Dagur - 23.12.1987, Blaðsíða 13

Dagur - 23.12.1987, Blaðsíða 13
íý.^e'áfeWb^tes?' - &mm - -ra Áhrifín frá Franco- stjórninni sitja enn í spænskum verkamönnum Það er ekki auðvelt að skapa stéttarvitund hjá spænsku verka- mönnunum í mjólkursamlaginu. Flestir starfsmannanna komust til fullorðinsára á meðan einræðis- stjórn Francos var enn við lýði og ofsóknir á hendur pólitískum andstæðingum voru einn þáttur kerfisins. 12 ár eru liðin frá and- láti Francos, en áhrifa frá honum gætir enn í hugum fólksins. Montelarreina er í einu fátæk- asta og vanþróaðasta héraði Spán- ar að því er iðnaði viðvíkur og samheldni á vinnustöðunum. Auk þess er atvinnuleysi í hérað- inu 15 til 20 prósent. Vélstjórinn Antonio Castron- onno Bruno, bílstjórinn Thomás Muriel Segurado og mjólkurfræð- ingurinn Diego Ponce Gaffardo hafa þó orðið varir breytinga til hins betra á vinnustaðnum á þeint tíma, sem þeir hafa starfað sem trúnaðarmenn hjá mjólkur- samlaginu. Einstaklingarnir setja ekki fram neinar kröfur Antonio: - Á síðasta ári var vinnutíminn styttur um eina klukkustund á dag, í 46 stundir á og myndu lenda í ógöngum, ef þau bættust allt í einu í hóp hinna mörgu atvinnuleysingja. Vegna þessarar hættu láta margir ekki í sér kræmta. - Hvaða áhrif hefur þetta á samstöðuna á vinnustaðnum? Thomás: - Samstaða, í þeirri mynd sem við könnumst við frá Norður-Spáni og kannski er á dönskum vinnustöðum, er óþekkt hugtak hjá okkur. Fyrir slíku er engin hefð. Fyrir okkur þýðir samstaða það, að fólk sé ánægt með þá vinnu, sem það hefur, og fyrirtækið skili góðum árangri. Antonio: - Samstöðu um launakröfur þekkjum við ekki. Komi launamál á dagskrá, þá eru það aðeins laun hvers einstakl- ings fyrir sig, sem áhugi er fyrir. Ræða ekki opinskátt um verkalýðsfélögin -í hvaða verkalýðsfélögum eru starfsmennirnir lijá Montelarr- eina? Diego: - Á Spáni skiptast menn ekki í verkalýðsfélög eftir því hvaða vinnu þeir stunda. Aft- ur á móti láta menn skrá sig inn í það verkalýðssamband, sem stendur næst pólitískri sannfær- ingu hvers og eins. Viðkomandi samband tekur svo yfir allar viku. Margir okkar eru líka miklu öruggari með sína atvinnu. Allir eru félagar í verkalýðsfélög- um og laun okkar (í kringum 17 þúsund ísl. kr. á mánuði) erú langt fyrir ofan meðaltalið hjá spænskum mjólkursamlögum. En allar umbætur hafa komið frá stjórnendum samlagsins - ein- stakir starfsmenn setja nánast engar kröfur fram. - Hvað er þá að gera með trúnaðarmenn og verkalýðs- félag? Thomás: - Við erum eindreg- ið þeirrar skoðunar, að okkar bíði ýmis verkefni, en það er erfitt að fá félagana til að styðja við bakið á okkur. Ef ég vil til dæmis ræða vinnuaðstæður við einhvern félaga minn, þá verð ég oft fyrir því, að sá, sem ég er að tala við lítur í kringum sig til að ganga úr skugga um, hvort ein- hver yfirmaður kunni að vera nálægur. Menn eru mjög tal- hlýðnir. Sé einhverjum sagt að fara og þvo gólf, fer sá hinn sami og þvær gólf - án þess að spyrja nokkurs. Antonio: - Margir félagar okkar stunda smábúskap með vinnunni í mjólkursamlaginu. Húsbóndinn og einn sonanna vinna í samlaginu, en konan og hin börnin annast búskapinn. Pau þurfa á laununum að halda til að geta haldið bústofninum við atvinnugreinar. Pau stærstu eru UGT (sósíalistar) og CCOO (kommúnistar). Flestir starfs- menn Montelarreina eru í UGT . . . að ég held. Enda þótt ég sé trúnaðarmaður, veit ég raunar ekki með vissu í hvaða sambandi félagar mínir eru. Það er nokkuð, sem menn hafa ekki hátt um. Antonio: - Áhrifin af 40 ára einræðisstjórn Francos sitja enn í okkur. Ennþá þora margir ekki að gera uppskátt, hvar þeir standa í stjórnmálunum. Sumir óttast jafnvel, að aftur komi til borgarastyrjaldar eins og á fjórða áratugnum, og pólitískra ofsókna. - Hvernig er að starfa sem trúnaðarmaður við þessar aðstæður? Thomás: - Það segir sig sjálft, að það er ekki auðvelt. Ég skil fyllilega þær ástæður, sem til þess liggja, að félagar okkar vilja lítið láta á sér bera, en vissulega vildi maður, að þeir væru svolítið opinskárri um óskir sínar eða kröfur. Antonio: - Ég held, að við verðum að setja traust okkar á næstu kynslóð, sem ekki hefur þurft að búa við stjórn Francos og þarf vonandi ekki að búa við eins mikið atvinnuleysi og nú er. Kannski reynist hún færari unt að sinna verkefnunum en við. (NNF-arbejderen. - Þýðing Þ.J.) DAGUR Blönduósi S 954070 Norðlenskí dagblað Jól í Kompunni Bastvörur - Silfurskartgripir Kerti - Serviettur / f.rPté Gjafavörur - Jólavörur Sen Sendum í póstkröfu. KOMPAN Leiguskípti Reykjavík-Akureyri Getum boðið góða 3ja herb. íbúð, 100 fm í Reykja- vík í skiptum fyrir 4ra herb. raðhús á Akureyri. Leigutími til að byrja með 1 ár, frá 1. janúar n.k. Nánari uppl. gefur Jón Arnþórsson í síma 21900. Iðnaðardeild Sambandsins Akureyri. Frá kjörbúðum KEA Við minnum á og jólaöliö frá Sanitas á afar hasstæðu verði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.