Dagur - 21.12.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 21.12.1987, Blaðsíða 9
21. desember 1987 - DAGUR - 9 Enska knattspyrnan: - Rangstöðumark Arsenal gegn Everton - Man. United í sókn Þar sem þessi síðasti Iaugardagur fyrir jól er einn aðal verslunardag- urinn í Englandi voru ýmsir leikir 1. og 2. deildar leiknir á föstudag og sunnudag. Að fara að sjá knattspyrnuleik er liður í jólahaldi mjög margra Englendinga og aðsókn að knattspyrnuleikjum yfir hátíðarnar yfirleitt mikil. Stutt er milli leikja og miklar breytingar geta orðið á röð liðanna á stiga- töflunni, því hefur þessi leikjatörn um hátíðarnar oft afgerandi áhrif á endanleg úrslit í deildunum. Næsta umferð fer fram annan dag jóla, aftur verður leikið mánud. 28. des. Ávallt er leikið á nýárs- dag og þar sem 2. jan. ber upp á laugardag verður einnig leikið þá. Síðan er 3. umferð FA-bikarsins á dagskrá 9. janúar. A föstudag fóru fram þrír leikir í 1. deild, á Loftus Road heimavelli Q.P.R. mættu heimamenn Coven- try. Ekkert hefur gengið hjá þessum liðum að undanförnu og í leiknum kom fram óöryggi leikmanna eftir hið slæma gengi. Q.P.R. náði forystu eftir hálftíma leik er Mark Falco skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið, síðan hann var keyptur frá Rangers í Skotlandi, eftir að Alan McDonald hafði skallað boltann til hans. Petta mark virtist ætla að duga til sigurs, en á síðustu 8 mín. leiksins tókst Coventry að skora tvívegis og sigra í leiknum. Keith Houchen sem komið hafði inn á sem varamaður jafnaði og Cyrille Regis gerði síðan sigurmark- ið. Bæði mörkin skoruð með skalla eftir sendingar Micky Gynn. Southampton nældi sér í dýrmætt stig á útivelli gegn Luton eftir 2:2 jafntefli. Mick Harford jafnaði fyrir Luton 4 mín. fyrir leikslok með skalla sem John Burridge í marki Southampton hefði átt að ráða við, en hann átti annars mjög góðan leik í marki Southampton og bjargaði oft vel frá leikmönnum Luton sem léku mjög vel í leiknum. Colin Clarke náði forystu fyrir Southampton með marki úr vítaspyrnu snemma í leikn- um, en Darron McDonough jafnaði á 25. mín. Clarke náði aftur forystu fyrir Southampton 18 mín. fyrir leikslok er hann slapp í gegnum vörn Luton, síðan kom jöfnunarmark Harford eins og áður sagði, en hann kom inn á sem varamaður í fyrsta sinn í nokkrar vikur eftir meiðsli. Wimbledon sigraði síðan Norwich á heimavelli sínum með marki John Fashanu á 14. mín., en það sem verra var fyrir Norwich var að John O’Neill miðvörðurinn sem var keypt- ur frá Q.P.R. í vikunni fyrir £ 100.000 var borinn út af í fyrri hálf- leik, meiddur eftir samstuð við Fash- anu. Norwich keypti einnig Robert Fleck frá Rangers í Skotlandi fyrir £ 580.000 í síðustu viku. í 2. deild mistókst Aston Villa enn á heimavelli og gerði markalaust jafntefli við W.B.A., en þeir Romeo Zondervan og Mich D’Avray tryggðu Ipswich sigur á Shrewsbury. A laugardeginum vakti viðureign Arsenal og Everton mesta athygli. Everton náði forystunni 5 mín. fyrir lok fyrri hálfleiks er Dave Watson skoraði eftir góðan undirbúning Pet- er Reid. Leikurinn mjög jafn í fyrri hálfleik og lítið um marktækifæri. Heldur lifnaði yfir leiknum í síðari hálfleik og Paul Davis átti skalla rétt framhjá og Gary Stevens varði á línu frá Davis eftir að Neville Southall hafði varið glæsilega frá Paul Merson. Þrátt fyrir það virtist sigur Everton vera í sjónmáli þar til 9 mín. fyrir leikslok að David Rocastle jafn- aði fyrir Arsenal, greinilega kólrang- stæður, en þrátt fyrir áköf mótmæli Evertonmanna var markið látið standa. Man. Utd. virðist vera að komast á skrið og vann góðan sigur á útivelli gegn Portsmouth. Gordon Strachan átti mjög góðan leik leik hjá Utd. og var óheppinn að skora ekki þegar hann átti skot í stöng. Pá hafði liðið hins vegar náð góðri forystu, Bryan Robson skoraði á 37. mín. og Brian McClair bætti við marki á 4. mín. síðari hálfleiks er hann komst inn í sendingu ætlaða markverði. Eina mark Portsmouth skoraði Kevin Dillon 15 mín. fyrir leikslok úr víta- spyrnu sem dæmd var á Steve Bruce í sínum fyrsta leik fyrir félagið eftir að hann var keyptur frá Norwich fyr- ir £ 825.000. Hann hélt Mike Quinn innan vítateigs, en átti góðan leik fyrir sitt nýja félag og styrkir vörn þess verulega. Liverpool jók forskot sitt í 7 stig með sigri heima gegn Sheffield Wed. og hefur nú ekki tapað deildarleik í 19 skipti í röð og jafnaði þar með met sitt frá 1950. En þeir þurftu'þó að hafa fyrir hlutunum og það var ekki fyrr en á 76. mín. að þeim tókst að brjóta niður varnarmúr Sheffield liðsins. Gary Gillespie skoraði þá sigurmark liðsins. Nottingham For. heldur sínu striki, á laugardag lék liðið gegn Oxford á útivelli og 2:0 sigur liðsins var alls ekki of stór. Eftir hálftíma leik var brotið á Nigel Clough, hann Venables að rétta stórveldið af - Fyrsti sigur Tottenham í langan tíma Tottenham vann sinn fyrsta sigur undir stjórn Terry Venables er lið- ið lagði Derby að velli á sunnu- dag. Heimaliðið hafði þó undir- tökin fyrsta klukkutíma leiksins og átti Tottenham mjög í vök að verjast. Derby hafði mark yfir í leikhléi, John Gregory skoraði með skoti af stuttu færi 7 mín. fyrir lok fyrri hálf- leiks. Síðari hálfleikur hófst eins og þeim fyrri lauk, með þungri sókn Derby, en Tony Parks í marki Tott- enham kom í veg fyrir að heimaliðið bætti við mörkum með snjallri mark- vörslu. Nico Claesen náði að jafna á 66. mín. eftir að Peter Shilton hafði hálfvarið skot að marki Derby. Eftir markið lagði Derby enn þyngri áherslu á sóknarleikinn og varð hált á því er Ossie Ardiles lagði boltann fyrir varamanninn Tony Moran er lék laglega í gegnum vörn Derby áður en hann sendi boltann fyrir fæt- urnar á Clive Allen sem átti ekki í vandræðum með að skora sigurmark liðsins. Gary Mabbutt miðvörður Tottenham meiddist á höfði eftir að hafa skallað Mark Wright og þurfti að sauma 16 spor til að loka sárinu. Charlton náði jafntefli á heima- velli sínum gegn Chelsea, hvort lið um sig gerði tvö mörk. Þá má geta þess að í 2. deild tapaði Bradford á útivelli gegn Plymouth 1:2 og er því enn í 2. sæti deildarinn- ar. George Graham framkvæmda- stjóri Arsenal sagði í viðtali á sunnu- dag að hann hefði alls ekki gefið upp vonina um að sigra í deildinni. Þrátt fyrir gott gengi Liverpool að undan- förnu væri enn of snemmt að spá þeim meistaratitlinum. Arsenal þyrfti að sigra í nokkrum leikjum í röð og þrátt fyrir að Liverpool tapaði sjaldan þá gætu jafnteflisleikir vegið þungt í baráttunni. Auk þess taldi hann Man. Utd., Everton og Nott- ingham For. einnig hafa möguleika á titlinum. Þá hefur Robert Maxwell hætt við að kaupa hlutabréf Elton John í Watford vegna andstöðu forráða- manna knattspyrnusambandsins. Hann tilkynnti popparanum þetta á sunnudaginn og verður Elton John því að leita að öðrum kaupanda að liði sínu. Þ.L.A. Félagarnir Nico Claesen og Clive Alien tryggðu Tottenham sigur gegn Derby. tók sjálfur vítaspyrnuna, en þrátt fyrir að spyrnan væri góð tókst Peter Hucker markverði Oxford að verja. 15 mín. liðu af síðari hálfleik þar til Forest náði forystu með marki Brian Rice eftir undirbúning þeirra Clough og Neii Webb. Calvin Plummer skor- aði síðara markið á 72. mín. eftir undirbúning Clough og Webb og knattspyrnan sem liðið lék var mjög góð. West Ham virðist vera að braggast eftir lélega byrjun og sigraði New- castle á heimavelli 2:1 í jöfnum og skemmtilegum leik. Stewart Robson náði forystu fyrir West Ham á 3. mín. síðari hálfleiks með góðu skoti, en Mirandhinha jafnaði fyrir New- castle á 79. mín. er boltinn barst til hans á vítateig þaðan sem hann sendi knöttinn viðstöðulaust í netið með glæsilegu skoti. Aðeins mín. síðar skoraði Paul Ince sem fluttur var á sjúkrahús um síðustu helgi með magaverki, sigurmark West Ham með þrumuskoti. I 2. deild varð efsta liðið Middles- brough að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Bournemouth. Hull City sigraði C. Palace 2:1 með mörk- um Gary Parker og Alex Dyer og gerir sér vonir um að komast nú í fyrsta sinn upp í 1. deild. Man. City tapaði óvænt heima gegn Oldham. Markvörður liðsins Perry Suckling gerði sjálfsmark er Hörkutólið Mick Harford með Luton á ný eftir meiðsli, jalhaði gegn Southamp- ton á síðustu stundu. Tommy Wright skallaði í þverslá og boltinn fór í bakið á Suckling og það- an í netið. Paul Stcwart jafnaði, en Tommy Wright skoraði sigurmark Oldham hjálparlaust. Steve Archibald sem lengi lék með Tottenham lék sinn fyrsta leik með Blackburn, en hann er þar í láni frá Barcelona. Hann skoraði ekki í leiknum, en Blackburn sigraði þó Birmingham 2:0. Þ.L.A. Liverpool óstöðvandi Knatt- spymu- úrslit Úrslit leikja í 1. og 2. ensku knattspyrnunnar um og fyrir helgina urðu þessi: 1. deiid: Luton-Southampton 2:2 Q.P.R.-Coventry 1:2 Wimbledon-Norwich 1:0 Arsenal-Everton 1:1 LiverpooI-Sheff.Wed. 1:0 Oxford-Nott.Forest 0:2 Portsmouth-Man.United 1:2 West Ham-Newcastle 2:1 Charlton-Chelsea 2:2 Derby-Tottenham 1:2 2. deild: Aston Villa-W.B.A. 0:0 Ipswich-Shrewsbury 2:0 Bournem.-Middlesbro 0:0 Barnsley-Millwall 4:1 Blackburn-Birminghain 2:0 Hull-C.Palace 2:1 Leeds-Huddersfield 3:0 Stoke-Reading 4:2 Man.City-Oldham 1:2 Plymouth-Bradford 2:1 Sheff.Utd.-Swindon 1:0 Getraunaröðin er þessi: xl2-211-lxl-121 Staðan 1. deild Liverpool 19 14-5- 0 44:11 47 Arsenal 20 12-4- 4 34:15 40 Nottm.Forest 18 11-4- 3 38:15 37 Man.United 19 9-8- 2 33:20 35 Everton 20 9-7- 4 29:13 34 Q.P.R. 20 9-5- 6 23:24 32 Wimbledon 20 7-7- 6 26:23 28 Chelsea 20 8-4- 8 30:32 28 West Ham 20 6-8- 6 23:25 26 Luton 19 7-4- 8 26:23 25 Southampton 20 6-7- 7 29:30 25 Tottenham 20 7-5- 8 19:23 25 Derby 19 6-6- 7 17:21 24 Coventry 20 6-6- 8 21:28 24 Newcastle 19 5-7- 7 23:29 22 Oxford 20 6-4-10 22:33 22 Sheff.Wed. 20 6-3-11 20:34 21 Portsmouth 20 4-7- 9 17:36 19 Watford 19 4-5-10 12:24 17 Charlton 20 3-6-11 19:32 15 Norwich 20 4-3-13 14:28 15 2. deild Middleshro 24 14-6-4 35:14 48 Bradford 24 14-4- 6 39:27 46 Aston Villa 24 12-8- 4 35:21 44 Ipswich 23 12-6- 5 34:17 42 C.Palace 23 13-3- 7 48:32 42 Hull 24 11-9- 4 35:25 42 Blackburn 23 11-7- 5 30:22 40 Man.City 2411-7- 7 50:32 39 Millwall 24 12-3- 9 38:32 39 Barnsley 23 10-5- 8 36:29 35 Leeds 24 9-8- 7 30:32 35 Birmingham 24 9-6- 9 26:36 33 Swindon 22 9-4- 9 40:33 31 Plymouth 24 8-6-10 37:39 30 Stoke 24 8-6-10 25:33 30 Sheff.Utd. 24 7-5-12 27:37 26 Oldham 23 6-6-11 22:33 24 Leicester 22 6-5-11 29:31 23 W.B.A 24 6-5-13 28:39 23 Bournem. 24 5-7-12 28:40 22 Huddersf. 24 4-7-13 27:57 19 Shrewsbury 24 3-8-13 19:37 17 Reading 23 3-6-14 22:44 15

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.