Dagur - 21.12.1987, Blaðsíða 10

Dagur - 21.12.1987, Blaðsíða 10
?r - flUöAG -• T8GT ■ísdmsaob .rs 10 - DAGUR - 21. desember 1987 11 bœndur & búfé li Um Galloway Löng saga að baki Galloway á heimkynni sín í Skotlandi. Uppruni þessa kyns og saga þess eru mönnum nokk- uð hulin. Vitað er að eitt sinn var kyn þetta í miklu fleiri litum en nú er og hornótt að hluta. Árið 1573 lýsir landafræðingur nokkur Ortelius að nafni Galloway-naut- um og segir bændur í Ayrshire vera orðna kunna fyrir kyn þetta og séu gripirnir miklir vexti og kjöt þeirra sé meyrt og safaríkt með mikil bragðgæði. Kjötið var þá sent á markað til Englands. Árið 1872 vann kyn þetta til merkilegra verðlauna sem kjöt- gripir á Smithfield-sýningunni í London. Stööin í Hrísey Alls hefur verið flutt inn sæði úr 5 Galloway nautum frá Skotlandi til Hríseyjar og nú síðast í júní á þessu ári. Þrjú þessara nauta voru svört, eitt grátt og eitt /ffæ/ ^ I, \ Lakfimga- Á matkabiirimifx HAFNARSTRÆTI96 SÍMI96-27744 AKUREVRI Umsjón: Atli Vigfússon beltótt (svart-hvítt). Gripir stöðvarinnar eru flestir svartir, nokkrir gráir en aðeins einn beltóttur (Borði 85682), en því miður engin kvíga og sæðið úr þeim skoska beltótta er búið. Árið 1975 voru 20 kvígur flutt- ar úr landi í einangrunarstöðina í Hrísey og 1977 fæddist fyrsti kálf- urinn. Alls hafa 106 naut komist á legg en aðeins 79 kvígur. Ljóst er að ræktunin getur ekki annað en gengið seinlega þegar úr svo fáum kúm er að moða. Þeir gripir sem til eru í dag eru allir komnir út af aðeins 6 ætt- mæðrum, af þeim 20 sem byrjað var með. í gegnum tíðina hafa ættmæður helst úr lestinni, þær hafa ekki þótt nógu góðar til framhaldsræktunar. Flestir grip- anna eru komnir út af tveim kúm, þeim Gránu frá Steig, Dyr- hólahr. og Trítlu frá Brekkum Hvammshreppi Mýrdal. Báðar voru þær undan Galloway-blend- ingum frá Gunnarsholti. Á sjötta tug gripa Um 55 gripir eru á stöðinni í senn. í dag eru 27 kýr og kvígur, 4 sæðistökunaut, 4 ungnaut og 19 kálfar, samtals 54 gripir. Kálfarn- ir ganga 6 mánuði undir mæðrum sínum. Yfir veturinn þegar og ef kýrnar eru inni, er kálfunum hleypt tvisvar á dag til þeirra, en þær eru alltaf hýstar að nætur- lagi yfir veturinn. Hey er gefið tvisvar á dag, kvölds og morgna. Kýrnar fá um 8 kg/dag, sæðis- tökunautin 4 kg/dag, en ungneyti og kálfar eins og þau geta í sig látið. Kjarnfóður er gefið af mjög skornum skammti. Sæðistöku- nautin fá 1-2 kg/dag. Yfir vetur- inn fá kálfar og ungneyti um Vi kg/dag, en kýrnar 1 kg/dag í kringum burðinn, annars ekkert. Engin „stjarnfræöileg þrjóska“ Sigurborg Daðadóttir fram- kvæmdastjóri Einangrunarstöðv- ar ríkisins í Hrísey segir svo um Galloway. „Sögur fara af skap- bræði og brjálsemi Gailoway gripa, en mín kynni af þessum skepnum eru allt önnur. Hafa verður í huga að holdakyn er handfjatlað mun minna en mjólkurkyn og kynnist því manninum takmarkað. Þau kynni eru þá oftast engin blíðu- atlot af hálfu mannsins. Kýrnar ganga úti ásamt kálfunum á sumrin og koma aðeins inn einu sinni í mánuði þegar vigtað er og þegar þær eru sæddar. Það má hverjum manni vera ljóst að grip- ur sem svona er lítið handfjatlað- ur verður ekki spakur. Nautin eru tamin fyrir sæðistökur og Lund AKUREYRARB-ÆR Minnispeningar Nokkrir bronsminnispeningar sem gefnir voru út í tilefni 125 ára afmælis Akureyrarbæjar eru til sölu á bæjarskrifstofunni. Verð kr. 2.000.- Aðrir afmælisminjagripir uppseldir. Afmælisnefnd. Fallið af Rúg sem vó 404 kg. TAFLA 1. Þyngdaraukning gripa af 3ja ættlið (87,5% Galloway): 0-200 daga 201-400 daga 401-600 daga 2jaára Rúgur 84666 1.110 g/dag 975g/dag 803g/dag 796g/dag Meðalt. 5 nauta 936g/dag 839g/dag 785 g/dag 771 g/dag Fyrsta kvíga af 4. ættl. 970 g/dag (93,75% Galloway) TAFLA 2. Rúgur 84666 er naut sem töluvert er notað í landi. Hann var felldur í mars á þessu ári, þá tæplega 3ja ára gamall. Hann kom mjög skemmtilega út: Lífþyngd: 700 kg Hægri frampartur: 107 kg Hægri afturp.: 94 kg Fallþyngd: 404 kg Vinstri - 111 kg Vinstri - 92 kg Fall-%: 58% Vinstri afturpartur skiptist eftirfarandi og er með 68% kjötnýtingu: Lundir 3,0 kg Ytri-hryggvöðvi 5,3 kg Þríhyrningur 1,8 kg Flatsteik 8,7 kg Læristunga 4,0 kg Innanlærisvöðvi 8,9 kg Klumpur 6,6 kg Hakk 19,1 kg Rúnsteik 5,1 kg Samtals: 62,5 kg verða þau spök á skömmum i.'.na og þægileg í allri umgengni. Aldrei hafa hlotist vandræði af gripunum vegna styggðar. Það beitiland sem gripirnir eru á er hólfað með einfaldri rafmagns- girðingu og þegar ná á í kýrnar er það oftast bústjórinn með hey- tuggu í fanginu sem er í farar- broddi og þær á eftir, þetta er nú hin „stjarnfræðilega þrjóska“ sem lýst er í Tímanum þann 5. des. ’87. Hitt getur vel verið að Galloway sé skapmeira en íslenska kynið, en brjálsemi er orðunt ofaukið. Á stöðinni höf- um við orðið vör við að gráa kyn- ið er skapmeira heldur en hið svarta.“ Hvar er Galloway í kjötborðunum? Á þessu ári voru 4 naut af 3. ætt- lið felld á aldrinum 19 mán. í Hrísey. Meðalfallþungi þeirra reyndist 263 kg. Samkvæmt heimildum tveggja kjötiðnaðár- stöðva norðanlands eru skrokkar í UNI að jafnaðj 150-160 kg. Á þessum tölurh má sjá, hversu Galloway kynið er hagkvæmara í kjötframleiðslu en hið íslenska. Á öllum málum eru nokkrar hliðar og vissulega eru til kyn sem vaxa hraðar heldur en þetta kjötkyn sem við höfum nú í land- inu. Þó er það mál margra fram- leiðenda að þeim líki vel við þessa gripi og telja sjálfsagt að láta kýr sem ekki er ætlunin að ala undan eiga Galloway-blend- inga. Kálfar þessir taka fljótt við sér í fóðrun og eru ekki kvilla- samir og þrífast alltaf vel og eru duglegir að bjarga sér. Margir neytendur vilja lfka heldur holdablendinga og að sögn Sigurborgar Daðadóttur framkvæmdastjóra í Hrísey er biðlisti hjá þeim eftir þessu kjöti. Það vekur nokkra undrun að í kjötborðum verslana virðist oft ekki vera hægt að vita hvers kon- ar nautakjöt er um að ræða. Hvort það er íslenskt ungnauta- kjöt, Galloway-blendingar eða kýrkjöt. Þetta vill neytandinn fá að vita og það eru hagsmunir hans, framleiðandans og seljand- ans að slíkt sé ljóst. A

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.