Dagur - 29.12.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 29.12.1987, Blaðsíða 4
4'— ÖAÖUfi' - árdéSetotféHssf' ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR, 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL PÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), PÁLL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Grafið undan verslun í heimabyggð Mikið var um að vera í verslunum á Akureyri fyrir jólin og það vakti athygli hve margir utanbæjarbílar sáust á götum bæjarins. Góð færð gerði það að verkum að t.d. Siglfirðingar áttu auðvelt með að skreppa til Akureyrar en yfirleitt hefur Lágheiðin verið illfær eða ófær á þessum árstíma. Þá áttu Húsvíkingar ekki í erfiðleikum með að aka til Akureyrar og versla. Kaupmenn á fyrrnefndum stöðum hafa eðlilega áhyggjur af flutningi verslunar til Akureyrar. Það þarf í sjálfu sér ekki skarpvitr- an mann til að komast að þeirri niðurstöðu að ef verslun flyst í einhverjum mæli frá ein- hverjum stað t.d. Siglufirði eða Húsavík til Akureyrar grefur það hægt og bítandi undan verslunarrekstri á þessum stöðum. í samtali við blaðið sagði Sigurður Fanndal, formaður Kaupmannafélags Siglufjarðar, að það hefði verið sérstaklega áberandi fyrir þessi jól að bæjarbúar hefðu farið frá Siglufirði og keypt gjafir og annað utan bæjarins. Sigurður sagði að jólaverslun hefði verið minni á Siglufirði í ár en í fyrra. Sigurður Guðmundsson, verslun- arstjóri í Valbergi á Ólafsfirði, sagði svipaða sögu og bætti því við að verðlag ætti ekki að ýta mönnum til innkaupa utan Ólafsfjarðar. Þeir sögðu báðir að verslunarleiðangrar eins og þeir sem hér um ræðir gerðu það illmögu- legt fyrir verslanir á þessum stöðum að halda uppi þeirri þjónustu sem menn gera til þeirra. Nú er það ofur skiljanlegt að fólk leiti þang- að sem úrvalið er mest og best. Þannig fara Akureyringar - sem og aðrir strjálbýlisbúar - til Reykjavíkur og kaupa þar margs konar varning og flytja með heim rétt eins og Húsvíkingar heimsækja Akureyri í sama til- gangi. En fólk ætti þó að hafa ýmislegt í huga áður en það heldur af stað - til dæmis þá staðreynd að ef verslun flyst í auknum mæli úr heimabyggð þá er grafið undan þeim ein- staklingum og félögum sem annast slíka starfsemi á viðkomandi stað. Eðli málsins samkvæmt eiga tekjur verslunarinnar að vera mestar í jólamánuðinum og þær geta borið uppi rýra verslun á öðrum árstímum. Með öðrum orðum þá er allt eins líklegt að verslun dragist saman t.d. á Siglufirði ef heimamenn gera mikið að því að koma hlaðnir pinklum úr ferð til Akureyrar eða Reykjavíkur. Tæpast hafa Siglfirðingar áhuga á því - eða íbúar annarra sveitarfélaga sem svipað er ástatt fyrir. ÁÞ. IngLnar Sigurðsson, lögfræðingur og Hrafn Pálsson, félagsráðgjafi: Ahrif öldrykkju á heildarneyslu áfengis Veröldin í heild 13.4 20.2 8.4 7.7 Heimildir: WHO offset publication no 89, alcohol policies in national health and development planning. Sumir telja bjórinn best geymdan svona . . . Á dögunum birtist í fjölmiðlun- um greinargerð 133 lækna, sem við hljótum að skoða sem ein- dregna stuðningsyfirlýsingu við framleiðslu og dreifingu á sterku öli, setta fram til þess að ýta við Alþingi vegna fy rirliggj andi „bjórfrumvarps". f greinargerð læknanna er því m.a. haldið fram, að þau rök, sem færð hafa verið fram gegn sölu á sterku öli, þess efnis að heildarneysla áfeng- is muni aukast, séu órökstudd. Ekki ætlum við okkur að rök- ræða þessa hluti við hlutaðeig- andi lækna, sem samkvæmt eðli máls ættu að vera flestum færari að meta þá. Hins vegar getum við ekki látið hjá líða að gera grein fyrir þessum málum eins og þau horfa við okkur samkvæmt þeim upplýsingum, sem liggja fyrir hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Gjarnan er vitnað til þeirrar stofnunar í þessu máli og það á báða bóga, þannig að ekki deila menn um áreiðanleika þeirra vinnubragða, sem stofnunin stundar, þótt menn túlki niður- stöður stundum út frá hentug- leikum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hvorki sent út afgerandi yfirlýsingar varðandi bjór á opin- berum vettvangi né markað sér-: staka stefnu varðandi bjórdrykkju, þar sem stofnunin lítur svo á, að ekki skuli draga áfengi á bása eft- ir tegundum, heldur beri að líta á allt áfengi sömu augum hvað skaðsemi varðar. Það er hins veg- ar staðreynd og kemur fram í skýrslum stofnunarinnar að áfengisneysla í heiminum jókst um helming á árunum 1965 til 1980 og vegur bjór þar mest. Einnig liggur fyrir að bjórdrykkja hefur aukist gríðarlega í svo- kölluðum þriðja heimi og í mörg- um tilvikum er þar um að ræða fyrstu kynni þjóða af áfengi, þ.e.a.s. nokkurs konar stökkpall yfir í annað og sterkara áfengi. Lítum annars á tölfræðilegar upplýsingar frá stofnuninni um framleiðslu í lítrum af bjór, víni og sterku áfengi á árunum 1965 til 1980, miðað við íbúðafjölda, eftir svæðum: Varla verður hægt með rökum að halda því fram, ef miðað er við ofangreindar tölur, að sala á bjór hafi ekki áhrif á heildar-’ neyslu áfengis. Pær niðurstöður, sem við drögum af þessu eru þær, að dregið hafi úr neyslu léttvíns með aukinni bjórdrykkju, en að aukin drykkja á sterku áfengi vinni hana að fullu upp, sem segir að bjórneyslan er hrein viðbót ofan á aðra áfengisdrykkju. Með skírskotun til ofanritaðs teljum við, að fullnægjandi sönn- un liggi fyrir um það að áfengis- neysla muni aukast, og það veru- lega, verði heimilað að selja áfengan bjór hér á landi og að í ljós komi áfengissjúkdómar, sem við höfum lítt þurft að stríða við til þessa. „Allt orkar tvímælis þá er gert er,“ mælti Njáll á Berþórshvoli forðum. í flestum málum á þetta spakmæli Njáls við, en ekki í því máli, sem hér hefur verið reifað. Hvaða skoðanir, sem menn kunna að hafa á sölu áfengs öls hér á landi, verða menn að horf- ast í augu við þá staðreynd að heildarneysla áfengis muni auk- ast, líklega stóraukast, verði heimilað að selja áfengt öl. Enn- fremur verða menn að gera það upp við sig, hvort þeir vilja stuðla að aukinni áfengisdrykkju og þar með að auknum kostnaði við rekstur hcilbrigðiskerfisins og til viðbótar ýmiss konar fylgikvill- um, sem óneitanlega fylgja áfengisneyslu, og aldrei verða metnir til fjár. Svæðið Afríka Asía (án Japans) Ástralía Bandaríkin og Kanada Evrópa án USSR Japan Oceania Suður-Ameríka USSR 1960 1980 1965 1.8 9.3 7.4 0.2 1.0 0.1 102.4 130.3 12.9 61.4 101.4 4.3 46.4 76.2 46.6 9.9 38.7 32.0 11.8 20.1 10.0 11.7 23.0 5.8 ! Sterkt áfengi 1980 1965 1980 2.3 0.1 0.1 0.1 0.1 0.3 25.8 1.3 0.4 8.0 3.8 6.7 49.3 2.9 5.3 2.9 5.5 8.9 2.3 1.3 12.1 7.9 8.2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.