Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 17. desember 1987 Stærstu fyrirtækin 1986: Bankar niður en útflutningur upp Á lista Frjálsrar verslunar yfir stærstu fyrirtækin 1986, miðað við veltu, hafa orðið talsverðar breytingar frá listanum sem tók til ársins 1985. Megin breytingin er sú að bankar hafa færst neðar á listann en Hag- kaup og ýmis útflutningsfyrir- tæki hafa bætt stöðu sína mjög. Sem fyrr eru það Samband íslenskra samvinnufélaga og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Húsavík: Stöð 2 hóf útsendingar á fostudags- kvöld Útsendingar frá Stöð 2 sjást nú á Húsavík. Settur var upp sendir á Húsavíkurfjalli og hófst útsending sl. föstudags- kvöld. Til að ná sendingum frá stöð- inni þurfa menn að hafa loftnet fyrir UHF tíðni en mjög misjafnt er hvernig gengið hefur að ná sendingum stöðvarinnar. Haft er eftir sérfræðingum í Reykjavík að hér sé um sama vandamál að ræða og þar kom upp í byrjun, eitt loftnet passi fyrir þennan stað og annað fyrir hinn. Fólki er ráð- lagt að fikra sig áfram sjálft í ró- legheitunum meðan mesta örtröðin er og gæta þess vandlega að detta ekki á þökunum. Óli Austfjörð eigandi Raf- tækjavinnustofu Gríms og Árna á Húsavík sagði að geysilega mikil eftirspurn væri eftir loftnet- um. Þau voru uppseld í verslun- inni í gær en von var á 100 loft- netum í gærkvöld. Myndlyklar eru seldir í Bóka- verslun Þórarins Stefánssonar. Stefán Ingvarsson verslunarstjóri sagði að 39 myndlyklar væru seldir og 20 pantanir lægju fyrir. Eftirspurn væri mjög mikil og hann reiknaði með að selja að minnsta kosti 150-200 myndlykla fyrir jól. Stefán sagði að yfirleitt hefði gengið mjög vel að ná útsendingum stöðvarinnar og lít- ið verið um vandamál. IM sem skipa efstu sætin á listanum, SÍS með veltu upp á 15.516 millj- ónir og SH 9.848 milljónir. í þriðja sæti og upp um eitt eru Flugleiðir hf., Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda SÍF í því fjórða og upp um tvö og í fimmta sæti er Landsbankinn sem á síðasta lista var í þriðja sæti. Kaupfélag Eyfirðinga er í sjötta sæti en fyrirtækið velti á síðasta ári 4.629 milljónum. KEA var áður í sjöunda sæti á listanum. Næsta norðlenska fyrir- tæki á listanum er Útgerðarfélag Akureyringa sem nú er í 35. sæti en var í því 40. eftir árið 1985. ÚA velti á síðasta ári 1.179 millj- ónum króna. Slippstöðin hf. er í 92. sæti og dettur niður úr því 78. en fyrir- tækið velti á árinu 1986 503 millj- ónum króna. í 99. sæti, því sama og síðast er svo Höldur hf. - Bílaleiga Akureyrar með veltu uppá 475 milljónir. Fleiri norðlensk fyrirtæki eru ekki á lista yfir 100 stærstu fyrir- tækin en þau sem komast á lista yfir 170 stærstu eru Fiskiðjusam- lag Húsavíkur, Þormóður rammi hf., Skagstrendingur hf., Sigló hf., Magnús Gamalíelsson hf. og Samherji hf. ET Jón Páll á ostakynningu í Skagfirðingabúð Sl. föstudag stóðu Mjólkursamlag Skagfírðinga og Skagfirðingabúð fyrir ostakynningu í búðinni. Sérstakur gestur á kynningunni var kraftajötuninn og ostagleypirinn mikli Jón Páll Sigmarsson. Að sögn aðstandenda kynning- arinnar tókst hún mjög vel og mæltist ágætlega fyrir hjá fólki. Sitkalús: Hefur ekki borist norður - engin óþrif á jólatrjám hér Nokkuð hefur borið á sitkalús í greni á Suður- og Austurlandi það sem af er vetri. Lús þessi er skaðleg trjánum, hún sýgur safann úr greninu og veldur því að plantan gulnar upp. Norð- lendingar geta þó verið óhræddir því lúsin hefur ekki fundist hér og jólatrén að fullu laus við óþrif. Að sögn Hallgríms Indriðason- ar hjá Gróðrarstöðinni í Kjarna, hafa þeir ekki gróðursett mikið sitkagreni í skógræktarlöndum sínum. Hann sagði að mildir vetur, eins og þessi væru sérstak- lega varasamir því að þá eru meiri líkur á að egg lúsarinnar komist vel af. Frost veldur því aftur á móti, að henni fjölgar ekki eins vel. „Það er ekki hægt að segja hvort lúsin kemur til með að ber- ast hingað. Hún berst á milli t.d. með flutningi plantna á milli landsvæða og ber því að vera á varðbergi gagnvart því." Hall- grímur sagði þó að ef hún bærist hingað, kæmi hún ekki til með að valda miklum skaða, vegna þess hversu lítið er um sitkagreni hér. VG Lögsögumál Sauðárkróksbæjar: Framundan eru viðræður um samruna Skarðshrepps og Króksins Fyrir dyrum standa nú viðræð- ur nefndarmanna Sauðár- króksbæjar og Skarðshrepps um hugsanlega sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga. A kynningarfundi sem bæjar- stjórn Sauðárkróks hélt nýlega með hreppsnefnd Skarðs- hrepps reifuðu Sauðkrækingar hugmyndir sínar í þessum mál- um og óskuðu jafnframt eftir viðræðum. Hafa Skarðshrepp- ingar orðið við þeim óskum. Fram kom að bæjarstjórn Sauðárkróks vill skuldbinda sig til að tryggja íbúum Skarðs- hrepps húshitun á sama verði og bæjarbúum. Greiða kostnað af daglegum skólaakstri til Sauðár- króks og nota sömu álagningar- prósentu næstu 10 árin á fast- eignagjöld á bújörðum og aðstöðugjöld í landbúnaði sem notuð er í Skarðshreppi í dag. Úlfar Sveinsson oddviti Skarðshrepps upplýstí að erindi bæjarstjórnar hefði ekki verið kynnt íbúum hreppsins og lítið um það fjallað í hreppsnefnd. Óskaði hann eftir rökum sem sýndu fram á nauðsyn erindisins og hvað ræki á eftir því nú. Snorri Björn Sigurðsson bæjar- stjóri gerði grein fyrir land- þrengslum sem hann sagði standa bænum fyrir þrifum, og benti m.a. á að ekki væri unnt að losna við sorp frá kaupstaðnum, né láta hestamönnum eða öðrum búfjár- eigendum í té beitilönd. Einnig mætti nefna flugvallarmálið sem nú Ifklega væri tapað þessum sveitarfélögum, þar sem ekki væri hægt að útvega land til suðurs frá núverandi flugvelli. Kvað bæjar- stjóri það mun betri kost fyrir Skarðshreppinga að sameinast bæjarfélaginu, frekar en það væri að kaupa jarðarparta og spildur úr hreppnum. Þorbjörn Árnason forseti bæjarstjórnar skýrði frá því að ef ekki næðist samkomulag, mundi verða farið fram á það við þing- menn kjördæmisins að lögsaga bæjarins yrði rýmkuð og frum- varp til þess lagt fram á yfirstand- andi alþingi. Vildi hann að menn vissu að full alvara lægi hér að baki og ekki væri frekar en áður meiningin að koma aftan að hreppsnefnd Skarðshrepps með mál þetta. _þá Húsavík: Röð af ráðamönnum úr Norður-Þingeyjarsýslu var í flugstöðinni á Húsavíkurflugvelli sl. þriðjudag og biðu þeir eftir flugi til Reykjavíkur. Þetta voru: Gunnar 1 lilmarsson sveitarstjóri á Raufarhöfh, Eysteinn Sigurðsson kaupfélags- stjóri á Kópaskeri, Þórarinn Þórarinsson bóndi í Vogum, Kelduhverfi og Björn Benediktsson oddviti í Öxarfirði. Ekki v-ildii þeir greina blaðamanni Dags frá erindi sínu til höfuðborgarinnar en Björn sagði þó: „Við eruiii að fara til Reykjavíkur til að skoða jólatréð á Austurvelli." Húsnæðisáætlun fyrir skólana Húsnæðismál skólanna á Húsavík voru nýlega til umræðu á fundi bæjarstjórnar. Efstu bekkir grunnskólans eru nú til húsa í framhaldsskólan- um en fyrirhugað er að koma grunnskólanum öllum undir sama þak. Til þess að svo megi verða þarf að byggja við barna- skólahúsið. Á fundi bæjarstjórnar var eftir- farandi tillaga samþykkt: „Bæjar- stjórn Húsavíkur samþykkir að ljúka nú þegar gerð húsnæðis- áætlunar grunnskóla og frafn- haldsskóla á Húsavík. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hefjast handa við hönnun og uppbygg- ingu húsnæðis skólanna sam- kvæmt áðurnefndri húsnæðis- áætlun, á þann hátt að grunnskól- inn allur rúmist í Grunnskólahús- inu ásamt tónlistarskóla og að gerðar verði nauðsynlegar breyt- ingar á eldra húsnæði skólans." í máli Stefáns Haraldssonar formanns skólanefndar kom fram að áætlað er að 500 nemendur geti stundað nám við grunnskól- ann eftir að fyrirhuguðum fram- kvæmdum lýkur. Rætt hefur ver- ið um viðbyggingu sem er rúm- lega 1500 fm að stærð og gert er ráð fyrir að byggingakostnaður sé um 82 milljónir króna, en rætt er um 100 milljónir ef viðgerðir á eldra húsnæði skólans eru teknar með í dæmið. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.