Dagur


Dagur - 31.12.1987, Qupperneq 1

Dagur - 31.12.1987, Qupperneq 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Kjörbúðir KEA: Afgreiðslutími breytist vemlega - ein verslun verður opin til kl. 20.00 sex daga vikunnar Frá og með áramótum lengist afgreiðslutími matvöruversl- ana KEA um 35 klst. á viku. Ein kjörbúð, Byggðavegur 98, verður opin til klukkan 20 sex daga vikunnar, en verslanirnar Hrísalundur 5, Sunnuhiíð 12 og Brekkugata 1 verða opnar milli kl. 10 og 16 á laugardögum. Verslun um söluop mun þess í stað að mestu leyti falla niður á virkum dögum en viðskipta- vinum er bent á að kynna sér auglýsingar í kjörbúðunum. Kjörbúðinni að Byggðavegi 98 er ætlað að gegna hlutverki sér- stakrar þjónustuverslunar, og á laugardögum verður opnað þar kl. 10. Kjörmarkaðurinn að Hrísa- lundi 5 verður opinn frá kl. 09-18 mánudaga, þriðjudaga og mið- vikudaga, til kl. 20 á fimmtudög- um, til kl. 19*á föstudögum og milli kl. 10-16 á laugardögum. Selt verður úr söluopi frá kl. 16- 20 á laugardögum og frá 11-18 á sunnudögum. í verslunarmiðstöðinni Sunnu- hlíð 12 verður opið til kl. 18 fyrstu fjóra daga vikunnar. Á föstudögum verður opið til 19 og á laugardögum frá kl. 10-16. Kjörbúðin Höfðahlíð 1 verður opin til kl. 18 alla virka daga. Á laugardögum verður selt gegnum söluop frá kl. 11-20 og á sunnu- dögum frá kl. 11-18. I Brekkugötu 1 verður sömu- leiðis opið til kl. 18 alla virka daga. Á laugardögum verður opið frá kl. 10-16 og selt verður gegnum söluop frá 11-18 á sunnu- dögum. Afgreiðslutími kjörbúða KEA að Hafnarstræti 91, Hafn- arstræti 20 og Ránargötu 10 breytist ekki. Björn Baldursson, fulltrúi á verslunarsviði KEA, lagði áherslu á að þar sem opnunartími verslana væri nú frjáls væri eðli- legt að opna verslanirnar enn meir og minnka viðskipti gegnum söluop. Þjónusta væri augljóslega betri í opinni verslun en gegnum söluop og von KEA væri sú að með þessu fyrirkomulagi fái við- skiptavinir enn betri þjónustu. Tíminn mun leiða í Ijós hvort frekari breytinga er þörf. EHB Úr einni af kjörbúðum KEA. Endurhæfinaarstöðin fær meira fjármagn - „Mjög ánægjulegt,“ segir Guðmundur Bjarnason ráðherra Framlög til endurhæfíngar- stöðvar Sjálfsbjargar hækka um 3 miljónir frá upprunaleg- um tillogum í tjárlögum. Sjálfsbjörg á Akureyri átti að fá tæpar 4,5 milljónir en þessi upphæð hefur nú verið hækk- uð í rúmar 7,4 miljónir. „Það er mjög ánægjulegt að fjárveitinganefnd hafi tekið þetta mál til endurskoðunar,“ sagði Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra eftir að fjárveit- inganefnd hafði lagt fram breyt- ingartillögur sínar. „Fjárskortur hefur háð starfsemi stöðvarinnar í undanförnum árum. Þingmenn kjördæmisins hafa því lagt á það áherslu að meira fjármagn fengist og nú hefur nefndin fallist á það sjónarmið. Hins vegar gerum við okkur grein fyrir því að þetta er ekki nóg til þess að stöðin geti skilað hlutverki sínu fullkom- lega. Þetta er samt sem áður spor í rétta átt og á vonandi eftir að vera lyftistöng í starfsemi Sjálfs- bjargar á Akureyri,“ sagði Guð- mundur Bjarnason ráðherra að lokum. AP

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.