Dagur - 21.12.1987, Blaðsíða 16

Dagur - 21.12.1987, Blaðsíða 16
Snvrtivörur í úrvali - Snyrtivörudeild Okkar merki - Snyrtivörur í úrvali Margar spurningar hafa vaknað í sambandi við staðgrciðslu skatta. Á föstudaginn var mikil örtröð á skattstofii Akurcyrar en allir sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins þurfa að skila inn skattkortum. Mynd: TLV Tafir á vegafram- kvæmdum á Siglufirði - Matthías svarar Ragnari á Alþingi Akureyri: Öll hús í eigu bæjar- ins tengist hitaveitu „Þetta er fyrst og fremst mór- alskt atriði, að ekki sé verið að hvetja aðra til að taka hita- veitu meðan bærinn sleppur sjálfur. Versta dæmið um þetta er Glerárskóli, en helrn- ingur hússins er hitaður upp með rafmagni. Þá mætti einnig nefna húseign Rafveitunnar, en það mál er sér á báti,“ sagði Franz Árnason, hitaveitu- stjóri. í bókun stjórnar veitustofnana frá 2. desember er vakin athygli á að nokkur hús í eigu Akureyrar- bæjar séu ennþá ekki tengd við dreifikerfi Hitaveitu Akureyrar. Þeim tilmælum er beint til bæjar- stjórnar að þessi hús verði tengd hitaveitu á næsta ári og sagði Franz að þetta væri gert til að viðkomandi aðilar gætu gert ráð fyrir kostnaðinum á fjárhagsáætl- un einstakra stofnana. „Bæjarbúar hafa yfirleitt tekið tilboði hitaveitunnar vel,“ sagði Franz. „Nú eru jólin framundan þannig að flestir taka hlutunum rólega um þessar mundir en þó er alltaf hreyfing. Það er sjaldgæf- ara en áður að fólk taki eingöngu inn neysluvatn en við höfum leyft það með ákveðnum skilmálum.“ Franz sagði að lokum að sumir ættu erfitt með að tengjast hita- veitu vegna kostnaðarins, eink- um elli- og örorkulífeyrisþegar. Ekki væri fráleitt að taka til athugunar hvaða ráðstafanir væri hægt að gera til að aðstoða í slík- unt tilvikum, en þá væri fyrsta skrefið að snúa sér beint til skrif- stofu Hitaveitu Akureyrar. EHB Blönduós: Blóðug slagsmál Mikil ölvun var víðs vegar á Norðurlandi um helgina. Jólaglögg var óspart drukkin svo og sterkari drykkir og urðu margir bæði ærir og örvita. Á Blönduósi urðu slíkar óspektir að lögreglan þar man ekki ann- að eins og voru lögregluþjónar á þönum alla aðfaranótt sunnudagsins. „Það var jólaglöggin sem setti allt úr sambandi í nótt,“ sagði lögregluþjónn á Blönduósi þegar við forvitnuðumst um málið í gær. Hann sagði að lögreglan hefði stöðugt verið á ferðinni við að sinna köllum úr heimahúsum en tveir menn voru á vakt og höfðu í ýmsu að snúast. Slagsmál og erjur voru meiri en lögreglan á Blönduósi á að venjast og hlutu margir skrámur og einn töluverð meiðsl. Sannar- lega öfugsnúin jólastemmning þar í bæ. Á Akureyri bar líka mikið á ölvun að sögn lögreglunnar þar og voru 10 manns teknir af þeim sökum, vegna drykkjuláta og óspekta. SS Framkvæmdir við Siglufjörð hafa talist vegna tafa hjá verk- taka og einnig hefur verið erf- itt að fá stórvirk tæki til vinnu á öðrum tíma. Þetta kemur fram í svari Matthíasar Á. Mathiesen samgöngumálaráð- herra við fyrirspurn Ragnars Arnalds á Alþingi, hvers vegna vegarframkvæmdir við Siglu- fjörð hafi lent á óhagstæðasta framkvæmdatíma seinustu árin þ.e. seint að hausti. í svari ráðherra kemur fram að af fimm vegagerðarverkefnum, sem unnin hafa verið á þessu svæði sl. þrjú ár hafa tvö verk- efni dregist verulega. Hinum „Almenna reglan er sú að bygging skuli hafin innan árs frá lóðarveitingu. Þó er stund- um settur skemmri l'restur á einstakar byggingar. Það versta er þegar menn fara hálfa leið eða ekki það og skilja eftir hálfkláraða grunna og bygg- ingar sem geta vaidið slysum,“ sagði Jón Geir Ágústsson, byggingnfnllti'úi Akureyrar- bæjar. Jón Geir var spurður almennt þremur var lokið í september (tvö verk) og október. Umrædd tvö verk eru Mánárskriður og Flugvallarvegur í Siglufirði, og verður hér gerð stuttlega grein fyrir ástæðum þess að þau dróg- ust á langinn. Á árinu 1986 átti að ljúka gerð nýs vegar um Mánárskriður. Var hönnun og öðrum undirbúningi lokið í júlí það ár. Verk þetta krafðist stórvirkra tækja, og reyndust heppileg tæki til þess ekki fáanleg fyrr en um haustið. Var samið við verktaka í október og stóð vinna til 15. desember. Lokajöfnun ásamt lögn malarslit- lags fór fram í júníbyrjun sl. Flugvallarvegur á Siglufirði var um stöðu framkvæmda hjá hús- byggjendum á Akureyri með til- liti til þess hvort þeir stæðu við þær skuldbindingar sem að fram- an greinir. Hann sagði að nær ógerlegt væri að setja fram neina almenna skoðun á því hvernig húsbyggjendur stæðu að slíku því þetta væri mjög misjafnt. Ástandið væri víða ekki gott í þessum efnum og framkvæmda- hraði of lítill. „Við erum alltaf í hálfgerðri baráttu út af þessum málum því boðinn út í júní sl. Var síðan samið við Framtak sf. Siglufirði, og skyldi skilafrestur vera 30. september. Reyndin varð sú, að önnur verk þessa verktaka, m.a. gatnagerð á Siglufirði, drógust mjög á langinn og hófst vinna við Flugvallarveg ekki fyrr en í lok nóvember. Við þetta bætast vandamál varðandi malarefni. Vegagerðin taldi sl. vor, að feng- ist hefði leyfi Siglufjarðarbæjar til töku malarefnis í námu bæjar- ins. Þetta leyfi hefur ekki fengist staðfest í haust og óvíst hve mikl- um hluta verksins verður lokið á þessu ári. Leggja á klæðingu á þennan veg á næsta ári, og gæti þaðdregistframeftirsumri. AP oft er ekki nægilega vel gengið frá á byggingarstað þegar fram- kvæmdir stöðvast. Það virðist vera ótrúlega erfitt að fá fólk til að skilja þetta. Þá kemur einnig til greina tekjutap sveitarfélag- anna því þessar byggingar bera mun lægri gjöld hálfkláraðar. Mér finnst þróun þessara mála á Akureyri ekki vera til bóta. Vegna mikilla sveiflna í bygging- ariðnaðinum hér í bænum hefur sú staða mála sem er í dag verið ríkjandi allt frá því að ég fór fyrst Of lítil notk- un endur- skinsmerkja - Börn gera sér að leik að slíta merkin úr yfirhöfnum „Það virðist sem börn og ungl- ingar skilji ekki alltaf til fulln- ustu mikilvægi endurskins- merkja og notkun þeirra,“ sagði Olafur Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri. Undanfarið hefur verið bent á að notkun almennings á endurskins- merkjum sé ekki nógu mikil og heyrst hefur að börn og ungl- ingar geri sér að leik að slíta endurskinsmerki af yfirhöfn- um í skólunum. Ólafur sagði að frásagnir um þetta atferli barna hefðu borist lögreglunni og væri því mikilvægt að rétt notkun merkjanna væri brýnd fyrir börnum. Lögreglan kemur reglulega í skóla bæjarins og fræðir börnin um endurskins- rnerki og umferðarreglur, auk þess sem hún helur dreift ókeypis endurskinsmerkjum. „Það er oft erfitt að fá fullorðið fólk til að nota endurskinsmerki. Þó er þægilegt að nota merkin með því að hafa þau í vösum yfir- hafna og taka þau fram þegar viðkomandi ferðast fótgangandi í myrkri. Það er misskilningur að nauðsynlegt sé að láta merkin hanga stöðugt aftan á flfkum,“ sagði Ólafur. Kvartað hefur verið undan því að erfitt sé að fá endurskinsborða sem straujaðir eru fastir á flíkur. Ólafur sagði það rétt að erfitt væri að fá slíka borða en fata- framleiðendur ættu að taka til athugunar hvort ekki væri hægt að sauma glitborða á föt og þar með væri málið leyst. Hugsanlegt væri að slíkir borðar væru í líkum litum og fötin og þyrfti þetta því ekki að vera ósmekklegt. EHB að vinna við byggingaeftirlit. En ástandið hefur heldur ekki versn- að frá því sem var,“ sagði Jón Geir. Þegar byggingafulltrúi var spurður að því hvort honum fyndist að bærinn ætti að leggja harðar að mönnum að ljúka framkvæmdum sagði hann: „Þetta er viðkvæmur punktur þar sem ástæður fyrir slíkum töfum geta verið af margvíslegum toga, persónulegum sem öðrum.“ EHB „Erum alltaf í hálfgerðri baráttu“ - segir Jón Geir Ágústsson byggingafulltrúi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.