Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 13

Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 13
17. desember 1987 - DAGUR - 13 ,,Nei...ég veit það ekki. í aðalatriðum er tónlistin svipuð og þegar ég byrjaði, að vísu hafa textarnir breyst dálítið..." - Hvenær byrjaðir þú að vinna með Bubba? „Við höfum nú þekkst lengi, en við byrjuðum ekkert að vinna saman fyrr en fyrir svona 5 árum. Við vorum að skemmta okkur við að syngja dúetta inn á segul- band, svona prívat fyrir okkur. En svo kom afraksturinn af því inn á plötu . . . tveir dúettar á Fingraförunum hans Bubba, og það var '83. Síðan kom langt bil . . . en snemma árs '85, sung- um við saman á Hótel Borg og síðan eftir áramótin, í febrúar eða mars fórum við m.a. hingað norður. Þá byrjaði þetta að við vorum með tónleika svona tveir saman, og svo hefur þetta verið svona af og til síðan." - Hvernig datt þér í hug að semja lagið og textann um „Fatlafólið"? „Á þessum tfma var fatlað fólk einhverjar heilagar kýr, og mað- ur þurfti að vera voðalega góður í öllu umtali um fatlað fólk. Og fatlað fólk var einhvers konar . . . þeir ósnertanlegu þ.e.a.s. það mátti ekki koma við þá og þeir voru ekkert í þjóðfé- laginu. Einhvern tímann pirraðist ég eitthvað út í fatlaðan mann sem var voðalega fatlaður, og skakk- lappaðist eitthvað, og þá skemmti ég mér við að búa þetta orð til, fatlafól, þetta hefur ákveðinn rithma og stuðlar. Svo bjó ég til svolítið nasty (and- styggilegan) texta um svona fatl- að fólk sem keyrir um á spítt- hjólastólnum sfnum, og lendir að lokum fyrir valtara, vegna þess að hann er að blússa fyrir horn og er ekkert að pæla í neinu svona, nema bara hjólastólnum. Ég gerði þetta bara af því að mér fannst svona innst inni, að það tilheyri enginn þjóðfélaginu fyrr en maður má níðast á honum, svona í orðum. Svo gerði ég þennan texta og lag við. Svo þeg- ar við Bubbi vorum að syngja þetta fyrir okkur, bara svona prívat, þá hrærði þetta einhvern streng. Fóiki fannst notalegt að heyra þetta. En svo þegar við syngjum þetta inn á plötu, þá eru það bara þeir sem eru í hjólastól sem urðu hvað hrifnastir. Þeim fannst þeir vera farnir að tilheyra þjóðfélaginu, fyrst tarið var að níðast á þeim." Hjörtur: „Við vorum á Skag- anum um daginn, og hann er nú ekkert voðalega hrifinn af að taka þetta á hljómleikum, þar voru tveir í hjólastólum, og þegar þetta var tekið sem hóp-söngur, voru það þeir sem sungu hæst, þessir í hjólastólunum." - Hefur textinn þá misskilist svona rosalega, eða hvað? H: „Það er ekkert ljótt við þennan texta, það er bara verið að viðurkenna fólkið eins og á að gera." M: „Þeir sem ekki má nefna, þeir eru ekki til, og ég held að fólki sé illa við að vera ekki til. Þegar má nefna það, og má nefna það líka í hálfkæringi, skemmta sér yfir óförum þess . . . ja, þá er það orðið til. Hefurðu séð tímarit sem heitir MAD, og grínteiknara sem heitir Don Martin? Þetta er bara sami húmorinn, skilurðu. Þú sérð fyrir þér að það kemur maður sem er ægilega fatllaður í hjólastólnum sínum, góður með sig, en samt svona berjandi lóminn, því hann er alltaf að reyna að sníkja sér út svolitla samúð, og það vantar á hann lappirnar eða eitthvað. Jæja hann kemur þarna á hjólastólnum sínum, sjálfskiptum með tíu gíra áfram og tvo aftur á bak. Og svo kemur hann og brennir fyrir horn, en í sömu svifum kemur valtari og valtar yfir hann. Svo sérðu hann fyrir þér þar sem hann liggur í malbikinu, í hjóla- stólnum, og það er ennþá þetta bros á honum. Svo koma menn- irnir frá Sjónminjasafninu, og plokka hann upp með kíttispöð- um. Svo er hann hengdur upp á Sjónminjasafninu með nagla, á stóran vegg! Ég meina . . . þetta er svolítið fyndið." - Segðu mér, hvað ertu menntaður? „Ég er svo til ómenntaður, ég er bara svona venjulegt háskóla- „drop out" (að detta út, hætta við). Ég var aðallega næturvörð- ur úti í Noregi. Ég dvaldi við nám og næturvörslu erlendis." - Lifirðu þá af tónlistinni ein- göngu? „Ég ýmist lifi eða dey af henni. Þetta hefur verið nógu mikið, að spila og semja og svona. Eg er að reyna að draga fram lífið með þessu og framfleyta mér og mín- um nánustu. Það gengur nú svona upp og niður, en með dá- lítilli sparsemi og hagsýni, þá tekst mér að draga fram lífið." - Ertu orðinn gamalgróinn í bransanum, eins og Bubbi? „Nei veistu . . . Bubbi er búinn að vera svo mikið að. Hann er búinn að vera langtum duglegri en ég. Hann er búinn að spila gegndarlaust út og suður síðan hann kom fram um 1980, og hefur fylgt sínum plötum mjög vel eftir. Eg var aftur á móti mjög latur. Þegar ég fór að koma fram, þ.e.a.s. opinberlega, og gefa út plötur, þá fylgdi ég því ekkert eftir með neinni spilamennsku. Ég var bara svona kjallaraspítt- frík, ég var bara ekkert að bera mig eftir neinni spilamennsku." - Hefur þér aldrei fundist Stormsker vera að stæla þig og þína tónlist? „Ne . . a . . . hann gerir í því að vera óvenjulegur. Eg meina, hann lendir þarna á þessu klám- flippi sínu, dálítið, og gerir í því að vera stuðandi. Ég hef aldrci gert í því að vera stuðandi, ég hef „sensorerað" (ritskoðað) sjálfan mig alveg kyrfilega, ekki leyft mér . . . eitthvert bull, skilurðu? Og hef alltaf tekið tillit til þess hvað hlustendur eru viðkvæmir. En þrátt fyrir þetta þá hafa alltaf verið einhverjir sem hafa pirrast, skilurðu? En þá er ég a.m.k. búinn að gera mitt besta, svo- leiðis að ég get ekkert verið að láta það draga mig niður. Stormsker, aftur á móti, gerir í því að vera stuðandi, það er bara hans aðferð. Það er aftur á móti ekki mín aðferð, ég er alltaf að reyna að þóknast." - Áttu einhverja góða lýsingu á nýju plötunni þinni? Hjörtur: „Frábært." M: „Sko þetta er bara ákveðið „nostarkíu" flipp. Þetta er bara létt og heimilisleg plata, ég get ekkert lýst henni. Eg er mjög ánægður með hana." - Hvað stendur svo til á næst- unni? „Það stendur til að taka upp slatta af efni, við ætlum að gefa okkur góðan tíma, og sjá svo til hvernig útkoman verður." - Hvernig efni er þetta? „Ja . . . Þetta er nú meira og minna svipað efni . . . maður tekur kannski einhverjar nýjar stefnur í sambandi við útsetning- ar á þeim." - Að lokum Megas, hvað heldurðu að þú eigir eftir að end- ast lengi í „bransanum"? „Veistu það að ég hef óskap- lega mikla endingu, það er voða- lega mikil þrautseigja í mér. Ég er nú ekki neitt voðalega mikill bógur að sjá, en seiglan er alveg endalaus. Þú sérð það, ég gef út plötu fyrst '72 og var þá á bilinu 45-50 kg, og lifði það allt saman af (Megas er ca. 185-190 cm á hæð!). Svo hætti ég nú eiginlega í þessum bransa, á árunum '79-'83 er ég ekki til, sko. Þegar ég byrja svo aftur að vinna, þá kemur bara í ljós að það er ennþá meiri áhugi fyrir því sem ég er að gera en nokkurn tímann áður. Svo- leiðis að ég geri mér vonir um að mínar aðferðir til að semja slag- ara, þær séu ekkert mjög úrelt- ar, jafnvel endurnýist." - Hvað hefur svo selst mikið af nýju plötuni? „Það siglir í fimmta þúsundið, aldrei vinsælli en einmitt núna."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.