Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 3
17. desember 1987 - DAGUR - 3 Fiskaflinn: Þorskaflinn 28 þúsund tonn fram úr áætlun Fiskafli landsmanna fyrstu tölum munar auðvitað mest um I aður milli ára. ellefu mánuði ársins var rúm- lega 1.400 þúsund lestir, sam- kvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands. Þorskafl- inn var þá orðinn tæplega 358 þúsund Iestir eða um 28 þús- und lestum meira en leyft var að veiða á árinu öllu. Loðnuaflinn á árinu er orðinn 670 þúsund lestir en var á sama tíma í fyrra orðinn tæplega 800 þúsund lestír. Þá var heildar fisk- aflinn þegar desember einn var eftir 1.477 þúsund lestir. Afli togaranna það sem af er árinu er orðinn tæplega 364 þús- und lestir á móti tæplega 337 þús- undum í fyrra. Þessi afli skiptist þannig að pessu sinni að helming- urinn er þorskur á móti helming af öðrum tegundum. Það er sama skipting og í fyrra. Hjá bátunum er heildaraflinn orðinn 1.037 þúsund lestir á móti 1.140 þúsundum í fyrra. í þessum Félagsmálaráðuneytið: Nefnd í launa- jafnréttið Félagsmálaráðherrra hefur skipað nefnd sem ætlað er að stuðla að auknu launajafnrétti karla og kvenna í störfum hjá hinu opinbera. Nefndinni er falið að fjalla um endurmat á störfum kvenna hjá hinu opinbera, þar sem m.a. verði höfð hliðsjón af mikilvægi umönnunar- og aðhlynningar- starfa og starfsreynslu á heimil- um, og gera tillögur þar um. Einnig skal nefndin kanna hlunn- indagreiðslur þ.e. bílastyrk og fasta yfirvinnu hjá hinu opinbera og í framhaldi þar af gera tillögur um hvernig leiðrétta megi með tilliti til launajafnréttis karla og kvenna. Nefndinni er ennfremur falið að leita leiða til að tryggja jafn- stöðu karla og kvenna við ráðningar og stöðuveitingar á vegum hins opinbera. I nefndinni eiga sæti Ásdís J. Rafnar formaður Jafnréttisráðs, Guðmundur Björnsson skrif- stofustjóri launadeildar fjármála- ráðuneytisins og Lára V. Júlíus- dóttir aðstoðarmaður félagsmála-, ^ráðherra, sem jafnframt er for- maður nefndarinnar. Sauðárkrókur: Húsbænda- skipti á Bláfelli Seinna í þessum mánuði verða húsbændaskipti á Bláfelli. Þá tekur Ólafur Helgi Jóhannsson við versluninni og umboði Skeljungs af Kristínu Ögmundsdóttur. Svo virðist sem marga fýsi í sjoppureksturinn því talsvert margir sóttu um. Ekki náðist í Ársæl Harðarson sem hefur með útibú Skeljungs að gera, en að sögn annars starfsmanns voru umsækjendur milli 5 og 10. Hinn nýi húsbóndi á Bláfelli starfaði áður á skrifstofu Útgerðarfélags Skagfirðinga. Kristín mun á nýju ári hefja störf í matvörudeild Skagfirðingabúðar. -þá loðnuna en þorskafli bátanna á þessu ári er orðinn 178 þúsund lestir á móti 163 þúsundum í fyrra. Af öðrum botnfisktegund- um hefur veiðst nær sama magn hjá bátunum og í fyrra, um 80 þúsund lestir, síldaraflinn nú er 62 þúsund lestir á móti 53 þús- undum í fyrra. Rækju-, humar- og hörpudiskaflinn er mjög svip- Nóvemberaflinn á landinu var 226.199 lestir og skiptist þannig að bátar veiddu 202.342 lestir en togarar 23.857 lestir. Þorskafli togara var 12.314 lestir en hjá bátunum var hann 9.497 Iestir. Loðnuaflinn í mánuðinum var um 145 þúsund lestir en var í síð- asta mánuði aðeins 25.500 lestir. ET Vélsleðagallar 3 geröir. Verð frá kr. 10.950.- Tilvalin jólagjöf. * 10% jólaafsláttur * IIIEYFJÖRÐ ^T WÁ Hialtfiurarnntii á ¦ Sími 9797H VISA Hjaiteyrargötu 4 • Sími 22275 MUNÐ AÐAFHB4DA LAUNASREEmCA SKATJKORTÐ Skattkort hafa verið send til allra sem verða 16 ára og eldri á árinu 1988. Skattkortin eru lykill að réttri staö- greiðslu opinberra gjalda og þess vegna mikilvægt að notkun þeirra og meðferð sé öllum Ijós. Lesið upplýsingarnar og leiðbeiningamar sem fylgja skattkortinu vel. Ef þið hafið eitthvað við persónulegu upplýs- ingamar að athuga þá hafið samband við næstaskattstjóra. Ef þið viljið nýta ykkur möguleika á auka- skattkorti, þá er best að sækja strax um það hjáskattstjóra. AUKASKATTKORT Þeir sem nýta ekki persónuafslátt sinn á einum vinnustaö, vinna ef til vill á fleiri stöðum eða vilja afhenda maka sínum ónýttan per- sónuafslátt, getafengið aukaskattkort. Þeir fylla þá út umsóknareyðublað og snúa sér með það til næsta skattstjóra. Á auka- skattkortum er mánaðarlegum persónuafslætti skipt niður á kortin í þeim hlutföllum sem launa- maðuróskar. MEÐFERÐSKATTKORTS Afhendið launagreiðanda ykkar skattkort- ið sem fyrst til vórslu. Ef hann hefur ekki skatt- kortið við útborgun launa fæst ekki persónu- afsláttur og fullt skatthlutfall (35.2%) verður dregiðaflaunum. Launagreiðanda ber að varðveita skatt- kortjð og hann ber ábyrgð á því á meðan það er íhansvörslu. Þegar skipt er um vinnustað er skattkortJð sótt og afhent nýjum launagreiðanda. Þeir sem vinna ekki utan heimilis varðveita kort sín sjálfir ef maki nýtir ekki persónuafsláttinn. Án skattkorts -enginn persónuafsláttur RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.