Dagur - 21.12.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 21.12.1987, Blaðsíða 7
Tinnabækurnar endurútgefnar Fjölvaútgáfan hefur nú byrjað endurútgáfu á Tinna-bókunum, sem fyrst komu út á íslensku fyrir 10-15 árum, en hafa verið upp- seldar og ófáanlegar um langt árabil. Nýlega komu úl tvær Tinna-bækur í þessari nýju útgáfu, sem forðum í þýðingu Lofts Guðmundssonar. Önnur heitir Tinni í Tíbet, en hin Sjö kraftmiklar kristalskúlur og er sú síðari eins konar fyrri hluti Fanganna í Sólhofinu og gerist meðal Inka í Andesfjöll- um. Báðar fjalla þær um ferðalög Tinna og Kolbeins kafteins vinar hans á dularfullar slóðir. Ævintýri Tinna eru el'tir belg- íska teiknihöfundinn Hergé og naut hann mikillar hylli fyrir þessar bækur sínar. Má geta þess. að jafnvel hafa verið gefin út frí- merki með myndum af Tinna og honum reistar myndastyttur á veglegum opinberum stöðum. I sjálfum Tinna-bókaflokknum eru 22 ævintýri, sem komu öll út á íslensku á árunum 1970-1980. Fleiri urðu þau ekki, því að þá andaðist Hergé og varð mörgum Tinna-vinum harmdauði. Hann skildi þó eftir drög og frumdrætti að fleiri sögum, og er unnið að útgáfu þeirra, en farið varlega í sakirnar, því að í heimalandinu Belgíu er litið á teiknisögur Hergés, sem sígildar bókmenntir og hálfgerðan helgidóm. í rangri veröld - smásögur eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur / rangrí veröld nefnist bók eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur sem Frjálst framtak hf. hefur gefið út. I bókinni eru ellefu smásögur eft- ir Hrafnhildi en Hrafnhildur er kunnur barna- og unglingabóka- ,höfundur og hlaut nýlega fyrstu verðlaun í samkeppni um slíkar bækur. / rangrí veröld er hins vegar fyrsta bók hennar sem ætl- uð er fullorðnum. Nöfn smásagnanna í bókinni eru: Hús ekkjunnar; í rangri veröld; Þankar í kvistherbergi; Vika úr lífi Jóels; Paradís; Ást og náttúra; Dóttir Satans; Blóð, sviti og tár; Leyndardómur Júlíu og Himnabrúður. Síðastnefnda sagan er sú eina sem áður hefur birst á prenti en hún var í bók úrvalssmásagna sem Listahátíð í Reykjavík gaf út eftir smásagna- keppni 1986. Jólaplata frá Geimsteini Hljómplötuútgáfan Geimsteinn í Keflavík hefur sent frá sér viða- mestu jólaplötu sína til þessa, 25 laga pakka sem jafnframt kemur út á geisladiski. Hér er um að ræða úrval þeirra jólalaga sem Y8er Mðdrnðasb ÁS -- RU0AO - 3 21. desember 1987 - DAGUR - 7 Hljómar og Geimsteinn hafa gef- ið út í gegn um árin. Platan ber heitið Gleðileg jól eftir fyrstu jólaplötu Hljóma sem kom út á síðasta áratug og seldist þá upp hvað eftir annað. Meðal flytjenda á þessari plötu eru tíu eftirtaldir: Björgvin Hall- dórsson, Einar Júlíusson, Engil- bert Jensen, Gunnar Þórðarson, Hljómar, María Baldursdóttir, Rúnar Júlíusson, Sigrún Hjálm- týsdóttir (Diddú), Þórir Baldurs- son og Þuríður Sigurðardóttir. Þetta er tveggja platna albúm sem einnig kemur út á kassettum og geisladiski og prentaðir textar fylgja með. Lögin hafa verið hljóðrituð víða og undir stjórn ýmissa upptökumanna, en með tilliti til nýrra tækni hafa öll lögin verið endurblönduð og unnin með stafrænni (digital) tækni og hljóma því betur en nokkru sinni fyrr. Fjölvaútgáfan: Sögur af Margréti Fjölvaútgáfan hefur nýlega gefið út tvær Margrétar-bækur í barna- bókaflokki, sem hún kallar Keðjubækurnar. Þessar tvær nýju bækur kallast Margrét í dýragarðinum og Margrét í hljómskálagarðinum. Margrétar-bækurnar eru samd- ar af Gilbert Delahaye, en teikn- aðar af Marcel Marlier. Það eru einkum teikningar hins síðar- nefnda, sem gera bækurnar eftir- tektarverðar, afar vandaðar og fagurlega málaðar til að ná sem mestum unaði og yndisþokka. Áður hafa komið út fjórar Margrétar-bækur, Margrét fer í skóla, Margrét lærir að matbúa, Ballettbók Margrétar og Margrét liggur lasin og eru þær flestar uppseldar. Þessar tvær nýjustu Margrétar- bækur segja frá heimsókn sögu- hetjunnar í dýragarð og hins veg- ar leikvöll og skrúðgarð með margvíslegum leiktækjum. Hvor bók er 24 bls. Þorsteinn Thorar- ensen þýddi, en gefið er út í sam- starfi við Casterman-útgáfuna í Tournai í Belgíu. Yoga-heimspeki Vasaútgáfan hefur gefið út bók- ina „ Yoga-heimspeki“ eftir Ramacharaka í þýðingu Stein- unnar Briem. Hér er um að ræða endurútgáfu á verki sem guð- spekingar telja eitt undirstöðurit austrænnar dulspeki. Kom það fyrst út á íslensku fyrir 26 árum en er löngu uppselt og ófáanlegt Ramacharaka var indverskur spekingur, sem uppi var á 19. öld, en lærisveinn hans Baba Barata ferðaðist til Vesturlanda, skráði þá fyrirlestra hans á ensku með hjálp rithöfundarins Atkin- sons. Vasaútgáfan mun á næsta ári gefa út framhaldsverk, þar sem nýir sjónhringir opnast. í bókinni „ Yoga-heimspeki“ er fjallað í víðri sýn um ýmis helstu undirstöðuatriði dulspekinnar, svo sem þrískiptingu mannsins í líkamlega, hugræna og andlega eðlisþætti. Þar eru útskýrð ýmis dularfull fyrirbæri eins og fjarhrif, dulskyggni, mannlegt segulafl, dulrænar lækningar og ekki síst hið svokallaða lífsafl (prana). Hinir ólíku þættir dulspekinn- ar og tilveruhugmyndir hinnar austrænu speki eru hér útskýrðir í 14 fyrirlestrum, sem kallast Fræðastundir. Upp á æru og trú Mál og menning hefur gefið út nýja unglingabók eftir Andrés Indriðason. Hún nefnist Upp á æru og trú og fjallar um atburði sem eiga sér hliðstæður í íslensk- um veruleika. Sagan gerist á einum sólar- hring í skammdeginu. Það er brotist inn í sjoppu og afgreiðslu- maðurinn átján ára strákur sem hefur ekki áður kynnst skugga- hliðum tilverunnar dregst gegn vilja sínum inn í vafasama atburðarás. Atvikum er lýst til skiptis frá sjónarhóli hans og átj- án ára stúlku sem hefur lent á króknum hjá vímuefnasala. Þau koma sitt úr hvorri áttinni, hún hefur hætt í níunda bekk óráðin gáta í lífinu, hann er í fjölbraut og þykist hafa allt sitt á hreinu. Þessa nótt liggja leiðir þeirra saman og hann uppgötvar að það er ótalmargt sem hann hefur ekki tekið með í reikninginn. ■ÍXvíXv:; ■fefcjpjSjjj HAFNARSTRÆTI 96 SIMI 96 27744 AKUREYRI Nýjar vörur - vandaðar vörur Kaupmannafélag Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.