Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 9
T8er istíms39b ,\*r - RUOAÖ ~ 8 17. desember4987 - DAGUR - 9 "'Banne T i"**^!-! Braxtdt JUlJlilct IS'SkjaidboriS Léttlestrarbækur frá Skjaldborg Bókaútgáfan Skjaldborg í Reykjavík sendir nú frá sér þrjár bækur, svokallaðar léttlestrar- bækur. Bækur þessar eru þýddar úr dönsku af Guðrúnu Hallgríms- dóttur og Kristínu Aðalsteins- dóttur sérkennslufulltrúa. Hæglæs börn eiga oft erfitt með að tileinka sér algengan texta, þar sem löng orð og setn- ingar og flókin samhljóðasam- bönd koma oft fyrir. Léttlestrar- bækur hæfa aldri lesendanna að efni til en textinn þarf að vera í samræmi við lestrargetu þeirra. Mikill skortur hefur verið á slík- um bókum og er von útgefanda að þessar bækur bæti nokkuð úr brýnni þörf. Bækurnar eru spennandi af- lestrar og höfða því til breiðs aldurshóps, en þær eru þó mjög mismunandi léttar. Bækurnar heita: Slysið eftir Jytte Krever, Linda systir mín eftir Hanne Brant og Bláa hjólið eftir Hanne Brant. Bækurnar eru mjög heppilegar fyrir börn sem eru að læra að lesa, auk þes sem þær eru nauð- synlegar þeim sem eiga erfitt með lestur. Gullregn - Spennandi barna- og unglingasaga Út er komin hjá Erni og Örlygi bókin Gullregn eftir Anders Bodelsen. Sagan byggir á þekktri röð framhaldsþátta í danska sjónvarpinu sem notið hefur gíf- urlegra vinsælda þar í landi. Sagan segir frá fjórum börnum, sem finna kökudós úti í skógi með milljónum króna í. Börnin ákveða að geyma dósina og innihaldið þar til ljóst er hversu há fundarlaunin verða. En hvernig á að geyma dósina og innihald hennar meðan beðið er? Það er vandamál sem börnin eiga erfitt með að leysa. Mestur vandinn er þó sá að lenda ekki í klónum á snuðrara sem ljóst er að ekki er frá lögreglunni og vill sjálfur komast yfir fjársjóðinn. Philips Maxim eldhúsvélin þarf litla utanaðkomandi hjálp. Oflug hrærivél, grænmetiskvöm, hakkavél og blandari. Fjölhæfni Philips Maxim enj litil takmörk sett. lnnlfallöíverol:Stórskál • þeytari • hnoöari • litil skál • grœnmetiskvörn • hakkavél • blandari • spaði. • Kraftmikil ryKsuga. Mikill sogkrafturen látur mótor. Fóthnappur. Tveir auka hausar. Þessi er góö i jólahreingerninguna. AKURVIK ÍS HF. - GLERÁRGÖTU 20 - AKUREYRI - SÍMI 22233 % Nýjar vörur - vandaðar vörur é> Kaupmannafélag Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.