Dagur - 30.12.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 30.12.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR- 30,.desember 19B7. , viðtal dagsins Etöridansaklúbburinn 4, Áramóta- ** dansleikur ** * í Lóni Hrísalundi 1, miðvikudaginn 30. des. kl. 22-03. Hljómsveit Bigga Mar og Dolli sjá um fjörið. MUr velkomnir ★ Stjórain. ÆU/I/IENIA þvottavélar Eigum enn örfáum vélum óráðstafað. Einnig Gram kæliskápa. t Enn á gamla verðinu t Brekkugötu 7, sími 26383 Ingvi R. Jóhannsson löggiltur rafverktaki. Nýárstrimm Við hvetjum alla til að hefja nýja árið á trimmi í Kjarnaskógi á nýársdag hvort sem er fótgangandi eða á skíðum, ef færi leyfir. Skógræktarfélag Eyfirðinga. jffiil) Skíðaráð Akureyrar. Félagsleg þjónusta við borgar- ana er sífellt að verða veiga- meiri þáttur hjá sérhverju bæjarfélagi, enda hafa kröfur samféiagsins þar að lútandi aukist til muna á síðari árum. Og er nú svo komið að öll stærri sveitarfélög hafa sér- staka starfsmenn til að sinna eingöngu þeim málum. Víðast hvar hefur þróunin orðið sú að umsjón margra málaflokka Matthías Viktorsson. „Þróttmikið starf félags- samtaka í bænum íT V dttm stuðitirujsmönmtm Norðfendmgum öííttm kíior bestu nýárskveðyur. Guðmundur Bjamason otj Voítjerður Sverrísdottir. J VINNINGSNÚMER í Happdrætti Krabbameinsfélagsins ■ Dreglð 24. desember 1987 ■ ... BMW 5181EDITION: 38554 117512 TOYOTA COROLLA1300 XL SEDAN: 46696 121510 160407 HÚSBÚNAÐARVINNINGAR Á 70.000 KR: 32931 85414 87885 120787 148692 35746 87313 97378 144987 175958 VÖRUVINNINGAR Á 40.000 KR: 4975 5151 6432 6721 7650 8320 9653 12545 14816 22259 24812 28552 32037 32267 32315 33627 35437 36185 42136 45649 49794 51780 51847 53229 56387 57104 57956 68359 68531 70131 78285 78532 78965 79445 85550 86821 87062 87848 93135 94420 95339 95670 96135 103940 104210 106291 106509 112224 113074 113556 116138 117828 121780 121978 123679 126888 128066 129034 129387 129527 129531 130082 131570 132508 135433 136909 137321 144530 145875 146410 148123 153261 154962 156094 156830 158309 160115 160995 161258 165211 167910 171141 171842 172299 173535 174114 174128 176379 176991 178108 Handhafar vinningsmiöa framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, sími 62 14 14. Krabbameinsfélagið þakkar landsmönnum veittan stuðning. é t Krabbameinsfélagið mikilvægt fyrir bæinn í heild“ - spjallað við Matthías Viktorsson félagsmálastjóra á Sauðárkróki hvflir á herðum þeirra manna. Sjálfsagt gera margir sér ekki grein fyrir hversu margþætt starfið er, og örugglega eiga umræddir starfsmenn ekki allt- af sjö dagana sæla þegar kvabbið er hvað mest og borg- ararnir vilja fá sína úriausn refjalaust. „Það eru þessi hefðbundnu félagsmál sem eru stærstu póst- arnir: Æskulýðs- og íþróttamál, öldrunarmál og dagvistunarmál. Þá má nefna barnavernd og fram- færslumál. Yfir sumarið stækkar verkahringurinn enn, með sumarstörfum barna og ungl- inga,“ sagði Matthías Viktorsson félagsmálastjóri á Sauðárkróki, sem gegnt hefur því starfi frá vor- inu 1983. - Dagvistunarmál hafa verið mjög í brennidepli undanfarið. Hvernig er ástand þeirra mála hér í bænum? „Miðað við biðlista á leik- skólunum tveim er hún góð. í Furukoti eru 80 börn í hálfsdags vistun og í Glaðheimum 50 börn í hálfsdags vistun og 8 í heilsdags vistun. Heilsdags vistunin er til- raun sem við byrjuðum með í haust. Ástæðan fyrir því að við tókum hana upp er að biðlistar voru tæmdir og okkur vantaði börn í leikskólana. Við vonumst til að um áramótin verði engin börn sem náð hafa 2ja ára aldri á biðlistum. Stefnt er að því að frá og með þeim tíma gefist fólki kostur á 5 tíma gæslu fyrir börn sín. Frá 8-13 og 13-18. Þetta er fyrst og fremst ætlað fyrir fólk sem vinnur í hádeginu eða langt fram eftir degi, og er það nýjasta í dagvistunarmálunum hjá okkur. Þá má einnig nefna að bærinn greiðir niður dagvistir fyr- ir börn einstæðra foreldra hjá dagmæðrum.“ - Hvað um öldrunarmálin? „Fyrst og fremst er það heimil- ishjálpin, sem orðin er allmikil. Um 35 einstaklingar njóta hennar, frá 4 tímum í viku og upp í það að fá daglega þjónustu. Við sendum þeim sem vilja mat frá eldhúsi sjúkrahússins í hádeg- inu og það er auðvitað mjög mikilvægt fyrir gamla fólkið að eiga kost á þeirri þjónustu. Sam- starf við sjúkrahús og heilsugæslu er mjög gott og á eftir að verða enn meira þegar betri samnýting næst á heimilishjálp og heimilis- hjúkrun. Þá má ekki gleyma öllu því þróttmikla starfi sem félaga- samtök í bænum leggja að mörk- um í öldrunarmálum.“ - Þú nefndir æskulýðs- og íþróttamál. „Mikilvægasti þátturinn í þeim málum er starf þeirra félaga í bænum sem að þessum mála- flokkum starfa. Má þar nefna ungmennafélagið Tindastól, skátana, æskulýðsfélag kirkjunn- ar o. fl. Starfsemi þessara félaga er mjög mikilvæg fyrir bæjarfé- lagið í heild.“ - En þrátt fyrir það virðist eitthvað um að unglingar finni sig ekki, ef marka má umtal um úti- vistarmál unglinga undanfarið. „Já. Það er auðvitað ekki nógu gott, en sannleikurinn er sá að hér er um að ræða fáa einstakl- inga sem setja leiðinlegan svip á fjöldann. En í sjálfu sér held ég að ástandið sé ekki ósvipað ann- ars staðar. Okkar mál hafa bara lent meira í fjölmiðlum. Ég veit um lík mál sem komið hafa upp í haust í bæjarfélögum af svipaðri stærðargráðu og okkar. En auð- vitað verður að skoða þessi mál vandlega og leita lausna á þeim. Aðalástæðan fyrir þessari löngu útiveru unglinga nú í haust er eflaust þetta dæmalausa tíðar- far. Veðrið hefur verið svo gott að útivera þeirra hefur verið í lík- ingu við það sem hún er á vor- dögum. Hvað óróleikann varðar, hefur það örugglega mikið að segja að engar kvikmyndasýning- ar hafa verið í bænum í haust. Bíóið var afdrep fyrir ungling- ana. Þar gátu þeir hist tvisvar- þrisvar í viku og fóru ábyggilega oft þess vegna í bíó, frekar en til að sjá myndina sem verið var að sýna. Ég held að í sjálfu sér hafi krakkar um þó nokkuð margt að velja í þeim félögum og klúbbum sem hér eru starfandi, og fyrir þau sem njóta sín í því sé ekki mikill tími aflögu. En hér eins og annars staðar eru krakkar sem ekki finna sig í þessu og það er til þeirra sem þarf að ná á einhvern hátt. Margir nefna félagsmiðstöð sem hugsanlega lausn á þessum málum. Undanfarin ár hefur fé- lagsaðstaða grunnskólans Grett- isbæli verið mikið sótt. Það er spurning hvort ekki sé rétt að styðja betur við þá starfsemi sem þar fer fram.“ -þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.