Dagur - 15.12.1987, Blaðsíða 14

Dagur - 15.12.1987, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 15. desember 1987 LYFTARAR Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft- ara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF. _________________]J Símar 82770 og 82655. Laus embætti er forseti íslands veitir. Embætti héraðsdýralækna í Barðastrandarumdæmi og Norðausturlandsumdæmi eru laus til umsóknar. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsóknir sendist landbúnaðarráðuneytinu fyrir 1. febrúar 1988. Landbúnaðarráðuneytið, 10. desember 1987. Laus staða deildarstjóra upplýsinga- og félagsmála- deildar Tryggingastofnunar ríkisins Staða deildarstjóra upplýsinga- og félagsmáladeild- ar Tryggingastofnunar ríkisins er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist stofnuninni fyrir 15. janúar 1988. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið veitir stöð- una. Tryggingastofnun ríkisins, 11. desember 1987. AEG Þvottavélar ALVEG EINSTÖK GÆÐI Það borgar sig fyrir tollahækkun ★ Þvottekta gæði ★ Vindmyllur guðanna - eftir Sidney Sheldon Sidney Sheldon er einn vinsælasti skáldsagnahöfundur sem nú er uppi. Allar bækur hans hafa ver- ið metsölubækur um víða veröld, enda hafa þær verið gefnar út í meira en 75 milljónum eintaka samanlagt, og allar hafa þær komið út í íslenskri þýðingu. Og Super High Grade 180 min. Klukkutíma mytidbandsefni er á hverri spólu hér kemur nýjasta og að því er margir telja skemmtilegasta skáldsagan: Vindmyllur guð- anna. Jóhanna Kristjónsdóttir segir í Mbl. 15.9. sl.: .....:- Vindmyllur guðanna er ágætis afþreyingarbók, og þótt ég sé ekki sérfræðingur í Sheldon er hún skemmtilegust þeirra bóka hans, sem ég hef gluggað í . . . Petta er sem sagt spenn- andi bók, vel sögð og sögu- þráðurinn ekki of æsikenndur." Þýðandi er Sólveig Sigurðardóttir en prentun og bókband annaðist prentverk Odds Björnssonar hf. María veimiltíta Iðunn hefur gefið út nýja barna- bók eftir Ulf Stark og nefnist hún María veimiltíta. Ulf Stark er íslenskum unglingum að góðu kunnur fyrir bók sína Ein af strákunum og um þessar mundir kemur einnig út bók hans: Einn úr klíkunni. - Hér skrifar hann hins vegar fyrir yngri lesendahóp söguna um Maríu veimiltítu. I sögunni kemur þó brátt í ljós að María er alls enginn veimil- títa! Það er bara barnapían hennar, hún Gerða, sem segir það. Og Gerða er raunar ekki heldur nein venjuleg barnapía því að hún er galdranorn. María er að minnsta kosti alveg viss um það og tekur brátt til sinna ráða og bjargar því sem bjargað verð- ur með dyggri aðstoð Ebba vinar síns. En ýmislegt kann nú að vera á misskilningi byggt, skyldu til dæmis galdranornir nokkurn tím- ann gráta? Er Gerða kannski bara gömul kona með stór eyru? Ýmsar spurningar vakna, því að öllu gríni fylgir nokkur alvara. Hildur Finnsdóttir þýddi. Gekk ég yfir sjó og land Bókaforlag Odds Björnssonar hefur sent frá sér bókina „Gekk ég yfir sjó og land“ eftir Kristján Róbertsson. í bókinni segir frá þeim miklu umbrotum sem áttu sér stað í lífi fólks í Vestmanna- eyjum á síðari hluta 19. aldar, þegar íslenskir mormónatrúboð- ar birtust þar og fóru að boða nýtt fagnaðarerindi. Furðu marg- ir létu skírast og fluttust vestur um haf til hins fyrirheitna lands. Hér er sagt frá ferðum þessa fólks og ótrúlegri þrautsegju við að komast til „himnaríkis á jörðu“, hvernig því farnaðist og hvers vegna sumir fluttust von- sviknir aftur heim til íslands. Petta er bæði furðuleg og fróðleg saga, sem margir munu áreiðan- lega hafa gaman af að kynna sér. Prentun og bókband: Prent- verk Odds Björnssonar hf. Glerárgötu 32 V Sirm (96) 23626 v Verð kr. 895.- Póstþjómisfa Akureyri - Jólabækur - Mál og Menning Pollýanna Stjörnustælar Lúki Ferð Eiríks Átoppinn Rasmus Stínu bækur Söngur Villiandarinnar Inga Laxness Sonur Sigurðar Brimöldur Hringsól Stálnótt Sagnaþulir samtímans Fjölbreytt úrval af bókum fyrir alla fjölskylduna Opið í desember frá 10.00 - 18.00 og líka á laugardögum SENDUM í PÓSTKRÖFU Fróði Kaupvangsstræti 19 - Sími 26345

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.