Dagur - 21.12.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 21.12.1987, Blaðsíða 11
21. desember 1987 - DAGUR - 11 Of ung til að deyja Á þriðja tug bóka eftir Denise Robins hafa verið gefnar út á íslensku. Hún skrifar léttar ástar- sögur með skemmtilegum lýsing- um á fólki og umhverfi. Þessi bók gerist í Kína í því samfélagi er þar var við lýði fyrir þjóðfélags- breytingar í kringum 1950. Ung ensk stúlka lendir í fjötr- um kínverskra misindismanna er enn stunda gamla kínverska siði að færa guðunum fórnir þegar eitthvað bjátar á. Þessi hvíta stúlka er handtekin og ákveðið að fórna henni á altari guðanna. Inn í þessa sögu fléttast spenna og rómantík sem ein- kennir allar sögur þessa vinsæla höfundar. Það umhverfi sem þessi saga gerist í dregur lesandann inn í veröld sem við þekkjum lítið, mannlíf og siði austurlandabúans og það gerir þessa bók ennþá skemmtilegri aflestrar. Útgefandi er Skjaldborg. Forritun með L0G0 Nýlega kom út á vegum bókafor- lagsins Svart á hvítu hf. 2. útgáfa bókarinnar „Forritun með LOGO“ eftir Jón Torfa Jónasson dósent. Bókin er endurskoðuð frá fyrri útgáfu, meðal annars vegna þess að fyrir tilstuðlan Reiknistofnunar Háskóla íslands og Námsgagnastofnunar hefur verið gefin út vönduð íslensk þýðing á flestuni skipunum málsins. Logo er reyndar eina forrtitunarmálið sem þýtt hefur verið á íslensku. Logo er nú í vaxandi mæli notað í skólastarfi víða um heim og nýj- ar útgáfur málsins spegla vel þá þróun sem á sér stað í notkun tölvu í ólíkum námsgreinum, bæði á grunnskóla- og framhalds- skólastigi. Rúmlega helmingur bókarinnar er nýr og flestir kaflar hafa verið mikið endurbættir einkum með því að bæta við verkefnum og æfingum. Bókin er mjög aðgengileg og tekið er fullt tillit til íslensku þýðingarinnar þannig að nánast öll vinna nemenda við tölvuna fer fram á íslensku. „Forritun með LOGO“ er einkum ætluð nemendum á fram- haldsskólastigi. Vér íslands böm - eftir Jón Helgason Komin er út hjá Iðunni ný og glæsileg endurútgáfa á verki Jóns Helgasonar, ritstjóra, Vér íslands börn I-III. Verk þetta hefur verið uppselt um skeið en er nú aftur fáanlegt, öll þrjú bindin í vandaðri öskju. í kynningu útgefanda segir: „Jón Helgason kunni öðrum betur að glæða liðna sögu lífi, og gilti þá einu hvort viðfangsefni hans voru æðstu menn þjóðarinn- ar eða umkomulausir kotungar. Vér íslands börn flytur efni af sama toga og íslenskt mannlíf: Listrænar frásagnir af íslenskum örlögum og eftiminnilegum atburðum, sem reistar eru á traustum, sögulegum grunni og ítarlegri heimildakönnun. Jón Helgason „fer listamanns- höndum um efni sitt, byggir eins og listamaður af þeim efnivið, sem hann dregur saman sem vís- indamaður," eins og dr. Kristján Eldjárn komst að orði í ritdómi.“ Sögufélag Skagfirðinga: Þættir og þjóð- sögur Stefáns á Höskuldsstöðum Hjá Sögufélagi Skagfirðinga er komið út fjórða bindi ritsafns hins kunna fræðimanns Stefáns Jónssonar frá Höskuldsstöð- um. I bókinni eru nokkrir sagnaþættir og þá er einn kafli sem geymir allmargar þjóðsög- ur og sagnir sem Stefán skráði. Óhætt er að segja að þá sem fýsir í hressilegt og gáskafullt sagnfræðilegt efni, komi ekki að tómum kofanum við lestur þess- arar bókar. Lengsti kaflinnfjallar um Pétur Pálmason frá Valadal nafntogaðan glímukappa og kraftamann sem ekki réðst á garðinn þar sem hann var lægstur. Segir frá mörgum frækn- um afrekum hans. Þátturinn um Jón Godda segir frá Jóni nokkrum Jónssyni sem hafði nokkuð af afturgöngum að segja og þeim ekki öllum góðum. Lenti hann m.a.s. í átökum við sjálfan andskotann sem reif úr honum augun. Þá eru í bókinni 3 stuttir þættir. Um feðgana Eirík á Óslandi og Guðvarð í Tungu og niðja þeirra. Sagan gerist sitt livoru megin við aldamótin 1800. | „Drykkfelldur var hann og rall- samur nokkuð, en þó heldur góð- ur piltur og vel hagorður,“ segir um Pétur Guðmundsson hagyrð- ing eyfirskan að ætt, en um hann fjallar annar þáttur. Þá er sagt frá börnum Ólafs prests Tómasson- ar. Þau voru flest sérkennilegir auðnuleysingjar og sum þeirra flökkuðu um héruð. Má þar nefna Stefán sem kallaður var fíni og bauð sá ekki af sér góðan þokka. Kaflinn um Magnús sálarháska segir frá þjóðkunnum og afar sér- stæðum manni. Afar latur var hann til vinnu og tolldi illa í vistum, en enginn jafnaðist þó á við hann í teignum þegar hann vildi slátt við hafa. Hann var aldrei við kvenmann kenndur og forðaðist það eins og heitan eld, en þótti næmur á veðurfar og rættust veðurspár hans æði oft. Ekki er fjallað um leitina sjálfa í kaflanum um þjófaleitarmenn í Bólu. Heldur gerð grein fyrir þeim mönnum sem til þess óvin- sæla verks voru kallaðir. Útgáfu bókarinnar önnuðust þau; Hjalti Pálsson, Sölvi Sveins- son og Þórdís Magnúsdóttir. Hún sr 215 bls., prýdd mörgum mynd- um og nafnaskrá fylgir. -þá Jólasveinanáttföt með húfu Stærðir 130-140. Verð kr. 660.- Barnaútigallar Stærðir 60-80. Verð kr. 1.242. Barnaútigallar Stærðir 80-100. Verð kr. 1.422.- 10% jólaafsláttur jt EYFJÖRÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 m VISA m ÍReynishúsim Furuvöllum 1, Akureyrí eru eftirtaldir: ° Söluunboð - SIEMENS STRAUMRAS ÞJÖNUSTA MEÐ L0FT- HÁÞBÝSTI- 0G RAFMAGNSVORUR Furuvöllum 1 - 600 Akureyri ■ Sími 96-26988 ÞJÓNUSTA VIÐ SIGLINGA- OG FISKILEITARTÆKI Furuvöllum 1 • 600 Akureyri ■ Simar: 27222 & 985-27222 OANSSKOLI í Sími 22566 Lærið að dansa. HF. Furuvöllum 1 ■ 600 Akureyri ■ Simi 27788 Starfrækjum trésmiðju á þjónustugrundveili. -trésmiðjan Verktakar í byggingariðnaði Simi 96-24000 Furuvöllum 1 l&afmar V\ rafverktakar. Verkstæði Óseyri 6, sími 27410. Skrifstofa Furuvölium 1, sími 27188. Við í Reynishúsinu þökkum viðskiptin. Gleðilegjól gott ogfarsœlt komondi ár. • • •

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.