Dagur - 15.12.1987, Blaðsíða 20

Dagur - 15.12.1987, Blaðsíða 20
Jólatré og Sala í Göngugötu kl. 13-18, í Kjarnaskógi kl. 9-18. Opið á sunnudögum frá kl. 13-18 í Kjarna. Styrkið skógræktarstarfið. Skógræktarfélag Eyfírðinga. Blönduós: Kveikt á jólatré Fjölmenni safnaöist saman við nýju kirkjuna þegar kveikt var á jótatrénu við hátíölega atliöfn sl. sunnudag. Þaö er sem fyrr vinabær Blönduóss, IVIoss í Noregi sem gefur tréð. Kirkjukór Blönduóskirkju söng jólalög og jólasveinar ærsluöust á svæðinu. Athöfnin byrjaði með því að Aðalbjörg Ingvarsdóttir afhenti tréð fyrir hönd vinabæjarins. Að því loknu tendraði Haukur Sig- urðsson, sveitarstjóri, Ijósin á trénu og þakkaði gjöfina fyrir hönd Blöndósinga. Kirkjukórinn söng jólalög og tóku viðstaddir vel undir og var ekki laust við að jólastemmningar gætti hjá fólki. Jólasveinarnir mættu á staðinn og dönsuðu kringum tréð börnunum til óblandinnar ánægju og ekki þótti krökkunum það verra að sveinarnir höfðu í pússi sínu góð- gæti sem féll greinilega vel í kramið. Að þessu sinni voru það Hjálparsveit skáta og Björgunar- sveitin Blanda sem sáu um upp- setningu trésins. pbv Hækkun fasteignamats á Akureyri: Verður 10% álagið fellt niður? Almcnn hækkun fastcigna- mats á íbúðarhúsnæði utan Reykjavíkursvæðisins er 34 prósent frá fyrra ári. Þó er hækkun fasteignamatsins mun meiri á Akureyri eða 44 prósent. Ef Akureyrarbær beitir óbreyttu álagi á fast- eignagjöldin frá fyrra ári verða bæjarbúar fyrir mun meiri hækkun fasteignagjalda en aðrir landsmenn, ef ekkert verður að gert. Grunnálag tasteignagjalda er 0,5% af fasteignamati íbúðar- húsnæðis, en 1% af fasteignamati atvinnuhúsnæðis. Þó hafa sveit- arfélögin ákveðið svigrúm til að hækka gjöldin með því að beita allt að 25% aukaálagi á þau. Á síðasta ári var skatturinn á íbúð- arhúsnæði hækkaður um 10% þannig að lagt var 0,55% á íbúð- arhúsnæði. Ef miðað er við þá hækkun sem verður á fasteignamatinu á Akureyri umfram hækkunina á landsvísu væri eðlilegast að bæjaryfirvöld ákvæðu að fella niður 10% álagið við ákvörðun fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði á næsta ári. Ýmsir forráðamenn bæjarins hafa lýst áhyggjum sínum af heimtu útsvara í staðgreiðslu- kerfi skatta. Eins og málum hátt- ar nú veit enginn með vissu hvernig innheimta muni ganga en þó mun almennt vera gert ráð fyrir að útsvarsálögur aukist eitthvað miðað við þetta nýja kerfi. Þrátt fyrir þessa óvissu er ekki réttlætanlegt að beita sömu álagningu á fasteignagjöldin nú og gert var á fyrra ári. Bæjarstjórn kemur saman til fundar í dag. Þá verður endanleg ákvörðun tekin um álagningu fasteignagjaldanna. EHB Byggingasjóður verkamanna í Ólafsfirði: Samningaviðræður við Tréver hf. um kaup á íbúðum Alþingi ræðir fjárlögin - ekki búist við miklum breytingum á tillögum fjárveitinganefndar Önnur umræða tjárlaga fór fram á Alþingi í gær. Sighvatur Bjarnason formaður fjárveit- inganefndar mælti fyrir breyt- ingartillögum nefndarinnar. Þar er gert ráð fyrir mikilli aukningu til hafnamála, skóla, sjúkrahúsa og heilsugæslu- stöðva frá því sem var í tillög- um ríkisstjórnarinnar. i viðtali við Dag sagði Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður, en hann átti sæti í fjárveitinganefnd, að hann fagnaði því að náðst hefði samkomulag í nefndinni um auknar fjárveitingar til hafna, skóla, sjúkrahúsa og heilsugæslu- stöðva. Hins vegar væri það ekk- ert launungarmál sagði Ólafur, að betur má ef duga skal. Það væru ntargir liðir sent ættu skilið að fá meira fjármagn, en til að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög yrði ein- hversstaðar að skera. Dagur leitaði til Steingríms J. Sigfússonar þingmanns og spurði hann álits á breytingartillögum fjárveitinganefndarinnar. „Það er greinilegt að með þessum til- lögunt er fjárveitinganefnd að reyna að draga úr mestu óánægjuröddununt í sambandi við fjárlögin," sagði Steingrímur. „Hins vegar liggur ljóst fyrir að tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins er það óljós að þessar tillögur segja í sjálfu sér lítið um raunverulega stöðu ríkissjóðs." Þó nokkrar breytingatillögur voru lagðar fram frá stjórnarand- stöðunni. Þar má t.d. nefna að Alþýðubandalagiö leggur til að framlög til LÍN, skóla. lista og Nú hafa skattkortin margum- töluðu verið send til launþega og væntanlega hafa allir fengið slíkt kort í hcndur. Upplýsinga- bæklingi um staðgreiðslukerf- ið hefur einnig verið dreift en þó svo að fólk hafi fengið þessi gögn í hönd þá er leikurinn ekki búinn. Margir spyrja sig þeirra spurninga hvað eigi að gera við skattkortin og þá ekki síður hvert þeir eigi að snúa sér til að fá upplýsingar um vafa- atriðin. menningar verði hækkuð. Á móti vilja þeir leggja á aukna skatta á fyrirtæki og stóreignir. Kvenna- listinn leggur líka til nokkrar breytingartillögur m.a. til dag- vistunarmála og LÍN. Einnig leggur Borgaraflokkurinn til nokkrar breytingartillögur. AP „Það er mikilvægt að fólk passi upp á að skila kortinu til vinnu- veitanda því kortið er ávísun á persónuafsláttinn og ef fólk skilar ekki kortinu þá fær það ekki afsláttinn. Þetta þýddi að fólk þyrfti að borga 32,5% í skatt af launum sínunt þannig að það er betra að muna eftir að skila kort- inu inn," sagði Gunnar Rat'n Einarsson, skattstjóri Norður- landsumdæmis eystra er hann var inntur eftir hvað fólk þyrfti að hafa sérstaklega í huga þegar það fær kortin í hendur. I síðustu viku auglýsti stjórn verkamannabústaða í Ólafs- firði á ný eftir tilboðum í þær tvær íbúðir sem bæjarstjórn hafði heimilað kaup á fyrr á árinu. Fyrr í haust hafði stjórn- in auglýst eftir tilboðum um tvær íbúðir en á viðræðufundi við annan verktakann sagði einn stjórnarmanna stjórnar verkamannabústaða af sér. Eftir að málið fór fyrir bæjar- ráð Ólafsfjarðar auglýsti stjórn vcrkamannabústaða á ný eftir íbúðatilboðum og rann frestur- inn út á föstudag í fyrri viku. Tvö tilboð um íbúðir bárust. Annars vegar bauð Tréver hf. og hins vegar Haukur Sigurðsson og Akkur hf. í sameiningu. Að sögn Gísla Friðfinnssonar, formanns stjórnar verkamannabústaða eru í báðum þessum tilboðum gefnar upp ákveðnar tölur en í boðun- En þó svo að kortum sé skilað samviskusamlega til vinnuveit- anda þá geta mörg önnur atriði vafist fyrir fólki. Ennfremur geta verið villur á skattkortunum og nauðsynlegt er að fólk hafi sam- band við skattayfirvöld til að fá leiðréttingar eða útskýringar. Fólki skal á það bent að til að fá nánari upplýsingar um stað- greiðslukerfið og skattkortin er hægt að hringja í sírna 91-623699 hjá ríkisskattstjóra en þar munu sérfræðingar veita upplýsingar og aðstoð. JÓH um fyrr í haust var boðið upp á samningaviðræður um íbúðirnar. Gísli sagði stjórnin væri nú í viðræðum við Tréver hf. og vænti hann verksamnings frá fyrirtæk- inu um nýliðna helgi. Að verk- samningi fengnum bjóst Gísli við að fljótlega vrði gengið frá samn- ingi um íbúðirnar. Stjórn verkamannabústaða hefur auglýst íbúðirnar til sölu með fyrirvara um að Húsnæðis- stjórn samþykki viðkomandi samning. JÓH Akureyri: Dagvistar- gjöld hækka um 15% A fundi félagsmálaráös 7. desember var lögð fram til- laga um 15% hækkun dag- vistargjalda frá 1. janúar 1988. Gert er ráð fyrir þess- ari hækkun í forsenduin fjárhagsáætlunar félags- málaráðs. Hækkunarbeiðni þessi verð- ur til umræðu á fundi bæjar- stjórnar í dag og má búast við að hún verði samþykkt án mikilla sviptinga. SS Skattkortin: „Mikilvægt að kortunum sé skilað til vinnuveitenda“ - segir skattstjóri Norðurlandsumdæmis eystra

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.