Dagur - 31.12.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 31.12.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 31. desember 1987 Janúar 5. „Sjcmannadeilan í járnum" og „Býst við löngu verkfalli“ voru fyrirsagnir á fyrsta tölublaði ársins. Sjómannaverkfall var þá skollið á og ekkert virtist þokast í samkomulagsátt. Auk þess sem deilt var urn kaup og kjör sjó- manna spruttu upp deilur um réttmæti fyrirvaralausra upp- sagna fiskverkunarfólks í kjölfar hráefnisskorts og stóðu þær deil- ur í nokkra daga. Laugardaginn 3. janúar kusu Húsvíkingar um það í þriðja sinn hvort opna ætti áfengisútsölu í bænum. í almennum kosningum sögðu 546 já en 652 sögðu nei. 6. Sagt var frá því að verktaka- fyrirtækið Norðurverk hafi sagt öllum starfsmönnum sínum, alls um 45 manns, upp. Uppsagnirnar gengu í gildi í lok ársins 1986. Uppsagnirnar komu til vegna fyrirsjáanlegs verkefnaskorts fram á vor. 7. Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar var ákveðið með atkvæða- greiðslu að hinn nýi vegur yfir Leirurnar fyrir botni fjarðarins skuli heita Leiruvegur. 8. Siglfirðingar gætu líklega kom- ist í heimsmetabók Guinness fyr- ir það sem þeir gerðu eða öllu heldur gerðu ekki því þegar myndin Othello var sýnd mættu tveir gestir á sýninguna. Bíóstjór- inn ók gestum og starfsfólki heim í fimm manna bíl. 9. Skipulagsbreytingar taka gildi í yfirstjórn KEA. Tilgangurinn er að sögn Vals Arnþórssonar kaup- félagsstjóra að gera stjórnunina markvissari og laga félagið að breytingum í þjóðfélaginu. 12. Gott atvinnuástand var hjá trésmiðum í byrjun ársins að sögn Guðmundar Ómars Guðmundssonar formanns Trésmiðafélags Akureyrar. Haft er eftir Guðjóni Jónssyni formanns Sjómannafélags Eyjafjarðar að hann sjái ekki að lausn verkfalls þeirra sé í sjón- máli. Sagt er frá því að fyrir helgina hafi Sæver hf. í Ólafsfirði hafið framleiðslu á kavíar úr grá- sleppuhrognum. 13. Sá hnútur sem sjómannadeil- an var komin í olli því að Stein- grímur Hermannsson for- sætisráðherra ákvað að kalla Alþingi saman og leggja fram frumvarp til laga um gerðardóm í deilunni. Á Alþingi tóku málin svo nýja stefnu þegar Þorsteinn Pálsson nýkominn frá París lagði til að deilunni yrði vísað til þingnefnd- ar en jafnframt látin að nýju í hendur sáttasemjara og deilu- aðila. Heildarkröfur í þrotabú Kaup- félags Svalbarðseyrar nema 293 milljónum króna og var fyrsti skiptafundur boðaður 15. janúar. 14. Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra sýndi Sturlu Krist- jánssyni fræðslustjóra Norður- landsumdæmis eystra rauða spjaldið þegar hann vék honum fyrirvaralaust úr embætti fyrir að hafa „sniðgengið fyrirmæli" og „brugðist trúnaðarskyldu.“ 15. Viðbrögð við brottvikning- unni urðu víða mjög hörð. Fræðsluráð umdæmisins lýsti yfir fullri ábyrgð á störfum fræðslu- stjóra. 1 skólum voru haldnir fundir sem allir lýstu í ályktunum sínum yfir stuðningi við Sturlu. 16. Enn er fræðslustjóramálið tnál málanna og þau ummæli ráð- 3. Sá heimsfrægi söngvari Fats Domino heilsaði Akureyri með breiðu brosi og Akureyringar svöruðu í svipaðri mynt því upp- selt var á alla tónleika kappans í Sjallanum. 4. Eigendaskipti urðu á skemmti- staðnum H-100. Ungur Akureyr- ingur Kristján Kristjánsson keypti staðinn af þeim Baldri Ell- ertssyni og Rúnari Gunnarssyni. 5. „Vona að starfsemi hefjist á árinu“ sagði Bjarni Einarsson hjá Byggðastofnun um fyrirhugaða stjórnsýslumiðstöð á Akureyri. Sauðárkróksbær ákvað á fundi sínum að auka hlutafé sitt í Stein- ullarverksmiðjunni á staðnum um 22 milljónir rúmar. Áður hafði verið samþykkt að auka hlutafé bæjarins um 17 milljónir en þar sem finnskur eignaraðili gekk úr skaftinu var ákveðið að ganga lengra. Fundur sem haldinn var í Sjall- anum um fræðslustjóramálið og skólamál almennt dró dilk á eftir sér þegar Bárður Halldórsson menntaskólakennari kærði Gísla Sigurgeirsson fréttamann Sjón- varps fyrir útvarpsráði vegna hlutdrægni í fréttaflutningi af fundinum. 10. Á Alþingi var lagt til að Hæstiréttur skipaði fimm manna nefnd er rannsaka skyldi hversu gildar ástæður Sverrir Hermanns- son hafði til að víkja Sturlu Krist- jánssyni frá störfum. 11. Staðgreiðslukerfi skatta var til umræðu á forsíðu og sagt frá því að álagningarhlutfall tekju- skatts og útsvars yrði 35%. Sagt var frá því að tekjur ársins 1987 yrðu skattlausar. Smábátaeigendur við Eyjafjörð leituðu eftir stuðningi sveitar- stjórna á svæðinu við tillögur félags síns um að færa viðmiðun- arlínu fyrir dragnótarveiðar utar en var. Smábátasjómenn töldu þessar veiðar mjög bitna á afkomu sinni. Nýliðinn janúar var sá þriðji hlýjasti á öldinni Norðanlands, en meðalhitinn á Akureyri var 2,1 stig eða 4,2 stigum hærra en í meðalári. 12. Enn hefur ekkert spurst til hestanna sjö sem hurfu frá Þverá í Öxarfirði 10. janúar ef undan eru skildir draumar nokkurra berdreyminna manna. Um þetta leyti hafði leit staðið yfir nær látlaust en veður hamlaði leit nokkuð. Fjárhagsáætlun Akureyrarbæj- ar var afgreidd frá bæjarstjórn á friðsamlegan hátt. Tillaga um að lækka kostnað við afmælishald bæjarins úr tveimur milljónum í eina var felld. Fimm manna nefnd sem skip- uð var til að vinna að undirbún- ingi fiskmarkaðar á Akureyri skilaði áliti þar sem m.a. kom fram að ekki virtist vera áhugi fyrir því að koma á fót hefð- bundnum uppboðsmarkaði, heldur að setja ætti upp einhvers konar fiskmiðlun. 17. Pað óhapp varð þegar verið var að aka hinum nýja snjótroð- ara þeirra Ólafsfirðinga á ís yfir Ólafsfjarðarvatn, að ísinn gaf sig og troðarinn fór nær allur á kaf. Tveir menn sem í troðaranum voru sluppu út og troðarinn náð- ist upp daginn eftir. 18. Þennan dag var frá því skýrt að Norðurland vestra væri með lægsta þjónustustigið hvað varðar sérkennslu í grunn- og sérskól- um. Stjórn FSNE benti á þetta í Hefðbundin starfsemi á Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra lá að mestu niðri 14. janúar. Á hurðinni stóð „Lokað vegna fundahalda“ og í hverri skrifstofu sátu menn og ræddu málin. Mynd: rþb herra að engum verði „vægt og engum hlíft“ vöktu reiði. Kennsla lá niðri víðast hvar í umdæminu þennan dag. Sjómenn greiddu atkvæði um samkomulag sem náðist þann 15. janúar f deilu þeirra og útgerð- armanna. Sjómenn samþykktu samkomulagið og veiðar hófust að nýju. 19. Raðsmíðaskipi því sem Slipp- stöðin á Akureyri smíðaði fyrir Blöndósinga var hleypt af stokk- unum og hlaut það nafnið Nökkvi HU. Talsverðar tafir urðu þó á afhendingu skipsins. Skipulagsnefnd ákvað á fundi sínum að Norðurgötu skyldi lok- að við Hagkaup vegna fyrirhug- aðrar stækkunar á húsnæði fyrir- tækisins. 20. Skipulagsnefnd samþykkti á þessum sama fundi að heimila KEA byggingu 2500 fermetra verslunarhúss við Glerárgötu. Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar var tekið til fyrri umræðu og samkvæmt því skyldi útsvar hækka úr 10,2% í 10,6%. Veðráttan er til fyrirmyndar og allir fjallvegir opnir. 21. Á Blönduósi hófst fram- leiðsla á nýjum skelfiskplógi sem talinn er valda straumhvörfum í skelfiskveiðum og auka afla báta verulega. Þá er sagt frá því að Sturla Kristjánsson muni á ný sækja um stöðu fræðslustjóra. 22. Fasteignasalar merkja vax- andi eftirspurn eftir húsnæði á Akureyri og segja að breytingar liggi í loftinu, húsnæðisverð mun hækka. Byggingariðnaðurinn fylgir á eftir og hefur tekið veru- lega við sér. 23. Á fundi stjórnar kjördæmis- sambands framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra var ákveðið að hafna beiðni frá sér- framboði Stefáns Valgeirssonar um að fá að nota listabókstafina BB í komandi alþingiskosning- um. 27. Hjá Akurvík er afgreiðsla myndlykla fyrir Sjónvarp Akur- eyri í fullum gangi. 28. Fjárveiting til Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri fyrir árið 1987 nam 504 milljónum. Nökkvi HU sjósettur í Slippstöðinni Stærsta verkefni ársins voru framkvæmdir við nýja röntgen- deild. Siglfirðingum bættist sjötti togarinn í flota sinn um þetta leyti. Þar var á ferðinni togarinn Þorleifur Jónsson frá Hafnar- firði. Skipið hlaut nafnið Stapa- vík SI. Fréttir af gangi farmannaverk- falls og áhrifum þess greina m.a. frá því að bensínbirgðir fari víða minnkandi en vöruskorts sé ekki farið að gæta enn. 29. Skip Samherja hf. og Odd- eyrar hf. öfluðu alls um 190 tonna af rækju í janúarmánuði. á Akureyri á laugardag. Mynd: ehb Febrúar 2. Þennan dag kom Siglfirðingur SI að landi með afla að verðmæti um 31 milljónir króna. Þar með var met Akureyrarinnar frá því f ágúst 1986 slegið. Áætlanir varnarliðsins um varaflugvöll á Sauðárkróki urðu mönnum deiluefni lengi vel fram- an af ári. Áður höfðu landeig- endur í Skagafirði mótmælt stað- setningu vallarins en nú gagn- rýndi fyrrverandi framkvæmda- stjóri Náttúruverndarráðs vinnu- brögð ráðsins er það lagðist gegn lengingu vallarins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.