Dagur - 30.12.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 30.12.1987, Blaðsíða 5
30. desémber 1987 - DAGUR - 5 stœðast af atburðum mjög reynsluríkt ár. Ég var ráð- inn til nýrra starfa hér hjá Húsa- víkurbæ og þess mun ég senni- lega minnast mest hvað mig varð- ar persónulega. IlVt Katrín Eymundsdóttir forseti bæjarstjórnar Húsavíkur: „Ég varð anima á árinu“ Mér er minnisstæðast að ég varð amma á árinu. Fyrsta barnabarn- ið fæddist 22. febrúar og það var óskaplega skemmtileg tilfinning að vera orðin amma, mér fannst ég ekkert eldast við það. Ætli landsmótið beri ekki hæst hér á Húsavík, sérstaklega hvað allt gekk vel og veðrið var stór- kostlegt. Landsmótsdagana flaug ég ffyrsta skipti með eins hreyfils flugvél. Flogið var út í Grímsey í þessu dýrðlega veðri. Þetta er mér mjög minnisstætt, ég var log- andi hrædd við að fara upp í svona litla vél og það var stór- kostlegt að heimsækja Grímsey- inga. Hvað þjóðmálin varðar held ég að kosningarnar síðastliðið vor, stjórnarmyndunin, órólegheitin í pólitíkinni og vandamálin sem við er að etja rísi hæst á þessu ári. í heimsmálunum er það vitan- lega leiðtogafundurinn í Wash- ington sem er mér minnisstæðast- ur, hann var náttúrlega einungis eftirleikur leiðtogafundarins í Reykjavík. í þessu sambandi má í gríni geta þess að ég dáist alltaf að því hvað Reagan er brattur, Gorbatsjov er ári sjarmerandi karakter en ég vildi gjarnan hafa þrek og heilsu Reagans þegar ég verð komin á hans aldur. IM Aðalsteinn Helgason: Sameining fyrirtækjanna merkastí atburðurinn Mér finnst að merkilegasti atburður ársins hafi verið sam- eining Iðnaðardeildar Sambands- ins og Álafoss í eitt fyrirtæki. Fyrir utan þetta er árið mér minnisstætt vegna hrikalegra erf- iðleika í íslenskum útflutnings- iðnaði. Að sumu leyti stafa þessir erfiðleikar af ytri skilyrðum eins og fastgengisstefnu og verðbólgu. - Var árið 1987 tímamótaár í ullariðnaði? Þetta ár og það næsta eru algjör vendipunktur fyrir ullar- iðnað hér á landi. Eftir eitt ár héðan í frá vitum við endanlega hvort þessi iðnaður getur lifað af eða ekki, að mínum dómi, þ.e.a.s. þá vitum við hvort hann á sér einhverja framtíð. Þetta snýst bæði um okkar eigin vinnu og þau ytri skilyrði sem okkur eru búin. Árið hefur yfirhöfuð verið íslendingum hagstætt, sérstak- lega með tilliti til sjávarafurða, en við erum búnir að spila hroða- lega úr því. Ég er viss um að næsta ár og það þarnæsta verða allt öðruvísi. Árið 1988 verður miklu erfiðara en árið 1987 og þetta mun koma í ljós fljótlega eftir áramótin. Þegar ég segi þetta á ég ekki eingöngu við ullariðnaðinn heldur almennt um ástandið í efnhagsmálum lands- ins því það er búið að þenja efna- hagskerfið miklu meira en það þolir. Einhvern tíma verða menn að snúa sér að því vandamáli og ég tel að næsta verkefni stjórn- valda sé að sinna þessu. Það verður að gerast þegar á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Að öðru leyti var ég ánægður með frammistöðu Akureyringa, Húsvíkinga og Ólafsfirðinga í íþróttum á liðnu ári, sérstaklega í fótbolta. Það var ánægjulegt að fylgjast með því. Valgerður Bjarnadóttir: Konur eru vanmáttugar gagnvart kerfínu Mér þótti minnisstæðust sú samstaða sem náðist meðal kvenna varðandi ráðningu kven- kvensjúkdómalæknis til Akur- eyrar. Það var ánægjulegt að sjá samstöðuna en það sorglega við málið var hversu glöggt það sýndi vanmátt kvenna í kerfinu. Þrátt fyrir samstöðu eru konur van- máttugar gagnvart kerfinu. Þetta kom mér auðvitað ekki á óvart en stundum getur maður hrokkið við af slíkum atburðum þegar sannleikurinn blasir við. Árið var annars gott og að mörgu leyti athyglisvert. Þessa stundina er mér mjög minnisstæð bók, sem ég er nýbúin að lesa; Gunnlaðar saga. Mér finnst að þetta sé ein merkasta bók sem rituð hefur verið á íslenska tungu á síðari árum. Ég er sannfærð um að sú bók á eftir að gegna mikil- vægu hlutverki í sambandi við cndurreisn eða upprisu kvenna og að konur finni sig aftur. Varðandi verkefnið „Brjótum múrana" þá hefur það gengið ágætlega. Það ánægjulegasta við það var hversu vel gekk að halda námskeiðið fyrir konur sem ætla að stofna fyrirtæki. Námskeiðið fór jafnvel fram úr mínum björtustu vonum. Það var gaman að vinna verkefnið í samvinnu við konurnar sem tengjast því og líka unglingana í skólunum. Þó finnst mér lítið mjakast í kerfinu sjálfu og á árinu sem er að líða, en það er annað ár verkefnisins, hefur komio glögglega fram að mjög langt er í land með að kerf- ið og opinberir aðilar séu tilbúnir að taka við verkefni sem þessu og vinna að því af heilum hug. En við mjökumst í rétta átt, það er öruggt. Hákon Aðalsteinsson: Þróunin var í rétta átt á árinu Af erlendum vettvangi finnst mér nýafstaðinn fundur þeirra Reag- ans og Gorbatsjovs í Bandaríkj- unum merkilegastur, það var stórt sport í friðarátt. Friðarmál- in eru mér hugleikin og ég hef áhuga á þeim. Mér dettur ekkert sérstakt í hug af innlendum málum á árinu. Þó er eftirtektarvert og gleðilegt hversu mikil aukning er í útgerð frá Akureyri, sú þróun er í rétta átt og hér eru nú tíu togarar. Fyrirtækið Olís hefur gengið vel hér norðanlands á árinu 1987. Við höfum haldið okkar hlut af markaðnum og vel það, höfum bætt aðeins við okkur frá fyrra ári. Keppinautarnir hjá hinum olíufélögunum eru okkur nokkuð erfiðir en við erum ekki að hugsa um að byggja nýjar bensínstöðv- ar, það er ekki markaður fyrir meira af slíkum þjónustustöðv- um. Ég álít að þegar á allt er litið þá megum við þó nokkuð vel við una og ég er bjartsýnn á framtíð- ina. Alþingi hefur með höndum mörg merkileg mál og þar finnst mér staðgreiðslukerfi skatta einna stærsta málið. En það er ómögulegt að segja nokkuð til urn jafnvægið í stjórnmálunum því andstæður eru sterkar, jafn- vel innan flokkanna sjálfra. ársins Þórey Aðalsteinsdóttir: Gangan á Kverkfjöll minnisstæðust Persónulega er mér minnisstæð- ast að ég gekk á Kverkfjöll síð- asta sumar. Það er ógleymanlegt að hafa komist í slíka snertingu við náttúruöflin, sjóðandi heitan leir, jökulkulda og beljandi jökulár. Landið sent við eigum er yndislegt og þarna komst maður á toppinn án þess að þurfa að til- biðja neitt nema móður náttúru. Hvað vinnu mína hjá LA snertir þá hefur þetta allt saman gengið slétt og fellt fyrir sig og mér finnst ekkert ákveðið stíga upp úr. Nýliðin frumsýning á Pilti og stúlku er auðvitað minnisstæð því svo stutt er síðan hún fór fram. Það er gaman að sjá að Akureyringar kunna ennþá að meta gömlu góðu lcikritin okkar. En ég vil endilega minnast samn- ingsins milli LA, bæjarstjórnar Akureyrar, menntamálaráðherra og fjármálaráðherra um að greiða upp gamlar skuldir leikfé- lagsins. Þetta var stórviðburður, einnig það að þessi styrkur var bundinn launahækkunum hjá Þjóðleikhúsinu. Þegar til þjóðfélagsins er litið finnst mér ekkert hafa hrifið mig sérstaklega í þjóðmálum. Ég er bjartsýn á framtíðina og hvað leikfélagið varðar þá hlakka ég mikið til að sjá Fiðlarann á þak- inu á næsta ári. Það verður glæsi- legt verk. En þegar á heildina er litið finnst mér persónuleg reynsla á árinu sitja fastar í mér en fréttir af lands- og heimsmál- um. Halldór Halldórsson, yfirlæknir Kristnes- spítala: Víð hjónín áttum siHurbrúðkaups- afinæli á árinu Hvað persónuleg málefni snertir þá verður mér fyrst hugsað til þess að við hjónin áttum silfur- brúðkaupsafmæli og fórum í Vín- arferð af því tilefni í sumar. Ég fór á mjög áhugavert námskeið í öldrunarlækningum í september, en það námskeið var haldið í Edinborg. Það sátu 36 læknar frá 16 þjóðlöndum. Sonur minn tók þátt í Norðurlandaferð Blás- arasveitar Tónlistarskólans, og vegna þess að ég er nýbúinn að sjá myndband frá ferðalaginu þá sannfærðist ég um að fararstjór- arnir í ferðinni höfðu rétt fyrir sér þegar þeir sögðu að krakk- arnir frá Akureyri hefðu verið til fyrirtnyndar og góð landkynning. Kristnesspítali átti 60 ára afmæli á árinu og okkur bárust góðar gjafir og margar kveðjur af því tilefni. Tveir fræðslufundir voru haldnir í tilefni afmælisins og féllu þeir í góðan jarðveg. Á árinu voru einnig hafnar fram- kvæmdir við viðbyggingu Krist- nesspítala og gengið frá vinnuað- stöðu fyrir sjúkraþjálfara. Þá var einnig hafist handa um vegagerð að Hrafnagili. Því má segja að árið hafi verið jákvætt fyrir Krist- nesspítala í heild. Öldrunarþjónusta í héraðinu býr nú að því að bætt skipulag hefur skilað sér til hennar. Áukin heimaþjónusta og hvíldarinn- lagnir draga verulega úr bið hjúkrunarsjúklinga eftir plássum. Sel 2 var tekið í notkun á árinu og fjársöfnun til þess tókst vel. Frækilegt ferðalag Jóns Kristins- sonar vakti verðskuldaða aðdáun margra og það er einnig gleðilegt að framkvæmdir við þjónustu- íbúðir aldraöra á Akureyri eru hafnar. Akureyri átti 125 ára afmæli á árinu og háskóli tók þar til starfa. Þá eru niér alþingiskosningarnar minnisstæðar og myndun nýrrar ríkisstjórnar með heilbrigðisráð- herra úr okkar kjördæmi, en ég fullyrði að hann hefur þegar orð- ið heilbrigðisþjónustunni að rniklu gagni. EHB FSA: Fæðingar í ár álíka margar og í fyrra Það stefnir í að fæðingar á Akureyri verði álíka ntargar í ár og þær voru í fyrra að sögn Friðrikku Árnadóttur yfirljós- móður á fæðingardeild FSA. Árið 1986 voru alls 362 fæðing- ar á fæðingardeild FSA. I gær voru fæðingar á þessu ári orðnar 363 eða einni fæðingu fleiri og er ekki búist við að þeim fjölgi nema e.t.v. um eina eða tvær fyr- ir áramót. Hjá þeim á fæðingardeildinni fæddust nú tvö jólaböm sem að sjálfsögðu voru klædd í jóla- sveinabúning og verður spenn- andi að fylgjast með hvort Ákur- eyringar muni eignast fyrsta barn ársins en að sögn Friðrikku meg- um við jafnvel eiga von á því. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.