Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 13

Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 13
12 - DAGUR - 17. desember 1987 Magnús Þór Jónsson, öðru nafni Megas í öðruvísi viðtali við Eins og bæjarbúar urðu varir við, kom Megas í bæinn snemma í síðustu viku. Þar sem ég veit að margir unglingar hafa mikið dálæti á manninum, hafði ég samband við Hjört Jónsson, umboðsmann kappans, og hann útvegaði okkur viðtal við kappann. Um kvöldmatarleytið sama dag hittumst við síðan á einu veitingahúsi bæjarins, og hér á eftir gefur að líta það sem okkur fór á milli. - Af hverju kallar þú þig Megas? „Veistu, að Magnús er latína (þýðir hinn mikli), og fyrst ég var nú á annað borð sletta, þá fannst mér eiginlega sama þó að ég væri einhver önnur sletta, svo að ég hafði sama orðið, tók mér sama nafn, bara úr öðru tungumáli, skilurðu? Ég valdi mér grísku fram yfir latínuna." - Hvenær byrjaðir þú að pæla í músík? „Ég byrjaði afskaplega snemma að pæla í músík, skal ég segja þér. Bara þegar ég var korn ungur, svona tíu, ellefu ára gamall.“ - Hvenær byrjaðir þú svo í „bransanum"? „Ég byrjaði faktískt ekki í bransanum fyrr en svona 1969, eitthvað svoleiðis. f>á var eigin- lega ekki hægt að segja að ég væri í bransanum, ég var svo rosalega neðanjarðar og neðansjávar. Svo að það er eiginlega ekki hægt að segja að ég hafi nálgast bransann sjálfan fyrr en ég kom með mína fyrstu plötu, árið 1972.“ - Af hverju fórstu út í að gefa út plötur? (Innskot frá Hirti) „Tjáningar- frelsi“. M: „Sko, ég byrjaði að hugsa um músík, eða þessa tegund af músík þegar ég var tíu, ellefu ára, og byrjaði strax að semja lög. Svona dægurlög sem maður býr til, þau eru ekki orðin neitt fyrr en þau koma á plötu. En frá því að ég byrjaði og þangað til 1972, sem var talsverður tími, þá var hvergi pláss fyrir þessa músík sem ég var að gera. Pað var bara allt öðruvísi músík sem var sett á hljómplötur, og ég átti hvérgi heima, nema „under ground“, í kjallaranum mínum, sko. Svo bara gerist það '72 að félagar mínir, þ.e.a.s. úti í Noregi, fá þessa hugmynd að það væri próf- andi að búa til svona plötu, með efni sem að öðrum kosti kæmist alls ekki á plötu. Þetta var félags- legt átak námsmanna í Ósló sem stóð á bakvið þessa hljómplötu sem kom út 1972. Þessi hljóm- plata, þótti svo mikil fjarstæða, að ég vissi til þess, að einhverjir ónefndir plötuútgefendur dagsins í dag, þeir voru þá afgreiðslu- menn í hljómplötuverslun, voru svona að ýta þessu yfir borðið, og segja: „Þið skuluð kaupa þetta núna, því þetta verður aldrei framar á markaðinum. Og þegar þessi plata var komin út þá var ég mcð langtum meira efni og sá að það var þó hægt að setja þetta í raufarnar, þetta hélst á plötunni, skilurðu? En ég ætlaði mér að gefa út aðra plötu, og ég fór í hvern einasta útgefanda á land- inu, alla saman eins og þeir lögðu sig! Þeir sögðu nú aldrei nei alveg strax, þeir sögðu: „Þetta er inter- essant (áhugavert) . . .“ og „Þettaer, já . . . það þarf að gefa þetta út“. En síðan sögðu þeir: „Nei vinur, no way.“ - Hvernig tók fólk þér þá fyrst? „Mér finnst þetta dálítið merkilegt, því að þessi músík sem ég var að búa til, og þessir textar og allt það, mér fannst þetta vera voða pottþétt, mér fannst þetta vera sjálfsagt mál. Svoleiðis að ég skildi aldrei almennilega hvað fólk var svona ofboðslega mikið á móti þessu. Að vfsu var ég alltaf með góðan kjarna sem var ánægður með þetta sem ég var að gera, og ég var sjálfur pottþétt ánægður. En ég skildi aldrei hvað fólki fannst fráleitt við að þetta væri gefið út. Þannig að það liðu þrjú ár frá því að fyrsta platan kom út, þangað til sú næsta kom.“ - Seldist þá fyrsta platan þín ekki neitt, eða hvað? „Jú, jú, hún seldist nú alveg upp, fljótt og vel. En kannski fólk hafi keypt þetta bara sem eitthvað kúriósum, (furðulegt).“ - Hefur tónlistin þín breyst mikið frá því þú varst að byrja? „Já, þetta hefur breyst dálítið mikið. Ég veit ekki . . . kannski ekki svo mikið í aðal atriðum í raun og veru, vegna þess að þeg- ar ég kom með þessa fyrstu plötu, þá er ég búinn að vera að semja mjög lengi og mikið skil- urðu . . . ? Og ég er búinn að finna mér ákveðinn farveg, þ.e.a.s. hvernig ég bý þessi lög og sérstaklega þessa texta til. Ég er með ákveðna aðferð, eða aðferð- ir. Að vísu hef ég bætt aðferðirn- ar og fjölgað trixunum, eins og gengur. Þetta er bara eins og hver annar iðnaðarmaður, hann lærir sitthvað á langri ævi.“ - Hvað með textana, hafa þeir breyst mikið? „Ég veit ekki . . . margt er svipað. En það bætist ýmislegt við. Það er kannski alltaf ákveðin heildarlína sem er skyld fyrstu textunum sem komu út.“ - Hvað hefurðu svo gefið út margar plötur síðan '72? „Loftmynd er ellefta platan.“ - Ertu þá ánægður með allar plöturnar? „Þær eru allt í lagi miðað við tímann sem þær voru gerðar á, og svona tíma og ástand! En mér finnst það nú yfirleitt þannig að það sé bara nýjasta platan sem er boðleg, það virkar þannig hjá mér a.m.k.“ - Sérðu eftir einhverri plötu sem þú hefur gefið út? „Ég held að ég mundi nú ekki segja frá því þó að svo væri! Jú í raun og veru, þá er ein plata sem ég hefði gert öðruvtsi ef ég gæti breytt fortíðinni, skilurðu? Það er plata sem var tekin upp „live“ á hljómleikum. Það var margt gott efni á því prógranti, en ég mundi taka hana upp í stúdíói ef ég væri aftur kominn í sömu spor.“ - Finnst þér engin platan þín langbest? „Nei, nei, ef ég er sanngjarn við sjálfan mig, þá er ég frekar ánægður með þær allar, svona miðað við stað og stund. Þó að ég sé að tala um ákveðna heildar- línu, þá eru þær mjög ólíkar inn- byrðis.“ - Segðu mér Megas, hvers vegna plötunöfn eins og „A bleikum náttkjólum“? „Hún var svona létt pervert (öfug) þessi plata, á sínum tíma. Þetta kemur nú fyrir í einum textanum, sko. Þetta var bara ákveðin tilfinning. Geturðu séð mig fyrir þér, þar sem ég geng um einhverja kjallaraíbúð, svona 45 kíló á þyngd og í laxableikum náttkjól?!!“ - Én af hverju „Drög að sjálfs- morði“? „Þetta prógram er ákveðin teg- und af „þunglyndisflippi“, sem maður reif síðan upp í einhverja kýniska (kaldhæðna) glaðværð. Og miðbikið á því prógrami er voðalega djúpt niðri. Þetta byrjar í hálfgerðum hálfkæringi, síðan sekkur þetta alltaf neðar og neðar. En svo rífur þetta sig upp í slúttið, upp í svona glaðværð, svona. (Þessum útskýringum fylgdu miklar handahreyfingar.) Eg veit ekki . . . þetta prógram fékk nafnið Drög að sjálfsmorði, bara af einhverri tilfinningu, það var engin lógik (rökfræði) á bakvið þetta. Svo líka skamm- stöfunin d.a.s., Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Það kom ein- hvern veginn, ég man að ég var jú „sjó“maður, því ég var í show bransanum, sko.“ (Ath. sami framburður.) - En nú spruttu upp ýmsar sögur eftir að þessi plata kom út, um að þú hefðir framið sjálfsmorð, hvernig varð þér við? „Ja það var ekki af mínum völdum. Það var einhver sem bjó það til. Og veistu það að ég var bara ekkert að pæla í því á þeim tíma, hvað fólk var að segja, mér fannst þetta bara fyndið. Mér fannst þetta náttúrlega slæmt að því leyti til að þetta kom illa við þá sem ég þekkti, og sjokkeraði náttúrlega mína nánustu. En ég var frekar skeytingarlaus sjálfur. Ég vissi ekki neitt af þessu, ég meina það var ábyggilega þriggjavikna Gróu-sagnagangur áður en ég hafði minnstu rænu um hvaða sögur voru í gangi. En ég brá náttúrlega skjótt við og leiðrétti eins og ég gat.“ Ne...a.. Stormsker gerir í því að vera stuðandi. Það er ekki mín aðferð, ég er alltaf að reyna að þóknast. 17. desember 1987 - DAGUR - 13 er tónlistin svipuð og þegar ég byrjaði, að vísu hafa textarnir breyst dálítið...“ „Nei...ég veit það ekki. í aðalatriðum - Hvenær byrjaðir þú að vinna með Bubba? „Við höfum nú þekkst lengi, en við byrjuðum ekkert að vinna saman fyrr en fyrir svona 5 árum. Við vorum að skemmta okkur við að syngja dúetta inn á segul- band, svona prívat fyrir okkur. En svo kom afraksturinn af því inn á plötu . . . tveir dúettar á Fingraförunum hans Bubba, og það var ’83. Síðan kom langt bil . . . en snemma árs ’85, sung- um við saman á Hótel Borg og síðan eftir áramótin, í febrúar eða mars fórum við m.a. hingað norður. Þá byrjaði þetta að við vorum með tónleika svona tveir saman, og svo hefur þetta verið svona af og til síðan.“ - Hvernig datt þér í hug að semja lagið og textann um „Fatlafólið"? „Á þessum tíma var fatlað fólk einhverjar heilagar kýr, og mað- ur þurfti að vera voðalega góður í öllu umtali um fatlað fólk. Og fatlað fólk var einhvers konar . . . þeir ósnertanlegu þ.e.a.s. það mátti ekki koma við þá og þeir voru ekkert í þjóðfé- laginu. Einhvern tímann pirraðist ég eitthvað út í fatlaðan mann sem var voðalega fatlaður, og skakk- lappaðist eitthvað, og þá skemmti ég mér við að búa þetta orð til, fatlafól, þetta hefur ákveðinn rithma og stuðlar. Svo bjó ég til svolítið nasty (and- styggilegan) texta um svona fatl- að fólk sem keyrir um á spítt- hjólastólnum sínum, og lendir að lokum fyrir valtara, vegna þess að hann er að blússa fyrir horn og er ekkert að pæla í neinu svona, nema bara hjólastólnum. Ég gerði þetta bara af því að mér fannst svona innst inni, að það tilheyri enginn þjóðfélaginu fyrr en maður má níðast á honum, svona í orðum. Svo gerði ég þennan texta og lag við. Svo þeg- ar við Bubbi vorum að syngja þetta fyrir okkur, bara svona prívat, þá hrærði þetta einhvern streng. Fólki fannst notalegt að heyra þetta. En svo þegar við syngjum þetta inn á plötu, þá eru það bara þeir sem eru í hjólastól sem urðu hvað hrifnastir. Þeim fannst þeir vera farnir að tilheyra þjóðfélaginu, fyrst tarið var að níðast á þeim.“ Hjörtur: „Við vorum á Skag- anum um daginn, og hann er nú ekkert voðalega hrifinn af að taka þetta á hljómleikum, þar voru tveir í hjólastólum, og þegar þetta var tekið sem hóp-söngur, voru það þeir sem sungu hæst, þessir í hjólastólunum.“ - Hefur textinn þá misskilist svona rosalega, eða hvað? H: „Það er ekkert ljótt við þennan texta, það er bara verið að viðurkenna fólkið eins og á að gera.“ M: „Þeir sem ekki má nefna, þeir eru ekki til, og ég held að fólki sé illa við að vera ekki til. Þegar má nefna það, og má nefna það líka í hálfkæringi, skemmta sér yfir óförum þess . . . ja, þá er það orðið til. Hefurðu séð tímarit sem heitir MAD, og grínteiknara sem heitir Don Martin? Þetta er bara sami húmorinn, skilurðu. Þú sérð fyrir þér að það kemur rnaður sem er ægilega fatllaður í hjólastólnum sínum, góður með sig, en samt svona berjandi lóminn, því hann er alltaf að reyna að sníkja sér út svolitla samúð, og það vantar á hann lappirnar eða eitthvað. Jæja hann kemur þarna á hjólastólnum sínum, sjálfskiptum með tíu gíra áfram og tvo aftur á bak. Og svo kemur hann og brennir fyrir horn, en í sömu svifum kemur valtari og valtar yfir hann. Svo sérðu hann fyrir þér þar sem hann liggur í malbikinu, í hjóla- stólnum, og það er ennþá þetta bros á honum. Svo koma menn- irnir frá Sjónminjasafninu, og plokka hann upp með kíttispöð- um. Svo er hann hengdur upp á Sjónminjasafninu með nagla, á stóran vegg! Ég meina . . . þetta er svolítið fyndið.“ - Segðu mér, hvað ertu menntaður? „Ég er svo til ómenntaður, ég er bara svona venjulegt háskóla- „drop out“ (að detta út, hætta við). Ég var aðallega næturvörð- ur úti í Noregi. Ég dvaldi við nám og næturvörslu erlendis.“ - Lifirðu þá af tónlistinni ein- göngu? „Ég ýmist lifi eða dey af henni. Þetta hefur verið nógu mikið, að spila og semja og svona. Ég er að reyna að draga fram lífið með þessu og framfleyta mér og mín- um nánustu. Það gengur nú svona upp og niður, en með dá- lítilli sparsemi og hagsýni, þá tekst mér að draga fram lífið." - Ertu orðinn gamalgróinn í bransanum, eins og Bubbi? „Nei veistu . . . Bubbi er búinn að vera svo mikið að. Hann er búinn að vera langtum duglegri en ég. Hann er búinn að spila gegndarlaust út og suður síðan hann kom fram um 1980, og hefur fylgt sínum plötum mjög vel eftir. Ég var aftur á móti mjög latur. Þegar ég fór að koma fram, þ.e.a.s. opinberlega, og gefa út plötur, þá fylgdi ég því ekkert eftir með neinni spilamennsku. Ég var bara svona kjallaraspítt- frík, ég var bara ekkert að bera mig eftir neinni spilamennsku.“ - Hefur þér aldrei fundist Stormsker vera að stæla þig og þína tónlist? „Ne . . a . . . hann gerir í því að vera óvenjulegur. Ég meina, hann lendir þarna á þessu klám- flippi sínu, dálítið, og gerir í því að vera stuðandi. Ég hef aldrei gert í því að vera stuðandi, ég hef „sensorerað“ (ritskoðað) sjálfan mig alveg kyrfilega, ekki leyft mér . . . eitthvert bull, skilurðu? Og hef alltaf tekið tillit til þess hvað hlustendur eru viðkvæmir. En þrátt fyrir þetta þá hafa alltaf verið einhverjir sem hafa pirrast, skilurðu? En þá er ég a.m.k. búinn að gera mitt besta, svo- leiðis að ég get ekkert verið að láta það draga mig niður. Stormsker, aftur á móti, gerir í því að vera stuðandi, það er bara hans aðferð. Það er aftur á móti ekki mín aðferð, ég er alltaf að reyna að þóknast.“ - Áttu einhverja góða lýsingu á nýju plötunni þinni? Hjörtur: „Frábært.“ M: „Sko þetta er bara ákveðið „nostarkíu" flipp. Þetta er bara létt og heimilisleg plata, ég get ekkert lýst henni. Ég er mjög ánægður með hana.“ - Hvað stendur svo til á næst- unni? „Það stendur til að taka upp slatta af efni, við ætlum að gefa okkur góðan tíma, og sjá svo til hvernig útkoman verður." - Hvernig efni er þetta? „Ja . . . Þetta er nú meira og minna svipað efni . . . ntaður tekur kannski einhverjar nýjar stefnur í sambandi við útsetning- ar á þeim.“ - Að lokum Megas, hvað heldurðu að þú eigir eftir að end- ast lengi í „bransanum"? „Veistu það að ég hef óskap- lega mikla endingu, það er voða- lega mikil þrautseigja í mér. Ég er nú ekki neitt voðalega mikill bógur að sjá, en seiglan er alveg endalaus. Þú sérð það, ég gef út plötu fyrst '12 og var þá á bilinu 45-50 kg, og lifði það allt saman af (Megas er ca. 185-190 cm á hæð!). Svo hætti ég nú eiginlega í þessum bransa, á árunum ’79-’83 er ég ekki til, sko. Þegar ég byrja svo aftur að vinna, þá kemur bara í ljós að það er ennþá meiri áhugi fyrir því sem ég er að gera en nokkurn tímann áður. Svo- leiðis að ég geri mér vonir um að mínar aðferðir til að semja slag- ara, þær séu ekkert mjög úrelt- ar, jafnvel endurnýist.“ - Hvað hefur svo selst mikið af nýju plötuni? „Það siglir í fimmta þúsundið, aldrei vinsælli en einmitt núna.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.