja það sem svo að starf hans hafi legið niðri undanfarin ár. Eins og frarn kemur í viðtali við Roar Kvam stjórnanda kórsins hefur kór- starfið eins og annað listalíf í bænum verið í lægð undanfarin ár. Þau Roar og Elínborg eru sammála um að kórinn eigi sér framtíð, hversu langa geta þau auðvitað ekki spáð um, en skarð yrði fyrir skildi ef hans nyti ekki við. Til þess er Passíukórinn orð- inn of stór hluti af tónlistarlífi Akureyri og landsins alls. ET „Það hlýtur að koma betrí tíð“ - segir Elínborg Loftsdóttir formaður Passíukórsins Forniaður stjórnar Passíukórs- ins á Akureyri er Elínborg Loftsdóttir. Elínborg hefur starfað einna lengst núverandi kórfélaga, hún hóf að syngja með kórnum haustið 1975 og hefur verið með nær samfleytt síðan. Fyrsta árið sem Elínborg var með kórnum voru kórfélagar rúmlega 20 talsins en síðan fór þeim fjölgandi allt til ársins 1979 þegar fjöldinn náði hámarki, 60 manns. Eftir þann vetur fækkaði mjög í kórnum og síðan hafa félagar verið á- bilinu 20-30 talsins. Hver ætli hafi verið ástæðan fyrir þessu „hruni"? „Það hefur alltaf verið með okkur talsvert af ungu fólki. allt niður í 15 ára gamalt og þennan vetur 1979 var með okkur stór hópur fólks úr Menntaskólanum. Þetta var fólk sem hafði sungið með öll menntaskólaárin en brautskráðist þarna um vorið og fór úr bænum. Það munaði mest um þetta en við höfum eiginlega aldrei haft neina fullnægjandi skýringu á þessari miklu fækkun. Það gengur allt í bylgjum og manni hefur stundum dottið hreinlega í hug að það sé ekki í tísku að syngja í kór. Við erum hins vegar sammála urn að það hljóti að koma betri tíð,“ segir Elínborg. - Hver er skýringin á þessari „tregðu" sem nú ber nokkuð á hjá karlmönnum, að ganga í kóra? „Ætli þú verðir ekki að spyrja karlmenn að því. Við höfum Passíukórinn á Akureyri. Fremri röð frá vinstri: Arnheiður Eyþórsdóttir, Dagný Pétursdóttir, Guðrún Haraldsdótt- ir, Helgi Svavarsson, Jos Otten, Ólöf Regína Torfadóttir, Signý Þórðardóttir, Gry Persen, Dorata Manczyk, Sól- veig Hallgrímsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Roar Kvam stjórnandi, Gígja Kjartansdóttir, Urður Þorvaldsdóttir, Auður Árnadóttir, Júlíus Larscn, Sigmundur Sigfússon, Elínborg Loftsdóttir, Heidi Maris, Ankie Postma, Svandís Stefánsdóttir, Cathrine Oatlay. Á myndina vantar 2 kórfélaga. Myndir: TLV. „Lít á alla tónleíka sem hápunkt“ • Tr • s f t s • A „Mér fannst vanta þennan þátt í tónlistarlíf bæjarins, þ.e.a.s. flutning á stærri verkum fyrir kór, hljómsveit og einsöngv- ara. Þessum þætti hafði ekki verið sinnt nema að mjög litlu leyti hjá öðrum kórum síöan Kantötukór Akureyrar lagðist niður fyrir um 40 árum, og þess vegna má segja að Pass- íukórinn hafí verið stofnaður,“ segir Roar Kvam stjórnandi kórins og upphafsmaðurinn að stofnun hans. „Önnur ástæðan fyrir þessum áhuga mínum á að stofna svona kór er að aðal menntun mín er kórhljómsveitarstjórn og með þessu vildi ég skapa mér tækifæri til að halda áfram að mennta mig á þessu sviði." - Er flutningur þessara stærri verkefna mikilvægur þáttur fyrir tónlistarlíf á stað eins og Akur- eyri? „Já ef tónlistarlíf á að þró- ast þá er þetta mjög mikilvægur þáttur, bæði fyrir þá sem syngja - segir Roar Kvam stjómandi kórsins og hina sem leika með, hljóð- færaleikara og tónlistarnemend- ur. í tónlistarskólum víða erlend- is er það skylda að taka þátt í starfi svona kórs.“ - Hvaða fólk var það sem tók þátt í starfi kórsins til að byrja með? „Margt af þessu fólki var óreynt í kórstarfi og þannig hefur þetta alla tíð verið. Það er mjög ör endurnýjun í kórnum og það veldur vissulega ákveðnum erfið- leikum. Maður þarf næstum því að byrja frá grunni á hverju ári.“ - Er lægð í listalífi á Akureyri þessi árin? „Það er daufara en það var. Þetta sjáum við mjög vel á aðsókn að tónleikum. Þetta er mjög einkennilegt á sama tíma og Tónlistarskólinn nýtur æ meiri vinsælda og er raunar að sprengja húsnæðið utan af sér. Þetta er ekkert akureyrskt eða séríslenskt fyrirbæri heldur er þetta alls staðar að gerast. Það hefur verið niðursveifla undan- farin fimm ár eða svo.“ - Hefurðu einhverja skýringu á þessu? „Nei enga eina skýringu enda held ég að þær séu margar. Það er sagt að fjölmiðlarnir og mynd- böndin taki allan tíma fólks. Ég á bágt með að trúa því að fólk end- ist í svona lífi til lengdar þó að vissulega sé þægilegt að koma heim, setjast fyrir framan sjón- varpið og ýta á einn takka á fjar- stýringunni. Sú skýring að fólk vinni meira núna er ekki rétt, það finn ég bara á sjálfum mér. Þetta er ekki auðvelt að skýra en ég held að þetta sé að breytast og von sé á uppsveiflu aftur. Fólk áttar sig á því að það verður að hafa eitthvað fyrir hlutunum til að njóta þeirra og hlustun á lif- andi tónlist krefst þess.“ - Hvenær hefurðu verið ánægðastur með kórinn á þessum fimmtán árum? „Ég er ánægðastur eftir hverja einustu tónleika. Ég get vissulega nefnt einhverja tónleika sem ég hef verið spenntari fyrir en aðra, en eftir á lít ég á alla tónleika sem hápunkt þess sem við höfuin ver- ið að gera hverju sinni. Það er mjög mikilvægt fyrir listamann þegar hann lítur til baka að segja sem svo að það sem hann gerði sé lakara en það sem hann ætlar að gera. Menn ná ekki að þróast ef þeir segja: „Við vorum miklu betri á þessum tíma.“ - Hefurðu einhvern tíma verið við það að gefast upp? „Nei. Ég hef stundum sagt það við mannskapinn að meðan fjórir eru í kórnum höldum við áfram. Á meðan til er fólk sem vill syngja þá held ég áfram. Ég vil að það komi skýrt fram að þó að kórinn sé ekki fjöl- mennur þá sláum við ekki af okk- ar listrænu kröfum, nema síður ,sé. Þetta fólk leggur gífurlega mikið á sig til þess að ná árangri enda hefst hann ekki öðruvísi," sagði Roar Kvam að lokum og lofaði skemmtilegum tónleikum á morgun. ET „Á meðan fjórir eru í kórnuni höldum við áfram," segir Roar Kvam. Elínborg Loftsdóttir formaður Pass- íukórsins á Akureyri. stundum sagt það þessar sem höf- um verið lengst í kórnum að við séum hreinlega ekki nógu aðlað- andi. En karlarnir endast nú ekki einu sinni í karlakórunum nú orðið. Það ætti bara einhver félagsfræðingur að taka að sér að rannsaka þetta." - Þurfa menn að „kunna að syngja" til að ganga í kórinn? „Það er auðvitað allt til bóta sem þú kannt. Það eru hins vegar engin skilyrði fyrir inngöngu önn- ur en þau að fólk hafi áhuga og haldi lagi skammlaust." - Þetta er þá fyrir alla? „Þetta er fyrir alla. Auðvitað er smekkur manna misjafn en það geta allir tekið þátt í og notið kórtónlistar." - Hvernig hefur rekstur kórs- ins gengið? „Hann gengur auðvitað upp og ofan. Við höfum oft orðiö að fara þá leið að leita stuðnings hjá fyrirtækjum og það hefur gengið mjög vel. Með þessu hefur okkur tekist að ná endunr saman. Eftir suðurferðina 1979 með „Árstíð- irnar" björguðum \ið okkur með því að halda stóran flóamarkað. Við vorum þarna nokkur ár með stór kórverk með allt að 40 hljóðfæraleikurunr auk einsöngv- ara. Þetta er atvinnufólk sem auövitað þarf að borga og slík dæmi ganga einfaldlega ekki upp nema með 5-600 manna aðsókn." - Hefur Passíukórinn ntikla þýðingu fvrir tónlistarlíf á Akur- eyri? „Mér finnst hann hafa geysi- lega mikla þýðingu. Utanaðkom- andi fólk er undantekningarlaust mjög hissa á því hvað kórinn hef- ur f~?rst í fang og hvað er hægt að gera á ekki fjölmennari stað. Kórinn hefur staðið fyrir frurn- flutningi á ýmsum af stærstu verkum tónlistarsögunnar. Kór sem þessi er mjög mikilvægur fyr- ir nemendur og kennara Tónlist- arskólans, því það eru ekki allt of mörg tækifærin sem þessu fólki býðst,“ sagði EHnborg. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.