Dagur - 22.12.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 22.12.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 22. desember 1987 Vinningstölur 19. desember Heildarvinningsupphæð kr. 5.541.763.- 1. vinningur kr. 2.777.946.- Skiptist á milli 6 vinningshafa kr. 462.991.- á mann. 2. vinningur kr. 830.375.- Skiptist á milli 511 vinningshafa kr. 1.625.- á mann. 3. vinningur kr. 1.933.442,- Skiptist á milli 10.682 vinningshafa sem fá kr. 181.- hver. Upplýsingasími 91-685111. m Orðsending til jólasveina og barna Karíus og Baktus fara ekki í jólafrí. Tannverndarráð v4, vdum œikli «g upphai' feltttókM tótmwbc&flwafltá „Loksins, loksins" - Vefarinn mikli og upphaf íslenskra nútímabókmennta Út er komin bókin „Loksins, loksins“ - Vefarinn mikli og upp- haf íslenskra nútímabókmennta eftir Halldór Guömundsson bók- menntafræðing. í henni er fjailað um þróun íslenskra bókmennta fyrsta áratuginn eftir fullveldið 1918 með sérstakri áherslu á bylt- ingarverk þessa tímabils. Bréf til Láru eftir Þórberg Pórðarson og Vefarann mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness. Jafnframt varp- ar hðfundur Ijósi á nokkur helstu viðfangsefni og þemu þess módernisma sem ruddi sér til rúms í evrópskum bókmenntum í kringum aldamótin og kannar áhrif þeirra á Halldór Laxness. Mál og menning gefur bókina út. Hún er 232 bls. að stærð og prýdd mörgum myndum. Dóphringur í Danaveldi Vasaútgáfan hefur gefið út skáld- söguna Dóphringur í Danaveldi eftir Frank Jensen. Þetta er í eðli sínu spennusaga, sem fjallar um æsileg eiturlyfjaviðskipti í Dan- mörku. En það sem gerir hana svo óvenjulega og merkilega er, að höfundurinn Frank Jensen starfaði um árabil í fíkniefna- deild dönsku lögreglunnar og öðlaðist við það þekkingu og inn- sýn í þessi mál í hinu óhugnan- lega eiturlyfjabæli í Kaupmanna- höfn. Hann lýsir því vel, hvernig Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400 alþjóðlegir sölumcnn dauðans starfa. Einkum er vikið í sögunni að vandamáli stórlaxanna, hvaðan fjármagnið kemur og hvernig á því stendur, að stórlaxarnir, fínu mennirnir sem lifa flott á eymd vesalinganna venjulega sleppa. En síðast endar skáldsagan ein- mitt á hinu æsilega og blóðuga uppgjöri við nokkra stórlaxa. Bókin Dóphringur í Danaveldi er 160 bls. og skiptist niður í 32 kafla. Steingrímur Pétursson íslenskaði en Kjartan Arnórsson gerði kápumynd. Bókin er prent- uð í Prentstofu G. Benediktsson- ar. Stjörnumerkin og kynlífið Höfundur þessarar bókar, Jdith Bennett, er bandarísk en mennt- uð bæði í Evrópu og Bandaríkj- unum í stjörnuspeki, sálfræði og kynlífsfræðum. I hartnær tvo ára- tugi stundaði hún ráðgjöf og er víðkunn í heimalandi sínu fyrir störf sín á þessu sviði. Hún lést í hinu hörmulega flugslysi á O. Hare flugvelli við Chicago í upp- hafi þessa áratugar. í þessari bók leiðir Judith Bennett skemmtilega saman stjörnumerki og sálfræði með aðaláherslu á konur. Hún bendir ítrekað á að stjörnumerkið sem slíkt sé síður en svo einhlít leið til sjáfsþekk- ingar því stjörnuspekin, eins og sálin, sé flóknari en svo að stutt lýsing gefi fullkomna mynd. Pví kallar hún hvert stjörnumerki ákveðna „Kvennalýsingu" og beitir síðan sálfræðinni til að túlka og víkka út þá mynd. í lýsingu á hverju stjörnumerki fjallar höfundurinn fyrst um pers- ónleikann almennt, en ræðir síð- an hliðar eins og samskipti, kyn- hneigð og reiði. Þar beitir hún sálfræðilegri þekkingu til að sýna t.d. áhrif reiði á kynhneigð og samskipti, en líka hvernig hægt er að draga úr þeim áhrifum. Útgefandi er Skjaldborg. List og lífsskoðun Út er kominn II. flokkur í heild- arútgáfu AB á ritverkum Sigurð- ar Nordals. Nefnist hann List og lífsskoðun. Þessi flokkur er í þremur bindum eins og fyrsti flokkurinn, Mannlýsingar, sem kom út 1986. List og lífsskoðun er í raun mjög fjölbreytt safn, en í aðalat- riðum má segja að flokkurinn hafi að geyma skáldskap hans. Enn- fremur margvíslegar ritgerðir frá ýmsum tímum, sem tengjast þessum efnum og bera kaflaheit- in Skiptar skoðanir (ritdeila við Einar H. Kvaran), Hugleiðingar, Háskóli og fræði, Listir, Heil- brigði og útivist, Endurminning- ar. í skáldskaparkaflanum er að finna kvæði Sigurðar Nordals frá ýmsum tímum, leikrit hans svo sem Uppstigningu, hina frábæru þýðingu á kvæði Frödings um Atlantis, afburða smásögur eins og Lognöldur og Síðasta fullið. En hæst ber vafalaust ljóðaflokk- inn Hcl, sem er bæði tímamóta- verk í íslenskum bókmenntum og sígiidur skáldskapur. Heimspeki Sigurðar Nordals, sem með jöfnum rétti má kalla lífsspeki, birtist hér fyrst og fremst í fyrirlestrasöfnunum Ein- lyndi og marglyndi og Líf og dauði. Hún er aðgengileg öllum þorra manna. Þorsteinn Gylfason hefur í ritgerð með Einlyndi og marglyndi 1986 kallað hana „manneðlisfræði", tilgangur hennar er siðferðileg lífernislist. Bækurnar eru samtals rúmlega 1200 bls. að stærð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.