Dagur - 31.12.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 31.12.1987, Blaðsíða 4
4 - dWG\M- 31/‘déséínber 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), PÁLL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRl: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Við áramót Við áramót staldra menn gjarnan við og gera það upp við sig hvernig til hafi tekist á árinu sem er að líða. Tókst að ná þeim markmiðum sem að var stefnt og þoka málum í réttan farveg? Margir láta áramótin marka þáttaskil í lífi sínu á einhvern hátt, stíga á stokk og strengja heit og lofa sjálf- um sér því að gera betur á nýja árinu. Mönnum gengur síðan misvel að efna þessi loforð. Vafalaust verður ársins 1987 ekki minnst sem árs mikilla tíðinda, hvorki innanlands né utan. Það er helst að samkomulag stór- veldanna um að útrýma skammdrægum og meðaldrægum kjarnorkuvopnum standi upp úr þegar litið er um öxl. Ef til vill verð- ur ársins fyrst og fremst minnst hér á landi sem „skattlausa ársins" þegar fram líða stundir, enda þótt það hafi alls ekki verið skattlaust í raun. En við áramót líta menn ekki einungis um öxl, heldur einnig fram á við til að reyna að átta sig á því hvað framtíðin beri í skauti sér. Stefnan er sett á að varðveita það sem áunnist hefur og bæta um betur á sem flestum sviðum. Sumum hættir til að einblína um of á hin veraldlegu gæði og gleyma því sem er meira um vert. í lífs- gæðakapphlaupinu missum við stundum sjónar á hinum háleitari markmiðum og áttum okkur ef til vill ekki á því fyrr en það er um seinan. Við áramót er einnig vert að gefa gaum að þeim hættum sem að þjóðinni steðja á komandi ári og ekki er unnt að sigrast á nema allir leggist á eitt. Við skulum hafa það hugfast að ef við gáum ekki að okkur, er sjálfstæði okkar og menningu hætta búin af þeim erlendu áhrifum sem hellast yfir þjóðina í auknum mæli í takt við æ stórstígari tækniframfarir. Við verðum að gæta þess öll sem eitt að hlúa vel að tungu okkar og þeim menningararfi sem fyrri kynslóðir skópu. Það er verðugt verkefni um ókomin ár. Dagur þakkar lesendum sínum og vel- unnurum samstarfið og stuðninginn á árinu sem er að líða og óskar þeim og landsmönnum öllum gleðilegs árs, með von um að nýja árið færi þeim hagsæld og hamingju. BB. í hlöðunni á Helgastöðum brann allt sem brunnið gat. Hins vegar tókst að halda eldinum frá áföstum gripahúsum. Mynd: rþb til gjaldþrotaskipta á árinu 1986. 13. Skemmdarvargar fengu útrás fyrir hvatir sínar þegar þeir stór- skemmdu á annað hundrað trjáa á svokölluðu Borgartúni á Akur- eyri. Tjón garðyrkjudeildar bæjarins var tilfinnanlegt. 16. í könnun sem unnin var fyrir stjórn Strætisvagna Akureyrar kom meðal annars fram að 78% farþega vagnanna væru 20 ára eða yngri. Einnig kom fram að sjöundi hver Akureyringur not- aði vagnana yfir vetrarmánuðina. 17. Verkfall kennara skall á 16. mars. Öll kennsla lagðist niður í MA, aðeins stundakennarar kenndu við VMA og á Akureyri voru 14 grunnskólakennarar í verkfalli. 18. Skemmdarvargar létu ekki staðar numið og enn varð síma- klefinn í göngugötunni fyrir barðinu á þeim. Sú hugmynd kom upp að láta falda myndavél fylgjast með því sem fram færi. Nýliðin helgi var að sögn lög- reglunnar róleg en íbúi í Mið- bænum hafði aðra sögu að segja. „Allt kolbrjálað" var eftir honum haft. „Anægður að þessu er lokið,“ sagði Rúnar Þór Björnsson sem á árinu 1980 slasaðist í skemmti- staðnum H-100 og hafði alla tíð síðan staðið í málaferlum til að fá greiddar skaðabætur. Ábyrgðar- sjóður Lögfræðingafélags íslands féllst á að greiða Rúnari fram- reiknaða upphæð skaðabóta, um 1,9 milljónir. 19. Kartöflubændur voru mjög uggandi um framtíð sína enda stóðu sölumál kartaflna mjög illa. Margir gengu jafnvel svo langt að tala um að hætta kart- öflurækt og einhverjir létu verða af því. I sama blaði segir Helgi Helga- son veitingamaður hjá Bita sf.: „íslenskar kartöflur eru rusl.“ Þessu vísuðu talsmenn bænda vit- anlega á bug skömmu síðar. Nálægð alþingiskosninga setti sitt mark á fréttir blaðsins þessa dagana því margar fréttir voru fluttar af niðurstöðum skoðana- kannana um fylgi flokkanna og fleira. 25. „Vertíðin hefur gengið sér- staklega vel, þetta er algjört eins- dæmi. það hefur verið mokveiði allan tímann og aldrei neinar frátafir," sagði Heiðar Jónsson stýrimaður á Hilmi SU í samtali við Dag um loðnuvertíðina. 26. Skagstrendingur hf. á Skaga- strönd var svo vinsamlegur að lána Vegagerð ríkisins níu millj- ónir króna til þess að unnt væri að Ijúka lagningu bundins slitlags á veginn milli Blönduóss og Skagastrandar um sumarið. 27. I úttekt sem Úlfar Hauksson hagsýslustjóri Akureyrarbæjar vann á fjárhagsstöðu Leikfélags Akureyrar kom fram að rekstur atvinnuleikhúss gengi ekki upp nema til kæmu verulega hækkað- ir styrkir. Að öllu óbreyttu myndi verða 5-10 milljóna tap á rekstr- inum árlega. Sana hf. á Akureyri hóf dæl- ingu bjórs í dósir fyrst íslenskra drykkj arvöruframleiðenda. 30. Tillögur voru lagðar fram um rekstur framhaldsskóla á Laug- um í Reykjadal á komandi hausti. Gert var ráð fyrir tveggja ára námi.á fjórum brautum. 31. Tveir unglingspíltar á Akur- eyri voru handteknir fyrir að skjóta úr rifflum á kyrrstæða bíla og valda verulegu tjóni. Kennaradeilan leystist loks þegar fulltrúaráð HÍK samþykkti að ganga til samninga á grund- velli þeirra samningsdraga sem fyrir lágu. Apríl 1. „Glórulaust veður“ helltist yfir Norðurland og olli margvíslegu tjóni. Víða fuku þakplötur og jafnvel heilu þökin, skip slitnaði upp frá festum og á Kópaskeri varð rafmagnslaust. Víða voru björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða fólk í erfiðleikum Sagt var frá því að Arnór Guðjohnsen og Maradona myndu leika með Völsungsliðinu gegn íslenska landsliðinu á lands- móti UMFÍ um sumarið. Þarna mun dagsetningin einhver áhrif hafa haft á sannsögli blaðamanns og sömu sögu er að segja um fréttina þar sem sagði að fyrstu 100 viðskiptavinir þennan dag hjá bókamarkaði sem rekinn var í bænum, myndu fá 10 kíló af bókum fyrir 500 krónur. Fyrstu fréttir bárust af ósam- komulagi milli útgerðar og fisk- verkenda á Raufarhöfn vegna fyrirhugaðra breytinga á Stakfell- inu í frystiskip. Deilur þessar urðu nokkuð harðar og langvinn- ar en skipinu var breytt. 2. Einn maður fórst en öðrum tókst að bjarga þ'gar Reynir EA frá Árskógssandi sökk rétt utan við höfnina í fárviðrinu sem áður var sagt frá. Þá er í blaðinu einnig sagt frá stúlku sem var hætt komin á Öxnadalsheiði þar sem hún dvaldi í tæpan sólarhring í frosti og byl. Stúlkan var heppin að komast inn í kyrrstæðan bíl á heiðinni. Verkfall kennara hafði mikil áhrif á kennslu í skólum og rætt var um að kenna um helgar og í dymbilviku. Samræmdum próf- um yrði ekki frestað. 6. Miklir rekstrarerfiðleikar steðjuðu að skinnasaumastofu SÍS á Akureyri og af þeim sökum var henni lokað um ótiltekinn tíma. Starfsfólkinu voru boðin önnur störf hjá Iðnaðardeildinni. Nýr þingflokkur Framsóknarflokksins fyrir framan alþingishúsið. Mynd: Róbert.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.