Dagur - 15.12.1987, Blaðsíða 19

Dagur - 15.12.1987, Blaðsíða 19
m desémbef Í9B7 - DAGUR -19 Minning: Ý Ármann Óskarsson, Kj a rtanssta ða koti Fæddur 1. janúar 1914 - Dáinn 27. nóvember 1987 Gladur og reifur skyldi gumna hverr unz sinn bíður bana. Þessar ljóðlínur komu mér jafnan í hug þegar ég heimsótti Ármann, móðurbróður minn, á sjúkrahúsið á Sauðárkróki þar sem hann háði sína baráttu við banvænan sjúkdóm. Alltaf var hann ræðinn og glaður þar til máttinn þraut. Það var ekki eins og verið væri að heimsækja dauð- vona sjúkling, heldur líkt og hann væri smávegis lasinn um stundar sakir, og hygg ég að þannig hafi hann líka sjálfur litið á málið, þó að hann vissi vel hvert stefndi. Oft var líka mann- margt við rúmið hans í sumar þar sem það stóð við suðurglugga og hann gat notið útsýnisins fagra fram í Skagafjörðinn til Mæli- fellshnjúks og Blönduhlfðar- fjalla. Hann fæddist í Hamarsgerði í Lýtingsstaðahreppi 1. janúar 1914. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Hallgrímsdóttir, bónda á Rauðalæk á Þelamörk Árna- sonar skálds á Skútum Sigurðs- sonar, og fyrri konu Hallgríms, Helga Árnadóttir, sem var ættuð úr Húnavatnssýslu og Óskar Þor- steinsson. Foreldrar Óskars voru Þorsteinn, bóndi á Grund í Þor- valdsdal í Eyjafirði Þorláksson og kona hans, Helga Árnadóttir. Þau eignuðust tólf börn. Upp komust ellefu. Þau eru talin í aldursröð: Laufey, f. 25. júlí 1898, dó rúmlega þrítug frá tveim ungum dætrum og eiginmanni; Helga, f. 22. janúar, 1901; Steingrímur, f. 1. maí 1903; Petrea, f. 30. júní 1904; Sigurð- ur, f. 6. júlí 1905; Ingibjörg, f. 20. des. 1906, dó 17 ára gömul; Margrét, f. 1. júlí 1908, dó 18 ára göntul; Vilhjálmur, f. 18. októ- ber 1910; Skafti, f. 12. september 1912; þá Ármann og Guttormur, f. 29. desember 1916. Auk þess tóku þau ungan dreng í fóstur og ólu hann upp sem hann væri þeirra eigin sonur. Hann heitir Ragnar Örn. Hamarsgerði var ekki stór jörð og kann margan að undra nú að hægt skyldi vera að framfleyta svo stórri fjölskyldu þar, en það tókst þeim afa mínum og ömmu með heiðri og sóma og heyrt hef ég eldri systkinin minnast ver- unnar þar sem sérstakra sælu- daga. Árið 1919 fluttist fjölskyld- an að Kjartansstaðakoti í Staðar- hreppi. Þar ólst Ármann upp í hinum fjölmenna systkinahópi við glaðværan heimilisbrag sem þau afi og amma áttu auðvelt með að skapa. Bæði voru bók- hneigð og amma sérstaklega ljóð- elsk og þá vissulega mætti aldrei slá slöku við búskapinn mun samt hafa gefist tími til að fylgjast með dægurmálunum og því helsta sem út kom af skáldskap, sérstaklega eftir að synirnir komust á legg. Ég minnist þess þegar ég sem drengur fór að heimsækja afa og ömmu að oft voru fjörugar untræður um skáldsögur og ljóð sem þá voru að koma út og þá var ekki síður rætt um stjórnmálin og það var enginn vafi á hvar Ármann skipaði sér þar í sveit. Við þennan heimilsanda mótað- ist Ármann og svo hin venjulegu sveitastörf þeirra tíma. Faðir hans var sérstaklega natinn skepnuhirðir. Ármann átti því ekki langt að sækja það að hafa gaman af skepnum og fara vel með þær, enda varð búskapur og sveitastörf hans ævistarf. Hann stundaði nám í bændaskólanum á Hólum og brá sér nokkru síðar til Danmerkur og vann þar á búgarði um skeið. Eftir að hann kom heim hjálpaði hann föður sínum við búskapinn að sumrinu en stund- aði vinnu út á við að vetrinum. Var hann vetrarmaður m.a. hjá foreldrum mínum og víðar. Síðar fór hann á vertíð nokkra vetur til Vestmannaeyja. Árið 1944 fluttist Ármann hingað að Ögmundarstöðum til Helgu systur sinnar og móður minnar, ásamt afa og ömmu. Móðir mín var þá nýlega orðin ekkja og þótti Ármanni ekkert sjálfsagðara en að koma henni til hjálpar þegar svo stóð á. Studdi það ásamt öðru að því að við systkinin gátum farið að heiman og aflað okkur nokkurrar menntunar. Jafnframt nytjuðu þeir feðgar, Ármann og afi, Kjartansstaðakot. Þrem árum síðar fluttu þau aftur að Kjartans- staðakoti og eftir það bjó Ármann þar á 4. ártug. Hann var í heimili með Skafta, bróður sírium, og Ingibjörgu Hallgrímsdóttur, konu hans, sem þá höfðu keypt Kjartansstaði og hafið búskap þar. Einnig voru gömlu hjónin á þeirra vegum. Ármann hafði sérstakt yndi af fé og hrossum. Það var stolt hans að eiga gott og arðsamt fé, eins og góðir fjármenn hafa löngum keppt að. Sama máli gegndi um hrossin og fátt þótti honum skemmtilegra umræðuefni en hross og ættir þeirra, enda var hann vel heima þar. Og honum auðnaðist að ala upp hesta sem staðið hafa í fremstu röð gæðinga á hestamótum. Hann leit líka á skepnurnar sínar sem félaga í raun og veru. Það hefur komið fram að Ármann var sérlega ræðinn mað- ur og glaðsinna. Það var alltaf gaman þegar hann kom í heim- sókn. Þeim eiginleika hélt hann meðan hann mátti mæla. Hann kvæntist ekki né eignaðist börn, en hann hafði yndi af að vera með börnum og ég veitti því athygli að framkoma hans við börn var næstum blandin lotn- ingu og hann átti vináttu þeirra þegar þau uxu upp. Hann var frændrækinn og góður frændi. Að leiðarlokum þakka ég hon- um samfylgdina og bið honum blessunar guðs á nýjum leiðum. Hróðmar Margeirsson. Laugardaginn 5. des. sl. var gerð frá Sauðárkrókskirkju í Skaga- firði útför Ármanns Óskarssonar fyrrum bónda í Kjartansstaða- koti á Langholti í Skagafirði. Ármann fæddist í Hamarsgerði í Lýtingsstaðahreppi, sonur sæmdarhjónanna Sigríðar Hall- grímsdóttur og Óskars Þorsteins- sonar, sem þar bjuggu um 17 ára skeið. I föðurætt var Ármann af eyfirskum og þingeyskum bænda- og sjógarpaættum, en móðurætt- in var eyfirsk og húnvetnsk. Árið 1919 fluttist Ármann með foreldrum sínum að Kjartans- staðakoti í Staðarhreppi og ólst þar upp. Síðan eignaðist hann ásamt bróður sínum, Skafta, jörðina og bjuggu þeir bræður þar saman og raunar einnig á Kjartansstöðum uns þeir brugðu búi og fluttust til Sauðárkróks árið 1983. Ármann var næstyngstur tólf systkina. 11 þeirra komust til full- orðinsára, en þrjár systur dóu í blóma lífsins. Auk þess ólu for- eldrar Ármanns upp fósturson, sem alla tíð hefur verið sem einn af systkinunum. Voru miklir kær- leikar með honum og Ármanni. Ármann vann að búi foreldra sinna og var þeim stoð og stytta þegar aldur færðist yfir þau. Á unglingsárum hans voru tækifæri til mennta ekki á hverju strái fyr- ir þá sem fátækir voru. Samt tókst honum að vera tvo vetur við nám í bændaskólanum á Hól- um og eitt ár starfaði hann á stór- um búgarði í Danmörku. Ármann bjó aldrei stóru búi, enda hafði hann ekki fyrir fjöl- skyldu að sjá. En bú hans var gagnsamt. Og þar sem um félags- bú var að ræða gat hann hæglega brugðið sér frá og var hann alltaf boðinn og búinn til að hlaupa undir bagga hjá skyldmennum sínum þegar á þurfti að halda. Ármann var rnikill öðlings- maður, sem öllum er kynntust honum varð hlýtt til. Hann hafði alltaf einstaklega góða lund. Hann sást aldrci bregða skapi, var glaðlyndur og ræðinn. Hann var félagslyndur maöur og alls staðar aufúsugestur þar sem hann kom. Ármann hafði mikið yndi af hestum, eins og raunar bræður hans sumir. Á búskaparárum sín- um ól hann upp nokkra hesta sem síðar reyndust miklir gæð- ingar. Var honum fátt umræðu- efni kærara en hestar. Fyrir rúmu ári tók Ármann þann sjúkdóm sem að lokum varð lífsviljanum yfirsterkari. Mestallan þann tíma vissi hann vel að hverju dró og að líf hans var að fjara út. Á þeim tíma komu eðliskostir hans best í ljós. Æðruleysi hans og hugarró var einstök. Þó að hann væri helsjúk- ur gat hann ávallt gefið þeim mörgu sem heimsóttu hann eitthvað. Vinir hans fóru jafnan bjartsýnni og með hreinni hug af fundi hans. Ármann var þannig einn af þeim fágætu mönnum sem vaxa við raunir og til hinstu stundar. Trúarvissa hans var einnig traust og örugg, en það var hin góða heimanfylgja hans úr föðurhúsum. Enda þótt við vitum að Ármann var orðinn hvíldarþurfi og að þrek hans var á þrotum er sárt að sjá á bak þessum góða og einlæga vini og frænda. En hann kveið ekki vistaskiptunum og okkar er því að sættast á hið óuntflýjan- lega. Að leiðarlokum þökkum við órofa tryggð og vináttu. Hvíli í friði góður vinur. Margrét Margeirsdóttir og Sigurjón Björnsson. Caterpillar Ijósavél 50 kw, 220/380 volt til sölu. Laust starf hjá biskupsstofu Starf skrifstofustjóra hjá biskupsstofu er laust til umsóknar. Hér er um nýtt starf aö ræöa, en skrif- stofustjóri á m.a. aö hafa yfirumsjón meö öllum fjár- málum biskupsembættisins. Laun skv. kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Umsóknir er greini nám og fyrri störf umsækjanda sendist dóms- og kirkjumálaráðuneytinu fyrir 12. janúar 1988. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 11. desember 1987. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar kennarastöður við framhaldsskóla: Viö Fjölbrautaskóla Suðurlands, Selfossi, er laust hlutastarf í fatasaumi og fatahönnun frá 1. janúar 1988. Frá 1. janúar 1988 er laus til umsóknar staöa kennara í stæröfræöi, eðlisfræði og tölvufræöi viö Iðnskólann í Reykjavík. Ennfremur er laus staöa kennara í rafeinda- greinum við sama skóla. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 20. desember 1987. Menntamálaráðuneytið. Sjúkraliðar—Heimahjúkrun Staða sjúkraliða við heimahjúkrun er laus til umsóknar. Hér er um fullt starf að ræða. Umsóknarfrestur er til 31. desember 1987. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22311 kl. 11.00-12.00. fcol FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ lOCI Á AKUREYRI Óskum að ráða hjúkrunarfræðinga á: Skurðdeild: Æskileg menntun: Alm. hjúkrunar- fræöingur meö nám í skurðstofuhjúkrun og/eöa starfsreynslu í skuröstofuhjúkrun. Svæfingadeild: Æskileg menntun: Alm. hjúkrunar- fræöingur með nám í svæfingahjúkrun og/eöa starfsreynslu í svæfingahjúkrun. Störf geta hafist strax eöa eftir samkomulagi. Óskum að ráða sjúkraliða á: Skurðdeild: Um er aö ræöa langtíma afleysinga- stööu frá 1. janúar 1988. Vinnutími: 7.30-15.30 mánudaga-föstudaga, 100% starf. Góö starfsskilyrði á nýlegum deildum. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri, alla virka daga kl. 13.00-14.00 í síma 96-22100/274 og deildarstjórar viðkomandi deilda. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.