Dagur - 17.12.1987, Side 16

Dagur - 17.12.1987, Side 16
\r - nuaAti - xw.t xt 16 - DAGUR - 17. desember 1987 Lærdómslistir Hinn 20. júlí s.l. varö dr. Jakob Benediktsson áttræður. Af því tilefni hefur Mál og menning gef- ið út safn 26 ritgerða eftir hann í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar. Hefur bókin hlot- ið heitið Lærdómslistir. Jakob Benediktsson er einhver kunnasti fræðimaður íslendinga og hefur á löngum starfsferli birt eftir sig fjölmargar ritgerðir um íslensk fræði, mál, sögu og bók- menntir í innlendum og erlend- um ritum. Flestar ritgerðanna í Lærdómslistum eru á íslensku en nokkrar eru skrifaðar á dönsku og ensku. Efni þeirra er fjöl- breytt, bókin er eins konar sýnis- bók af þeim fjölda verka sem Jakob hefur látið frá sér fara. Halldór Guðmundsson, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson önnuðust útgáfuna. Bókin er 306 bls. og geymir auk ritgerðanna ritskrá Jakobs Benediktssonar og Tabula gratulatoria. Handa honum Jóhanna Á.Steingrímsdótfir Á bökkum Laxár Út er komin bókin Á bökkum Laxár eftir Jóhönnu Álfheiði Jólaafsláttur Veitum 10% afslátt af fatnaöi, skóm og sportvörum fram að jólum. Komiö og geríð góö kaup. • • Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 ■ ..........■ . A't s ., Steingrímsdóttur í Árnesi í Aðaldal. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Jóhanna í Árnesi segir frá margs konar atburðum sem gerst hafa á bökkum þessarar frægu laxveiðiár, flestir á hennar dögum, en Jóhanna er borin og barnfædd á Nesi í Aðaldal. Og hún segir frá mannlífinu á þess- um slóðum og baráttunni við hina fögru á, sem svo margir þekkja og unna, en getur stund- um orðið erfið viðfangs, ekki síst að vetrinum. Efni bókarinnar er afar fjöl- breytilegt, skemmtilegar lax- veiðisögur, fyrirburðir, slysfarir, þættir um heimamenn á bökkum Laxár, svo sem Steingrím í Nesi, föður Jóhönnu, Huldu skáld- konu, Lissý á Halldórsstöðum, Egil á Húsavík o.s.frv. Bókin er prýdd allmörgum lit- myndum frá Laxá og umhverfi hennar. Margaret Atwood SAGA ÞERNDNNAR Saga þemunnar Hjá Almenna bókafélaginu er komin út Saga þernunnar eftir Margaret Atwood, í þýðingu Áslaugar Ragnars. Bókin heitir á frummálinu The Handmaid’s Tale. Saga þessi gerist í náinni fram- tíð í samfélagi sem nefnist Gíle- að. Það hefur risið þar sem áður voru Bandaríkin. Gíleað er ein- ræðisríki. Því er stjórnað af bók- stafstrúar kristnum karlmönnum. í þessu nýja samfélagi eru konur flokkaðar eftir því til hvers þær þykja nýtar, meðal annars: Þernur, Frúr, Ókonur og Hag- konur. Þernur, eins og sú sem segir sögu sína, eru í rauðum klæðum sem hylja líkamann og bera hvít höfuðföt með vængjum sem skýla andlit þeirra og takmarka sjónar- sviðið. Mánaðarlega eru þær leiddar undir Liðstjóra í von um að þær ali þeim og Frúm þeirra börn. Það er notagildi þeirra. Saga þernunnar lýsir geggjuðu samfélagi en athygli vekur að minningar þernunnar um tíma- bilið fyrir einræðisríkið sýna að ýmislegt miður geðslegt henti þá. Fasistaríkið Gíleað er hræðilegt en það gerir árið 1987 ekki sjálf- krafa stórkostlegt. Bókin er 278 bls. að stærð. Á krossgötum Út er komin hljómplata, sem ber heitið „Á krossgötum“. Á plöt- unni eru 10 trúarlegir söngvar í flutningi sjö systkina á aldrinum 19-35 ára, en þau heita: Hrefna, Ingibjörg, Sigríður, Sólveig og Þórey Guðnadætur og Karl og Loftur Guðnasynir. Birgir Jóhann Birgisson hefur samið rúmlega helming laganna á plötunni og sá hann einnig um allar útsetningar, lék á hljóm- borð og stjórnaði jafnframt upp- tökum. Aðrir hljóðfæraleikarar eru: Friðrik Karlsson, Gunnlaug- ur Briem, Jóhann Ásmundsson, Kristinn Svavarsson og Stein- grímur Guðmundsson. „Á krossgötum“ var hljóðrituð í Stúdíó Stefi. Útgefandi er Krossgötur. W.V. mm mm WmM. mmm

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.