Dagur - 29.12.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 29.12.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 29. desember 1987 29. desember 1987 - DAGUR - 9 Nú árið er liðið í aldanna skaut/ og aldrei það kemur til baka/. Já, nú eru ekki nema tveir dagar þar til þetta verður sungið um gjörvallt land. Áramótin nálgast, við munum kveðja gamla árið og minnast góðra stunda sem aldrei koma aftur. Ýmsar þeirra eru lík- lega bundnar trega en vonandi þó fleiri sem tengdar eru gleði- legum tilefnum. Þessum tímamótum hefur í seinni tíð fylgt sú hefð, að brenna út gamla árið. Er það gert með áramótabrennum og hinum ýmsu flugeldum, blysum og stjörnu- Ijósum. Þessi hefð er ekki ýkja gömul. í bók sinni „Saga daganna“ rekur Árni Björnsson þjóðhátta- fræðingur m.a. sögu áramóta og segir að elsta dæmi um áramóta- brennu sé frá árinu 1791 í Hóla- vallaskóla í Reykjavík og hafí skólapiltar átt þar hlut að máli. I Evrópu munu árlegar brennur þó hafa verið þekktar um aldaraðir. Árni segir: „Þótt ekki sé loku fyrir það skotið, að brennur hafí tíðkast fyrr en seint á 18. öld, þá er hitt einkar sennilegt. I eldivið- arleysinu og timburskortinum var hvert snifsi, sem brunnið gat, Iengstum of dýrmætt til að eyða því í soddan leikaraskap. Áuk þess var hvergi um margmenni að ræða, sem er eins og þurfí að fara saman við brennu. I Reykjavík hafði tvennt gerst undir lok 18. aldar: komið var dálítið þéttbýli með skólasveina sem ungæðislegan kjarna, og lík- lega hefur verið farið að falla til eitthvað af rusli, t.d. frá Innrétt- ingunum, sem mátti brenna. Enn í dag eru áramótabrennur okkar einskonar sorphreinsun.“ í dag fínnst flestum ómissandi að skjóta upp nokkrum flugeldum og brenna blys á nýársnótt. Á Akureyri er það Hjálparsveit skáta sem hefur veg og vanda af flugeldasölu og ólíkt því sem ger- ist í Reykjavík, situr hún ein að sölunni, en íþróttafélögin hér selja ekki flugelda. Hér á síðunni verður leitast við að skýra mikilvægi þessarar flug- eldasölu fyrir starfsemi hjálpar- sveitarinnar, auk þess sem tæpt er á því helsta sem hafa ber í huga við notkun þeirra „skot- færa“ sem á boðstólum eru. FLUGELDASALA HJÁLPARSVEITAR SKÁTA „Flugeldasalan er ákailega mikilvæg fyrir okkur.“ Gunnar Gíslason á vinnustað sínum. Boðnir og búnír tíl aðstoðar - Gunnar Gíslason í viðtali Örn sýnir hvernig fara á með handblys. Því á að beina vel frá líkamanum, hafa hanska eða vettlinga á höndum og klæðast ekki nælonflíkum. nægur snjór, er nóg að stinga þeim í skafl. Það þarf að ýta þeim vel niður í skaflinn en þó að sjá til að þeir sé ekki fastir og eigi greiða leið upp. Kiwanis-kallar Undanfarin ár höfum við verið með til sölu, svokallaða „Kiwan- is-kalla“, en það eru steyptar undirstöður með rörum fyrir allar stærðir flugelda og standblysa. Þeir eru mjög stöðugir, en vegna þess hve mikill snjór hefur verið undanfarin ár, hefur sala á þeim ekki verið mikil. Ætli verðið á þeint í ár verði ekki á bilinu 200- 300 krónur, en þeir eins og hólk- arnir, endast í áraraðir." Blaðamenn Dags voru ákaf- lega hrifnir af „Kiwanis-kallin- um“. Kosturinn við hann er m.a. sá, að ekki þarf að hlaða utan um hann snjó, eins og t.d. þarf að gera við hólkana. Við gerðum til- raunir til að fella kallinn, en án árangurs. Aðspurður sagði Örn um að stinga flugeldum í gosflöskur, að nú væru gömlu góðu glerflösk- urnar orðnar svo sjaldséðar, allir kaupa gos í dósum eða á plast- flöskum. Þær væru ekki hentugar til að skjóta upp flugeldum. „Á því viljum við vekja sér- staka athygli, að láta ekki börn undir 16 ára aldri um að skjóta upp meiriháttar flugeldum. Þetta ættu fullorðnir alfarið að sjá um. Eins mælum við ekki með að fólk skjóti flugeldum út af svölum íbúðarhúsa." Það ber því að athuga vel að undirstaða flugeldanna sé traust og að stefna þeirra sé hættulaus. Víkja skal vel frá unt leið og logi er kominn í kveikjuþráðinn. Blys „I santbandi við blysin, á fyrst og fremst að fara eftir leiðbeining- um á þeim. Alls ekki má halda á blysum sem segir að eigi að skorðast í jörð. Hættan er sú, að kúlurnar í þeirn geta sprungið inni í þeim og valdið alvarlegum skaða. Þau ber að skorða vel, og víkja frá um leið og logi er kom- inn í kveikinn. Gæta skal vel að því að enginn standi þar sem neistarnir fljúga. Um handblysin er það að segja, að hafa skal hanska eða vettlinga á höndum þegar þau eru brennd. Eins skal gæta þess að beina blysinu frá sér, og láta ekki kúlur eða neista lenda á nærstöddum. Sólir skal festa á góða undir- stöðu sem ekki getur brunnið. Þær eru ákaflega fallegar og öruggt að viðkomandi nýtur þeirra vel, því þær skjótast ekki frá. Þær krefjast undirbúnings, en eru vel þess virði." Rokeldspýtur eða logandi vindlar fyrir þá sem reykja, eru kjörnir til að kveikja á þessum skotvörum. Varast ber þó að nota rokeldspýtur inni, því af þeim vill falla glóð. Eins er bent á hættu því samfara að klæðast nælonstökkum þegar farið er með eldfæri. - Nú brenna margir stjörnu- ljós inni, er það í lagi? „Menn hafa jú gert þetta, en það falla frá þeint neistar sem gefa för bæði í teppi og á borð. Þó ætti að vera í lagi að standa t.d. í anddyri rétt á rneðan kveikt er á þeirn, en ganga síðan með þau út.“ Innibombur - Hvað er það sem flokkast und- ir innibombur og hvernig á að fara með þær? „Það eru litlir hólkar sem kveikt er á og uppúr þeint koma spakmæli, smádót, jafnvel hattar eða kórónur og pappírsræmur. Þær springa með dálitlum hvelli og ætti að hafa undir þeint djúpa diska þegar þær eru sprengdar. Svo eru litlu flöskurnar með pappírsræmunum alltaf vinsælar og ekki ntá gleyma hurðasprengj- unum." I þessari heimsókn okkar til skátanna gafst kostur á að skoða vel það sem á boðstólum er. Við fengum smá forsmekk á því sem koma skal því þeir skutu upp fyr- ir okkur t.d. tívolíbombu sem reyndist ákaflega l'alleg þrátt fyrir dagsbirtuna. Þeim Erni, Ingimar, Sveinbirni og Hreini þökkum við kærlega fyrir góðar móttökur og greinargóðar uþplýsingar. Myndirnar á síðunni sýna að- eins brot af því sem til er, en til þeirra sem hugsa sér að brenna út gamla árið segjum við: „Farið varlega og leSið umfram allt leiö- beiningar á umbúðum." Að lokum koma hér nokkur góð ráð Það á að geyma skotelda undir loki fjarri eldi og óvitum. Aldrei vera með skotelda í vasa. Ekki vera með leikaraskap og læti þar sem skoteldar eru notað- ir. Ullar- og skinnhanskar vernda hendurnar. Brunasár á að kæla strax. Vertu ávallt í góðri fjarlægð frá skoteldi. Kettir og hundar eru best kom- in innandyra meðan verið er að skjóta! Lestu leiðbeiningarnar á því sem þú ekki þekkir vel. Góða skemmtun og gleðilegt ár! VG Örn Arnarson og Hrcinn Skagfjörð glaðbeittir á svip, með fangið fullt af flugeldum. okkur. Svo fáum hluta af ágóða happdrættis landssambandsins auk ríkisstyrks sem landssam- bandið fær og skipt er á milli allra sveita á landinu. Við fáum einnig bæjarstyrk, en hann fer allur í að greiða af húsinu eins og fast- eignagjöld, rafmagn og fleira. Við þurfum fé til að reka sveit- ina t.d. þegar farið er í leitir, þá eru tugir þúsunda fljótir að fara. Síðan þarf að kaupa bíla og búnað, bæði til að auka kost og endurnýja. Við erum þokkalega útbúnir en hvenær er maður nógu góður? Það er alltaf hægt að betr- umbæta útbúnað og tækjakost. Nú erum við t.d. að fá tvo vél- sleða en draumurinn er að eiga fjóra í framtíðinni." - Nú eruð þið eini aðilinn á Akureyri sem selur flugelda gagnstætt því sem gerist í Reykjavík þar sem flestöll íþróttafélögin keppa við skátana. Hver er skýringin á þessu? „Fyrir nokkrum árum, var gert óformlegt samkomulag á milli helstu félaganna hér í bænum sem standa í fjáröflunum, um að fara ekki inn á fjáröflunarleiðir hvers annars. í Reykjavík gildir frumskógarhernaðurinn þar sem allir keppa um sama markað en við teljum það tómt rugl. Þótt hvergi sé um þetta samkomulag skrifaður stafur, hefur það verið haldið og erum við ánægðir með það. Við erum allir að berjast um að safna peningum því félögin lifa á því. Ef við förum að eyði- leggja hver fyrir öðrum, er ekki orðið gaman að lifa.“ - Eitthvað sérstakt að lokum? „Ég vil bara hvetja bæjarbúa til að kaupa vel, því þetta er gott málefni og hagur fyrir hvert byggðarlag að hafa góða björg- unarsveit. Sömuleiðis vil ég þakka þeim fyrirfram stuðning- inn.“ Við þökkum Gunnari fyrir spjallið um leið og við óskum skátunum góðs gengis í framtíð- inni og hvetjum fólk til að styrkja þá vel með kaupum sínum. VG Fyrst og fremst, farið efiir leiðbeiningum - nokkur orð um meðferð flugelda I birgðageymslu Hjálparsveit- ar skáta á Akureyri hittum við fyrir hressa skáta, þá Örn Arn- arson, Ingimar Eydal, Svein- björn Dúason og Hrein Skag- fjörð sem urðu fúslega við þeirri beiðni okkar að gefa góð ráð varðandi notkun hinna ýmsu „skotvara“ sem á boð- stólum eru. Urvalið er ótrú- lega mikið og sagði Örn að nú fengju viðskiptavinir aukna þjónustu að því er varðaði upplýsingar um vörurnar sem seldar eru. Þær hafa allar verið prófaðar og liggja fyrir upplýs- ingar um hvað kemur úr hverju og hversu lengi t.d. flugeldar og blys eru að brenna. Til landsins hefur verið flutt inn mun meira af flugeldum í ár en undanfarin ár. Nefnd hefur verið tala eins og 100-120 tonn sem koma að mestu frá Þýska- landi, Kína, Bretlandi og Hong Kong. Hjálparsveit skáta á Akur- eyri hefur nú á sínum snærum rúm 2 tonn af flugeldum til sölu. Verð á flugeldum hefur ekki hækkað miðað við verðlag almennt svo ef veðrið verður gott, ætti salan að verða viðun- andi. - Ef við flokkum birgðirnar niður í meginflokka og byrjum á meiriháttar flugeldum, hvað ber helst að hafa í huga við notkun þeirra? Sýnishorn af „skotfærum“, öðrum en flugeldum eða handblysum. Til vinstri eru svokallaðar kökur, þá sól og lengst til hægri eru blys sem stinga skal í jörð. „Þetta eru fyrst og fremst hinar svokölluðu Tívolíbombur, sem stungið er ofan í rör og skotið upp með miklum hávaða, en þær springa út og eru hinir fallegustu flugeldar. Þó kosta þær ekki nema þriðjung af venjulegum flugeld. Þessar bombur eru mjög vinsælar. Hólkinn sem þarf til að sprengja þær, kaupir fólk bara einu sinni, því hann er veglegur og traustur og endist í áraraðir. I hólkinn er hægt að kaupa kúlurn- ar ýmist 3 eða 6 í pakka. Þessar bombur eru skemmtilegastar að þvf leyti að þær fara ekki gífur- lega hátt svo sá sem skýtur þeim upp, sér þær örugglega. Fallhlífaflugeldarnir eru dýr- ustu flugeldarnir. Undir þá þarf góða undirstöðu, en ef það er Hann ætlar að skjóta upp Tívolíbombu, en aðferðin er hættulega vitlaus. Svona ó ekki að gera... ...það er meira vit í þessu! Gæta skal þess að víkja vel frá þegar glóð er komin í kveikinn. Myndir: tlv. Flugeldasala Hjálparsveitar skáta á Akureyri stendur nú sem hæst. Það er enginn vafi á því að með kaupum á flugeld- um frá henni, styrkir fólk gott málefni því það hlýtur að vera góð tilflnning hjá bæjarbúum að vita af öflugri og vel búinni sveit sem ætíð er reiðubúin á hættustundum. Til að forvitn- ast aðeins um starfsemi sveit- arinnar, fengum við Gunnar Gíslason í viðtal og spurðum hann fyrst hversu lengi hjálp- arsveitin hefur starfað á Akur- eyri. „Hún hefur verið starfandi í 16 ár en landssamband hjálparsveita skáta er 15 ára. Sveitin er stofnuð úr skátahreyfingunni og eru meðlimir því flestir skátar sem má segja að vantaði viðbótar- verkefni. Nú höfum við um 30 virka félaga sem hægt er að kalla út hvenær sem er, auk álíka fjölda varaliðs ef um meiriháttar aðgerðir væri að ræða. Auk þessa eru 20 virkir félagar í Reykjavík, flestir í námi." - Hver eru helstu verkefni ykkar? „Eins og nafnið gefur til kynna þá erum við boðnir og búnir til að aðstoða og bjarga hvar og hve- nær sem er, hvað sem kemur upp á að sjálfsögðu. Undanfarin ár höfum við aðallega þurft að fara í minniháttar leitir og aðstoða ferðamenn. Á Öxnadalsheiði er mjög algengt að við þurfum að fara og aðstoða fólk sem lent hef- ur í hrakningum í slæmu veðri. Eins höfum við verið kallaðir út innanbæjar ef kemur sérlega vont veður t.d. til að aka börnum heim úr skólum." - Hafið þið komið ykkur sjálfir upp þeim tækjabúnaði sem þið hafið yfir að ráða? „Já það höfum við gert. Okkar helsta fjáröflun er flugeldasalan eða um 80% af öllum tekjum svo hún er ákaflega mikilvæg fyrir Hér eru skemmtilegar „sprengjur“ sem nota má inni. Varast ber að hafa disk undir þeim þegar skotið er og nota ekki rokeldspýtur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.