Dagur - 21.12.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 21.12.1987, Blaðsíða 15
21. desember 1987 - DAGUR - 15 Bridgefélag Akureyrar: Jólamót í Vín Hið árlega Jólamót Bridgefé- lags Akureyrar verður haldið í Blómaskálanum Vín við Hrafnagil, sunnudaginn 27. desember n.k. Um er að ræða tvímenningsmót, þar sem spil- uð verða 2 x 26 spil eftir Mit- chell-fyrirkomulagi. Pátttökugjald er krónur 1800 á mann og er hádegisverður inni- falinn í verðinu. Öllum spilurum á Norðurlandi er heimil þátttaka og tekur stjórn B.A. á móti þátt- tökutilkynningum. Æskilegt er að þær berist fyrir 22. desember, en einnig er mögulegt að mæta til Bær í byrj- un aldar - Hafnarfjörður Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnar- firði, hefur gefið út bókina Bær í byrjun aldar - Hafnarfjörður, sem Magnús Jónsson minjavörð- ur í Byggðasafni Hafnarfjarðar tók saman. Pessi bók var fyrst gefin út 1967 í litlu upplagi og seldist strax upp og sama er að segja um næstu útgáfu, sem út kom 1970. Hér kemur bókin út í þriðja sinn, og nú fylgir henni nafnaskrá yfir þá sem í bókinni eru nefndir. í skránni eru rúm- lega 1300 nöfn. Nafnaskrá var ekki í fyrri útgáfunum tveimur. Bær í byrjun aldar fjallar eins og nafnið gefur til kynna um Hafnarfjörð í byrjun aldarinnar, eða árið 1902, getið er íbúa bæjarins þetta ár og húsa og bæja í Hafnarfirði á þessum tíma, og þarna er mikill fróðleikur saman- kominn. Fjölmargar manna- myndir eru í bókinni og einnig myndir af ýmsum húsum í bænum. Allur aðaltexti bókar- innar er handskrifaður af höf- undinum, Magnúsi Jónssyni. skráningar snemma morguns á keppnisdag. Glæsileg verðlaun eru í boði, gefin af Sparisjóði Glæsibæjar- hrepps og Bókaútgáfunni Skjald- borg h.f. Keppnisstjóri á Jólamótinu verður Albert Sigurðsson, en reiknimeistari Margrét Þórðar- dóttir og mun tölvuútreiknuð staða liggja fyrir jafnóðum til að auka á spennuna. Keppnisdagur er sem fyrr segir sunnudagurinn 27. desember og hefst spilamennskan kl. 9.30 árdegis. Með mörau Æ F folki Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnar- firði, hefur gefið út bókina Með mörgu fólki eftir Auðun Braga Sveinsson. Þetta er fimmta bókin sem Auðunn Bragi býr til þrent- unar. Áður hefur hann séð um útgáfu á ritunum / fjórum línum /-//, vísna- og ljóðasafni, og safn- ritunum Faðir minn - Kennarinn og Faðir minn - Skólastjórinn. Auk þessa hefur birst margt efni eftir Áuðun í blöðum og tímarit- um, í ljóðum og lausu máli, allt frá árinu 1943. Þá hefur Auðunn flutt fjölmörg útvarpserindi allt frá árinu 1948. Kunnur er hann og fyrir þátttöku sína í spurn- ingaþáttum í fjölmiðlum og víðar. Þessi bók fjallar fyrst og fremst um fólk við ólík skilyrði og í mis- munandi umhverfi, - frá afdal til Austurstrætis, ef svo má að orði komast. Með mörgu fólki er heit- ið, sem höfundur valdi þessu greinasafni sínu og mun það vera réttnefni. HAFNARSTRÆTI96 SÍMI 96-27744 AKUREYRI fráFímd Nítrföt úr Anqorauíí Ullarvöruhornið Leikfangi' markadutinni Bifreiðastjórar: Hafið bílbænina í bílnum og orð hennar hugföst, þegar þið akið. Fæst í kirkjuhúsinu Reykjavík og Hljómveri, Akureyri. Til styrktar Orði dagsins MBM— Jólaafsláttur Veitum 10% afslátt kóm og sportvorum fram að jólum. KomiÖ og geríö góð kaup. W EYFJORÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 Viðskiptavinir athugið Bílaverkstæði Höldurs sf. Draupnisgötu 1 verður lokað milli jóla og nýárs. Höldursf. - Bílaverkstæði Sími 21715 og 26915. Fjármálaráðuneytið Kennitala í stað nafnnúmers Fjármálaráöuneytiö vekur athygli fyrirtækja og einstakl- inga á þeirri breytingu, aö kennitala kemur í staö nafnnúm- ers. Allir reikningar, sem sendir eru ráöuneytum og stofn- unum ríkisins og eiga aö greiöast af ríkissjóöi skulu auö- kenndir meö þessari tölu til þess að teljast greiðsluhæfir. Breytingin tekur gildi 1. janúar 1988. Reikningar sem sendir eru eftir miöjan desember koma ekki til greiöslu fyrr en eftir áramótin og veröa því einnig að bera kennitöluna. I I ( V t f Leiguskipti Reykjavík - Akureyr 3etum boðið góða 3ja herb. íbúð, 100 fm í Reykj fík í skiptum fyrir 4ra herb. raðhús á Akureyri. Leig ími til að byrja með 1 ár frá 1. janúar nk. vJánari uppl. gefur Jón Arnþórsson í síma 21900. j a- j- IÐNAÐARDEILD 9 SAMBANDSINS GLERÁRGÖTU 28 AKUREYRI SÍMI (96)21900 Óska eftir konu í ræstingar Upplýsingar milli kl. 1 og 3 ekki í síma Borgarbíó.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.