Dagur - 23.12.1987, Blaðsíða 16

Dagur - 23.12.1987, Blaðsíða 16
M9UE Akureyri, miðvikudagur 23. desember 1987 KA-heimJlið Koinið og slappið af í ljósiim, gufu eða nuddpotti. 2. jóladag, lokað, gamlársdag frá kl. 8-16, nýársdag, Opið Þorláksmessu frá kl. 8-23, aðfangadag frá kl. 8-13, jóladag, lokað, Sími 23482. Iokað, pa ll’Sk' Hér sést glöggt hvar grjóthnullung- ur hefur skotist í gegnum klæðingu á skemmunni. Mynd: TLV Grjótregn í Krossanesi - mildi að ekki urðu slys á mönnum Laust fyrir klukkan 13.00 í gærdag, er verið var að sprengja í klettum við Krossa- nes, varð það óhapp að grjót flaug iengra en vant er og lenti á tveim dúkklæddum vinnu- skemmum. Einnig lenti grjót á háspennustaur en við það sló út rafmagni í Þorpinu á Akur- eyri um tíma. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri rifnaði dúkurinn á skemm- unum víða er grjótið flaug í gegn- um hann. Mikil mildi var að þetta gerð- ist rétt áður en menn sem í skemmunni vinna komu úr mat, en þeir munu hafa komið óvenju seint í þetta sinn. Talið er að ef mennirnir hefðu komið fyrr, gæti hafa orðið um stórslys að ræða. Töluvert hefur verið um að sprengt sé í klettunum, en aldrei fyrr hefur óhapp hlotist af. Ekki var notað meira sprengiefni en venja er, heldur er talið að ástæð- una megi rekja til þess að hist hafi á gljúpt berg. Giskað er á að grjóthnullungarnir sem sumir voru um 20 kíló að þyngd, hafi flogið allt að 400 metra vega- lengd. VG Staðgreiðslulán afgreidd til sláturleyfishafa - útlit fyrir að sauðfjárbændur fái einhverjar greiðslur fyrir jói Búið er að afgreiða frá land- búnaðarráðuneyti 674 milljóna króna staðgreiðslulán ríkisins til sláturleyfishafa en sem kunnugt er hafa sláturleyfis- hafar ekki enn gert að fullu upp við sauðfjárbændur. Landbúnaðarráðuneyti telur að þessi ián ásamt afurðalán- um bankanna eigi að gera slát- urleyfishöfum kleift að gera upp við sauðijárbændur en sláturleyfíshafar telja hins veg- ar að enn vanti 250 milljónir króna upp á að endar nái sam- an og hægt verði að gera að fullu upp við bændur. Slátur- Ieyfishafar munu taka afstöðu Sana hf.: Framleiðslan þrefaldast „Við höfum unnið um 14 tíma á sólarhring síðari hluta des- ember við framleiðsluna. Við framleiðum geysilegt magn af jólöli og framleiðslan á gos- drykkjum og léttöli er u.þ.b. þreföld miðað við aðra mán- uði ársins,“ sagði Baldvin Valdemarsson, framkvæmda- stjóri Sana hf. á Akureyri. Baldvin sagði að útilokað væri - í desember að anna þessari miklu eftirspurn í desember með þeim mannafia sem verksmiðjan hefði venjulega á að skipa. Því væri talsvert af skólafólki ráðið tímabundið til vinnu og nú væri tíu til tólf starfs- mönnum fleira en venjulega. Þó er ekki unnið á vöktum. „Við rétt höfum undan eins og stendur,“ sagði Baldvin. Þessa dagana eru í gangi ýmis jólatilboð á gosdrykkjum en Baldvin sagði að einstakir kaup- menn og verslanir stæðu fyrir verðlækkuninni. Þó mun til í dæminu að einstaka verslanir hafi fengið einhvern magnafslátt, ef mjög mikið er keypt í einu af gosi. „Akureyringar hafa alltaf tekið framleiðsluvörum Sana mjög vel, ekki síst um jólin, og gosdrykkir okkar eru á hvers manns borði,“ sagði Baldvin að lokum. EHB Jólaöli tappaö á brúsa. Mynd: tlv. til þess í dag hvort og þá hversu mikið verður greitt til bænda nú strax. Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðu- neytinu sagði þessi lánveiting fari í gegnum Framleiðsluráð land- búnaðarins þar sem fram fari uppgjör á gömlum staðgreiðslu- lánum enda gefi það augaleið að þeir aðilar sem búnir séu að selja birgðir geti ekki haldið stað- greiðslulánum frá fyrra ári. Ólafur Sverrisson, formaður Landssambands sláturleyfishafa sagði að sláturleyfishafar töluðu sig væntanlega saman í dag til að ákveða hversu mikið verði greitt út til sauðfjárbænda fyrir jól. Sauðfjárbændur hafa harðlega mótmælt því að fá ekki greitt fyr- ir afurðir sínar eins og lög geri ráð fyrir. Ljóst er að í undirbún- ingi eru kærur vegna þess hve dregist hefur að greiða þeim fyrir afurðir sínar enda telja sauðfjár- bændur að lög hafi með þessu verið þverbrotin. JÓH „Við „Hér er mestallt ónýtt eða mjög skemmt. Ég rétt náði að bjarga prófskírteinunum mín- um ásamt einhverju smádóti úr kjallaranum á meðan slökkvi- liðsmennirnir voru að slökkva í efri hæðinni og þakinu,“ sagði Stefán Jónsson, en hann og fjölskylda hans urðu fyrir gíf- urlegu tjóni þegar heimili þeirra, Kringlumýri 4, brann á mánudag. Þegar blaðamenn komu á vett- vang í gær var Stefán að athuga skemmdirnar og leita heillegra hluta, sem ekki munu vera margir. Stefán sagði að eitt her- bergi á neðri hæð hússins hefði sloppið og þannig hefðu bjargast ýmsir pappírar, glósur og skjöl. „Það fóru allir okkar hlutir sem voru í stofunni, bækur, myndir, málverk, hljómplötur, hljómflutningstæki, sjónvarp o.s.frv. Sumar bækurnar, sem Bruninn í Kringlumýri: misstum allt okkar“ - segir Stefán Jónsson brunnu, voru sjaldgæfar. Öll myndaalbúm fjölskyldunnar eru t.d. brunnin, svo og minjagrip- ir. Það er allt í lagi með okkur eins og er, ég er að reyna að bjarga leifunum eftir því sem hægt er. Við vorum hjá ættingj- um í nótt,“ sagði Stefán. Að sögn Stefáns var innbúið lágt vátryggt og gerði hann sér ekki grein fyrir því á þessu stigi hvaða bætur fengjust fyrir tjónið. „Þetta var þokkalegt innbú, en við misstum allt okkar,“ sagði Stefán að lokum. Tveir tæplega átta ára drengir voru á neðri hæðinni þegar eldur- inn braust út. Þeir voru staddir á efri hæðinni 15 til 30 mínútum áður en eldurinn braust út en á þeim skamma tíma brann efri hæðin til kaldra kola. Þeir hlupu út þegar þeir heyrðu sprengingu en talið er líklegt að rekja megi eldsupptök til jólaseríu í stofu- glugganum. Söfnun er hafin til stuðnings Stefáni og fjölskyldu hans, en kennarar við M.A. standa fyrir henni. Opnaður hefur verið ávís- anareikningur númer 24280 við Landsbanka íslands á Akureyri í þessu skyni. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.