Dagur


Dagur - 21.12.1987, Qupperneq 1

Dagur - 21.12.1987, Qupperneq 1
70. árgangur Akureyri, mánudagur 21. desember 1987 244. töíublað err HAFNARSTRÆTI 92 . 602 AKUREYRI. SÍMI 96-26708 . BOX 397 „Von á endurskoðun á snjómokstursreglum“ - segir Matthías Á. Mathiesen samgöngumálaráðherra Snjómokstursreglur munu koma tii endurskoðunar áður en langt um líður. Hafa þegar borist margar óskir um aukna þjónustu á þessu sviði. Þetta kom fram í svari Matthíasar Á. Mathiesen samgöngumála- ráðherra við fyrirspurn Ragn- ars Arnalds um hvort ekki sé orðið tímabært að heimila snjómokstur á hringveginum og meginleiðun út frá honum til stórra þéttbýlisstaða a.m.k. þrisvar í viku. Þá spurði Ragn- ar einnig um kostnað því sam- fara að auka snjómoksturinn, miðað við kostnað undanfarna þrjá vetur. í svari ráðherra kom fram að hann telur ekki æskilegt að taka upp eina reglu fyrir alla vegi. Bendir hann á að aðstæður séu breytilegar eftir stöðum og ekki sé fýsilegt að lögbinda t.d. þrjá mokstra í viku. Snjómokstursreglur þær , sem nú eru í gildi, voru gefnar út í desember 1985. Hefur endur- skoðun reglna þessara farið fram með nokkurra ára millibili Akureyri: Öryrkjabandalagið kaupir fjórar íbúðir Öryrkjabandalagið hefur keypt 4 íbúðir í fjölbýlishúsi við Hjallalund á Akureyri fyrir lottópeninga. Að sögn Bjarna Kristjánssonar framkvæmda- stjóra Svæðisstjórnar málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra verða íbúðirnar leigðar tekju- litlum öryrkjum sem þó geta þó búið sjálfstætt að mestu leyti. „Það ér ekki alveg ljóst hvern- ig þessum íbúðurn verður ráð- stafað, það gæti alveg eins orðið í gegnum Félagsmálastofnun en ekki hefur verið gerður samning- ur um það ennþá,“ sagði Bjarni og gat þess að verið væri að undirbúa kaup á einbýlishúsi sem Svæðisstjórn mun væntanlega leigja. Aðspurður sagði Bjarni að búið væri að festa kaup á húsnæði sem notað verður sem sambýli fyrir geðsjúka. Gera má ráð fyrir að það verði tekið í notkun um mitt næsta ár, afhending til eig- enda er áætluð í lok mars og fjár- veiting til rekstrar frá miðju ári. Bjarni sagði einnig að búið væri að ráða forstöðumann við sambýli á Húsavík en þar var búið að kaupa hús undir starf- semina svo sem við höfum greint frá. Ráðgert er að starfsemin hefjist 1. febrúar næstkomandi. SS undanfarin ár. Við hverja endur- skoðun hafa reglurnar ætíð verið rýmkaðar nokkuð. í gildandi reglum er snjómokstur á hring- veginum í aðalatriðum sem hér segir: Frá Borgarnesi til Reykja- hlíðar við Mývatn er mokað tvisvar í viku. Frá Reykjahlíð að Jökulsárbrú hjá Fossvöllum er ekki mokað og þaðan í Egilsstaði er mokað einu sinni í viku. Frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar er opnað 5 daga í viku, en þaðan til Víkur í Mýrdal er mokað tvisvar í viku. Frá Vík til Borgarness er haldið opnu 5-7 daga í viku. Sá hluti hans, sem ekki er haldið opnum að vetrinum er um 150 km, og er þar farið um langa og sumpart háa fjallvegi, þ.e. Möðrudals- og Mývatnsöræfi. Kostnaður vegna vetrarvið- halds vega er um 250 miljónir á verðlagi í október 1987. I svari ráðherra kom fram að ef væri far- ið út í það að moka reglulega þrisvar í viku myndi sá kostnaður aukast um rúmlega 30 miljónir. Sagði hann að þessar hugmyndir ásamt öðrum sem fram munu koma, verða skoðaðar í heild sinni áður en næsta endurskoðun snjómokstursreglna fer fram. AP Skuggamyndir í skammdeginu. Mynd: RÞB Flóðbílamir: Höldur kaupir 90 bíla Akureyringar fara ekki alveg varhluta af „nætursöltuðu bíl- unum“ eins og gárungarnir hafa gjarnan kallað bfla þá sem lent í vatnsflóði á hafnarbakk- anum í Drammen í Noregi. Um áramótin er von á um 90 Mitsubishi bflum úr þessari sendingu til Höldurs sf. á Akureyri. Flestir bílarnir sem Höldur fær eru ætlaðir til nota fyrir Bílaleigu Akureyrar en einhverjir verða seldir starfsmönnum. Eyjólfur Ágústsson hjá Höldi sagðist reikna með að þá yrðu eftir 10-20 bílar sem yrðu seldir á almenn- um markaði. Kaupverð bíl- anna, sem eru af 1988 árgerð, er um 60% af fullu verði. Bílarnir sem hingað koma eru eingöngu Galant og Space Wagon. Höldur flytur 80 bíla inn sjálfur en afgangurinn 10-15 bílar er keypt- ur í gegnum Heklu hf. „Við erum búnir að líta á þessa bíla og það er ekkert að þeim. Þetta eru betri bílar en þeir sem ekið hafa í saltinu á götum Slökkvistöðin á Siglufirði: Bráðabirgðahúsnæði í áratugi - Brunamálastjóri þrýstir á byggingu nýrrar stöðvar Fyrir nokkru var brunamála- stjóri ríkisins, Bergsteinn Giz- urarson, staddur á Siglufirði þar sem átti viðræður við heimamenn um byggingu nýrr- ar slökkvistöðar. Á fundi brunamálastjóra með bæjar- ráði Siglufjarðar lýstu bæjar- ráðsmenn fullum vilja til að gera ráð fyrir kostnaði við byggingarframkvæmdir við slökkvistöð við gerð fjárhags- áætlunar Siglufjarðarkaup- staðar fyrir árið 1988. Eins og fram kom í Degi fyrr í haust er húsnæði það er slökkvi- liðið á Siglufirði býr við orðið mjög gamalt og óhentugt fyrir þá starfsemi sem þar á að fara fram. „Við höfum oftar en einu sinni farið fram á við bæjaryfirvöld að byrjað verði á byggingu nýrrar slökkvistöðvar. Það er afar brýnt enda mun slökkviliðið hafa flutt í núverandi húsnæði fyrir 40-50 árum og þá aðeins til bráða- birgða,“ segir Bergsteinn Gizur- arson, brunamálastjóri ríkisins. Bergsteinn segir að ekki séu til neinar reglur um slökkvistöðvar. Hægt sé að gera kröfur sam- kvæmt mati brunamálastofnunar en nauðsynlegt sé þó að verklýs- ingar verði gerðar fyrir slökkvi- stöðvar. Brunamálastjóri segir að tækj- um og umhirðu við slökkviliðið á Siglufirði sé vel varið en það breyti þó ekki því að nauðsynlegt sé að hefjast handa við byggingu nýrrar stöðvar. Kostnaður við nýja stöð er talinn vera um 5 milljónir króna. „Ný stöð þarf að vera komin í gagnið ekki seinna en 1989,“ segir brunamálastjóri. JÓH Reykjavíkur í einn vetur. Þessir bílar hafa verið bremsuprófaðir og þeir eru í toppstandi. Það er ekkert að teppum eða neinu öðru,“ sagði Eyjólfur í samtali við Dag. ET Norðurland: Tvær bílveltur Töluvert var um umferðar- óhöpp á Norðurlandi um helg- ina. Klukkan hálf tvö á laugar- dag valt bifreið í Öxnadal við bæinn Hóla. Ökumaður og farþegi voru fluttir á sjúkrahús en meiðsl þeirra reyndust ekki mikil. Bifreiðin skemmdist hins vegar mikið og þurfti að fjarlægja hana með kranabíl. Aðfaríjnótt sunnudags fór fólksbíll á leið suður Sauðár- króksbraut út af veginum í beygj- unni við Reynistað. Eftir að bíll- inn hafði farið í gegnum girðing- una við veginn og oltið nokkrar veltur stöðvaðist hann á túninu tugi metra frá veginum. Öku- maður slasaðist talsvert en far- þegi slapp með litla áverka. Bif- reiðin er gjörónýt. Á Akureyri urðu a.m.k. 8 árekstrar um helgina en allir minniháttar að sögn lögreglunn- ar. Á Húsavík urðu einnig nokkrir minniháttar árekstrar. SS/-þá

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.