Dagur - 23.12.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 23.12.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR —23. desember 1987 Piltur og stúlka Leikstjóri Borgar Garöarsson. Leikmynd Örn Ingi Gíslason. Lýsing Ingvar Björnsson. Tónlist Jón Hlöðver Áskelsson. Frumsýning 2. dag jóla kl. 17.00. 2. sýning sunnudag 27. des kl. 20.30. 3. sýning þriðjud. 29. des. kl. 20.30. 4. sýningmiðvikud. 30. des. kl. 20.30. 5. sýning fimmtud. 7. jan. kl. 20.30. 6. sýning föstudag 8. jan. kl. 20.30. 7. sýning laugardag 9. jan. kl. 18.00. 8. sýning sunnudag 10. jan. kl. 15.00. Athugið breyttan syningartíma. Forsala aðgöngumiða hafin. Gjafakortið gleður Tilvalin jólagjöf (■■■ ! 1C ! Jf Æ MIÐASALA mg sími 96-24073 tEIKFÉLAG AKURGYRAR Borgarbíó They Exiet. fear Them THE BELI Annar í jólum og þriðji í jólum. Kl. 3.00 Frumskógar- strákurinn (Larzo) Kl. 3.00 Litla hryllingsbúðin Kl. 5.00 Superman IV Kl. 9.00 The Believers Frumsýning Kl. 9.10 Hver er stúlkan? Kl. 11.00 The Believers Kl. 11.10 Svarta ekkjan wipow a»wS*ií« SaiWrWMWMKUKWO 4smatm4si «u*s»lHa assííti'«t íþróffir „Valið stóð á milli KR og KA“ - segir Alfreð Gíslason landsliðsmaður í handknattleik sem hefur ákueðið að leika með KR næsta keppnistímabil „Valið stóð á milli KR og KA,“ sagði Alfreð Gíslason landsliðsmaður í handknattleik í samtali við Dag í gær. Alfreð hefur nú ákveðið að snúa heim frá Þýskalandi með vorinu og hyggst leika með KR-ingum næsta keppnistímabil. Alfreð hefur leikið með þýsku meist- urunum Essen undanfarin ár við frábæran orðstír. - En af hverju varð KR fyrir valinu? „Eins og ég sagði, stóð valið á milli KR og KA og þá Reykja- víkur og Akureyrar. Ég hef leik- ið með báðun liðunum og líkað það vel. Það er því ekki rétt sem kom fram í einu dagblaðana að aðeins KR hefði komið til greina hér á landi. Vegna vinnu minnar taldi ég að mig hafa meiri mögu- leika í Reykjavík og ákvað því að flytja þangað, alla vega fyrst um sinn.“ - En nú hefur KR-liðinu ekki gengið neitt allt og vel í 1. deild- inni í vetur, hvað gerist nú ef lið- ið fellur í vor? „Ég hef nú ekki velt þeim möguleika fyrir mér. En ég held að það komi ekki til með að hafa nein áhrif á ákvörðun mína. Ef KR fellur, þá leik ég með þeim í 2. deildinni næsta keppnistíma- bil, ég er lítið fyrir það að hlaupa á milli félaga,“ sagði Alfreð Gíslason að lokum. Alfreð á örugglega eftir að setja skemmtilegan svip á íslenskan handknattleik á næstu árum, enda einn af snjöllustu leikmönnum heims. En það hefði óneitanlega verið gaman að sjá hann í KA-búningnum á næsta ári. Alfreð Gíslason klæðist KR-bún- ingnum næsta ár. Jakob Sigurðsson skoraði tvö falleg mörk úr horninu í leiknum gegn S-Kóreumönnum í gærkvöld. Mynd: KK Handbolti: S-Kóreumenn hefndu fyrir tapið frá kvöldinu áður - og sigruðu íslendinga mjög örugglega í gærkvöld, 33:28 S-Kóreumenn svöruðu fyrir tapið gegn íslendinguin í fyrra- kvöld er liðin áttust í við öðru sinni í Laugardalshöllinni í gærkvöld. íslendingar unnu leikinn á mánudagskvöld nokkuð örugglega 36:31 en í gærkvöld voru það handknatt- leikssniliingarnir frá S-Kóreu sem höfðu völdin og sigruðu 33:28, eftir að hafa leitt 16:13 í hálfleik. Það var greinilegt strax í upp- hafi leiksins í gærkvöld að S-Kór- eumenn ætluðu að ná fram hefndum eftir tapið kvöldið áður. Þeir léku af miklum krafti og skoruðu þrjú fyrstu mörkin. Karl Þráinsson kom íslenska liðinu á bragðið með fyrsta markinu á 6. mín. íslendingar minnkuðu síðan muninn í 3:4 og 4:5. Þá fóru hlut- irnir að gerast hratt og á örfáum mínútum breyttist staðan í 12:5 S-Kóreumönnum í vil. Skömmu síðar var staðan 13:6 en þá fór Valdimar Grímsson í gang og hægt að sígandi minnkaði hann muninn. Af 7 síðustu mörkum íslenska liðsins í fyrri hálfleik skoraði hann 6 en í leikhléi höfðu S-Kóreumenn yfir 16:13. Sigurður Gunnarsson minnk- aði muninn í 14:16 f upphafi síð- ari hálfleiks en Kang svaraði strax aftur. Sigurður skoraði þá 15. markið en Kang var fljótur að svara fyrir það. Atli Hilmarsson bætti við 16. markinu en því svar- aði Kang með tveimur mörkum og Lee fyrirliði bætti við 21. markinu. Síðan skoruðu liðin til skiptis og á 50. mín leiddu þeir kóresku 26:21. Þá komu tvö íslensk mörk í röð og munurinn varð aðeins 3 mörk, 23:26. En S- Kóreumenn hleyptu íslendingum aldrei nær en þetta og juku fljót- lega muninn á ný í 6 mörk 30:24. íslendingar minnkuðu muninn í 5 mörk, sá munur hélst til leiksloka og úrslitin 33:28 eins og áður er getið. Valdimar Grímsson fór á kost- um í þessum leik og þá sérstak- lega undir lok fyrri hálfleiks. Þá varði Guðmundur Hrafnkelsson vel eftir að hann kom inn á í upp- hafi síðari hálfleiks, Sigurður Gunnarsson lék ágætlega en aðrir leikmenn íslenska liðsins hafa oft gert betur. S-Kóreumenn léku á alls oddi í þessurn leik en þeir félagar Jae- Won Kang og fyrirliðinn Sang- Hyo Lee báru þó af. Þeir skor- uðu bróðurpartinn af mörkum liðsins og sýndu frábæran leik. Kang skoraði 10 mörk en Lee 9. Þá varði markvörður liðsins Tae- II Yoon mjög vel. Mörk íslands: Valdimar Gríms- son 8, Kristján Arason 5, Sigurð- ur Gunnarsson 5, Þorgils Óttar 4, Jakob Sigurðsson 2 og þeir Atli Hilmarsson, Guðmundur Guð- mundsson, Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson og Karl Þráins- son 1 mark hver. Jólatrés- skemmtun Þórs Jólatrésskemmtun Þórs verður haldin á Hótel KEA sunnudag- inn 27. desember og hefst kl. 16. Miðasala fer fram við inngang- inn. Búist er við fjölmörgum jólasveinum í heimsókn og eru allir Þórsarar, jafnt ungir sem gamlir hvattir til þess að koma og heilsa upp á þá.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.