Dagur - 17.12.1987, Síða 9

Dagur - 17.12.1987, Síða 9
YCsef istímssob \'í - HUkJAC* - 8 17. desember 1987 - DAGUR - 9 Léttlestrarbækur frá Skjaldborg Bókaútgáfan Skjaldborg í Reykjavík sendir nú frá sér þrjár bækur, svokallaðar léttlestrar- bækur. Bækur þessar eru þýddar úr dönsku af Guðrúnu Hallgríms- dóttur og Kristínu Aðalsteins- dóttur sérkennslufulltrúa. Hæglæs börn eiga oft erfitt með að tileinka sér algengan texta, þar sem löng orð og setn- ingar og flókin samhljóðasam- bönd koma oft fyrir. Léttlestrar- bækur hæfa aldri lesendanna að efni til en textinn þarf að vera í samræmi við lestrargetu þeirra. Mikill skortur hefur verið á slík- um bókum og er von útgefanda að þessar bækur bæti nokkuð úr brýnni þörf. Bækurnar eru spennandi af- lestrar og höfða því til breiðs aldurshóps, en þær eru þó mjög mismunandi léttar. Bækurnar heita: Slysið eftir Jytte Krever, Linda systir mín eftir Hanne Brant og Bláa hjólið eftir Hanne Brant. Bækurnar eru mjög heppilegar fyrir börn sem eru að læra að lesa, auk þes sem þær eru nauð- synlegar þeim sem eiga erfitt með lestur. Gullregn - Spennandi barna- og unglingasaga Út er komin hjá Erni og Örlygi bókin Gullregn eftir Anders Bodelsen. Sagan byggir á þekktri röð framhaldsþátta í danska sjónvarpinu sem notið hefur gíf- urlegra vinsælda þar í landi. Sagan segir frá fjórum börnum, sem finna kökudós úti í skógi með milljónum króna í. Börnin ákveða að geyma dósina og innihaldið þar til ljóst er hversu há fundarlaunin verða. En hvernig á að geyma dósina og innihald hennar meðan beðið er? Það er vandamál sem börnin eiga erfitt með að leysa. Mestur vandinn er þó sá að lenda ekki í klónum á snuðrara sem ljóst er að ekki er frá lögreglunni og vill sjálfur komast yfir fjársjóðinn. mm —^rotTTKUR • Elnita 140 saumavélin. Einföld, sterk og ótrúlega fjölhæf. Saumar öll nauösynlegu sporin. Saumavélin fyrir þá sem bæta og laga en eyöa ekki öllum fritíma I saumaskap. Verðið er eftir því. • 12 bolla kaffivél, eilíföar filter. Mæliskeiö, vatnsmælirog hitaplata. - Philips Maxim eldhúsvélin þarf litla utanaðkomandi hjálp. öflug hrærivél, grænmetiskvöm, hakkavél og blandari. Fjölhæfni Philips Maxim eru lítil takmörk sett. Innifaliö I verði: Stór skál • þeytari • hnoðari i litii skál • grænmetiskvöm • hakkavél • blandari • spaði. 10440 hljóð- • Kraftmikil ryksuga. Mikill sogkraftur en hlj látur mótor. Fóthnappur. Tveir auka hausar. Þessi er góð i jólahreingeminguna. AKURVIK ÍS HF. - GLERÁRGÖTU 20 - AKUREYRI - SÍMI 22233 Nýjar vörur - vandaðar vörur Kaupmannafélag Akureyrar • Gufustraujárn. Létt og handhægt. Breiður sjálfhreinsandi álsóli með 35 gufuventlum. Nákvæmur hitastillir. Vatnsmælir. 1800 cl vatnsgeymir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.