Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 7
17. desember 1987 - DAGUR - 7 Aðalfundur Samtaka skólamanna um bindindisfræðslu: Skorar á alþingismenn að virða tilmæli WHO - um að draga úr áfengisneyslu um 25% til næstu áramóta að því að halda neyslu áfengis sem minnstri í landinu og halda með því áfengisvandanum í lág- marki. Fundurinn skorar á alþingis- menn að virða tilmæli WHO um að draga úr áfengisneyslu um 25% til næstu aldamóta í því augnamiði að bæta heilbrigði þjóða. Margir sérfræðingar úr heil- brigðisstéttum hafa ítrekað varað við afleiðingum þess að leyft verði að dreifa áfengum bjór og selja í landinu enda gangi það gegn slíkri viðleitni. M.a. er hætt við að áfengisneysla unglinga muni aukast. Fundurinn leggur áherslu á gildi uppeldis og fræðslu til að koma í veg fyrir neyslu áfengis og annarra fíkniefna en bendir á nauðsyn þess að rækja jafnframt aðra þætti forvarna, m.a. að tak- marka framboð áfengis. Mikil nauðsyn er á skipulögðum áfeng- isvörnum og skorar fundurinn því á Alþingi að gera Áfeng- isvarnaráði kleift, m.a. fjárhags- lega að sinna hlutverki sínu. Fundurinn bendir sérstaklega á ákvæði í áfengislögum um bann við sölu áfengis til fólks undir tvítugu og telur sjálfsagt að þeir áfertgisseljendur, sem ekki virða þetta ákvæði, verði umsvifalaust sviptir veitinga- og söluleyfi og þeir einstaklingar sem hlut eiga að máli látnir sæta ábyrgð." myndlist Mánudaginn 23. nóvember sl. héldu Samtök skólamanna um bindindisfræðslu aðalfund sinn í Templarahöllinni, Eiríksgötu 5, í Reykjavík. Auk venjulegra aðalfundar- starfa var á dagskrá erindi Ingólfs Guðmundssonar námstjóra sem hann kalaði „fíknivarnir á tíma- mótum". Þar kom fram að umtalsverður skriður er kominn á bindindisfræðslu í grunnskól- um. Bandarískt námsefni, s.k. Lions-Quest, hefur verið þýtt og hópur kennara farið á undirbún- ingsnámskeið. Sérstakur umsjón- armaður hefur verið ráðinn til tveggja ára til að fylgja þessu námsefni úr hlaði. Enn fremur kemur út í byrjun næsta árs námsefni ættað frá Svíþjóð. Er það ætlað yngri nemendum en Lions-Quest. Stjórn Samtaka skólamanna um bindindisfræðslu var endur- kjörin en hana skipa: Árni Ein- arsson formaður, Björn G. Eiríks- son ritari, Þorvarður Örnólfsson gjaldkeri, Lárus Ingólfsson og Ingólfur Guðmundsson. I vara- stjórn eru Björg Hansen og Jón Hjörleifur Jónsson. Eftirfarandí ályktun var samþykkt: „Aðalfundur Samtaka skóla- manna um bindindisfræðslu hald- inn 23. nóvember 1987: Bendir á nauðsyn þess að fylgt sé áfengismálastefnu sem miðar Hreppsnefnd Hvammstangahrepps: Gæta ber hags- muna byggðanna -við setningu laga um kvóta á úthafsrækju Hreppsnefnd Hvammstanga- hrepps samþykkti á fundi sín- um þann 23.11 sl. að taka undir ályktun og greinargerð hreppsnefndar Höfðahrepps frá 23.10. sl., þar sem skorað er á ríkisstjórn og Alþingi, að gæta hagsmuna byggðanna við setningu laga um kvóta á úthafsrækju. í bréfi sem hreppsnefndin sendi sjávarútvegsráðherra segir: „Veiðar og sérstaklega vinnsla úthafsrækju hefur verið mjög þýðingarmikill og vaxandi þáttur í atvinnulífi Hvammstanga á undanförnum árum. Töluverður hluti aflans hefur verið veiddur af aðkomuskipum en það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, fyrir atvinnulífið á staðnum, ef þau fengju nú aflakvóta, til löndunar og vinnslu annars staðar. Bílasalar mótmæla Á aðalfundi Félags bifreiðasala sem haldinn var í síðustu viku var samþykkt samhljóða að skora á yfirvöld að stöðva innflutning á skemmdum bifreiðum nýjum og notuðum. Jafnframt styður félagið þá ákvörðun að bifreiðar sem lent hafa í meiriháttar tjónum séu afskráðar og skoðaðar sérstak- lega af Bifreiðaeftirliti ríkisins. í þessu sambandi ber einnig að hafa í huga mikinn samdrátt í veiðum á innfjarðarækju úr Húnaflóa á þessu ári, en úthlut- aður veiðikvóti á yfirstandandi vertíð er aðeins um Vs hluti þess er áður var. Eðlilegt verður að teljast að við úthlutun kvóta á úthafsrækju verði frumkvöðlum veiðanna og grónum rækjuvinnslubyggðum, sem liggja nærri veiðisvæðunum, tryggður forgangur að veiðunum umfram aðra staði og skip." Anna G Torfadóttir. Grafík í Glugganum Þann 12. desember var opnuð hér á Akureyri grafíksýning í Glugganum Glerárgötu 34. Þar sýna níu listamenn úr félaginu íslensk grafík verk sín, unnin í hina ýmsu miðla grafískrar tækni. Meginuppistaðan er ætingar og akvatintur unnar í málmplötu (kopar eða zink) þrykktar á pappír, messótintur, dúkristur og svo sáldþrykk. Grafíklistin hefur átt miklum vinsældum að fagna undanfarin ár, enda hefur verð grafíkverka verið flestum viðráðanlegt. Með þessari sýningu gefst okkur kost- ur á að sjá gott úrtak grafíkverka þessara listamanna. Ragnheiður Jónsdóttir sýnir sex stórar myndir unnar í ætingu og akvatintu. Ragnheiði ætti að vera óþarfi að kynna, svo mjög sem hún hefur kynnt sig sjálf með firnasterkum og ákveðnum verkum, unnum af fullkomnu öryggi listamanns sem þekkir sinn miðil til hlítar. Björg Þorsteinsdóttir sýnir hér einnig myndir unnar í ætingu og akvatintu. Hún hefur söðlað um, komin út úr hlutbundnu mynd- máli út í frjálsara opnara myndmál. Valgerður Hauksdóttir er með þrjár myndir unnar í ætingu og akvatintu. Sterkt áleitið landslag- ið dregur mann ósjálfrátt til sín, inn í djúpar hugrenningar lista- mannsins. Valgerður var við nám í University of New Mexico, graf- íkdeild, lauk mastersgráðu við Hstaháskólann í Illinois og starfar nú sem deildarkennari grafík- deildar Myndlista- og handíða- skólans. Hún er formaður í félag- inu íslensk grafík. Daði Guðbjörnsson sýnir dúkristu og ætingar gerðar í kopar, léttar og leikandi fantasí- ur. Sigrún Eldjárn er með þrjár messótintur. Þá tækni nam hún í Póllandi og flutti með sér heim. Messótinta er afar seinleg og vandmeðfarin. Koparplata er ýfð upp með þar til gerðu riffluðu járni, sem er ruggað til og frá eft- ir kúnstarinnar reglum, ekki ósvipað og þegar tóbak er skorið. Þegar flöturinn er orðinn svo hrjúfur að hvergi glittir í flötinn, eru þeir fletir nuddaðir niður sem eiga að vera ljósir, með sérstöku stáli Síðan er sverta borin á plötuna, henni nuddað vel niður en yfirborðssvertan þurrkuð af með jarkanum. Því næst er plat- an hituð aðeins og síðan þrykkt á rakan ætingarpappír í sérstakri pressu. Myndir Sigrúnar eru því unnar af mikilli orku og þolin- mæði með ívafi af íronískum húmor. Guðmundur Ármann sýnir hér stórar kraftmiklar dúkristur. Á samsýningu myndlistarmanna hér í Glugganum, 30. okt.-8. nóv., sýndi Guðmundur glöggt hversu góður málari hann er og nú hve fær grafíklistamaður. Aðalheiður Skarphéðinsdóttir sýnir hér þróttmiklar, skemmti- lega skornar dúkristur. Þórður Hall er löngu þekktur fyrir sáldþrykksmyndir sínar, unnar af fullkominni þekkingu og öryggi. Jón Reykdal þarf heldur ekki að kynna. Litameðferð og mynd- bygging í traustum höndum. Aðstandendur Gallerís Glugga eiga þakkir skildar fyrir marg- þætta kynningu á verkum okkar virtu listamanna. Vel er að sýn- ingunni staðið, lýsingin eins og best verður á kosið, upphenging mynda af fagmennsku og frá- gangur allur góður. Þó mættu upplýsingar í sýningarskrá vera ítarlegri. Akureyringar hafa loksins eignast sýningarsal sem hýst get- ur hina margvíslegu þætti mynd- listarinnar. Sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag. Stefán Jónsson og Vigdís Grímsdóttir árita bækur sínar, breyta fjalli og Kaldaljós, í Bókval Tölvutæki á Akureyri á morgun föstudag frá klukkan 16til 18. 5vortáítvítu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.