Dagur - 31.12.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 31.12.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 31. desember 1987 r Við óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegrar hátíðar, árs og friðar ogþökkum viðskiptin á árinu 1987. Fasteigna- og skipasala Norðurlands Pétur lósefsson Benedikt Ólafsson hdl. ppÍg ■ ' ■ - flnH . ; < %jSk i || | ^s|||w _ flllf i SH - . Við sendum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og landsmönnum öllum óskirum farsælt komandi ármeð þökk fyrir samstarfið á liðnum árum. EIMSKIP 3. Dýpkunarfélag sem stofnað var á Siglufirði fyrr á árinu festi kaup á gröfuskipi fyrir um 60 milljónir króna. Skip þetta er eina gröfuskipið sem nú er til á landinu og bætti það úr brýnni þörf. Vatnsöflunarmál Þórshafnar- búa voru í mesta ólestri því vatn það sem kostur var á var dæmt óhæft til neyslu. Framkvæmdir hófust við nýja vatnsæð. Þeir Ómar Pétursson og Þráinn Brjánsson dagskrárgerðarmenn á Hljóðbylgjunni á Akureyri lögðu mikið á sig þegar þeir stóðu fyrir 60 tíma maraþonútsendingu til styrktar sundlaugarbyggingu við Sólborg. Alls söfnuðust 833 þús- und krónur. 6. Lokst tókst að mynda nýja ríkisstjórn. Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis- flokkur gerðu þá með sér sátt- mála um stjórnun landsins undir forsæti Þorsteins Pálssonar. 8. Fyrstu sex mánuði ársins varð rúmlega 60% söluaukning hjá Steinullarverksmiðjunni á Sauð- árkróki miðað við sama tímabil ársins 1986. Plasteinangrun hf. festi kaup á vélum til framleiðslu á síldar- tunnum úr plasti. Gert var ráð fyrir að ársframleiðslan yrði um 150 þúsund tunnur. 9. Gistirými á Húsavík var allt löngu bókað áður en landsmót ungmennafélaganna hófst þar þennan dag. Landsmótið var óhemju fjölsótt enda veðurguð- irnir í sínu besta skapi. Skýrsla Hafrannsóknastofnun- ar um ástand fiskistofnanna var lögð fram mun fyrr en venjulega. í tillögum fiskifræðinga* var lagt til að sókn í þorsk yrði dregin saman um 20% á ári næstu tvö árin. 10. Hjá Slippstöðinni hf. á Akur- eyri var ákveðið að smíða í upp- hafi næsta árs tvo rúmlega 200 tonna skuttogara. Ekkert var ákveðið með kaupendur að skipunum en foráðamenn stöðv- arinnar höfðu ekki áhyggjur af þeim málum. Vegna mikils framboðs á refa- skinnum lækkaði verð á þeim mjög, og hafði aldrei verið lægra en um þetta leyti, eða í kringum 2000 krónur fyrir skinnið. 13. Margrét EA sló met Mána- bergsins frá Ólafsfirði frá því fyrr á árinu. Skipið kom að landi með 255 tonn af flökum að verðmæti 34-35 milljónir króna eftir 27 daga veiðiferð. Fullbókað var á iðnrekstrar- braut Háskólans á Akureyri en alls bárust 20 umsóknir. Jón Kristinsson lagði upp í hjólreiðaferð frá Akureyri til Reykjavíkur. Jón safnaði með áheitum dálaglegri fjárupphæð til styrktar hjúkrunardeild Sels á Akureyri. 14. Enn fóru skemmdarvargar á kreik og höfðu það nú af að skafa börk af stofni 20-30 trjáa í Kjarnaskógi. „Óbætanlegt tjón“ sagði Hallgrímur Indriðason. Fáum dögum síðar gerðu ein- hverjir úr þessum fámenna en áberandi hópi sér það að leik að leggja í rúst skúra sem börn í skólagörðum Akureyrar höfðu byggt sér. Fulltrúar DNG héldu til Grímseyjar þar sem þeir færðu sveitarstjórnarmönnum andvirði einnar færavindu að gjöf, sem framlag til sundlaugarbyggingar í eynni. Nokkrum dögum síðar færðu fslensk getspá og framleið- andi búnaðar þess sem Lottó 5/32 notar, Grímseyingum 100 þús- und krónur til byggingarinnar. 16. Ábúendur á Grísará stefndu Akureyrarbæ og þremur ráðherr- um til greiðslu og afhendingar á heitu vatni, auk skaðabóta vegna jarðrasks og landspjalla. Ábú- endurnir töldu gróðurhúsarækt sína hafa skaðast verulega vegna borana Hitaveitu Akureyrar eftir heitu vatni. 17. Skýrsla nefndar um hagræð- i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.