Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 17

Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 17
íþróttir 17. desember 1987 - DAGUR - 17 l 1 Handbolti: Kóreumenn leika á Akureyri Suður-Kóreumenn eru á leið til landsins og munu leika tvo leiki gegn Islendingum í hand- bolta í næstu viku eins og kem- ur fram hér til hliðar á síðunni. Aður en þeir mæta íslenska landsliðinu, ætla þeir að bregða sér norður til Akureyr- ar og leika gegn úrvalsliði sem þeir Brynjar Kvaran þjálfari KA og Guðjón Guðmundsson liðsstjóri landsliðsins munu að öllum líkindum velja. Leikurinn fer fram í íþrótta- höllinni á laugardag og hefst kl. 15. Nokkir landsliðsmenn munu koma að sunnan en síðan munu valdir í leikinn leikmenn úr KA og Þór. Peir sem koma eru Kristján Sigmundsson markvörð- ur úr Vikingi, Héðinn Gilsson stórskytta úr FH, Jón Kristjáns- son fyrrum KA-maður og núver- andi leikmaður Vals og þeir Karl Þráinsson og Bjarki Sigurðsson úr Víkingi. Úr KA munu auk Brynjars, þeir Axel Björnsson, Pétur Bjarnason, Erlingur Kristjánsson og Guðmundur Guðmundsson að öllum líkindum leika. En úr Þór yrðu það sennilega Sigurpáll Árni Aðalsteinsson, Árni Stefáns- son og Sigurður Pálsson eða Jó- hann Samúelsson sem fengju að spreyta sig. Þegar þetta er skrifað er þó ekki fullljóst hver liðskipan verður en það skýrist vonandi áður en leikurinn fer fram. Jakob Sigurðsson leikmaður Vals verður í eldlínunni gegn S.-Kóreumönnum í næstu viku. Handbolti: Á mánudag og þriðjudag í næstu viku verða leiknir Iands- leikir í handknattleik við S.- Kóreumenn í Laugardalshöll- inni. Báðir hefjast leikirnir kl. 20.30 og hefst forsala aðgöngu- miða á mánudag kl. 17 en á þriðjudag kl. 19.30 í Laugar- dalshöllinni. Þjóðirnir hafa tvívegis áður leikið saman og hafa Kóreumenn vinninginn úr þeim viðureignum. Þeir unnu okkur íslendinga á HM í Sviss árið 1986 með 30 mörkum gegn 21 og í sumar gerðu liðin jafntefli 24:24 í Seoul. Við eigum því harma að hefna og vonandi tekst okkar mönnum að leggja Kóreumennina að velli. Þeir mæta með sitt sterkasta lið með sjálfan Kang markakóng HM í Sviss árið 1986 í broddi fylkingar. Nokkra snjalla leik- menn vantar í íslenska liðið og aðeins einn útiendingur mætir til leiks en það er Kristján Arason. Liðið er skipað eftirtöldum leik- mönnum. Markverðir: Einar Þorvarðarson Val Kristján Sigmundsson Víkingi Guðmundur Hrafnkelsson UBK Aðrir leikmenn: Þorgils Óttar Mathiesen FH Jakob Sigurðsson Val Valdimar Grímsson Val Karl Þráinsson Víkingi Sigurður Gunnarsson Víkingi Jón Kristjánsson Val Bræðurnir Karl og Einar Karlssynir léku til úrslita í einliðaleik í piltaflokki og hafði Karl betur. Héðinn Gilsson Val Guðmundur Guðmundsson Víkingi Kristjár Arason Geir Sveinsson Bjarki Sigurðsson Atli Hilmarsson Júlíus Jónasson Gummersbach Val Víkingi Fram Val Auk þess voru þeir Gísli Felix Bjarnason og Júlíus Gunnarsson valdir í hópinn. Brynjar Kvaran þjálfari KA verður í liðinu sem leikur gegn S.-Kóreumönn- um á Akureyri á laugardag. Haustmót unglinga í badminton Karl, Konráð, og Elín unnu Haustmót unglinga í badmint- on var haldið í íþróttahöllinni á Akureyri fyrir skömmu. Það var TBA sem fyrir mótinu stóð og auk keppenda frá félaginu, mættu 9 HúsvQdngar sem gestir í mótið. Piltaflokkur: Karl Karlsson er óneitanlega einn besti badmintonspilari inn- an TBA og hann gerði mjög góða hluti að venju og vann tvöfalt í piltaflokki. Hann sigraði bróður sinn Einar í einliðaleik og Karl og Haraldur Heimisson TBA unnu þá Einar og Sigurð Sveins- son TBA í tvíliðaleik. Drengjaflokkur: Konráð Þorsteinsson TBA gerði einnig góða hluti í drengja- flokki og sigraði tvöfalt. Hann sigraði Jóhann G. Arnarsson TBA í einliðaleik og Konráð og Jóhann unnu þá Óttar Erlingsson og Jón Hróa Finnsson TBA í tví- liðaleik. Telpnaflokkur: í telpnaflokki var Sonja Magn- úsdóttir TBA í aðalhlutverki og sigraði tvöfalt. Hún vann Önnu Pétursdóttir í einliðaleik en fékk hana síðan til liðs við sig og þær stöllur unnu Fjólu Stefánsdóttur og Ingu Róbertsdóttur TBA í tvíliðaleik. Sveinaflokkur: í einliðaleik í sveinaflokki sigr- aði Gestur Júlíusson TBA Guð- jón Tryggvason frá Húsavík. En í tvíliðaleik unnu bræðurnir Einar og Egill Hólmsteinssynir TBA, bræðurna Arnkel og Þorkel Pét- urssyni TBA. Meyjaflokkur: Elín Jónsdóttir vann tvöfalt í meyjaflokki. Hún sigraði Andreu Ásgrímsdóttur TBA í einliðaleik en Elín og Andrea snéru bökum saman í tvíliðaleiknum og unnu Sonja tvöfalt þær Hönnu Snorradóttur og Birnu Helgadóttur TBA. Tátuflokkur: Kristjana Jónsdóttir TBA vann Þórunni Friðlaugsdóttur TBA í einliðaleik en ekki var keppt í tvíliðaleik, vegna lítillar þátt- töku. Hnokkaflokkur: Bestan árangur í einliðaleik í hnokkaflokki sýndi Eríkur Svansson TBA en það var heldur ekki keppt í tvíliðaleik í þeim flokki vegna lítillar þátttöku. Elín Jónsdóttir og Andrea Ásgrímsdóttir sigruöu í tvíliðaleik í meyjaflokki. Tveir landsleikir við S.-Kóreumenn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.