Dagur - 23.12.1987, Side 1

Dagur - 23.12.1987, Side 1
70. árgangur Akureyri, miðvikudagur 23. desember 1987 246. tölublað AiW: fyrír tierrsunst f rrobödí in HAFNARSTRÆTI 92 602 AKUREYRI SlMI 96-26708 . BOX 397 DME Næsta blað kemur út mánudag- inn 28. desember. Auglýsendur þurfa að skila inn handritum fyrir hádegi í dag. Útlit fyrir hvít iól á Norðurlandi Svo virðist sem óskir margra um hvít jól muni rætast, í það minnsta á Norðurlandi, sam- kvæmt þeim upplýsingum sem Dagur fékk hjá Unni Ólafs- dóttur veðurfræðingi á Veðurstofu íslands. Unnur sagði að í dag yrði suð- austan átt og slydda en með kvöldinu snérist í norðaustan átt, kalda og snjókomu. Hiti verður á bilinu 3-6 stig en á morgun, aðfangadag kólnar og verður hitinn um frostmark. „Hina jóladagana má búast við strekkingi og rysjóttu veðri með snjókomu og slyddu,“ sagði hún. Unnur sagði að ekki væri hægt að segja til um veðrið lengra fram í tímann, en nú væri lægðagangur við landið svo búast má við suð- austan og norðaustan áttum á víxl. VG Góð sala í jólatrjám: Rauðgrenið barr- heldið í ár „Það hefur verið rífandi sala í jólatrjám,“ sagði Hallgrímur Indriðason hjá Gróðrarstöðinni í Kjarna, þegar við spurðum hann hvort fólk væri yfirleitt búið að fjárfesta í jólatrénu þetta árið. „Líklega eru flestir búnir en nú fer hver að verða síðastur, því úrvalið minnkar sífellt.“ Að magni sagði Hallgrímur að mest hafi verið selt af rauðgreni en mikil eftirspurn hafi þó verið Rafveita Akureyrar: llla geng- ur að inn- heimta Svo virðist sem fólk hafi í kaupæðinu gleymt því að reikningar þurfa að greiðast eins og venjulega. Hjá Rafveitu Akureyrar hafa heimtur aldrei verið jafn slæmar og nú sem að sögn rafveitustjóra kemur sér mjög illa fyrir veituna. „Venjulegast hefur fólk greitt rafmagnsreikningana áður en það gerir jólainnkaupin en núna virðist dæmið hafa snúist við. Petta eru alveg óvenju lélegar heimtur núna og engu líkara en fólk hafi gleymt þessum reikning- um í öllum jólaundirbúningn- um,“ sagði Svanbjörn Sigurðs- son, rafveitustjóri í samtali við blaðið. í dag er eindagi rafmagns- reikninganna og því ráð að fólk dragi reikninga sína fram úr hill- unum og greiði þá svo ekki komi til óþæginda. JÓH eftir þini. Furan mun vera upp- seld þetta árið. Algengasta stærð þeirra trjáa sem seljast mun vera á bilinu 1,25-1,50 metrar og sagði hann að fólk væri ákaflega fast- heldið á stærðir frá ári til árs. Aðspurður sagði Hallgrímur að í ár ætti rauðgrenið að vera sérlega barrheldið. „Þau tré sem komu í hús hjá okkur eru vel þroskuð og hafa ekki frosið en það tryggir barrheldni. Svo hjálp- ar til að bleyta tréð vel áður en það er sett upp, hreinsa höggsár- ið og láta það standa í fæti með vatni. í dag er síðasti dagur jólatrés- sölunnar og eru þau seld bæði í göngugötunni og í Gróðrarstöð- inni Kjarna. Það mun hafa aukist nokkuð að fólk komi í Kjarna- skóg að kaupa sér tré og noti ferðina til gönguferða og útivistar í leiðinni. „Ég vil vara fólk við því, að þegar trén þorna eru þau mjög eldfim. Lifandi ljós á trjám heyra sennilega sögunni til, en aldrei er of varlega farið,“ sagði Hallgrím- ur Indriðason að lokum. VG Siglfirðingar, Ólafsfirðingar og Húsvíkingar: Gera iólainnkaup á Akureyri Nokkuð hefur borið á því að fólk frá smærri kaupstöðum í nágrenni Akureyrar, sæki þang- að til að versla fyrir jólin. Dag- ur hafði samband við verslun- araðila á Siglufirði, Ólafsfirði og Húsavík og innti álits á þessari fullyrðingu. Allir sögðu þeir ástæðuna vera fyrst og fremst góða færð nú og trú á að hægt sé að gera betri inn- kaup á Akureyri en heima. Raunin væri aftur á móti sú, að a.m.k. hvað matarinnkaup varðaði væri vöruverð frekar lægra „heima“ en hitt. Sigurður Fanndal formaður Kaupmannafélagsins á Siglufirði sagði það sérstaklega áberandi um þessi jól að fólk fari úr bæn- um til að gera jólainnkaup. „Jólaverslun hér er minni en í fyrra og tel ég að Siglfirðingar séu að grafa sér gröf með því að flytja verslun úr bænum. Þetta tel ég mikla skammsýni því fólk vill geta farið í sína heimaverslun þegar því hentar. Það borgar sig ekki að fara yfir lækinn til að sækja vatnið,“ sagði Sigurður að lokum. Sigurður Guðmundsson versl- unarstjóri í Valbergi á Ólafsfirði sagði að verslun hjá þeim hafi verið þokkalega góð, en þó tæp- lega eins og venjulega. Aðspurð- ur sagðist hann hafa orðið var við það mcira en áður að Ólafsfirð- ingar færu til Akureyrar til að gera jólainnkaup. „Ég tel ekki að þarna sé um hagkvæmnissjónar- mið að ræða því verð hér er ekki hærra en á Akureyri. Sjálfsagt er Svona var færið á Lágheiði nú rétt fyrir jólin. Eins og sjá má er auðvelt fyrir Siglfirðinga að skjótast í jóla- innkaupin til Akureyrar enda segja verslanacigendur á Siglufirði að verslun þar sé mun minni en oft áður. Mynd: JÓH. úrval á sérvöru meira þar en hér, en þar með er það upp talið. í>eg- ar kemur að því að fólk kemst ekki í svona verslunarleiðangra, sem óneitanlega kemur niður á verslun hér, er það tilbúið til að gera kröfur um góða þjónustu." Á Húsavík var Einar Sighvats- son hjá Kjarabót fyrir svörum og sagðist hann jafnvel hafa heyrt, að meira væri um Húsvíkinga á Akureyri en á Húsavík. „Ég held nú samt að muni rætast úr versl- uninni. Sjálfsagt er meira um þetta nú vegna góðrar færðar en ég tel ástæðuna einnig vera þá að ekki er áfengisverslun á Húsavík svo þegar farið er í þá verslun á Akureyri, fylgja óhjákvæmilcga með önnur innkaup," sagði Einar að lokum. VG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.