Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 21

Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 21
17. desember 1987 - DAGUR - 21 „Láttu ekki eins og asni," sagði hann og reyndi að bera sig mannalega. „Setjið plötu á fóninn. Vá, Tóti, þú ert í alveg eins jakka og gamli jakkinn minn. Sjáðu þennan sem ég er í núna? Hvernig líst þér á? Finnst þér hann nokkuð töffaður, ha?" „Mér finnst Örn algjört æði," sagði Nína og virtist ekkert heyra hvað Lúlli var að segja. Örn heyrði ekki meira til þeirra því að nú var músíkin sett í botn. Hann vissi ekki hvort hann ætti að vera hreykinn eða fúll. Hér sat hann uppi með smákrakka sem var búinn að pissa en átti eftir að sofna. Hann sem aldrei á ævinni hafði svo mikið sem haldið á krakka fyrr, hvað þá svæft hann. „É fara í háttföt," söng sú krullaða og klæddi sig úr fötun- um. Einhvern veginn tókst honum að koma henni í náttfötin og ein- hvern veginn lét hann sér detta í hug að segja við hana: „Lokaðu nú augunum." Einhvern veginn sofnaði hún svo á stundinni. Hann horfði dol- fallinn á litla englaandlitið stein- sofandi á koddanum. Lagið var ekki einu sinni búið á plötunni og hann búinn að hátta barn og svæfa. Vá, hann var séní, það var á hreinu. Hann reyndi að fela brosið sem sífellt vildi koma á hann. Hann fór inn á bað og rannsakaði sjálfan sig í speglin- um. Fjárinn sjálfur, hann geislaði eins og sól. Hann sem ætlaði að láta sem ekkert í heiminum væri sjálfsagðara en að svæfa barn á einni mínútu. Þau myndu öll sjá hvað hann var ánægður með sjálfan sig og strákarnir myndu hakka hann í sig. Hann varð að ná þessum hamingjusvip af and- litinu. Hann reyndi að hugsa um eitthvað fúlt en það var erfitt. Lífið var svo skemmtilegt. Hann reyndi að hugsa um sárið á hend- inni. Hann horfði rannsakandi á það og reyndi að þvinga hugann til að hafa áhyggjur af þessari skeinu. Svo gekk hann í róleg- heitum inn í stofuna. „Er hún virkilega sofnuð?" spurði Gerður með aðdáun. Hann kinkaði kolli og reyndi að leiða hjá sér hrifningarsvipinn á stelpunum, en fann að hann ljómaði allur af stolti eða monti eins og Tóti myndi kalla það. „Almáttugur hvað þú er klár," hrópaði Nína og dansaði í kring- um hann. „Gastu háttað hana og hjálpað henni að pissa," spurði Gerður eins og hún tryði þessu ekki ennþá. „Auðvitað, hvað er að ykkur?" Hann reyndi að vera fúll og gjó- aði augunum til Tóta og Lúlla sem sendu honum eitrað augna- tillit. „Þetta eiga þeir aldrei eftir að fyrirgefa mér," hugsaði hann. „Þú ert algjört æði," stundi Gerður og hengdi sig um hálsinn á honum. „Komdu að dansa." „Lúlli, þú gætir örugglega svæft bróður minn ef þú vildir," sagði Nína og horfði svolítið móðguð á Lúlla. „Þar misreiknar þú þig. Ég er nefnilega enginn stelpustrákur sem smjaðrar fyrir smákrökk- um," sagði Lúlli og stóð upp. „Ég er farinn." „Ertu að fara?" spurði Nína. „Já, égerfarinn. Orn geturséð um að svæfa ykkur. Komdu, Tóti." Tóti hikaði. „Strax?" „Látið ekki svona. Mamma bjó til pitsu handa okkur. Ég er að hita hana í ofninum. Hún hlýt- ur meira að segja að vera tilbú- in," sagði Gerður í sáttartóni. Nína dekraði Lúlla, faðmaði hann svolítið, dáðist að nýja jakkanum hans og bað hann svo blíðlega að vera svolítið lengur. Loksins lét hann tilleiðast. Þau settust inn í eldhúsið og Örn vissi varla hvernig hann átti að vera. Hann var í fullkominni ónáð hjá Tóta og Lúlli leit á hann eins og hann væri með smitsjúkdóm. Pitsan gekk greiðlega ofan í þau og Gerður skipaði þeim að ljúka við hana. „Af hverju ertu svona rauður í framan?" spurði hún um leið og hún setti enn eina sneiðina á diskinn hans. Örn yppti öxlunum. „Er ég rauður?" „Já, alveg ferlega," skríkti Nína. „Vitiði ekki af hverju?" þrum- aði þá Tóti. Þau litu spurnaraugum á hann. Tóti horfði hefndaraugum á Örn og sagði sigri hrósandi: „Hann er í ljósum svo að hann verði sætur eins og Þorgeir boli." Lúlli fór að flissa og auðvitað þurfti Nína að gera það líka. Gerður leit á Örn og fór líka að hlæja en sagði svo eins og til að bæta fyrir það: „Mér finnst það bara fínt hjá honum. Hann verður fyrst svolít- ið rauður en svo verður hann fal- lega brúnn." „Fyrst svolítið rauður," vældi Tóti og hermdi eftir Gerði, „rauður eins og karfi. Hafið þið séð karfa, ha? Það er sko fiskur í lagi." Hann flissaði ákaft og Lúlli líka en stelpurnar voru búnar að fá nóg. „Hvað kom fyrir hendina á þér?" spurði Gerður eins og til þess að leiða talið að öðru. „Ég rak hana í skólavegginn," útskýrði Örn. „Hafið þið annars ekkert betra að tala um en mig í kvöld? Hvað er eiginlega að ykkur?" „Þú ert aðalstjarnan í kvöld," sagði Tóti. „Ekki er ég þó í leðurjakka og spariskóm," sagði Örn. „Nei, barnagælur ganga ekki um í leðurjökkum," sagði Tóti. „Hættum þessu og komum að dansa. Pitsan er líka búin," sagði Gerður. „Hvenær fékkstu annars þetta sár?" spurði Lúlli allt í einu og virtist mjög áhugasamur. „í morgun þegar ég var að hlaupa fyrir hornið á skólanum," svaraði Örn og setti plötu á fóninn. „Hættið að tala um krakka og sár," vældi Nína, „dansaðu frek- ar við mig einn dans Örn. Við höfum aldrei dansað saman." Þau dönsuðu eftir rólegu lagi og Örn fann hvernig Nína reyndi að klessa sér upp að honum. Hann reyndi að ýta henni frá sér og fannst hann ætla að kafna úr ilmvatnslykt en það gekk ekki mjög vel. Lúlli var samanbitinn og þóttist ekki taka eftir neinu en Örn kærði sig ekkert um að storka honum. Lúlli var þó vinur hans þótt hann gæti orðið fúll og stríðinn. Hann kærði sig ekkert um að láta Nínu spilla þeirri vin- áttu. Hvað gekk eiginlega að henni? Allir vissu að hún var bara skotin í Lúlla sínum og eng- um öðrum. Hvað þurfti hún að vera að klessa sér utan í hann einmitt núna þegar Lúlli var svona fúll? „Blessuð góða, láttu ekki svona utan í mér. Þú gerir Lúlla alveg snar," hvíslaði hann að Nípu. En hún skríkti bara og hélt sem fastast utan um hálsinn á honum. Gerður ogTóti dönsuðu og virtust í góðu skapi en Lúlli átti ekki langt í það að verða fok- illur. Erni var hætt að lítast á blikuna. Loks tók hann ákveðið í hendurnar á Nínu og sagði hastur: „Hættu þessu, farðu og dans- aðu við Lúlla." „Hvað er eiginlega að þér? Lúlli á mig ekki. Eg ræð við hvern ég dansa," sagði Nína móðguð. „Eg vil ekki dansa við þig meira," sagði Örn og gerði sig líklegan til að ganga í burtu. „Þú ert dóni," sagði Nína og það komu tár í augun á henni. „Láttu ekki svona, Nína. Sérðu ekki að Lúlli er bálreiður út í mig? Þú hangir í mér bara til að spæla hann. Ég ætlaði ekki að særa þig." Hann þurrkaði tár sem lak nið- ur kinnina á Nínu. Lúlli leit við einmitt á því augnabliki og sá Örn strjúka Nínu um kinnina. Þá var honum nóg boðið. Hann strunsaði út og skellti eftir sér hurðinni. „Hann er svo hræðilega geð- vondur," sagði Nína og settist í sófann. Kvöldið hafði einhvern veginn allt verið misheppnað, fannst Erni. Allt út af þessum krakka. Tóti var fúll og Lúlli var vís með að gera honum lífið leitt það sem eftir væri vetrar. Örn settist í stól og horfði áhyggjufullur á hendina á sér. Hann var farið að verkja í þetta bévaða sár. Hann leit á úrið sitt. Klukkan var ekki nema rúm- lega 10. Hann sem hafði gert ráð fyrir að vera í fullu fjöri a.m.k. til miðnættis. Hann leit til Tóta. Tóti tiplaði í kringum Gerði og sagði henni brandara. Gerður virtist kunna vel að meta þá og hló og hló. Nína horfði fúl út í loftið. Platan var búin og enginn virtist nenna að setja aðra á. „Ég er að hugsa um að fara heim núna," sagði Örn við Gerði. „Nei, ekki fara strax," bað Gerður. „Ætlarðu ekki að verða sam- ferða?" spurði Tóti undrandi. Erni létti. Tóti var svo fljótur að gleyma og hann var aldrei lengi reiður. „Kannski maður stoppi smá- stund í viðbót," sagði Örn feginn og settist aftur. Þau settust öll og reyndu að segja brandara til skiptis en Nína var miður sín og Örn var ekki í neinu stuði. Hann fann til í hend- inni og hafði áhyggjur af Lúlla. Tóti og Gerður smituðust smám saman af leiðanum og þegar klukkan var orðin 11 stóð Tóti upp og sagði þreytulega: „Jæja, eigum við að koma? Örn kinkaði kolli. Þeir töluðu Iítið saman á leið- inni heim. Göturnar lágu að mestu upp í móti og Tóti átti í miklum erfiðleikum með að fóta sig. Það var farið að hvessa og frostið nísti í gegnum merg og bein. „Þetta var allt saman hálfhall- ærislegt," sagði Örn varfærnis- lega. „Já, en ég skemmti mér samt ágætlega," sagði Tóti másandi. „Lúlli verður áreiðanlega fúll út í mig það sem eftir er ævinn- ar," sagði Örn. „Það var ekki þér að kenna hvernig Nína lét utan í þér. Þú gast samt alveg sleppt því að vera svona smeðjulegur við krakk- ann," sagði Tóti og glotti. „Ég ætlaði ekki að vera það, þetta fór bara svona," sagði Örn vonleysislega. „Já, ég veit það. Mér er alveg sama . . . ó, ó" Tóti flaug á haus- inn. Hann bölvaði hressilega og reyndi að standa upp en skórnir hans voru svo sleipir að ekkert dugði. Hann hló að sjálfum sér og Örn reyndi að tosa hann upp. Það sást í húsið þar sem Tóti átti heima. „Við erum alveg að koma," sagði Örn hughreystandi. Loks tókst Tóta að komast á fætur og seinasta spölinn dró Örn hann næstum því. Tóti gat ekki annað en hlegið að sjálfum sér þótt hann væri aftur orðinn blár af kulda. Örn teymdi hann alveg að dyrunum og sagði stríðnis- lega: „Verst að Gerður og Nína skuli ekki vera hérna til að taka á móti þér litli minn. Mundu svo að fara ekki út í leðurjakka og þunnum spariskóm í 10 stiga frost." ,',Bú-ú, þú ert eins og kerling," sagði Tóti og reyndi að hlæja með frosnum vörum. Svo veifaði hann vini sínum og hvarf inn í hlýjuna. Örn setti á sig hettuna og tróð höndum í vasa. Hann átti heima neðst í götu. Það var ekki langt að fara í góðu veðri en á móti vindi í snjófjúki og frosti fannst honum það óraleið. Það hafði enn hvesst og næstum því vonla- ust að snúa andlitinu í vindinn. Hann gekk því lengst af aftur á bak. Loks tókst honum þó að komast heim en hugsaði með skelfingu til þess ef hann hefði farið seinna af stað með Tóta. r Nýjar vörur - vandaðar vörur Kaupmannafélag Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.