Dagur - 30.12.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 30.12.1987, Blaðsíða 11
30,.(de?ember 19t87,—. DAGUJR. -f 11 1 I 1 Sýsluhesthúsið meðan það var og hét. Sýsluhesthúsið á Sauðárkróki rífið Á fímmtudeginum viku fyrir jól hvarf sjónum manna Sýslu- hesthúsið við Faxatorg á Sauð- árkóki. Var húsinu í einum vetfangi svipt niður með stór- virkum vinnuvélum og leifum þess ekið á brott. Fyrr á þessu ári keypti Sauðárkróksbær það til niðurrifs af hestamannafé- laginu Léttfeta sem átt hafði það í liðlega 2 áratugi. Vegna skipulags var ekki pláss fyrir það lengur. Sýsluhesthúsið var byggt árið 1922. Var byggingu þess hreyft fyrst í sýslunefnd nokkrum árum áður. Það voru svo bændur í hér- aðinu og verslunarmenn á Sauð- árkóki sem fylgdu á eftir með fjársöfnun í hverjum hreppi. Var áhugi fyrir byggingunni mikill og lögðu flestir bændur héraðsins fjármuni til hennar allt frá 50 aur- um upp í 10 krónur. Þótti til- koma Sýsluhesthússins á sínum tíma til samgöngubóta, vegna stórbættrar aðstöðu fyrir héraðs- búa þegar þeir komu ríðandi í kaupstað og fyrir aðra ferða- menn. Áður höfðu þeir þurft að vera upp á greiðasemi bæjarbúa komnir. Á síðustu áratugum hefur Sýsluhesthúsið af mörgum verið litið hornauga, vegna staðsetn- ingar sinnar inni í miðjum bænum við hliðina á þjónustustofnunum. Og sjálfsagt gleðjast margir yfir því að það skuli nú tilheyra liðn- um tíma. En eflaust sakna þess líka margir, sem hefðu gjarnan viljað láta það standa áfram og vernda það sökum sögulegs gildis þess. Muna- og minjanefnd Sauðár- króks fór fram á það við bæjar- stjórn í haust að Sýsluhesthúsið fengi að standa í vetur og gerð yrði úttekt á ástandi þess. Einnig yrði kannað hvort hægt væri að nýta húsið til annarra nota en verið hefur. Við beiðninni var ekki orðið. Ein af þeim hug- myndum sem skotið höfðu.upp kollinum var að ef sala bjórs yrði leyfð hér á landi gæti Sýsluhest- húsið sómt sér vel sem pöbb. -þá AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI 1973-2. fl. 25.01.88 kr. 22.243,60 1975-1. fl. 10.01.88-10.01.89 kr. 10.537,50 1975-2. fl. 25.01.88-25.01.89 kr. 7.950,54 1976-1. fl. 10.03.88-10.03.89 kr. 7.573,60 1976-2. fl. 25.01.88-25.01.89 kr. 5.852,28 1977-1. fl. 25.03.88-25.03.89 kr. 5.462,13 1978-1. fl. 25.03.88-25.03.89 kr. 3.703,39 1979-1. fl. 25.02.88-25.02.89 kr. 2.448,69 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1981 -1. fl. 1985-1. fl. A 25.01.88-25.01.89 10.01.88-10.07.88 kr. 1.063,63 kr. 232,95 Mnnlausnarverö er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Sérstök athygli skal vakin á lokagjalddaga 2. flokks 1973, sem er 25. janúar nk. Reykjavík, desember 1987 SEÐLABANKIÍSLANDS Lokað verður 2. janúar 1988 og 4. janúar 1988 HA6EAUP Akureyri Áramótadansleikir Áramótadansleikur í Dynheimum kl. 0.30-4.00. Verð kr. 500,- Aldurstakmark 15 ára. Áramótadansleikur í Félagsmiðstöð Lundarskóla kl. 0.30-3.00. Verð kr. 350.- Aldurstakmark 13 ára. Æ.R.A. Fagnið nýju ári á Hótel KEA laugardaginn 2. janúar ★ Glæsilegur matseðill. ★ Humar og skelfisksspjót á kryddhrísgrjónum ★ Koníakslöguð krabbasúpa ★ Hreindýrasteik með bláberjum Innbakaðar nautalundir með rjóðursveppum Pekingönd með karamellubættri appelsínusósu ★ Eldsteiktar pönnukökur með heimalöguðum vanilluís Súkkulaði og krókant mousse á ferskjugrunni Kristinn Örn Kristinsson og Lilja Hjaltadóttir fara Ijúfum tónum yfir vinsælustu lög liðins árs. Hin frábæra hljómsveit Geirmundar Vattýssonar heldur uppi stanslausu f jöri fram eftir nóttu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.