Dagur - 22.12.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 22.12.1987, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - 22. desember 1987 22. desember 1987 - DAGUR - 9 Safnahúsið Hvoll á Dalvík var opnað þann 12. desember síð- astliðinn. Þetta gamla hús hef- ur nú fengið það hlutverk að hýsa sögulega muni sem varða sögu Dalvíkur og byggðarlags- ins alls. Munir í húsinu skipta þúsundum og er þó mikið af munum enn í geymslu og bíða þess að safnahúsið verði stækkað en í framtíðinni mun það verða gert. Safnahúsið Hvoll er tekið í notkun þegar liðin eru 100 ár frá búsetu á Böggvisstaðasandi. Til- drög að safnahúsinu eru þau að árið 1983 skipuðu bæjaryfirvöld fulltrúum sem sátu þá í stjórn Héraðsskjalasafns Svarfdæla að athuga um náttúrugripi unna af Steingrími Þorsteinssyni með það fyrir augum að stofna náttúru- gripasafn. Nefndinni var einnig falið að kannað yrði mögulegt húsnæði fyrir safnið en ekkert húsnæði fannst að sinni. í janúar 1985 skipaði Dalvíkurbær byggða- safnsnefnd og í henni sitja Krist- ján Ólafsson formaður, Júlíus Kristjánsson og Gylfi Björnsson. Stuttu seinna kom upp sú staða að Hvoll er til sölu og þá keypti bærinn húsið með það fyrir aug- um að setja upp safnahús. Hvoll var afhentur Dalvíkurbæ 1. júlí 1985 og var þá strax hafist handa við að innrétta húsið sem safna- hús. Húsið var nánast gert upp að nýju. Skipt var um miðstöðvar- og rafmagnslagnir í húsinu, málað, parket- og teppalagt o.s.frv. í dag hafa tvær hæðir í húsinu verið teknar í notkun en enn er óinnréttuð rishæð og er ætlunin að þar verði baðstofa í framtíðinni. Strax þegar ákveðið var að gera Hvol að safnahúsi fóru hús- inu að berast ýmsar gjafir. Menn- ingarsjóður Svarfdæla gaf 350 þúsund krónur til stoínunar nátt- úrugripasafns. Systkini Jóhanns „Svarfdælings" Péturssonar færðu safnahúsinu 100 þúsund krónur að gjöf og á vígsludag hússins færðu Svarfdælingasam- tökin í Reykjavík húsinu 100 þúsund krónur. Endurbætur í sjálfboðavinnu Er Kristján Ólafsson. formaður byggðasafnsnefndar sýndi blaða- manni safnahúsið á dögunum sagði hann að öll vinna við endurbætur hafi verið unnin í sjálfboðavinnu. Umsjón meö raf- lögnum hafði Porsteinn Skapta- son, Valur Harðarson sá unt mið- stöðvarlögn en yfirsmiður var Björn Þorleifsson. Yfirumsjón Þúsundir safngrijM undir sama þaki iar plöntum sem hún fór Jóhann til D; af ýmiss konar plöntum sem hún hefur safnað í gegnum árin. Aðalbjörg sá einnig sjálf um upp- setningu og frágang safnsins. Steinasafnið er frá burtflutt- um Dalvíkingum, þeim Frímanni Sigurðssyni og Árnýju Þorleifs- dóttur og sömu sögu er að segja um eggjasafnið sem kemur frá Össuri Kristinssyni. Þessu til viðbótar er í safnahús- inu um 1200 muna safn sem kalla má vísi að byggðasafni en aðeins um 10 munir af þessum 1200 koma ekki úr byggðarlaginu. Þessum munum hafa Kristján Ólafsson og Valgerður Guð- Skór af Jóhanm /w. £ <</ Svarfdælingi“. Númer þeirra er 84. fór Jóhann til Danmerkur þar sem hann hafði starfa af að sýna sig í fjölleikahúsum. Hann ferð- aðist víða og kom m.a. fram á heimssýningunni í París árið 1937. Þegar heimsstyrjöldin síð- ari skall á lokaðist hann inni í Kaupmannahöfn en kom síðan heim árið 1945. Aftur hvarf hann þó utan en í þetta sinn til Banda- ríkjanna. Þangað fór hann árið 1958 og var þar óslitið til ársins 1982 er hann kom til íslands á ný. Heimkominn til Dalvíkur bjó Jóhann á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra en hann andaðist þann 26. nóvember árið 1984. Úr herbergi með munum Jóhanns „Svarfdælings“. með verkinu í heild hafði byggðasafnsnefnd. „Byggðasafnsnefnd vill þakka Jóni E. Stefánssyni, fyrrum eig- anda hússins, fyrir hans framlag til að þetta safn gæti orðið að veruleika því að þegar hann seldi húsið þá var verð þess langt undir raunvirði. Þá viljum við einnig þakka hinum fjölmörgu sem styrkt hafa þessa uppsetningu, ýmist með fjárframlögum eða vinnu,“ segir Kristján. „Það er gott að horfa til safna- mála hér á Dalvík í framtíðinni því við bindunt miklar vonir við að þetta hús verði stækkað og hér megi koma inn þeim munum sem við eigum nú þegar. Þetta hús er nýtt eins og frekast er kostur í dag en þó kemst ekki nema hluti af þeim munum sem til eru í húsið.“ Fimm söfn undir einu þaki í Safnahúsinu Hvoli eru fimm söfn og auk þess eitt herbergi sem helgað er minningu Jóhanns „Svarfdælings“ Péturssonar. Náttúrugripasafnið er unnið af Steingrími Þorsteinssyni og samanstendur af um 50 munum, aðallega fuglum sem Steingrímur hefur sjálfur stoppað upp. Steingrímur sá einnig um upp- setningu safnsins í safnahúsinu. Plöntusafn Aðalbjargar Jóhannsdóttur telur 216 tegundir Gömul verkfæri í munasafninu. í herbergi því er helgað er minningu Jóhanns „Svarfdæl- ings“ er að finna muni svo sem sýningarföt hans, skó, hringa, hækjur, harmoniku og margt fleira. Flestir eru þessir munir stærri en gerist og gengur t.d. ná hækjurnar í höfuðhæð meðal- manns. Reiðhjól Jóhanns er líka þarna að finna en Kristján segir að hjólið hafi fundist í kjallara Austurbæjarskólans í Reykjavík. Þetta hjól er eins í útliti og önnur hjól nema því aðeins að það er mun stærra. Sennilega eru ekki margir hérlendis sem gætu hjólað á farskjótanum. Margir af munum í herbergi Jóhanns fengust frá Bandaríkjunum þar sem hann bjó lengstum ævi sinnar. Aðrir munir voru í eigu ættingja Jóhanns. Sjón sögu ríkari Mjög hefur verið vandað til upp- sctningar safnanna í Safnahúsinu Hvoli. Án efa eiga margir eftir að rifja upp liðinn tíma þegar munir í þessu myndarlega safnahúsi eru skoðaðir. Þarna eru til sýnis allt frá bátavélum ofan í saumnálar, allt vandlega merkt og frágengið. Þá er vert að geta fjölda ljós- mynda sem til sýnis eru í húsinu en þær eru úr ljósmyndasafni Jónasar Hallgrímssonar. Nú þegar jólahátíðin fer í hönd ætti að vera gott tækifæri til að líta inn í Safnahúsið Hvol á Dal- vík og njóta þess að skoða þá muni sem þar eru. JÓH Gömul sýningarvél úr Dalvíkurbíói. Byggðasafnsnefnd á vígsludaginn. Frá vinstri: Júlíus Kristjánsson, Gylfi Björnsson og Kristján Ólafsson. mundsdóttir kona hans safnað á undanförnum árum og á vígslu- dag safnahússins færðu þau Dal- víkurbæ þetta safn að gjöf. Dalvíkurbær á nú bæði húsið og alla þá muni sem > því eru. Söfnin eru öll gjafir til bæjarins í tilefni af uppsetningu safnahúss á Dalvík og ber það vott um hlý- hug safnaranna til bæjarins og áhuga þeirra fyrir stofnun safna- hússins. Munir Jóhanns „risa“ Þegar farið er í gegnum söfnin í safnahúsinu vekur herbergið sem tileinkað er Jóhanni „Svarfdæl- ingi“ mikla athygli. Jóhann Pét- ursson var fæddur 9. febrúar 1913, þriðji í aldursröð 9 syst- kina. Við fæðingu vóg hann 18 merkur. Jóhann „Svarfdælingur" var kunnur fyrir hæð sína. Hann var hæsti íslendingur sem sögur fara af og um tíma var hann tal- inn vera hæsti inaður í heinti. Þá mældist hann 2,52 m á hæð og vóg 163 kíló. Þar sem Jóhanni gekk erfiðlega að finna atvinnu við sitt hæfi hér heima varð hann að leita fyrir sér á erlendri grund. Árið 1935, þá 22 ára gamall, Myndir: JÓH og EHB Séð yfir hluta muna í byggðasafninu. Farþegar stíga frá borði á Akureyrarflugvclli eftir áætlunarflug frá Reykjavík með Flugfélagi Norðurlands. Ferðir um jól og áramot Eflaust munu margir bregða undir sig betri fætinum um þessi jól sem önnur. Miklar annir eru hjá flugfélögum og sérleyfishöfum í kringum há- tíðardagana og mikilvægt að fólk hafí kynnt sér hvernig ferðum verður hagað um há- tíöarnar. Flestir ferðast innanlands með flugi og þá sennilega einna flestir með Flugleiðum. Flugleiðir fljúga á þrjá staði á Norðurlandi, þ.e. Akureyri, Sauðárkrók og Húsavík. Á Þorláksmessu munu verða flognar 9 ferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur. Aðeins einn dagur á árinu hefur verið jafn annasamur á þessari flugleið. Síðasta ferð á þessari flugleið verður kl. 13 á aðfangadag og síðasta flug frá Akureyri er kl. 14.20 sama dag. Á annan jóladag verður fyrsta mæting í Reykjavík kl. 12.35 og verða flognar 4 ferðir þann daginn. Dagana milli jóla og nýárs verður flogið samkvæmt venjulegri áætlun. Á gamlársdag verður flogið eins og á aðfanga- dag en fyrsta flug eftir áramót verður 2. janúar. Á Þorláksmessu verður farin ein ferð milli Sauðárkróks og Reykjavíkur en síðasta vél fyrir jól fer kl. 9.00 á aðfangadag. Fyrsta flug eftir jól verður sunnu- daginn 27. des. en þá verður lagt af stað frá Reykjavík kl. 9.15. Venjuleg áætlun verðuf í gildi milli jóla og nýárs en síðasta ilug fyrir áramótaknallið verður á gamlársdag kl. 11. Fyrsta flug á nýju ári verður 3. janúar kl. 8.15 úr Reykjavík. Milli Húsavíkur og Reykjavík- ur verða flognar tvær ferðir á Þorláksmessu, mætingar kl. 8.30 og 17.15 í Reykjavík. Á aðfanga- dag verður flug frá Reykjavík kl. 11.30. Fyrsta flug eftir jól verður sunnudaginn 27. desember en þá verða flognar tvær ferðir. Milli jóla og nýárs verður flug sam- kvæmt áætlun á flugleiðinni en á gamlársdag verður síðasta flug frá Reykjavík til Húsavíkur kl. 11. Byrjað verður aftur að fljúga eftir áramót þann 2. janúar. Flugleiðir vilja koma því á framfæri við fólk að pantanir verði gerðar í tíma og fólk láti vita með fyrirvara um afpantanir. Arnarflug Arnarflug flýgur í áætlunarflugi frá Reykjavík til Siglufjarðar og Blönduóss. Til Sigluíjarðar er flogið alla daga vikunnar og er brottför úr Reykjavík kl. 10 en frá Siglufirði kl. 11.30. Síðasta ferð fyrir jól verður þann 23. des. og fyrsta ferð fyrir jól verður á annan í jólum. Síðasta ferð fyrir áramót verður þann 30. des. en fyrsta ferð eftir áramót verður 2. janúar. Til Blönduóss er flogið alla daga nema mánudaga og laugar- daga og er brottför úr Reykjavík kl. 18 og frá Blönduósi kl. 19. Síðasta ferð fyrir jól verður á Þorláksmessu en fyrsta ferð eftir jól verður sunnudaginn 27. des. Síðasta ferð fyrir áramót verður 30. des en fyrsta ferð á nýju ári verður þann 3. janúar. Hjá Arnarflugi fengust enn- fremur þær upplýsingar að enn gætu átt eftir að bætast við auka- ferðir og því væri ráðlegast að spyrjast fyrir urn flugferðir hjá Árnarflugi. Ennfremur verður flogið bæði á aðfanga- og gaml- ársdag ef veður tefur flug rétt fyr- ir hátíðar. Sérleyfíshafar Milli Akureyrar og Húsavíkur verða daglegar ferðir fram að jólúm. Ekið er frá Húsavík kl. 8 og til baka kl. 16. Sunnudaginn 27. des. er ferð frá Húsavík kl. 19 og frá Akureyri kl. 21. Þriðju- daginn 29. des. verður síðasta ferð fyrir áramót frá Húsavík kl. 8 en frá Akureyri kl. 16. Fyrsta ferð á nýju ári verður 3. janúar kl. 19 og frá Akureyri kl. 21. Þriðjudaginn 5. janúar verður ferð frá Húsavík kl. 8 en frá Húsavík kl. 16. Næstu ferðir eru síðan fimmtudaginn og föstudag, 7. og 8. Á leiðinni Dalvík-Akureyri verður ekið á aðfangadag frá Dalvík, kl. 9 og frá Akureyri kl. 12.30. Næsta ferð milli Akureyr- ar og Dalvíkur er síðan þann 29. des. Þá verður farið frá Dalvík kl. 9 og frá Akureyri kl. 12.30. Ekki er ekið miðvikudaginn 30. des. en næsta ferð er á gamlárs- dag kl. 9 frá Dalvík og kl. 12.30 frá Akureyri. Á leiðinni Ólafsfjörður-Akur- eyri verður ekið 22. og 23. des. kl. 9 frá Ólafsfirði og kl. 15.30 frá Akureyri. Engin ferð verður fyrr en þann 29. des en þá verður einnig farið frá Ólafsfirði kl. 9 og frá Akureyri kl. 15.30. Norðurleið Norðurleið mun aka alla daga að undanskildum aðfangadegi, jóla- degi, gamlársdegi og nýársdegi. Farið verður frá Akureyri kl. 9.30 og komið til Reykjavíkur kl. 17.30 en frá Reykjavík er farið kl. 8. og komið til Akureyrar kl. 16. Sérleyfisbílar Akureyrar rnunu aka á leiðinni Akureyri-Mývatn um jól og áramót. Þann 22. des. verður farið frá Akureyri kl. 18 og frá Reynihlíð kl. 8. og 20. Þann 29. des. verður farið frá Akureyri kl. 14 og frá Reynihlíð kl. 17. Sömu brottfarartímar verða einnig í gildi þann 3. janú- ar. Flugfélag Norðurlands Mikið verður flogið hjá Flug- félagi Norðurlands um iólin. Félagið flýgur á ísafjörð, Ólafs- fjörð-Reykjavík, Siglufjörð, Grímsey, Húsavík, Kópasker, Rajifarhöfn, Þórshöfn, Vopna- fjörð og Egilsstaði. Ferðum á 'þessa staði verður fjölgað um jól og áramót og segja má að þá daga sem ekki er áætlunarflug á þessa staði verði flogið þangað. Þannig mun félagið reyna að koma öllum á áfangastað. Ekki er ráðgert að fljúga á jóladag og nýársdag. Fólki er ráðlagt að hafa samband við flugfélagið til að fá nánari tímasetningar á flugi. "JÓH Örtruð í farangursafgreiðslu á Akureyrarflugvelli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.