Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 4
M1 Tr)/-í í - Y8P! M>JMI/:>r<HÍ! MI rt - DAGUR 19. DESEMBER 1987 JÓLASVEINAR Segja vil ég sögu af sveinunum þeim, sem brugðu sér hér forðum á bæina heim. Peir uppi á fjöllum sáust, - eins og margur veit, - í langri halarófu á leið niður í sveit. Grýla var þeirra móðir oggafþeim tröllamjólk, en pabbinn Leppalúði, - það var leiðindafólk. Þannig kvaö Jóhannes úr Kötl- um um jólasveinana, en af þeim fara margar sögur frá fornu fari. Hér á eftir veröur reynt að stikla á stóru urn uppruna, útlit og til- gang jólasveina og er aðallega stuöst við ritverk Árna Björns- sonar þjóöháttafræðings sern rit- að hefur bækur um þessi efni. Ekki er vitað, hvað jólasvein- arnir eru gamlir í þjóðtrúnni. En í rituðu niáli sést þeirra fyrst get- ið í einu Grýlukvæðanna frá 17. öld. Þar eru þeir taldir synir Grýlu og Leppalúða, og segir svo um þau og þá í kvæðinu: Börnin eiga þau bæði saman brjósthörð og þrá. Af þeim eru jólasveinar, börn þekkja þá. Afþeim eru jólasveinar, jötnar á hæð. Öll er þessi illskuþjóðin ungbörnunum skæð. Þessi erindi sýna, að á þessum tíma hafa jólasveinarnir verið álitnir hálfgerð tröll og barnafæl- ur og jafnvel mannætur. Og þannig hugsuðu menn sér þá nokkuð fram á 19. öld. En þá var farið að efast um, að þeir væru börn Grýlu, og þeir voru ekki taldir éta börn, þótt þeir gætu verið bæði illviljaðir, hrekkjóttir og þjófóttir eins og sum nöfn þeirra benda til. Jólasveinarnir eru ýmist taldir vera 9 að tölu eða 13. Fyrri töl- una draga menn einkum af þul- unni um „Jólasveina einn og átta". Hin kenningin, að jólasvein- arnir séu 13, hefur það til síns ágætis, að hún kemur betur heim við fjölda jóladaganna. Sam- kvæmt henni kemur fyrsti jóla- sveinninn 13 dögum fyrir jól, síð- an einn á dag og hinn síðasti á aðfangadag. Sá fyrsti fer svo aft- ur á jóladag og síðan hver af öðr- um og hinn síðasti á þrettándan- um. Slettu floti á eldhúsveggi í þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt um jólasveina: Jólasveinar eru taldir þrettán og kemursá fyrsti hálfum mánuði fyrir jól og síðan einn hvern dag til jóla og eins haga þeir brottferð sinni eftir jólin. Gamalt fólk hafði það fyrir vana sinn að sletta floti á eldhúsveggi á Þorláks- messu þegar kjötið var soðið og - samantekt um jólasvemaíjölskylduna Bjúgnakrækir, kennir börnum að taka það seni þau ekki mega. hurfu þessar slettur síðan því jólasveinar sleiktu þær. Önnur saga segir svo: Jólasveinar eru níu talsins og heita Gáttaþefur, Gluggagægir, Pottasleikir og Pönnuskuggi, Guttormur og Bandsleysir, Lampaskuggi og Klettaskora. Og enn ein: Jólasveinar var sagt að kæmu tii heimila með jólaföstunni með stóra hatta á höfði, búklausir, en kloflangir upp að herðum og sæktu eftir floti. Aðrir sögðu þeir sæktu ekki til bæja fyrr en rúmri viku fyrir jólin og staðfestu það með kvæði. Best áttu þeir að þrífast á þeim heimilum sem var bölvað á. Um þrettánda dag jóla áttu þeir að safnast saman og drepa þann magrasta. Hjá Jóni Árnasyni koma fram tveir hópar jólasveina. í cldri helmingi þjóðsagnanna er fjöld- inn meiri en nú er haldið fram en þetta voru nöfn þeirra: Tífill eða Tífall, Tútur, Baggi, Lútur, Rauður, Redda, Steingrímur, Sledda, Lækjaræsir, Bjálminn sjálfur, Bjálmans barnið, Litli- pungur, Örvadrumbur, Hnútur, Bjálfinn, Bjálfans barnið, Bita- hængir, Froðusleikir, Syrjusleikir. Þau þrettán nöfn sem fest hafa í sessi eru: Stekkjastaur, Gilja- gaur, Stúfur, Þvörusleikir, Potta- sleikir, Askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ket- krókur og Kertasníkir. Ljótir og luralegir Flestum hefur borið saman um það að jólasveinar séu stórir, ljótir og luralegir, hversu svo sem þeir eru vaxnir. Þeir eru í rönd- óttum fötum með stóra gráa húfu á höfði, og hafa með sér gráan poka. Önnur sögn segir þá hafa með sér stóra kistu til að láta í óþæg börn og guðlausa menn. Þegar líða tók á 19. öldina, hafa þeir eitthvað verið farnir að mildast, en lengi voru þeir þó vís- ir til að taka börn, sem hrinu mikið og voru óþæg, löt og keip- ótt, eða a.m.k. hrekkja þau. Lengi er greinilegt andóf gegn því að viðurkenna jólasveinana sem mestu barnavini. Þetta við- horf sést meðal annars í frásögn í barnablaðinu Æskunni árið 1925, þar sem þeir eru gerðir að full- trúum alls hins illa með skírskot- un til bæði Biblíunnar og íslenskra þjóðsagna: „Langt upp í fjöllum býr hún Grýla, „en hennar bóndi Leppa- lúði liggur við sjó“. Öll börn kannast við þessi hjón: „Karlinn undir klöppunum, sem klórar sér með löppunum, baular undir bökkunum og ber sig eftir krökkunum - á kvöldin." Og kerlinguna, sem er „gráðug eins og örn", en „svo vandfædd hún vill ei nema börn". Svo vandfædd, að „hún vill ei börnin góð, heldur þau sem hafa miklar hrinur og hljóð“. „Þau sem löt eru á lestur og söng, þau eru henni þægilegust þegar hún er svöng". í hvert einasta sinn, sem barn hrín og grenjar af óþekkt, og hvar sem þau gera það, heyrir Grýia það samstundis, því hún hefir, eins og þið vitið, sex eyru hvorum megin, og heyrir með þeim öllum. Eyrun á Grýlu eru eins konar radíó-áhöld. Þau heyra strax til barnanna, hvar sem þau eru. Og strax leggur hún af stað með 15 hala og 100 belgi á hverjum, til að sækja börn. Og Grýla fær mörg börn, en til þess að hún nái börnum alveg, verða þau reyndar að vera sérlega vond.“ Síðan er sagt frá er Grýla og Leppalúði voru viðstödd fæðingu frelsarans á jólanótt. Hafði hún aldrei á ævi sinni orðið svo hrædd og var hún þó orðin mörg þúsund ára gömul. Leppalúði var hrædd- ur líka og lágu þau bæði í hnipri þar til himnar luktust eftir engla- hernum. Næja, Tæja, Lápur, Skrápur Strax daginn eftir fór hún niður til kölska og bað hann liðsinnis. Kölski varð feginn Grýlu og hjálpaði henni strax. Hann gaf henni 14 púka til liðveislu og með þá fór hún upp í helli sinn aftur. Þessir 14 púkar eru Grýlukrakk- arnir og þeir eru þarfir Grýlu móður sinni fyrir jólin, og nú kemur sú saga: „Grýla kallar börnin sín, þegar hún fer að sjóða til jóla: „Komið þið hingað öll til mín: Leppur, Skreppur, Næja, Tæja, Lápur, Skrápur, Nípa, Típa, Loki, Poki, Lang- leggur og Leiðinda-Skjóða, Völustallur og Bóla.“ Útbýr Grýla nú púkana sína til ferðar, svartklædda með skjóður: Púkarnir sem komu voru 13, en einn er alltaf eftir heima til þess að taka á móti krökkunum, sem hinir 13 kannski ná í. Þess- um 13 er nú öllum þvegið úr skít og þeir látnir í nýja svarta skinn- belgi að ofan, og svartar skinn- buxur að neðan og svört skinn- hetta er dregin á höfuð þeim. Þar næst fær Grýla þeim skjóðurnar, sína skjóðuna hverjum og nú eru þeir ferðbúnir. Þá ganga þeir hver á eftir öðrum að Grýlu og kveðja, en það gera þeir á þann hátt að, þeir sparka í hana með forugri löppinni og segja: „Vertu bölvuð!“ En hún svarar: „Svei ykkur, óhræsin, Kölski fylgi ykkur!" Fyrstu dagana fara þeir hægt og gætilega, því þeir vilja ekki fá harðsperrur, þess vegna koma þeir ekki ofan í byggð fyrr en 12 dögum fyrir jól, þó fara þeir allt- af frá Grýlu fyrsta dag jólaföst- unnár. Þeir eru skynsamlega klæddir, jólasveinarnir, þola bæði regn og frost og byl, því gegnum skinnið næðir hvorki né vöknar. Svo eru þeir vel lagaðir til gangs, lær- leggjaháir, handleggjalangir, hálsstuttir, en belgmiklir og ekki stórir. Jólasveinar kenna börnum allt ljótt Alla leti og alla ósannsögli og yfirleitt allt Ijótt, sem börnin kunna, hafa jólasveinarnir kennt þeim. Stekkjastaur, Giljagaur og Stúfur kenna þeim að skrökva, segja ljótt, berja, sparka, æpa o.s.frv. Þeir kenna þeim líka let- ina. Þvörusleikir, Pottasleikir og Askasleikir, Bjúgnakrækir og Ketkrókur kenna þeim að sleikja og taka það sem þau eiga ekki, fá þau til að kasta mat og heimta annað o.s.frv. Faldafeykir kennir þeim að kasta höfuðfötunum hvert af öðru, fleygja sínum eigin fötum og týna. Skyrgámur kennir þeim að borða ósiðlega með smjatti og kjamsi og hann kennir þeim líka að borða of mikið af því, sem þeim þykir gott. Glugga- gægir og Gáttaþefur kenna þeim allar grettur, langt nef, að reka út úr sér tunguna o.s.frv. Þeir kenna þeim líka alla forvitni. Seinastur gengur Kertasníkir, því er hann talinn síðastur. Hann kennir börnum sníkjur allar og betl, að svíkja það sem þau hafa lofað, að leggja Guðs nafn við hégóma o.s.frv. Þegar börnin vilja sjálf hætta að læra það sem illt er og ljótt, það sem jólasveinarnir kenna þeim, þá, en ekki fyrr, deyja jólasveinarnir úr hor og vesæld- inni. Þá en ekki fyrr, sjá allir menn og öll börn himininn opinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.