Dagur - 29.12.1987, Blaðsíða 10

Dagur - 29.12.1987, Blaðsíða 10
í'f - RUöÁtí - \* 86r ‘í3drrjí??.9b .65 10 - DAGUR - 29. desember 1987 Ibúð óskast Óskum eftir að taka á leigu 2-3ja herb. íbúð, frá ára- mótum fyrir einn af starfsmönnum okkar. Fyrirframgreiðsla. Upplýsingar á skrifstofutíma í síma 21255. ^ MÖL&SANDURHF. Áramótadansleikir Áramótadansleikur í Dynheimum kl. 0.30-4.00. Verð kr. 500,- Aldurstakmark 15 ára. Áramótadansleikur í Félagsmiðstöð Lundarskóla kl. 0.30-3.00. Verð kr. 350,- Aldurstakmark 13 ára. Æ.R.A. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninoi Garðarsbraut 29, Húsavík, þingl. eigandi Garðar Geirssoh, fer frám á eigninni sjálfri, miðvikud. 6. jan. ’88 kf. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnlaugur Þórðarson hrl., Guð- mundur Markússon hrl., Veðdeild Landsbanka fslands. Bæjarfógeti Húsavíkur. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Höfn II, Svalbarðsstr.hreppi, þingl. eigandi Soffía Friðriksdóttir, fer fram á eigninni sjálfri, fimmtud. 7. jan. ’88 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru: Eggert B. Ólafsson hdl., Sigurður G. Guðjónsson hdl., Veðdeild Landsbanka íslands. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Skútahrauni 2a, Reykjahlíð, þingl. eigandi Sæþór Kristjánsson, fer fram á eigninni sjálfri, þriðjud. 5. jan. '88 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru: Örlygur Hnefill Jónsson hdl., Veð- deild Landsbanka íslands. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Birkilandi (Vestaraland IV), þingl. eigandi Lárus Hinriksson, fer fram á eigninni sjálfri, mánud. 4. jan. ’88 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, Jón Kr. Sólnes hrl., Skúli J. Pálsson hrl., Tómas Þorvaldsson hdl. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Nauðungaruppboð þriðja agrsíðasta á fasteigninni Ásgötu 25, Raufarhöfn, þingl. eigandi öestur Þorsteinsson, fer fram á eigninni sjálfri, mánud. 4. jan. '88 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Brunabótafélag íslands, Örlygur Hnefill Jónsson hdl., Tryggingastofnun rfkisins. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Frá undirbúningi skemmtidagskrár í Súlnasal Hótel Sögu. Fremst á sviðinu eru (frá vinstri): Anna Vilhjálms, Einar Júlíusson ásamt Ólöfu Hafdísi dóttur sinni, Magnús Kjartansson og Pálmi Gunnarsson. Hótel Saga: Helgarferðir á Iækkuðu verði - Söngleikurinn „Næturgalinn er ekki dauður enn“ frumsýndur í byrjun janúar Á undanförnum árum hafa svonefndir helgarpakkar notið æ meiri vinsælda. Hér er átt við ferðaiög dreifbýlisbúa til Reykjavíkur - og ferðalög Reykvíkinga út á land. Fram til þessa a.m.k. hefur fremur takmarkað hótelrými í höfuð- borginni gert það að verkum að betra er fyrir þá sem hyggja á ferðir sem þessar að skipu- lcggja þær með nokkrum fyrir- vara. Hið sama má raunar segja um ferðir höfuðborgar- búa út á landi. Stöðug aukning á vetrarferðum til Reykjavíkur hefur leitt til þess að hótelhald- arar og flugfélög hafa tekið höndum saman og boðið upp á ýmislegt nýstárlegt - og lokk- andi. Það síðasta á þessum vettvangi - og e.t.v. það girni- legasta um langa hríð - eru sér- stakar helgarferðir með skcmmtikvöldi á Hótel Sögu. Það eru Flugleiðir, Hótel Saga og veitinga- og ráðstefnufyrir- tækið Gildi h.f. sem standa að þessum helgarferðum, sem hafa hlotið nafnið SOGU - GILDI. Ferðir þessar hefjast strax eftir áramót. í helgarferðum SÖGU-GILDI geta gestir Vatið um 2-4 daga ferð. Fyrsti ferðadagur er fimmtudagur og síðasti ferðadag- j ur er mánudagur. Tveggja nátta gisting, aðfaranætur laugardags og sunnudags, eru þó fastir punktar í þessari dagskrá, þar sem skemmtun, kvöldverður og skemmtiatriði í Súlnasal verða á laugardagskvöldum. Sérstakt janúartilboð Frá sjötta janúar til níunda febrúar bjóða aðilar SÖGU - GILDIS sérstakt verð á þessum ferðapakka, svokallað janúartil- boð. Helgarferð af þessu tagi kostar þá frá Akureyri kr. 8.763. Að kvöldi nýársdags verður frumflutt í Súlnasal skemmtidag- skrá sem hefur hlotið nafnið TEKIÐ Á LOFT í SÚLNASAL. Þar mætir til leiks ein harðsnún- asta poppflugsveit landsins, sem hefur verið í forystu íslenskra poppflugflotans síðasta manns- aldur. Það verða meðal annárs þeir Maggi Kjartans, Rúnar Júl, Jóhann, Helga, Pálmi óg Engilbert og fleiri flughetjur þess tíma þegar bítlamenningin gerði i vélheppnaðar loftárásir 1 á íslenska dægurmenningu. Þetta verður flugferð til dægurlanda ög þar verða heimsóttar ýmsár þær' minningar liðinna ara, sem tengj- ast á ljúfastan hátt mörgum helstu poppstjörnum síðustu tveggja áratuga og vinsælústu lögum þeirra. Næturgalinn - ekki dauður enn „Næturgalinn - ekki dauður enn“ er heiti á nýjum söngleik sem frumsýndur verður í Súlna- sal þann sjötta febrúar, en eins og fyrr sagði hefst þá janúartil- boðið sem fyrr var nefnt. í kynn- ingu Hótel Sögu á þessum nýja söngleik segir meðal annars: „Söguþráðurinn er örlagasaga hinnar íslensku popphetju, sem þráir frægð og frama. Sígildar dægurperlur Magnúsar Eiríks- sonar mynda rammann um sög- una. Sagan af ungum manni á þyrnum stráðri framabraut. Þráir að verða Næturgali, en verður nætur-galinn. Tónlistarperlur Magnúsar Eir- íkssonar í gegnum tíðina. Stór- stjörnurnar Pálmi Gunnarsson og Jóhanna Linnet í aðalhlutverk- um. Tónlistarflutningur í örugg- um höndum hljómsveitar Magn- úsar Kjartanssonar. Sagan um vonir og þrár, ástir og átök, og um leiðina heim. Sag- an lætur engan ósnortinn og tón- listin heldur lengi áfram að hljóma hið innra.“ Eflaust munu margir íbúar landsbyggðarinnar hleypa heim- draganum, gista á Hótel Sögu og horfa á söngleikinn. Svo mikið er víst að verðið á pakkanum góða mun tæplega fæla menn frá að halda af stað til höfuðborgarinn- ar og þeir sem hafa gist á Sögu gera það gjarnan aftur. Frá undirbúningi skemmtidagskrár í Súlnasal Hótel Sögu. Rúnar Júl og Maggi Kjartans rifja upp ásamt fleirum úr Hljómagenginu mörg af bestu lög- um þess tíma í flugferð Flugglaðra hf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.